Morgunblaðið - 06.06.2011, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 06.06.2011, Blaðsíða 25
DAGBÓK 25 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. JÚNÍ 2011 Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand ÉG TEK MEÐ MÉR MYND AF LÍSU HVERT SEM ÉG FER EN SÆTT VISSULEGA KLIKKAÐ, EN SAMT SÆTT ÞETTA RUSL ER BÚIÐ AÐ STANDA ÞARNA Í FLEIRI DAGA... ...ÞAÐ ER FARIÐ AÐ LYKTA EINS OG SOKKARNIR ÞÍNIR! ÓTRÚLEGT HVAÐ MAÐUR ÞOLIR, EF MAÐUR ER HRÆÐILEGA KVEFAÐUR ATLI GRÍMUR GLEÐILEG JÓL MIG DREYMDI AÐ BÓKASAFNS- VERÐIRNIR HEFÐU KOMIÐ ÞEIR FESTU MIG MEÐ KEÐJUM OG BÖRÐU MIG Í HÖFUÐIÐ MEÐ BÓKUM. SVO BREYTTUST ÞEIR Í VÍKINGASVEITINA ÞEIR ELTU MIG ÚT UM ALLT. SVO LENTI ÉG Í ÞVÍ AÐ FÓLK ÚTI Á GÖTU VAR FARIÐ AÐ GRÝTA Í MIG STEINUM! ÞAÐ VAR FREKAR ÁNÆGJULEGT AÐ VAKNA ÞAÐ VIRKAÐI MJÖG VEL AÐ SAUMA TENNIS- BOLTA Á ÞIG TIL AÐ KOMA Í VEG FYRIR AÐ ÞÚ HRYTIR ÞAÐ ER FRÁBÆRT! MIKIÐ ER ÉG ÁNÆGÐUR MEÐ AÐ ÞETTA SKULI HAFA VERIÐ SVONA AUÐLEYST GAKKTU FRÁ HONUM EÐA DÓTTIR ÞÍN HEFUR VERRA AF! ÉG VIL EKKI DREPA NEINN, EN ÉG GET GERT... ...ÞETTA! HANN ER BÚINN AÐ BREYTA SÉR Í LIFANDI SANDSTORM! Hagkvæmar veiðar Helstu rök útgerð- armanna, sérstaklega innan LÍÚ, gegn framkomnu frum- varpi ríkisstjórnar um breytingar á sjáv- arútvegskerfinu eru þau að í núverandi kerfi hafi náðst há- markshagræðing í nýtingu auðlind- arinnar. Það er rangt að náðst hafi há- markshagræðing í nýtingu auðlind- arinnar með núver- andi sjávarútvegskerfi. Í langan tíma og jafnvel enn nýta frystitogarar ekki allan afla sem tekinn er um borð í skipið. Þar á ég við að sumar fiskitegundir, sem óhjákvæmilega henta ekki vélabún- aði skipsins (t.d. flökunarvélum), gera það að verkum að fiski er hent fyrir borð. Þó er annað meira um vert, en það er að frystiskipin hirða lítið sem ekkert annað af fiskinum en flökin, sem eru í besta lagi 40% af honum. Öðru er hent, hausnum 17%, sviljunum (próteinríkasti hluti fisksins), hrognum, lifrinni, þunnild- unum og hryggnum eða um 60% af fiskinum. Þessu til staðfestingar vil ég benda á blaðaviðtöl við skipstjóra þessara skipa, sem sögðust hafa tekið 900 tonn úr sjó, en komu með 300 tonn að landi, sem sagt bara flökin. Annað athyglivert er að þau 60% af fiskinum sem hent er eru að verðmæti um 40% af verðmæti þess hluta aflans sem komið er með að landi. Ég held að það hljóti að vera hæpið að kalla þetta hámarksnýt- ingu á auðlindinni. Annað vafaatriði um að hámarks- hagræðing í nýtingu auðlindarinnar hafi náðst er notkun skipastóls landsmanna og hvers konar veið- arfæri eru notuð við veiðarnar. Stóru skipin, frysti- togarar, ísfisktogarar og önnur togskip eru alltof stór og dýr og orkufrek til að veiða á helstu veiðislóðum þorsks, ýsu, ufsa, löngu, keilu, steinbíts og annarra botnfisk- tegunda. Helstu veiðislóðir þessara fiska eru það nærri landi (frá 2-3 mílum og út í 40-50 mílur) að bátar frá 5 brt. til 30 brt. geta auðveldlega veitt meirihluta af þeim heildaraflaheimildum þessara tegunda sem árlega hefur verið leyft að veiða. Togari frá 600 brt. til 1.500 brt. kostar 2 til 5 milljarða (2- 5.000.000.000 kr.), yfirleitt smíðaður erlendis (gjaldeyriseyðsla), en hrað- fiskibátar 12 brt. til 30 brt. kosta 100 til 200 milljónir (1 til 200.000.000) smíðaðir innanlands (gjaldeyrissparnaður). Þarna er um