Morgunblaðið - 06.06.2011, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 06.06.2011, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. JÚNÍ 2011 ✝ Aðalsteinn Sig-fús Árelíusson frá Geldingsá á Svalbarðsströnd, S- Þing., var fæddur 1.1. 1932. Hann lést 28. maí sl. Hann var sonur hjónanna Árelíusar Halldórssonar f. 28.7. 1901, d. 15.7. 1955 og Láru Þor- steinsdóttur f. 21.8. 1905, d. 23.4. 2009. Systkini Sig- fúsar, Ari Jónsson f. 12.6. 1926, d. 19.1. 2007. Stúlka fædd and- vana 30.1. 1933. Guðný Halldóra f. 9.2. 1936. Lilja Guðbjörg f. 5.9. 1937. Halldór f. 12.6. 1939, d. 22.12. 1943. Þorsteinn Steinberg f. 28.4. 1941, d. 8.9. 1989. Kona Sigfúsar var Guðrún Björg Guðnadóttir fædd á Skuggabjörgum í Dalsmynni 11.1. 1934. Hún lést 26.11. 1991. Börn þeirra eru 1: Lára Krist- ín f. 28.11. 1953. Maki Hall- grímur Haraldsson. Börn þeirra Guðrún Björg og Sigurgeir. 2. Hafsteinn f. 15.4. 1959. Maki Eygló Kristjánsdóttir. Börn þeirra eru Kristján Helgi, Há- kon, Hlynur og Guð- rún Erla. 3. Halldór Heiðberg f. 18.1. 1961. Maki María Guðrún Jónsdóttir. Börn Halldórs eru Elva Dögg, Sólveig Björg, Helena Sif og Jón Gunnar. 4. Sigrún Heiðdís f. 17.10 1962. Maki Valbjörn Ó. Þorsteinsson. Börn Sigrúnar eru Sigfús Þorgeir, Regína Ingunn og Guðrún Lilja. 5. Sólveig f. 13.3.1966. Maki Reynir Jónsson. Börn þeirra eru Stefán Orri, Rannveig, Harpa og Guðni. Útför Sigfúsar verður frá Svalbarðskirkju í dag, mánudag- inn 6. júní 2011, og hefst athöfnin kl. 13.30. Elsku pabbi. Þá skiljast leiðir okkar í bili, elsku pabbi minn, en einhvern tímann hittumst við á ný. Nú ertu kominn í langþráðan faðm mömmu, og efast ég ekki um að hún hafi tekið á móti þér opnum örmum, sem og aðrir ástvinir og vinir sem þú hefur misst á lífs- leiðinni. Börnin mín eiga góðar minn- ingar úr sveitinni með þér, með- an þau bjuggu í túnfætinum og voru spor þeirra ófá á milli bæj- anna, að rétta þér hjálparhönd við sauðburð, heyskap og ýmis- legt fleira. Síðasta árið var þér erfitt vegna veikinda þinna, en aldrei kvartaðir þú yfir hlutskipti þínu og léttleikinn og húmorinn þinn aldrei langt undan. Ég þakka þér allar góðu minn- ingarnar og geymi þær í hjarta mér. Þær mun ég sækja þegar söknuðurinn og tómleikinn hell- ast yfir. Guð varðveiti þig, elsku pabbi, og hafðu þökk fyrir allt og allt. Þín dóttir, Sigrún. Sigfús Árelíusson sá ég fyrst fyrir röskum sextíu árum í Höfn á Svalbarðsströnd sem varð án- ingarstaður afa míns og ömmu á leiðinni úr Fnjóskadal til Akur- eyrar. Þau vildu ekki hætta bú- skap fyrr en annars var ekki kostur og fengu jarðarafnot þarna á Ströndinni um þriggja ára skeið. Þar var ég léttastrákur í sveit hjá þeim þrjú sumur á aldrinum átta til ellefu ára. Rosk- in hjón á efri hæðinni áttu jörð- ina, sem ekki var stór, enda var eigandinn bátasmiður og fékkst mest við smíðar í kjallaranum eða niðri í fjöru. Friðrik, fóstursonur hjónanna, var þá um tvítugt og bestu vinir hans á líku reki strák- ar af næstu bæjum, Pálmi á Meyjarhóli og Sigfús á Geld- ingsá. Þetta þótti mér stráknum merkilegt tríó og hylltist stund- um til að vera