Morgunblaðið - 06.06.2011, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 06.06.2011, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. JÚNÍ 2011 Jæja afi minn, þá er kominn tími á þetta hjá okkur. Ég er búin að vera að reyna að skrifa minn- ingargrein um þig í rúm tvö ár en það hefur gengið vægast sagt brösulega. Kannski er það þetta sem gerist þegar hjartað í manni vill ekki sleppa takinu og kveðja. Þú hefðir orðið níræður í gær, sunnudaginn 5. júní, og fannst mér tilvalið að nota tækifærið og skrifa til þín nokkur orð. Þú varst alltaf hluti af eining- unni „amma og afi“ en þegar amma dó þá áttum við öll erfitt með að fóta okkur og það átti líka við um þig. En þú stóðst af þér of- viðrið og dróst okkur hin að landi með þér. Enda varstu ofurhetja. Þú gast gert við alla bíla og siglt um heimsins höf. Reyndar stóðstu af þér mörg ofviðrin og í hvert sinn sem öldurnar lægði lagðirðu allar þínar þakkir í hendur okkar, fjölskyldunnar þinnar, og varst sannfærður um að þú hefðir ekki getað þetta án Þorvaldur Ólafsson ✝ ÞorvaldurÓlafsson fædd- ist í Vest- mannaeyjum 5. júní 1921. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Grund á Landakoti 27. febrúar 2009. Þorvaldur var jarðsunginn frá Fossvogskirkju 9. mars 2009. okkar, jú og ömmu sem þú sagðir að væri alltaf við hlið þér. Það var nefni- lega fjölskyldan sem var þér allt, og þú varst svo dugleg- ur að segja okkur það. Enda hvílir ást- ríkt viðmót þitt í okkur sem stöndum eftir, dálítið völt eft- ir ofviðrið, en upp- full af kærleik sem kominn er frá þér. Þú værir án efa glaður að heyra að við héldum fótboltapartí síðustu helgi þótt þú værir kannski ekki eins glaður með okkar menn. En þrátt fyrir úrslit- in var gleðin mikil og minningin um þig ríkti heldur betur þegar við gæddum okkur á „afavöffl- um“ í hálfleik. Og þú hefðir kvatt okkur öll, börn, barnabörn, barnabarnabörn og alla hina, með einlægu brosi, innilegu faðmlagi og kossi, því við áttum öll jafn- stóran hlut í hjarta þínu, stór sem smá. Og það ætla ég einmitt að gera nú, ég sendi þér mitt hlýj- asta faðmlag og kveð þig elsku afi með blíðum kossi og bros á vör. Afi minn og amma mín úti’ á Bakka búa. Þau eru mér svo þæg og fín, þangað vil ég fljúga. (Höf. ók.) Þín Anna Brynja. hafðu þökk fyrir góða og kær- leiksríka samfylgd liðinna ára. Megi góður guð styrkja alla nán- ustu ættingja og vini. Eiríkur og Svana. „Hrefna mín“. Orð sögð full af hlýju og væntumþykju heyrði ég nánast í hvert einasta skipti sem ég hitti Trausta. Og það var ekki bara einhver fagurgali heldur fylgdu gjörðir, jafnvel þó Trausti væri orðinn mikið veikur undir það síðasta hugsaði hann vel um móður mína og reyndist henni sérstaklega vel þau rúmlega þrjá- tíu ár sem þau bjuggu saman. Það var einstaklega gott samband á milli þeirra. Ég kynntist Trausta á ung- lingsárunum, en þó fyrst fyrir al- vöru þegar ég flutti heim í Voga á Vatnsleysuströnd til mömmu og Trausta til að fara í menntaskóla. Þá bjó ég hjá honum og mömmu í þrjú góð og umfram allt skemmti- leg ár, enda var Trausti ekki bara ljúfmenni, hann var líka einstak- lega skemmtilegur maður. Hann gat sagt sögur og hermt eftir fólki svo að maður veltist stundum um af hlátri. Amma mín Þórdís, sem þá var flutt til þeirra í Vogana hafði mikið dálæti á Trausta og var það gagnkvæmt. Líf Trausta snerist að stórum hluta um sjómennsku og veiði- mennsku. Það var ósjaldan sem hann slakaði á eftir erfiða daga á sjónum með því að veiða silung í vötnum í nágrenni höfuðborgar- innar. Ég fór nokkra túra með honum á trillunni og sá þá svo vel hvað hann var mikill sjómaður af lífi og sál. Honum leið mjög vel þegar landfestar höfðu verið leystar og var þá greinilega á heimavelli. Trausta þótti mjög vænt um Geir Þór, son okkar Ragnhildar, og hafði hann mynd af honum á náttborðinu hjá sér, hvort sem var heima eða á spítalanum. Í hvert