að ræða 10 til 20 fiskibáta af framangreindri stærð sem hægt væri að fá fyrir sömu upphæð og einn togari kostar. Framangreindar staðreyndir sýna, að með núverandi fisk- veiðikerfi hefur alls ekki náðst há- markshagræðing í nýtingu auðlind- arinnar. Örugglega ekki frá þjóð- hagslegu sjónarmiði. Efalaust er það rétt að fyrirhugaðar breytingar muni valda erfiðleikum hjá mörgum útgerðum, en það er jafnöruggt að það muni stuðla að betri nýtingu á auðlindinni og hagræðingu og rétt- læti frá þjóðhagslegu sjónarmiði. Hafsteinn Sigurbjörnsson, eldri borgari. Ást er… … mynd af hamingju Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Árskógar 4 | Handavinna, smíði og út- skurður kl. 9, félagsvist kl. 13.30 og myndlist kl. 16. Púttvöllur opinn. Dalbraut 27 | Handavinna kl. 8-16. Félag eldri borgara, Rvk. | Brids kl. 13. Félagsheimilið Boðinn | Boccía kl. 11, handverksklúbbur Valdórs kl. 13. Félagsheimilið Gjábakki | Handa- vinnustofan opin, bossía kl. 9.30, lom- ber kl. 13 og canasta kl. 13.15. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Fé- lagsvist kl. 20.30. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Opnar spila- og vinnustofur kl. 9.30-16. Félagsstarf Gerðubergi | Vinnustofur opnar kl. 9-16.30, m.a. tréútskurður og handavinna, vatnsleikfimi í Breiðholts- laug kl. 9.50. Spilasalur opinn frá há- degi. Uppl. í síma 575-7720. Háteigskirkja | Vist kl. 13 í Setrinu. Hraunbær 105 | Handavinna 9, bæna- stund 10. Fótafræðingur, sími 698- 4938. Hárgreiðslustofa sími 894-6856. Hraunsel | Hraunsel lokað v/ frágangs sýningar. gengið frá Haukshúsi kl. 10, tréútskurður í gamla Lækjarskóla kl. 13, vatnsleikfimi í Ásvallalaug kl. 14.40. Hvassaleiti 56-58 | Brids kl. 13. Skemmtifélag eldriborgara | Farið í Borgarfjörð miðvikudaginn 8. júní n.k. Farið verður frá Aflagranda kl. 8.30, Vesturgötu kl. 8.35, Lækjartorgi kl. 8.40, Mjódd kl. 8.50, Hraunbæ kl. 9.00. Nánari upplýsingar í síma 775-1340. Vesturgata 7 | Handavinna, boccia og leikfimi kl. 9.15, kóræfing kl. 13,tölvu- kennsla kl. 12. Það er líf í tuskunum hjá hag-yrðingum á fésbókinni, hvar- vetna eru vísur og ljóð í „status- um“ eða í skilaboðaskjóðum. Umsjónarmaður rak augun í Jós- efínu Dietrich, sem er prýðilega hagmælt, þrátt fyrir að vera af kattarkyni ef marka má próf- ílmyndina. Hún orti af kunnu til- efni: Dyndilmenni dásama að dauður er hann Ósama en mér stendur ásama og ætla að fá mér dósamat. Samkvæmt talningu Jósefínu er að minnsta kosti þriðji hver íbúi Bretlands hundur, sem skýrir vís- una: Þegar Villi kyssir Kötu klappa saman lófunum allir Bretar úti’ á götu eða dilla rófunum. Bjarki M. Karlsson, sem ekki er Már eins og ranglega var farið með í Vísnahorninu á dögunum, heldur einfaldlega M., orti á fés- bók er Össur Skarphéðinsson ut- anríkisráðherra bauð dauða- dæmdri konu hæli á Íslandi: Frelsari á Fróni lifir frómur drottins sonur. Breiðir sína blessun yfir bersyndugar konur. Í aðdraganda stjórnlagaþings sló hann á létta strengi og orti: Vill draga úr transfitutrefjum hjá Nings og tónleika halda með grúppunni Wings og kaupa af Egyptum kvikindið Sfinx og kynnir því framboð til stjórnlaga- þings. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Af fésbók, vísum og dósamat

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.