einhvers staðar í námunda við þá þegar þeir hitt- ust í Höfn og tóku sér eitthvað fyrir hendur sem vakti forvitni mína, en eitt laðaði meira en allt annað: fjaran og sjórinn. Þótt ég væri nýorðinn heimilisfastur á Akureyri hafði ég verið dalamað- ur fram að því, og þess vegna var lífið við ströndina mér nýnæmi. Hámark gleðinnar var að fá að fara með þeim á sjó á lítilli trillu eða árabát og fylgjast með þeim við fyrirdrátt á fallegu sumar- kvöldi og bíða þess í ofvæni hvað dregið yrði á land og hvaða fiskar sprikluðu í fjörunni. Nú eru þeir æskufélagarnir allir horfnir okk- ur sjónum, Sigfús síðastur og verður jarðsunginn á Svalbarði í dag við hlið konu sinnar, Guðrún- ar Bjargar Guðnadóttur, sem var yngsta móðursystir mín, en lést fyrir aldur fram. Það lét að líkum að einhver strákurinn af bæjunum í kring liti heimasætuna í Höfn hýru auga, og ég man vel þegar harm- onikuleikarinn Sigfús og Gunna voru að draga sig saman og þau og vinir hans sátu í varpanum í grængresinu og horfðu út á sól- blikandi Eyjafjörðinn þar sem skipin sigldu út og inn og rauk úr þremur síldarverksmiðjum hin- um megin fjarðar. Það var nú þá. Ungu hjónin hófu búskap á Geldingsá og áttu þar heima meðan bæði lifðu og Sigfús leng- ur, bjuggu fyrst í félagi við for- eldra hans, en drógu síðan saman seglin og unnu þá um hríð við kjötvinnslu á Svalbarðseyri. All- lengi stundaði Sigfús líka kjöt- og fiskreykingu heima og þótti tak- ast vel. Ég fluttist ungur að norð- an og fundum okkar Sigfúsar fækkaði, þótt öðru hverju sæj- umst við eina dagstund eða af sérstökum tilefnum, og ætíð var mér og mínum vel tekið ef rennt var heim að Geldingsá sem var þó oftar meðan Guðrún kona hans lifði. Tengsl héldust þó auðvitað með honum og börnum hans og mínu nánasta frændfólki eftir að- stæðum og áhugamálum, og til dæmis vissi ég að þeir Jón móð- urbróðir minn og Sigfús deildu oft gleði af veiðum o.fl. Að leið- arlokum þakka ég honum sam- fylgd og gömul kynni og votta ástvinum hans samúð. Mörg síð- ustu árin á Akureyri átti Sigfús við heilsubrest að stríða og var fyrir nokkru orðinn vistmaður á dvalarheimili þegar hann lést. Hann lifði ævina alla á heimaslóð- um af því sem land og sjór gáfu, eignaðist góða fjölskyldu og kveður nú að loknu vel unnu dagsverki. Fararbænir fylgja honum á nýjum og óræðum leið- um. Hjörtur Pálsson. Aðalsteinn Sigfús Árelíusson ✝ Eðvarð ÁrdalIngvason fædd- ist í Finnstungu 28. ágúst 1948. Hann lést 29. maí síðast- liðinn á Heilbrigð- isstofnun Blöndu- óss. Foreldrar hans voru Ingvi Sveinn Guðnason ættaður úr Laxárdal, f. 11.6. 1914, d. 31.12. 1991 og Soffía Sigurðardóttir, ættuð frá Leifsstöðum, f. 3.6. 1917, d. 11.9. 