Morgunblaðið - 06.06.2011, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 06.06.2011, Blaðsíða 32
MÁNUDAGUR 6. JÚNÍ 157. DAGUR ÁRSINS 2011 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 1. Íslendingar slást í Noregi 2. Funheit Pippa hljóp 5 kílómetra 3. Dýrt fyllirí hjá Dana 4. Eiður: Skemmtilegra fyrir þá… »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Fjórða plata ensku hljómsveitar- innar Arctic Monkeys kemur út í dag og gítarleikarinn Alex Turner segir að hún sé ólík þeirri síðustu. Sveitin vann plötuna í samvinnu við upp- tökustjórann John Ford. »29 Reuters Hafa aparnir lært nýjar kúnstir?  Stúlknakór Reykjavíkur hélt um helgina í tón- leikaferð til Berl- ínar, Hamborgar og Kaup- mannahafnar. Kórinn heldur fimm tónleika undir stjórn Mar- grétar Pálmadóttur. Margrét fer síð- an með kvennakórnum Vox feminae til Ítalíu, m.a. til Piacenza þar sem tónleikum kórsins verður sjónvarpað. Margrét Pálmadóttir gerir víðreist  Kvikmyndin Reykjavík Whale Watching Massacre var frumsýnd í Tókýó í Japan á laugardaginn var. Japanska leikkonan Nae Yuki, sem leikur stórt hlutverk í kvikmyndinni, er mjög þekkt í heima- landi sínu og mynd- in hefur því vakið mikla athygli í landinu, að sögn Júlíusar Kemp, leik- stjóra hennar. Hefur vakið mikla athygli í Japan Á þriðjudag Norðlæg eða breytileg átt. Skýjað með köflum víðast hvar og jafnvel stöku skúrir. Hiti yfirleitt 4 til 10 stig. Á miðvikudag Norðaustan 5-10 m/s, skýjað með köflum og stöku skúrir norðan- og austanlands. Hiti breytist lítið. VEÐUR „Vissulega er möguleikinn á HM-sæti góður eftir þennan sigur, því er ekki að leyna,“ segir Ágúst Jóhannsson, landsliðsþjálfari kvenna í handknattleik, eftir 19 marka sigur á Úkraínu, 37:18, í fyrri viðureign þjóð- anna í undankeppni heims- meistaramótsins í gær. Yf- irburðir íslenska liðsins voru algjörir og Guðný Jenný Ásmundsdóttir fór hamförum í markinu. »2 Landslið Úkraínu var kjöldregið „Að enda tímabilið með jafnmörg stig og Kiel, meistararnir frá því í fyrra, er fyrir okkur ótrúlegur árang- ur,“ segir Dagur Sigurðsson, þjálfari þýska 1. deildarliðsins Füchse Berlin en undir hans stjórn tryggði liðið sér sæti í Meistaradeild Evrópu í handknattleik á næstu leiktíð í fyrsta sinn í sögu sinni. »7 Með Berlínarrefina í Meistaradeildina Landsliðsþjálfari Íslands í íshokkí, Olaf Eller, hefur fengið þrjá íslenska landsliðsmenn til liðs við danska fé- lagið Amager. Liðið leikur í næstefstu deild í Danmörku og Eller þjálfar lið- ið. Um er að ræða þá Jón Benedikt Gíslason, fyrirliða SA, Brynjar Þórð- arson sem lék með Gladsaxe í Dan- mörku og Jónas Breka Magnússon sem snýr aftur úr ársfríi. »1 Þrír Íslendingar til liðs við Amager í Danmörku ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Kristjan H. Johannessen khj@mbl.is Nýverið voru veitt verðlaun fyrir Fræ ársins 2011 og hlaut hugmynd Rakelar Sölvadóttur og Laufeyjar Dísar Ragnarsdóttur, „Börnin í undralandi tölvuleikjanna,“ fyrstu verðlaun að þessu sinni. Rakel og Laufey eru báðar tölvunarfræðingar að mennt og stunda nám í sálfræði við Háskólann í Reykjavík. Að keppninni standa Háskólinn í Reykjavík, Klak, Össur, Samtök iðnaðarins, Lands- virkjun og Eyrir Invest. Hugmynd þeirra miðar að því að hanna og þróa leiðir til að kenna börnum á fyrstu stigum grunnskólans forritun í formi tölvuleikja. Aðspurð hver sé upp- spretta hugmyndarinnar sagði Rakel hugmyndina hafa kviknað við verk- efnagerð í þroskasálfræði þar sem þær hafi viljað rannsaka hvort sex og níu ára gömul börn gætu lært for- ritun og þá einnig hvort börnin hefðu yfirhöfuð áhuga á slíkri kennslu. Um var að ræða 30 mínútna kennslustund og að henni lokinni fengu börnin val um 15 mínútur í viðbót. „Börnin sýndu þessu mjög mikinn áhuga og vildu alltaf fá þennan aukatíma,“ seg- ir Rakel. Notast var við þrívíddar- forritunarumhverfi og ómeðvitað læra börnin hlutbundna forritun í leiðinni. Í undralandi tölvuleikjanna  Vilja stuðla að kennslu í forritun í formi tölvuleikja fyrir börn á grunnskólaaldri  Lagt er upp með að halda sumarnámskeið í forritun fyrir grunnskólabörn Ljósmynd/HR Verðlaun Laufey Dís Ragnarsdóttir og Rakel Sölvadóttir kampakátar. Fræ ársins 2011 » Skema er fyrirtæki sem stofnað hefur verið til að vinna með og þróa hugmynd Rakelar og Laufeyjar. » Lagt er upp með að sérhæfa sig í rannsóknum og kennslu barna á grunnskólaaldri. » Unnið er með sálfræði og tölvunarfræði að leiðarljósi. » Stefna að því að 70% grunnskólabarna njóti forrit- unarkennslu innan þriggja ára. Hundasýning Hundaræktarfélags Íslands fór fram um helgina í Reiðhöll- inni í Víðidal. Þangað var mætt með 610 hreinræktaða hunda af 77 hunda- tegundum í dóm. Megintilgangur hundasýninga er að meta hundana út frá ræktunarmarkmiðum og leiðbeina ræktendum þannig í vinnu sinni. Morgunblaðið/Árni Sæberg Fallegir ferfætlingar í fegurðarsamkeppni SPÁ KL. 12.00 Í DAG Skýjað norðvestantil á landinu og úrkomulít- ið norðantil, en léttskýjað syðra. Hiti 3 til 9 stig norðantil en 5-12 stig sunnantil, svalast nyrðra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.