skipti sem Trausti og mamma komu í heimsókn kom hann með fulla poka af leikföngum til að gefa afabarni sínu. Geir Þór veit ná- kvæmlega hvaða leikföng afi Trausti gaf honum enda var Trausta einkar lagið að finna dót sem sá litli hafði gaman af. Reynd- ar er það svo að synir mínir þrír líta allir á Trausta sem afa sinn. Fyrir tæpum tveimur árum veiktist Trausti af svínaflensunni og lagðist hún sérstaklega þungt á hann. Svo þungt að honum var vart hugað líf. Það var ómetanlegt stund að sjá hann koma aftur eftir margra vikna meðvitundarleysi þó svo að tíminn hafi verið alltof stuttur sem eftir var. Í veikind- unum sá ég vel seigluna og þraut- seigjuna sem hann bjó yfir . Á þessum erfiða tíma kom einnig vel fram hvaða sess Trausti hafði hjá okkur systkinunum og sínum börnum. Minningin um Trausta hlæj- andi, brosandi, segjandi sögur eða „Hrefna mín“ er sú minning sem ég ætla að geyma um góðan mann. Ágúst Þorbjörnsson. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja’ í friðarskaut. (Vald. Briem.) Elsku afi Takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur, þú varst góður afi og alltaf skemmtilegt að vera í kringum þig, leist alltaf svo björt- um augum á allt saman og alltaf stutt í hlátur. Við erum rosalega þakklát að hafa komið og kvatt þig áður en þú fórst yfir móðuna miklu en núna líður þér vonandi betur og ert laus við veikindin þín sem tóku stóran toll hjá þér og ert hættur að kveljast. Langar bara að þakka þér að hafa verið alltaf til staðar og verið góður afi. Þetta á eftir að verða skrítinn jóladagur þetta árið, enginn Trausti að spila í vistinni en minn- ing þín er ljós í lífi okkar og við elskum þig rosalega mikið og von- andi tekur Heimir vel á móti þér Sofðu vært hinn síðsta blund, uns hinn dýri dagur ljómar, Drottins lúður þegar hljómar hina miklu morgunstund. Heim frá gröf vér göngum enn. Guð veit, hvort vér framar fáum farið héðan, að oss gáum, máske kallið komi senn. Verði, Drottinn, vilji þinn, vér oss fyrir honum hneigjum, hvort vér lifum eða deyjum, veri hann oss velkominn. (Vald. Briem.) Elsku Hrefna og aðrir aðstand- endur, innilegar samúðarkveðjur og megi guð styrkja ykkur á þess- um erfiða tíma Davíð Fannar og Þóra Kristín. Afi Trausti. Ég veit ekki hvar ég á að byrja að skrifa um þennan þrjóska, ynd- islega, lífsglaða, hressa og góð- hjartaða mann. Þegar ég var lítil var ég mjög oft í pössun hjá ömmu og afa í Vogunum eins og við kölluðum þau alltaf. Þar var vel hugsað um mann og vorum við Ívar frændi oftast tvö sem gistum. Það var alltaf nóg að gera hjá ömmu og afa. Um leið og ég vaknaði klukk- an 6 eða svo hljóp ég inn í her- bergi til afa og hoppaði í rúminu og vakti hann með því að segja: „Afi, afi, hvenær byrjar skrípó“ og skrípóið byrjaði ekki fyrr en kl. 8 á þessum tíma. Þannig að ég var búin að vekja afa langt fyrir allar aldir og alltaf hló hann bara að þessu. Ég man líka að afi kenndi mér að spila. Við spiluðum ósjald- an lönguvitleysu og skil ég ekki enn þann dag í dag hvernig hann hafði þolinmæði að spila þetta langa spil við mig oft á dag. Ég gleymi því heldur aldrei þegar við vorum að flytja af Mar- argötunni á Glæsivelli. Ég var 7 ára og afi var að keyra vörubílinn með húsgögnunum á milli. Við krakkarnir vorum með í bílnum og afi fór hreinlega á kostum á leiðinni. Við krakkarnir grenjuð- um úr hlátri við hvað sem hann gerði. Það sem kemur upp úr hon- um er svo fyndið að maður liggur í kasti og ekki skemmir hvað hann er fljótur að hugsa og er orðhepp- inn. Afi vildi allt fyrir mann gera og hafði hann mikinn áhuga á körfu- boltanum hjá mér. Ég gleymi því aldrei hvað ég var ánægð með hann þegar hann kom á körfu- boltaleik hjá mér og svo spurði hann mig alltaf hvernig gengi í körfunni þegar ég hitti hann. Ég held að afi og Óttar hafi náð vel saman. Þeir voru alltaf að djóka í hvor öðrum og fannst afa það nú ekki