1968. Eðvarð átti tvo bræð- ur, Hilmar Eydal sammæðra og Hauk samfeðra, en þeir eru báð- ir látnir. Eðvarð fluttist tveggja Brynjar Þór. c) Hilmar Árdal f. 10. nóvember 1979. Hilmar er kvæntur Sonju Rose Jörgensen. Börn þeirra eru. Signý Íris og Ísabel Rós. d) Árni Halldór. Eðvarð átti um tíma trilluna Guðbjörgu HU með Jóni Jóns- syni. Þeir gerðu út á grásleppu og réru til fiskjar. Eðvarð vann lengi í Skipastöð Guðmundar Lárussonar. Síðan stofnaði hann trefjaplastfyrirtækið Mark ehf. með vinnufélaga sínum. Þeir unnu við smíðar á bátum og fleiru í mörg ár. Síðustu 18 ár hefur Eðvarð unnið hjá Tré- smiðju Helga Gunnarssonar þar til veikindi hans hófust. Eðvarð var mikið náttúrubarn og unni dýrum og átti alltaf kindur og hesta. Eðvarð verður jarðsunginn frá Hólaneskirkju í dag, mánu- daginn 6. júní 2011, og hefst at- höfnin kl. 15. ára til Skaga- strandar og þar bjó hann alla tíð. Eð- varð kvæntist 26. desember 1969 eft- irlifandi eiginkonu sinni Signýju Magnúsdóttur. Börn þeirra eru: a) Ingvi Sveinn f. 30. apríl 1969. Börn hans eru: Berglind Ósk og Róbert Freyr. b) Baldur Bragi f. 19. október 1971. Baldur er í sam- búð með Svanhildi Fanney Hjörvarsdóttur. Börn þeirra eru: Soffía Sif , Hjördís Ágústa, Harpa Rut, Kristín Brá og Þú varst stór og sterkur og vildir aldrei gefast upp, vildir hafa allt einfalt og gott. Þegar ég hugsa til baka man ég þegar ég kom á sumrin norður til ykkar ömmu og fékk að vera hérna í heilt sumar og kom alltaf á hverju ári. Þú tókst mig í hesthúsin og rúntaðir með mig á túninu og sýndir mér fuglana og útskýrðir allt fyrir mér vel og vandlega. Man eftir því á kántrýhátíð í eitt skipti þar sem hestarnir komu alltaf niður höfðann og allir sem voru á baki voru með kúrekahatt, flottir og fínir. Man alltaf eftir því þegar þú komst á hestinum niður höfðann með kúrekahattinn með bros á vör og sýndir mér hestinn og leyfðir mér að fara aðeins á bak. Og þegar við fórum á fjór- hjólinu saman og skoðuðum húsin úti á túni þar sem fugl var búinn að gera sér hreiður. Fyrir um það bil þremur árum fórstu að vera svolítið mikið fyrir sunnan hjá mér og pabba, sem mér þótti vænt um því ég fékk að eyða miklum tíma með þér þessi seinustu þrjú ár. Þegar þú komst til okkar fengum við nú aldeilis að spjalla saman kvöld eftir kvöld og spjölluðum um allt og ekkert. Ég man þegar þú sagðir við mig að tíminn liði svo óskaplega hratt og allt gerðist þetta svo fljótt. Sagðir að þér fyndist skrítið að ég væri að fara að fá bílprófið og væri að verða 18 ára á næsta ári. Þetta þótti þér skrítið, enda talaðir þú um það við mig að ég ætti sko að passa mig og fara vel og vandlega að öllu og það mun ég gera, því skal ég lofa, þú munt horfa niður til mín og brosa af stolti. Þú varst ánægður með hvað ég stæði mig vel í menntaskólanum og brostir þegar ég kom heim úr skólanum og sagði ykkur ömmu hvernig mér gengi. Ég get talið upp endalausar minningar um það sem við gerð- um saman, en allar þessar minn- ingar eru með mér í hjartanu og þeim mun ég aldrei gleyma. Núna ertu farinn á stað þar sem þér líð- ur vel og þar sem þú færð að njóta þín betur. Guð gefur mér æðru- leysi við því sem ég fæ ekki breytt og kjark til að breyta því sem ég get breytt, þessu mun ég ekki fá breytt, þess vegna bið ég Guð um kjark til þess að sætta mig við hlutina eins og þeir eru. Samt er það skrítið þegar maður er hérna fyrir norðan á Skagaströnd að það er enginn afi sem knúsar mann og tekur á móti manni. Að sjálfsögðu tekurðu bara öðruvísi á móti