Morgunblaðið - 06.06.2011, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 06.06.2011, Blaðsíða 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. JÚNÍ 2011 TÓNLIST Hallur Már hallurmar@mbl.is Hljómsveitin Arctic Monkeys var stofnuð árið 2002 í gömlu iðn- aðarborginni Sheffield á N-Eng- landi. Gítarleikararnir Alex Tur- ner og James Cook höfðu byrjað að spila saman og fljótlega bætt- ust þeir Matt Helders við á trommur og Andy Nicholson á bassa. Fjórmenningarnir sem eru fæddir á árunum 1985-1986 spiluðu á sínum fyrstu tónleikum sumarið 2003 og tóku upp nokkur demó sem voru gefin á tónleikum og dreifðust þaðan um netið. Upptökurnar eru venjulega kall- aðar ,,Beneath the Boardwalk“ en fyrsti skráardeilandinn nefndi diskinn svo og vísaði til þess hvar hann hefði fengið hann afhentan. Nafnið festist og skrárnar tóku að dreifast á meðal tónlistar- áhugamanna víðsvegar um Bret- land. Einn hlustandinn var svo hrifinn að hann setti upp Myspacesíðu með efninu. Aparnir voru hæstánægðir og sögðust aldrei hafa ætlað að græða á upp- Hafa aparnir þróast?  Fjórða plata Arctic Monkeys kemur út í dag  Suck it and see á að vera ólík þeirri síðustu sem var tekin upp af Josh Homme  Afturhvarf eða framför? Svalir Hljómsveitin hefur lofað stefnubreytingu, en síðasta plata var undir handleiðslu eyðimerkurrokkarans Josh Homme. tökunum hvort eð væri og hefðu ekki einu sinni hugmynd um hvað þetta Myspace væri eiginlega. Iðnaður á krossgötum Jafnt og þétt óx hróður táning- anna og eftir að hafa gefið út eina smáskífu vorið 2005 var breska pressan farin að tala um bjarg- vætti rokksins, eins og henni einni er lagið. Þótt ungir væru tóku drengirnir þá skynsamlegu ákvörðun að gefa út hjá Domino Records og hunsa gylliboð stærri fyrirtækja. Fyrsti afrakstur sam- starfsins, smáskífan „I Bet You Look Good on the Dancefloor“, rauk á topp breska vin- sældalistans þar sem ap- arnir skutu m.a. Robbie Williams og Sugababes ref fyrir rass og sömu sögu er að segja af „When the Sun Goes Down“ sem kom út í janúar 2006. Aparnir voru á allra vörum án þess að hafa eytt nokkru í kynn- ingar eða auglýsingar sem mörgum þótti lýsandi fyrir breytta tíma í út- gáfu tónlistar. Frumburður hljóm- sveitarinnar Whatever People Say I Am, That’s What I’m Not kom út í janúar 2006 og setti hraðamet í sölu (360 þús. eintök seld í fyrstu vikunni). Hafa aparnir lært nýjar kúnstir? Í kjölfarið hætti bassaleikarinn Andy Nicholson í sveitinni, bug- aður af rútulifnaði og í stað hans kom Nick O’Malley. Platan hlaut Mercury-verðlaunin og síðan þá hafa komið út plöturnar Favourite Worst Nightmare (2007) og Hum- bug (2009). Josh Homme stýrði upptökum á flestum lögum þeirrar plötu sem víkkaði hljóm sveit- arinnar þó ekki væri hún jafn smitandi og fyrri verk hennar. Alex Turner hefur gefið til kynna að nýja platan verði ólík þeirri síð- ustu og sveitin vann að henni í samvinnu við upptökustjórann John Ford (Simian Mobile Disco, Klaxons,The Last Shadow Pup- pets, Peaches) sem gerði fyrstu tvær plöturnar. Þá er bara að sjá hvort aparnir hafi lært nýjar kúnstir eða hvort þeir feti kunnuglegar slóðir. Turner er afkastamikill og gaf út ep-plötuna Submarine í mars, með tónlist sem hann gerði fyrir sam- nefnda kvikmynd. Áður hafði hann stofnað hljómsveitina The Last Shadow Puppets ásamt Miles Kane og James Ford. Sú sveit gaf út plöt- una The Age of Understate- ment sem var tilnefnd til Mercury- verð- launanna ár- ið 2008. Ekki slæmur afrakstur hjá 25 ára gömlum manni. Afkastamikið séní HVER ER ALEX TURNER? Fyrir helgi kom breska hljóm- sveitin Keiser Chiefs hressilega á óvart og tilkynnti að hægt væri að nálgast nýju plötuna sína, The Fut- ure is Medieval, á vefsíðu sveit- arinnar. Ok, þetta hefur svosem verið gert en allar