leiðinlegt, stríðnis- púkanum sjálfum. Hann hafði líka mjög gaman af því að segja Óttari sögur af unglingsárunum sínum og Óttar kom svo alltaf til mín og sagði mér hvað afi væri mikill snillingur sem er alveg hárrétt! Ég veit að hann á eftir að sakna þín jafn mikið og ég og að heyra sögurnar þínar. Mig langar að skrifa endalaust um hvað þú varst frábær og góður maður, þú vildir allt fyrir alla gera. Mér þykir svo vænt um þig, afi, og ég á eftir að sakna þín svo mikið. Þér á vonandi eftir að líða betur þar sem þú ert núna. Þín Íris Sverris. Elsku afi minn, þú hefur verið mér afar kær og góður alveg frá því að ég man eftir mér. Það var alltaf svo gaman að vera með ykk- ur ömmu í Vogum, aðfangadags- kvöldin, skákæfingarnar þar sem þú hafðir þolinmæði í að spila við mig skák, spilavistin eftirminni- lega og aldrei mun ég gleyma grá- sleppuvertíðinni sem ég fékk að fara með þér á. Þú sóttir mig á hverjum morgni og kaupið var gott eins og þú orðaðir það. Ég mun aldrei gleyma þegar hinir trillukarlarnir lögðu yfir okkar línu og þú raukst upp á stýrishús og bölvaðir í sand og ösku og ég var alveg steinhissa enda ekki séð þig æstan áður, þú komst því pent að mér að ég ætti ekkert að ræða þetta neitt við ömmu og glottir breiða brosinu þínu. Þetta var virkilega skemmtilegur tími og þú kenndir mér margt. Þín verður sárt saknað afi minn og ég veit að þér líður vel núna eftir þessi erf- iðu veikindi. Takk fyrir allar þær góðu stundir sem ég hef fengið að upplifa með þér. Hvíldu í friði elsku afi. Elsku amma, megi guð gefa þér styrk á þessum erfiðu tímum. Ingi Heiðar Bergþórsson og fjölskylda.  Fleiri minningargreinar um Jón Trausta Jónsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON lögregluvarðstjóri, Hæðargötu 11, Reykjanesbæ, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju miðvikudaginn 8. júní kl. 13.00. Þóra Ágústa Harðardóttir, Reynir Kristjánsson, Baldvin Kristjánsson, Hrafnhildur Kristjánsdóttir, tengdabörn, barnabörn, barnabarnabarn, vinir og vandamenn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ODDGEIR HÁREKUR STEINÞÓRSSON húsasmíðameistari, Lyngbergi 8, Þorlákshöfn, áður til heimilis að Háagerði 67, sem lést á Landspítalanum við Hringbraut þriðjudaginn 31. maí, verður jarðsunginn frá Þorlákshafnarkirkju miðvikudaginn 8. júní kl. 14.00. Ingibjörg Sólrún Guðmundsdóttir, Guðmundur Oddgeirsson, Jóhanna Þórunn Harðardóttir, Margrét Oddgeirsdóttir, Rúnar Oddgeirsson, Guðrún Ágústsdóttir, Þorbjörg Oddgeirsdóttir, Þráinn Þórisson, Steinþór Oddgeirsson, Margrét Júlía Júlíusdóttir, Vignir Örn Oddgeirsson, Katrín Eva Erlarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg eiginkona mín, móðir, dóttir, tengdamóðir, tengdadóttir, systir, mágkona og amma INGA JÓHANNA BIRGISDÓTTIR Frostafold 14, Reykjavík, lést miðvikudaginn 1. júní á Landspítalanum í Fossvogi. Útför hennar fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 10. júní kl. 15. Innilegar þakkir til starfsfólks deildar B2 í Fossvogi. Halldór Úlfarsson, Ásdís Halldórsdóttir, Guðmundur Finnbogason, Úlfar Þór Halldórsson, Birgir Jóh. Jóhannsson, Þóra Viktorsdóttir, systkini og makar, barnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, JÓNÍNA ALEXANDRA KRISTJÁNSDÓTTIR, Fossvegi 6, Selfossi, lést á Landspítalanum Fossvogi mánudaginn 30. maí. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Fjölskyldan þakkar auðsýnda samúð og vináttu. Svala Bjarnadóttir, Guðmundur Steindórsson, Erla Bjarnadóttir, Hannes Guðnason, Hofdís Bjarnadóttir, Viðar Bjarnason, Eygló Lilja Gränz, Kristinn Bjarnason, Erla Haraldsdóttir, Þorsteinn I. Bjarnason, Sjöfn Einarsdóttir, Sigvaldi Bjarnason, Íris S. Guðmundsdóttir, Hugrún E. Bjarnadóttir, Ólafur Jóhannsson, Ölver Bjarnason, Jóhanna Guðmundsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörnin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.