mér, ég finn það sjálfur því það er góð- ur andi í kringum okkur öll. En nú er komið að kveðjustund elsku afi minn. Ég elska þig, og ég veit þú veist það. Ég mun hugsa til þín daga og nætur og horfa upp til þín og tárast og brosa. Hví fórstu svona frá okkur, mig langar að fá að sjá þig aftur, ég veit þú hugsar til okkar þegar himinninn er bjartur. Við horfum upp til þín og vonum að þér líði vel, En eitt skalt þú vita að söknuðurinn þvílíkur er. Kær kveðja. Þitt barnabarn Róbert Freyr Ingvason. Æskuvinur minn og svili, Eð- varð Árdal Ingvason, er látinn að- eins 62 ára að aldri. Hann háði harða baráttu við krabbamein en varð að lúta í lægra haldi. Við fé- lagarnir kynntumst þegar við vor- um 6 til 7 ára þannig að við erum búnir að vera vinir í rúma hálfa öld. Við ólumst upp í hálfgerðri fá- tækt á Skagaströnd, húsakynnin lítil og lúinn, þú áttir heima í Val- höll, ég í Dagsbrún. Við þessar byggingar var svo tjaslað þegar fram liðu stundir. Við vorum báðir aldir upp við að það voru kýr í fjósi og kindur á garða, pabbar okkar drógu rauðmaga og fleira úr sjó. Það kom snemma í ljós hvað þú hafðir mikið yndi af dýrum og þá sérstaklega hestum sem voru al- geng eign manna í þá daga. Eitt bar af í æsku okkar og það var mamma þín, hún Soffía, hún hafði svo stórt hjarta. Þó hús- plássið væri lítið var alltaf hægt að fá að vera úti í Valhöll að spjalla, spila, tefla, já fljúgast á og jafnvel slást í illu, ég og Bjössi Fossdal nutum þessara forréttinda að fá að vera þarna öllum stundum. Einhverju sinni var gerð dauða- leit að mér og átti að fara að slæða sílapollinn en auðvitað var ég bara úti í Valhöll hjá Edda. Við sátum saman á skólabekk og þú hafðir gaman af að teikna, já bara hesta og ég báta enda beið mín sjó- mennskan og þú tókst seinna við keflinu hjá pabba þínum með skepnurnar. Við undum hag okkar illa í skóla og kláruðum það dæmi eftir okkar höfði og getur það ekki tal- ist til fyrirmyndar né til eftir- breytni í dag og kannski sáum við eftir því. Þú undir hag þínum bet- ur frammi í sveitinni hjá móður- fólki þínu eða bara úti í Ægissíðu hjá föðurfólki þínu. Við fórum saman ungir á ver- tíðir, beittum í Garðinum og Sand- gerði, já og snemma hófst glíman hjá okkur við Bakkus og nú hefur fækkað um einn. Þú varst mjög góður verkmaður, sama hvort var vinna til lands eða sjávar. Og gerðir út trillu í nokkur ár en hug- urinn var alltaf meira í landi. Strax og þú fékkst bílpróf eign- aðist þú amerískan kagga, Ford V8, og fleiri komu í kjölfarið við áttum margar góðar stundir uppi á Kerlingaholti að hlusta á erlend- ar útvarpsstöðvar því tónlist var okkar uppáhald og þá var hægt að syngja hástöfum, bara við tveir, já og báðir gátum við náð lagi á nikku. Það reyndist oft þrautin þyngri að fjármagna rekstur bíls- ins þegar kvennaskólavertíðin stóð sem hæst og varð oft að beita barbabrellum vegna viðvarandi orkuskorts og fór svo að við fórum að róa á önnur mið. Má segja að einn róður hafi heppnast mjög vel því við fundum systur á Blönduósi. Þú fannst þína Signý og ég mína Ernu, við urðum ástfangnir upp fyrir haus og