Morgunblaðið - 07.06.2011, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 07.06.2011, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 2011 FRÉTTASKÝRING Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Samkvæmt minna frumvarpi sjávar- útvegsráðherra um stjórn fiskveiða hefur hann heimild til að ráðstafa allt að 2.400 lestum af þorski og 600 lestum af ufsa til strandveiða á þessu fiskveiðiári og því næsta. Verði frumvarpið að lögum koma þessar strandveiðiheimildir til viðbótar við þær sex þúsund lestir sem kveðið er á um í núgildandi lögum. Um 500 bátar hafa nú leyfi til strandveiða og hafa eigendur þeirra margir hverjir selt frá sér aflaheimildir, sumir oftar en einu sinni, en síðan fengið leyfi til strandveiða. En hvernig hafa menn getað selt frá sér heimildir oftar en einu sinni? Í upphafi kvótakerfisins 1984 var stuðst við aflareynslu þriggja síð- ustu ára á undan. Smám saman náðu bátar undir tíu brúttólestum til sín um fjórðungi botnfiskaflans í stað 1,96% sem hún var á viðmiðunarár- unum. „Þessi hlutdeild óx ekki með viðskiptum með aflaheimildir,“ skrif- aði Björn Jónsson hjá Kvótamiðlun LÍÚ fyrir rúmum áratug. Í mörg ár var reynt að koma bönd- um á veiðar smábáta með misjöfnum árangri. Kerfinu var breytt nokkr- um sinnum, en með því að fara „inn og út um gluggana“ gátu menn selt hlutdeild á einhverju árabili og byrj- að í nýju kerfi án þess að kaupa heimildir. Allt á löglegan hátt. Úr aflamarki í krókaaflamark Við endurskoðun laga um fisk- veiðistjórnun árið 1990 voru allir bátar af stærðinni 6-10 brúttólestir settir í aflamark, en eigendum ann- arra smábáta gefinn kostur á að velja milli aflamarks og krókaleyfis. Strax í kjölfarið nýttu margir smá- bátamenn sér þann möguleika afla- markskerfisins að selja veiðiheimild- ir sínar. Margir þeirra keyptu krókaaflamarksbát í staðinn. Svokallað banndagakerfi var við lýði árin 1990-1994. Þeir sem voru í því kerfi máttu ekki vera á sjó ákveð- inn dagafjölda á hverju ári. Í upphafi var þessum bátum heimilað að veiða 2.900 tonn, en síðasta árið áður en banndagakerfið var lagt af lönduðu banndagabátarnir um 36 þúsund tonnum. Banndagakerfið var endan- lega aflagt 1996 og heimildum breytt í hlutdeild, sem menn gátu þá selt. 1999 voru teknir upp sóknardagar með handfæri og gekk það kerfi í nokkur ár. Aflaheimildum var enn breytt í hlutdeild árið 2004 til að tak- marka veiðarnar sem höfðu aukist með hverju ári. Allur afli átti að vera bundinn hlutdeild frá árinu 2004 og náðist það markmið árið 2005. Í þessari upptalningu eru ótaldir þeir sem hafa selt sig út úr hinu hefðbundna aflamarkskerfi. Strandveiðarnar hófust síðan fyrir rúmum tveimur árum og þar má sjá menn sem hafa selt sig út úr fyrr- nefndum kerfum. Einn viðmælandi blaðsins sagðist óttast að stöðugt yrði bætt í strandveiðikerfið. Þrýst- ingur á stjórnvöld um auknar heim- ildir fyrir minni báta hefði oftar en ekki borið árangur. Niðurskurður heimilda Margir viðmælendur blaðsins hafa undanfarið haft á orði að það geti vart talist eðlilegt að menn sem hafa selt frá sér heimildir á síðustu tveimur áratugum, fyrir tugi eða jafnvel hundruð milljóna króna, geti komist aftur á veiðar án þess að greiða fyrir heimildir. Niðurskurður heimilda á liðnum árum hafi verið mikill á heildina litið og einkum bitn- að á þeim sem gert hafa sjómennsku að ævistarfi. Erfitt er að henda reiður á hversu margir nákvæmlega hafa selt frá sér heimildir og stunda nú strandveiðar. Fyrirtæki eru gjarnan stofnuð um ný verkefni eða nöfn fleiri en eins fjölskyldumeðlims koma við sögu.  