Morgunblaðið - 07.06.2011, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.06.2011, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 2011 Íbúðalánasjóður varði yfir hálfum milljarði í þjónustu ýmissa sérfræð- inga á árunum 2001-2008. Lögfræði- aðstoð var stór hluti þessa og fékk Árni Páll Árnason, efnahags- og við- skiptaráðherra, tugi milljóna frá sjóðnum fyrir ráðgjöf um Evrópumál á árunum 2004-2008. Árni Páll fékk áfram greitt frá sjóðnum eftir að hann var kjörinn á þing. Á árunum 2001-2008 varði Íbúða- lánasjóður tæpum 556 milljónum í ýmsa sérfræðiaðstoð, m.a. arkitekta- þjónustu, þýðingarþjónustu og ráð- gjöf af ýmsu tagi. Lögfræðiþjónusta var nokkuð umfangsmikill útgjalda- liður sjóðsins á umræddu árabili, en rúmar 69 milljónir runnu til 13 lög- fræðinga og lögfræðistofa. Að öllu jöfnu fóru viðskiptin ekki oftar fram en einu sinni við hvert fyrirtæki. Undantekning frá því eru viðskipti Íbúðalánasjóðs við fyrirtækið Evr- ópuráðgjöf, sem er í eigu Árna Páls Árnasonar, efnahags- og viðskipta- ráðherra, en sjóðurinn keypti þjón- ustu fyrirtækisins fimm sinnum á ár- unum 2004-2008 og að auki var í eitt skipti greitt fyrir lögfræðiaðstoð í nafni Árna Páls. Alls námu greiðslurnar til Evrópu- ráðgjafar og Árna tæpum 39 milljón- um, sem eru um 56% alls þess sem sjóðurinn greiddi fyrir lögfræðiþjón- ustu á téðu tímabili. Kaup á sérfræðiaðstoð voru rúmar 29 milljónir árin 2001 og 2002, upp- hæðin jókst lítillega árið 2003 en jókst síðan mikið á milli áranna 2003 og 2004, eða um rúmar 70 milljónir og varði sjóðurinn rúmum hundrað milljónum króna í sérfræðiaðstoð árið 2004. Nokkur fyrirtæki fá greitt fyrir sérfræðiaðstoð öll árin. Meðal þeirra eru KPMG og Fjármálaeftirlitið. Athygli vekur mikil hækkun á eftirlitsgjaldi Fjármálaeftirlitsins. Árið 2001 greiddi sjóðurinn 526 þús- und krónur fyrir eftirlitið, 2002 voru greiddar 767 þúsund krónur og gjald- ið árið 2003 var 925 þúsund krónur. Árið 2005 hækkaði það í rúmar fimm milljónir króna, 2006 voru greiddar 7,8 milljónir króna og árið 2007 10 milljónir. Árið 2008 var gjald Íbúðalánasjóðs til FME fyrir eftirlit síðan komið í tæpar sextán milljónir króna. annalilja@mbl.is Háar fjárhæðir til sérfræðinga Sérfræðiþjónusta 550 milljónir kr.  Íbúðalánasjóður varði tugum milljóna í Evrópuráðgjöf frá Árna Páli Árnasyni Önundur Páll Ragnarsson onundur@mbl.is Viðræður verða milli fjármálaráðuneytisins og Alþýðusambands Íslands fyrir 22. júní, um fyr- irhugaða skattlagningu á lífeyrissjóðina til að standa straum af sérstakri vaxtaniðurgreiðslu. Þann dag tekur ASÍ afstöðu til gildis kjara- samninganna frá 5. maí. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, var harðorð- ur í Morgunblaðinu í gær og sagðist aldrei sam- þykkja skatta á lífeyrissjóðina. Stjórnvöldum hefði verið gerð grein fyrir því. Ekkert samráð hefði verið haft við ASÍ, aðgerðin væri einhliða af hálfu ríkisstjórnarinnar og til þess gerð að skerða réttindi fólks á almennum vinnumarkaði. Það gengi þvert á gefin loforð. Skattur á lífeyr- issjóði jafngilti brostnum forsendum kjara- samninga. Samkomulag sem gæti orðið dýrkeypt „Það stendur nú ekki til að skattleggja lífeyr- issjóði. Við höfum verið að leita leiða til að efna það samkomulag sem gert var um skuldaað- gerðinar í des., að bankar og lífeyrissjóðir leggi af mörkum í þessa aðgerð,“ segir Steingrímur og vísar til þess að aðgerðin sé ekki varanleg. „Þetta er náttúrlega algerlega tímabundin ráðstöfun og það sem er í frumvarpinu núna er bara fyrir þetta ár. [...] En við geymum okkur bara næsta ár, að ákveða hvernig við leysum það,“ segir Steingrímur. Þar að auki sé nú miðað við að lífeyrissjóðir borgi aðeins 40% á móti bönkunum. Sýndur hafi verið mikill vilji til að koma til móts við þá. Löglegan grundvöll þurfi undir greiðslur sjóðanna. Hann samsinnir því þó að þetta geti orðið dýrkeypt ef það sprengir kjarasamningana, en ítrekar að samkomulag hafi verið um að leita leiða til fjármögnunar. Steingrímur hafnar hins vegar ásökunum um samráðsleysi og einhliða aðgerðir. „Ég ræddi þetta auðvitað við lífeyrissjóði og samtök fjár- málafyrirtækja, áður en þetta ákvæði kom fram. Það eru jú þeir sem maður snýr sér til, en ekki forseti ASÍ.