sam- an fórum við félagarnir suður og keyptum hringa í júní 1969 og við giftumst þeim systrum frammi í Bólstað 26. desember sama ár og stendur það heit enn. Við eignuðumst syni 1969 og fyrsta búskaparárið vorum við í gamla kaupfélagshúsinu, þið á neðri hæð og við á loftinu og þá var oft kátt í kotinu. Pabbi þinn fluttist til ykkar árið 1969 þá orð- inn ekkill og bjó hjá ykkur til dauðadags. Já, elsku vinur. Það er svo margs að minnast á allt of stuttri ævi þinni og ég gef Ernu orðið en munum að enginn ræður sínum næturstað. Takk fyrir að hafa átt þig fyrir vin. Innilegar samúðarkveðjur til allra þinna ástvina Þorvaldur Skaftason. Elsku Eddi minn. Mig langar að senda þér kveðju því við vorum alla tíð vinir og ég sakna þín mikið. Ég ætla að halda áfram með upprifjun okkar Valda um líf okkar saman. Við byggðum okkur öll hús á Skagaströnd á sama tíma, þið fóruð saman suður til að ná í teikningar að þeim. Það er ótrúlega margt sem þið vinirnir gerðuð saman eins og oft hefur fram komið. Síðan eignuðumst við Valdi dóttur og þú og Signý son 1971, það má segja að við höfum verið heppin að sonur ykkar var svolítið tregur að taka nýjar tútt- ur á pelann sinn því þú bjargaðir mágkonu þinni í einni túttuferð- inni, það hafði ruðst inn á mig drukkinn maður sem vildi mér illt en Valdi var þá úti á sjó. Ég gleymi aldrei hve fegin ég varð að sjá þig. Það má taka fram að ég hafði engan síma þá og gat enga björg mér veitt. Seinna eignuðust þið Signý tvo stráka en við Valdi einn. Áður en við vissum af voruð þið vinirnir orðnir afar og við systurnar ömm- ur og við alltaf svo ung. Þið unnum saman í Skipasmíðastöð Guð- mundar Lárussonar og seinna fórst þú að vinna í plastbátunum og Valdi fór á sjóinn og er óhætt að segja með sanni að ef upp kom eitthvað sem þurfti að vinna í trefjaplasti var viðkvæðið „Talið þið við Edda, hann kann þetta“. Þú stofnaðir trefjaplastfyrirtækið Mark ehf. ásamt öðrum manni og framleiddir svokallaða Gáskabáta og fleira úr plasti. En fyrirtækið fór í þrot og þú fórst illa út úr þeim viðskiptum, það var mjög erfitt fyrir þig en þú stóðst það af þér eins og annað og sagðir jafnan fátt um líðan þína. Við Valdi fluttum suður fyrir 15 árum og samgangurinn varð minni. Þú þurftir að gangast undir erfiða hjartaaðgerð fyrir mörgum árum en varst fljótur að jafna þig á því enda hraustmenni mikið. Síðan lá leiðin til Trésmiðju Helga Gunnarssonar þar undir þú hag þínum vel í tæp átján ár eða þar til veikindin herjuðu á þig fyrir tæp- um þremur árum. Baráttan var hörð og enginn má við mörgum. Við erum þakklát fyrir að hafa fengið að vera í samvistum við þig og Signý núna síðustu árin í þess- ari erfiðu baráttu ykkar sem nú er töpuð. Æðruleysi þitt og elska Signýjar við þig er ógleymanleg og enginn leikur það eftir, hún var svo sannarlega kletturinn þinn. Já, kæri vinur, takk fyrir kveðj- una sem þú sendir Valda þegar þú varst alveg að yfirgefa þetta jarð- líf, hún komst svo sannarlega til skila. Hann hefur verið frekar vantrúaður síðan Bjössi okkar dó, nú efast hann hvergi, takk fyrir það, ljósið þitt var