Morgunblaðið - 06.06.2011, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 06.06.2011, Blaðsíða 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. JÚNÍ 2011 Fjölmargir koma fram á plöt- unni og auk þeirra sem þegar eru nefndir í viðtali við Bubba skal þessara getið: Ingi Björn Ingason bassaleikari, Kristinn Snær Agnarsson trommuleik- ari, Jóel Pálsson, Óskar Guð- jónsson og Ragnar Árni Ágústsson saxófónleikarar, Ari Bragi Kárason og Kjartan Há- konarson trompetleikarar, Kristjana Stefánsdóttir, Rósa Guðrún Sveinsdóttir, Bjarki Sigurðsson, Íris Hólm og Stef- anía Svavarsdóttir, bakraddir, og Eyþór Gunnarsson á slag- verk. Ýmsir flytjendur PLATAN VIÐTAL Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is Ég trúi á þig er ný plata með Bubba Morthens, en útgáfuna ber upp á 55. afmælisdag listamannsins, 6. júní. Tólf lög eru á plötunni og Bubbi er höfundur bæði laga og texta. Hann segir plötuna vera ólíka fyrri plötum sínum. „Á þessari plötu er svokölluð soul-tónlist en soul- tónlistin varð til upp úr 1955 við samruna gospel-tónlistar og rhythm and blues-tónlistar,“ segir Bubbi. „Í grófum dráttum er þessi plata ekki ósvipuð þeim hljóðheimi sem var í gangi í kringum 1955-1969. Það er dálítið skrýtið að vera að tala árið 2011 um tónlist sem hefur kannski ekki verið flutt hér á landi svona hreinræktuð áður, en svona er þetta.“ Dóttir Bubba meðal flytjenda Spurður um flytjendur á plötunni segir Bubbi: „Auðvitað kemur sæg- ur af fólki að þessari plötu og bræð- urnir Börkur og Daði sem reka Benzin Musik/Stúdíó Sýrland sáu um að fá mannskap til þess að flytja tónlistina. Þeir bræður sáu um upp- tökustjórn og hljóðblöndun, Daði sér um hljómborðsleik og Börkur um gítarspil. Eitt einkenni á tónlist- inni á þessari plötu er mikil notkun á blásturshljóðfærum, en um út- setningu sá meistari Samúel í Jagú- ar.“ Elsta dóttir Bubba, Gréta, sem er átján ára syngur með honum í lagi sem heitir Háskaleikur. „Það má segja að þetta sé frumraun hjá henni,“ segir Bubbi. „Ég bað hana að syngja með mér vegna þess að mér þykir hún hafa sérkennilega fallega rödd. Ég er mjög glaður að hún skyldi þora. Þetta er ekki auð- velt að taka það skref að syngja með pabba sínum. Aðrir söngvarar koma einnig við sögu því engin soul- plata er þannig að ekki séu hafðar raddir eða kórar með. Á þessari plötu eru margar raddir og er Kristjana Stefánsdóttir djass- söngkona mjög áberandi.“ Bjartsýnir textar Um hvaða fjalla textarnir á þess- ari plötu? „Þeir eru meira og minna óður til lífsins. Strangt til tekið mætti segja að einn textinn hafi trúarlegan tón. Hann hefur heitið Vitund þín við vatnið. Svo kemur: Vatnið er eins og gler andardráttur Guðs um dalinn fer. Fyrir ástina drottinn ég þakka þér. Fyrst og fremst eru þetta textar sem eru fullir af bjartsýni og fjalla um æsku, ást, sannleika og kær- leika. Einn er eins konar barnagæla til tveggja ára dóttur minnar. Ætli ástin sé ekki leiðarstef í þessum textum. Það eru gömul og góð sann- indi að þegar upp er staðið þá er ekkert merkilegra en ástin. Menn geta þvargað um allt milli himins og jarðar en þegar öllu er á botninn hvolft hafa öll stærstu skáld ver- aldar alltaf verið að fjalla um ástina, hvort sem þau sömdu epískar skáld- sögur eða ortu ljóð.“ Þú hefur alltaf fjallað mikið um konur í textum þínum. „Ég hef alltaf verið elskur að kon- um. Mér þykja konur vera eitt mesta undur jarðkringlunnar. Ég get ekki annað en verið óendanlega þakklátur æðri mætti og hlutdeild hans í að skapa konuna. Þetta væri alveg ömurlegur heimur ef konur væru ekki til. Já, þvílík ömurlegheit væru það ekki!“ Forvitnilegt að eldast Hvernig tilhugsun er það að vera 55 ára? „Ég trúi því ekki sjálfur að ég sé orðinn 55 ára. Ég tel það vera svæsna lygi en mér hefur gengið al- veg bölvanlega að afsanna hana. Ég verð líklega að sætta mig við það að ég sé orðinn þetta gamall. Allavega er ég farinn að finna fyrir því að ég sippa ekki lengur af sama yndis- þokka og áður.“ Sumum finnst gaman að eldast, öðrum finnst það erfitt. Hvað finnst þér? „Mér þykir það forvitnilegt. Fyrst og fremst vegna þess að ég er að upplagi gríðarlega forvitinn. Ég óska þess að verða allra karla elst- ur. Ég á mér takmark: mig langar til að verða eins og Thor Vilhjálms- son eða Rafn Hafnfjörð, tveir menn sem mér þótti afar vænt um og taldi vera kunningja mína. Þeir voru báð- ir á svipuðum aldri og ótrúlega flott- ir andlega og líkamlega og svo fóru þeir á stórkostlegan máta, þurftu ekki að liggja í kör og veslast upp heldur dóu eins og hetjur í grískum gullaldarbókmenntum. Ef ég fæ að eldast eins og þeir þá óttast ég ekk- ert. Ég hef óttast að verða lasburða gamalmenni og held reyndar að það sé nokkuð sem allir óttist innst inni. Þess vegna er ég svona óskaplega duglegur við að hreyfa mig, því auð- vitað reynir maður að setja hælinn í svörðinn í brekkunni. Það er mikil- vægt að fara ekki í frjálsu falli niður heldur spyrna í.“ Morgunblaðið/Ernir Bubbi „Ég trúi því ekki sjálfur að ég sé orðinn 55 ára. Ég tel það vera svæsna lygi en mér hefur gengið alveg bölvanlega að afsanna hana.“ Óður til lífsins  Ný plata frá Bubba Morthens  Hreinræktuð soul-tónlist  Ástin er leiðarstef í textunum  Dóttir Bubba syngur með honum í einu lagi  Platan kemur út í dag, á afmælisdegi Bubba „Ég hef alltaf verið elskur að konum. Mér þykja konur vera eitt mesta undur jarðkringlunnar. Ég get ekki annað en verið óendanlega þakklátur æðri mætti og hlutdeild hans í að skapa konuna. Þetta væri alveg ömurlegur heimur ef konur væru ekki til. Já, þvílík ömurlegheit væru það ekki!“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.