Morgunblaðið - 06.06.2011, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 06.06.2011, Blaðsíða 26
26 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. JÚNÍ 2011 » Stöð 2 fagnaði nýrrisumardagskrá í húsakynnum Kex hostel við Skúlagötu í höfuð- borginni á miðvikudag- inn var. Margt var um manninn og létt yfir fólkinu. Boðið var upp á léttar veitingar af ýmsu tagi og sýndar svip- myndir úr sumar- dagskránni. Nýrri sumardagskrá Stöðvar 2 fagnað Morgunblaðið/Ernir Ekki skorti á veitingarnar í kynningu Stöðvar 2 og mun enginn hafa farið þyrstur heim. Bjarni Haukur var mættur, svo og sjálfur Siggi Hlö. Simmi og Jói voru ferskir að vanda og þeim leiddist ekki á Kex hostel. Margt var um manninn á dagskrárkynningu sjónvarpsstöðvarinnar. 568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.is NEI, RÁÐHERRA! (Stóra sviðið) Fös 10/6 kl. 20:00 Lau 11/6 kl. 20:00 Tveggja tíma hláturskast...með hléi. Síðustu sýningar þessa leikárs Húsmóðirin (Nýja sviðið) Þri 7/6 kl. 20:00 Lau 11/6 kl. 20:00 Fim 23/6 kl. 20:00 aukasýn Mið 8/6 kl. 20:00 Mið 15/6 kl. 20:00 Fös 10/6 kl. 20:00 Mið 22/6 kl. 20:00 aukasýn Sýningum lýkur í júní. Ósóttar pantanir seldar daglega Faust (Stóra svið) Fim 9/6 kl. 20:00 lokasýn Allra síðustu sýningar Klúbburinn (Litla sviðið) Þri 7/6 kl. 20:00 4.k Mið 8/6 kl. 20:00 5.k Á Listahátíð - Leikhús, dans og tónlist renna saman í eina órjúfanlega heild NEI RÁÐHERRA! – HHHH IB, Mbl Hvað ertu að hlusta á um þessar mundir? Ég er að hlusta á ýmiss konar tónlist, t.d. síðustu tvær plötur hljómsveitarinnar Blonde Redhead, Keith Jarrett að spila Goldberg-tilbrigði J.S. Bachs, plötu Avishai Cohen, Gently Disturbed, og plötu Toumani Diabate, The Mandé Variations. Hvaða plata er sú besta sem nokkurn tíma hefur verið gerð að þínu mati? Mér finnst ekki vera til besta neitt í heiminum, en sem betur fer eru til ógrynnin öll af frábærri hljóðlist. Hver var fyrsta platan sem þú keyptir og hvar keyptir þú hana? Mig minnir að það hafi verið Here Today, Tomorrow Next Week! Sykurmolanna, í Japis. Hvaða íslensku plötu þykir þér vænst um? Mér þykir vænt um plötuna Pétur og úlfurinn eftir Prokofieff þar sem Bessi Bjarnason var í hlutverki sögumannsins. Þetta verk hafði mjög mikil áhrif á mig sem barn og ég hlustaði milljón sinnum á það og geri enn. Hvaða tónlistarmaður værir þú mest til í að vera? Ég væri t.d. alveg spennt fyrir að prófa að vera Ella Fitzgerald, Amalia Rodrigues eða Thom Yorke, sumsé að geta sungið yndislega og nota eingöngu líkamann sem hljóðfæri. Hvað syngur þú í sturtunni? Ég syng stundum nokkrar Sanskrit-möntrur í sturtu, dálítið einræna endurtekningu sem ég lærði fyrir um 10 árum. Þá daga sem ég vakna með lög eftir Sting á heilanum (já, Sting!) reyni ég að syngja lög sem mótvægi, t.d. Stevie Wonder eða lögin sem Haukur Morthens söng. Hvað fær að hljóma villt og galið á föstudagskvöldum? Síðastliðinn föstudag hlustaði ég t.d. á Fela Kuti, Earth (Urði Hákonardóttur), Steve Reich og The Knife. Svo hlustaði ég líka á Gufuna, sem er kannski ekki mjög villt! En hvað yljar þér svo á sunnudagsmorgnum? Fuglasöngur og þýð Þingholts-þögnin. Í mínum eyrum Birta Guðjónsdóttir Pétur, úlfurinn og Bessi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.