ótrúlega fallegt að upplifa. Takk fyrir allar spjallstundirn- ar, þær verða settar í minninga- bókina okkar. Við vitum að þér líð- ur vel núna, laus við þjáningarnar og þú hittir pabba þinn og mömmu og bræður þína, það er huggun í harminum sem að okkur er kveðinn. Elsku Signý, synir, tengdadætur og barnabörn, við sendum okkar dýpstu samúðar- kveðjur við fráfall góðs drengs. Yndislega ættarjörð, ástarkveðju heyr þú mína, þakkarklökkva kveðjugjörð, kveð ég líf þitt, móðir jörð. Móðir bæði mild og hörð, mig þú tak í arma þína. Yndislega ættarjörð, ástarkveðju heyr þú mína. (Sigurður Jónsson.) Takk fyrir allt. Þín mágkona, Erna Sigurbjörnsdóttir. Elsku afi. Ég minnist þess er ég kom í heimsókn til afa og ömmu. Þá tók hann mig í fjárhúsin að sjá kind- urnar. Þar var eitt lambið sem var svo gælið og afi leyfði mér að nefna það og sagði að ég mætti eiga það. Ég nefndi hana Snoppu, vegna þess að snoppan hennar var svo köld og blaut og hún var alltaf að rétta hana fram til þess að láta klappa sér. Ég man líka eftir því þegar við sátum inni í eldhúsi og það var kettlingur að leika sér að því að ráðast á tærnar hans afa. Ég var dálítið smeik og spurði hvort þetta væri ekki vont, en hann bara hló og sagði að þetta væri allt í lagi, að það væri svo gaman að sjá litlu krílin leika sér svona. Nú er þitt fallega hold, lagt ofan í djúpa mold. Uppi á himni sálin er, ung á ný og leikur sér. Englabörnin hoppa af kæti, þegar elsku afi mætir. Niður á jörðu afi þýtur, fæðist með fólki sem lífsins nýtur. Ég man í fyrra þá komum við norður til afa og ömmu eins og vanalega. Þá fór afi að segja mér sögur um hundinn sinn og meira, eins og hann gerir næstum alltaf; að segja manni sögur um eitthvað svona. Samt hlustar maður alltaf því það er gaman að heyra sög- urnar hans afa. Hann sagði mér frá því að hann langaði alltaf svo í hund, svo þegar hann fékk hund- inn lék hann bara við hann um tíma, en fékk svo leið á honum. Þá fóru allir hinir krakkarnir að leika við hundinn og á endanum þurfti að senda hann eitthvert annað. Hann sagði mér frá þessu vegna þess að Árni mun örugglega lenda í því sama. Signý Íris, Isabel Rós, Soffía Sif, Hjördís Ágústa, Harpa Rut, Kristín Brá og Brynjar Þór. Ég sendi mági mínum og fóst- urföður nokkur kveðjuorð. Eddi og Signý tóku mig í fóstur þegar ég var 15 ára og þeim tókst það ómögulega verk að koma mér til „manns“. Ég var tekin inn í fjöl- skylduna og eignaðist í leiðinni fjóra yngri bræður sem ég reyndi að ráðsmennskast með með litlum árangri. En aldrei komu styggð- aryrði frá Edda þó ég væri erfið á köflum sem eina „dóttirinn“ á heimilinu. Síðan var komið með mína eigin fjölskyldu að heim- sækja Edda afa og Signý ömmu og alltaf var pláss fyrir mig og mína. Skagaströnd var alltaf heim hjá mér, heima var hjá Signý og Edda. Þakkir fyrir allt, Eddi minn, ég mun sakna þín. Dóra Sigurbjörnsdóttir Eðvarð Árdal Ingvason Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins. Smellt á reitinn Senda inn efni á forsíðu mbl.is og viðeigandi efnisliður valinn. Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.