hljómsveitir virðast verða að finna upp hjólið þegar kemur að útgáfu um þessar mundir. Það gerði hljómsveitin með því að gefa hlustendum sínum val um hvaða 10 lög af 20 fari á þeirra eintak sem kostar 7,5 pund. Hægt er að hlusta á einnar mínútu brot af hverju lagi til að ákveða hvað á að fara á eintakið. Rúsínan í pylsuend- anum er svo endurgreiðsla upp á 1 pund fyrir hvert eintak sem aðrir hlaða niður af þinni útgáfu og á vefnum er listi yfir vinsælustu út- gáfurnar. Hvað varð um tólftomm- urnar?! Viltu græða á Kaiser Chiefs Klár Ricky Wilson söngvari. JACK SPARROW ER MÆTTUR Í STÆRSTU MYND SUMARSINS! STÓRKOSTLEG ÞRÍVÍDDAR ÆVINTÝRAMYND MEÐ JOHN- NY DEPP, PENÉLOPE CRUZ, IAN MCSHANE OG GEOFFRY HHHH “SANNKALLAÐUR GIMSTEINN! HIN FULLKOMNA SUMARMYND Í ALLA STAÐI. JACK SPARROW ER SANNARLEGA KVIKMYN- DAFJÁRSJÓÐUR” - P.H. BOXOFFICE MAGAZINE “STÓRKOSTLEG! BESTA MYNDIN Í SERÍUNNI” - L.S - CBS “BESTA ‘PIRATES’ MYNDIN” - M.P FOX TV “FRÁBÆR SKEMMTUN! JOHNNY DEPP OG PENÉLOPE CRUZ ERU TÖFRUM LÍKUST. EINSTAKLEGA ÞOKKAFULL” - D.S HOLLYWOOD CLOSE-UPS HHHH “SJÓNRÆN VEISLA” “STÓR SKAMMTUR AF HASAR” - K.H.K. - MORGUNBLAÐIÐ HHHH “IT ACTUALLY IMPROVES ON THE JOKES” - TIME OUT NEW YORK “BANGKOK ADVENTURE IS NOT WITHOUT ITS SHOCKING, LAUGH-OUT-LOUD MOMENTS.” - HOLLYWOOD REPORTER 80/100 HHHH „Djarfasta og best skrifaða X-Men-myndin til þessa.” -T.V., Kvikmyndir.is/Séð & Heyrt HHHH „Þetta er sannarlega fyrsta flokks ofurhetjumynd!“ -Þ.Þ., Fréttatíminn JACK BLACK, ANGELINA JOLIE, DUSTIN HOFFMAN, JACKIE CHAN, SETH ROGEN, LUCY LIU, JEAN-CLAUDE VAN DAMME OG GARY OLDMAN FRÁ HÖFUNDUNUM SEM FÆRÐU OKKUR ÞRÍVÍDD EINS OG HÚN GERIST BEST 90/100 VARIETY 90/100 THE HOLLYWOOD REPORTER FRÁBÆR FJÖLSKYLDUSKEMMTUN SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI HHHH - BOX OFFICE MAGAZINE SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI OG AKUREYRI MIÐASALA Á WWW.SAMBIO.IS SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSISÝND Í EGILSHÖLL THE HANGOVER 2 kl. 6-8-9-10:20-11:10 12 THE HANGOVER 2 kl. 5:40 - 8 - 10:20 VIP PIRATES OF THE CARRIBEAN 3D kl. 8 10 PIRATES OF THE CARRIBEAN kl. 6 - 10 10 KUNG FU PANDA 2 3D ísl. tal kl. 5 - 6 L KUNG FU P 2 3D enskt tal kl. 10:50 (ótextuð) L KUNG FU PANDA enskt tal kl. 6 - 10:20 (textuð) L SOMETHING BORROWED kl. 8 L / ÁLFABAKKA THE HANGOVER 2 kl. 5:40-8-8:20-10:20-11 12 PIRATES OF THE CARRIBEAN 3D kl. 5 - 8 - 10:40 10 X-MEN: FIRST CLASS kl. 5 - 8 - 10:45 14 KUNG FU PANDA 3D ísl. tal kl. 4 - 6 L KUNG FU PANDA 2 3D ísl. tal kl. 6 L KUNG FU PANDA 2 3D enskt tal kl. 8:10-10:20(ótextuð) L THE HANGOVER 2 kl. 6-8-10:20 12 PIRATES OF THE CARRIBEAN kl. 6 - 9 10 THE HANGOVER 2 kl. 8 - 10:20 12 PIRATES OF THE CARRIBEAN 3D kl. 6 - 9 10 KUNG FU PANDA 2 3D ísl. tal kl. 6 L THE HANGOVER 2 kl. 8 - 10:20 12 PIRATES OF THE CARRIBEAN kl. 8 10 PRIEST kl. 10:40 16 / EGILSHÖLL / KRINGLUNNI / AKUREYRI / KEFLAVÍK / SELFOSSI THE HANGOVER 2 kl. 8 - 10:20 12 PIRATES OF THE CARRIBEAN kl. 8 10 THE LINCOLN LAWYER kl. 10:45 12 Og enn af upplausn tónlistarbrans- ans. Nýja plata páfuglsins og tísku- dívunnar Lady GaGa hefur selst vel en stafræn útgáfa af Born This Way var seld í heild sinni fyrir 99 sent á amazon.com. Miðað við að 440.000 eintök hafa selst á einni viku ættu allir að vera nokkuð ánægðir, en söngkonan lét hafa eftir sér að verðið væri sanngjarnt fyrir eitt- hvað sem væri ,,óraunverulegt og ósýnilegt“. Amazon greiðir hins- vegar útgáfufyrirtæki Gaga 9 doll- ara fyrir hvert selt eintak og hefur því tapað um 3 milljón dollurum á öllu saman. Allt er þetta gert til að lokka nýja viðskiptavini að skján- um. Allt í allt hafa um 1,5 milljón eintök af plötunni verið seld. Ga-Galin viðskipti Gaga Hvar eru peningarnir mínir?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.