“ Ekki víst að neinn skattur verði lagður á En eru það ekki umbjóðendur forseta ASÍ, fé- lagsmennirnir, sem eiga sjóðina? „Jú, jú, en lífeyrissjóðirnir eru náttúrlega sjálfstæðir aðilar sem koma fram fyrir sína hönd, eðli máls samkvæmt eigum við samskipti við samtök lífeyrissjóða um þessa hluti. Síðan höfum við sagt að við erum alveg tilbúin til að skoða þetta í ljósi þess hvernig önnur fjáröflun gengur á árinu. Þannig að það er með þeim fyr- irvara af okkar hálfu,“ segir Steingrímur. Það er því ekki fullvíst að af skattlagningu á sjóðina verði, segir hann. Það geti farið eftir því hvernig tekjuöflun ríkisins gangi á árinu. Ræða við ASÍ um lífeyrisskatt  Steingrímur hyggur á viðræður við ASÍ fyrir 22. júní, þegar tekin verður afstaða til kjarasamninga  Ekki víst að af skattlagningu á lífeyrissjóðina verði, fyrirvari um hvernig önnur tekjuöflun gangi „Við höfum sýnt mikinn vilja til að reyna að lenda þessu á einhvern þolanlegan máta.“ Steingrímur J. Sigfússon BAKSVIÐS Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is „Þetta er pólitísk atlaga. Fyrstu pólitísku réttarhöldin í Íslandssög- unni verða staðreynd. Sjálft Alþingi Íslendinga hefur verið misnotað í þeim tilgangi að koma höggi á einn mann.“ Þetta sagði Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, á blaðamannafundi í gær. Þar ræddi hann þingfestingu máls Alþingis sem fer fram í landsdómi í dag, þar sem honum er gefið að sök að hafa brotið gegn ráðherraábyrgð í að- draganda bankahrunsins. Geir mun fara fram á frávísun málsins og segist sannfærður um að verða fundinn sýkn saka. Hann hefur ým- islegt við meðferð málsins að at- huga og segir að ýmist sé farið eftir ákvæðum landsdómslaga eða laga um meðferð sakamála. Við ofurefli að etja Geir sagði þær tafir sem orðið hafa á málinu leiða til mikils kostn- aðar fyrir alla sem að málinu koma og sagði kostnað sinn þegar vera orðinn um níu milljónir. „Hjá sak- sóknara Alþingis starfa tveir sak- sóknarar, auk aðstoðarfólks. Fyrir varnaraðilann er því við mikið ofur- efli að etja,“ sagði Geir. Hann sagð- ist hafa upplýsingar um að málið gæti dregist á langinn, jafnvel fram á næsta ár og að ekki verði hægt að taka fyrir frávísunarkröfu hans í dómnum fyrr en í september. Engin rannsókn Hann sagði málið vera höfðað á grundvelli skýrslu rannsóknar- nefndar Alþingis, engin önnur rannsókn hefði farið fram. Þá sagð- ist Geir telja að Alþingi hefði mis- beitt valdi sínu með því að sam- þykkja nýlega lög þar sem umboð tiltekinna dómara í landsdómi var framlengt, en það átti að renna út í vor. Sigríður J. Friðjónsdóttir, sak- sóknari Alþingis í málinu, segir að ekki hafi verið gert ráð fyrir því að fara út í rannsókn „vegna hinnar miklu rann- sóknar sem rannsóknar- nefnd Alþingis var búin að ljúka“. „En auðvitað er þetta óvenjulegt mál að mörgu leyti,“ segir Sigríður. Hún segir að málið hafi vissulega gengið hægar en hún hefði viljað, ástæða þess hafi m.a. verið tímafrek gagnaöflun. „Við þurftum að fara fyrir dómstóla til að fá gögn, bæði vegna andmæla Geirs, Þjóðskjalasafnsins og forsæt- isráðuneytisins. En menn eiga rétt á að mótmæla og bera ágreining undir dómstóla.“ „Fyrstu pólitísku réttarhöld Íslands“  Segir Alþingi notað í þeim tilgangi að koma höggi á sig Geir sagði ákæruskjalið meira og minna vera samhljóða þeirri ályktun sem Alþingi samþykkti sl. haust. Þá hefðu verið lagðar fram 3700 blaðsíður af fylgi- skjölum. „Ég skil ekki hvað er verið að gera með þetta, það er engin greinargerð og því er eng- inn rökstuðningur með ákærunni. Það er erfitt að verjast ákæru sem maður veit ekki á hvaða rökum er reist,“ sagði Geir. Skortir rökstuðning ENGIN GREINARGERÐ Geir H. Haarde Morgunblaðið/Kristinn Bakþankar Geir spyr hvort einhverjir þeirra, sem ábyrgð bera á málshöfðuninni, hafi fengið bakþanka. Hann vísaði í viðtal við Steingrím J. Sigfússon í norsku dagblaði, þar sem hann segir rangt að Geir sé einn fyrir landsdómi. Audi A6 4.2 Quattro Sérlega vel útbúinn umboðsbíll Nýskráður 12.12. 2005, ekinn: 57.000 km Ásett verð: 5.650.000 kr. Tilboðsverð: 4.990.000 kr. stgr. HEKLA NOTAÐIR BÍLAR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Marta María Jónasdóttir fréttastjóri dægurmála martamaria@mbl.is Prentun Landsprent ehf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.