Kerfisbreytingar í fiskveiðistjórnun hafa opnað glufur til að selja hlutdeild og byrja upp á nýtt  Margir hafa selt frá sér aflahlutdeild á síðustu áratugum og eru nú með leyfi til strandveiða Inn og út um glugga kerfisins Morgunblaðið/Heiddi Löndun Afla úr strandveiðibát land- að á Arnarstapa á Snæfellsnesi. Uppsetning Þjóðleikhússins á Lé konungi eftir William Shakespeare fékk flestar tilnefningar til Grím- unnar, íslensku leiklistarverð- launanna, 2011, eða tíu. Tilnefning- arnar voru birtar í gær. Fimm leiksýningar hlutu tilnefn- ingar sem sýning ársins 2011: Allir synir mínir, Elsku barn, Fjalla- Eyvindur, Fólkið í kjallaranum og Lér konungur. Tilnefnt var í sextán flokkum en alls komu áttatíu leik- listarverkefni til álita í ár. Fimm barnasýningar hlutu til- nefningar sem barnasýning ársins 2011; Ballið á Bessastöðum í svið- setningu Þjóðleikhússins, Gilitrutt í sviðsetningu Brúðuheima, Gói og Eldfærin í sviðsetningu Bauna- grassins og Borgarleikhússins, Herra Pottur og ungfrú Lok í svið- setningu Óperartic í samstarfi við Listahátíð í Reykjavík og Þjóðleik- húsið og Hvað býr í pípuhattinum? í sviðsetningu Krílisins. Í flokknum leikkona ársins eru tilnefndar: Edda Björg Eyjólfs- dóttir fyrir Fjalla-Eyvind, Halldóra Geirharðsdóttir fyrir Elsku barn, Ilmur Kristjánsdóttir fyrir Fólkið í kjallaranum, Sigrún Edda Björns- dóttir fyrir Fólkið í kjallaranum og Unnur Ösp Stefánsdóttir fyrir Elsku barn. Tilnefndir sem leikarar ársins eru: Arnar Jónsson fyrir Lé konung, Árni Pétur Guðjónsson fyrir Svikarann, Björn Thors fyrir Allir synir mínir, Bergur Þór Ing- ólfsson fyrir Enron og Jóhann Sig- urðarson fyrir Allir synir mínir. Sem leikstjórar ársins eru til- nefndir: Benedict Andrews fyrir Lé konung, Jón Páll Eyjólfsson fyrir Elsku barn, Jón Páll Eyjólfsson fyr- ir Strýhærða Pétur, Kristín Ey- steinsdóttir fyrir Fólkið í kjall- aranum og Stefán Baldursson fyrir Allir synir mínir. Gríman verður veitt í Borgarleik- húsinu 16. júní. Lér konung- ur með tíu Gríman Arnar Jónsson í hlutverki sínu í Lé konungi. Sparað á netinu Tölvuleikur: Toy Story 3: The Video Game amazon.co.uk 4.195 kr. Elko 11.995 kr. Skífan 10.999 kr. Tollur: 420kr. Vsk: 1.177 kr. Verðmeð gjöldum: 5.792 kr. Verðmunur 6.203 kr. 207% Verðmunur 5.207 kr. 190% Tölvuleikur: Lego Harry Potter - Episodes 1-4 amazon.co.uk 2.007 kr. Elko 11.995 kr. Skífan 12.999 kr. Tollur: 201 kr. Vsk: 563kr. Verðmeð gjöldum: 2.771 kr. Verðmunur 9.224 kr. 433% Verðmunur 5.207 kr. 469% Tölvuleikur:Call of Duty: Black Ops amazon.co.uk 2.796 kr. Tollur: 280kr. Vsk: 784kr. Verðmeð gjöldum: 3.860 kr. Elko 11.995 kr. Verðmunur 8.135 kr. 311% Miðað er við gengi 186,52 kr. á pundið. Miðað er við verð að frádregnum vsk í Bretlandi. Sendingarkostnaður fellur niður ef pantað er fyrir 25 pund eða meira. Reiknað er út frá genginu 113,73 fyrir bandaríkjadalinn en það var miðgengi á vef Seðlabankans í gær. Villur eru á ábyrgð blaðamanns. Fartölva: Dell XPS 17 dell.uk 207.783 kr. EJS 339.900 kr. Skattstofn: 175.283kr. Vsk: 44.697kr. Verðmeð gjöldum: 252.480 kr. Verðmunur 87.420 kr. 35% *Tölvankeypt í Bretlandi ogflutt heim í handfarangri.Breskur vsk. (32.828kr.) fæst þáendurgreiddur. Myndavél: Canon Powershot S95 amazon.com 45.486 kr. Í handfarangri* 45.492 kr. Vefversl.Nýherja 84.900 kr. Sendingark.: 9.320kr. Vsk: 13.976kr. Verðmeð gjöldum: 68.782 kr.1) 3.313 kr. 48.805 kr. 2) Verðmunur 1) 16.118kr. (23%) 2)36.095kr. (74%) *Keypt í verslunJ&R íNewYorkogflutt heimmeðhandfarangri.Skattstofn er 12.992kr. Myndavél:Canon Powershot G12 bhphotovideo.com 63.120 kr. Sendingark. 5.573kr. Vsk: 17.517 kr. Verðmeð gjöldum: 86.210 kr. Beco 109.900 kr. Verðmunur 23.690 kr. 27% Linsa:CanonEF14mmf/2.8LIIUSMUltra-Wide amazon.com 255.779 kr. Sendingark. 12.277 kr. Vsk: 68.354kr. Verðmeð gjöldum: 336.410 kr. myndavelar.is 399.900 kr. Verðmunur 63.490 kr. 19% Linsa:Canon EF 70-200mm f/2.8L IS II USM bhphotovideo.com 286.145 kr. Sendingark. (Innifalinn) Vsk: 72.967kr. Verðmeð gjöldum: 359.112 kr. Beco 469.900 kr. Verðmunur 110.788 kr. 31% Minniskort: SanDisk 16GB Extreme SDHC bhphotovideo.com 5.573 kr. Tollur 557kr. Vsk: 1.563kr. Verðmeð gjöldum: 7.693 kr. Beco 16.900 kr. Verðmunur 9.207 kr. 31% Baldur Arnarson baldura@mbl.is Flestir kannast eflaust við frásagnir af Íslendingum sem töldu sig hafa upp í ferðakostnað við utanferð með hagstæðum kaupum á raftækjum. Lausleg athugun á vörum sem valdar voru af handahófi bendir til að í þessu leynist sannleikskorn. Og verðið hefur áhrif á kaup- mátt. Gengið hefur veikst Byrjað var á tölvuleikjum. Raftækjaverslunin Elko og hljómplötuverslunin Skífan gefa báðar upp verð á völdum tölvu- leikjum á vefsíðum sínum. Valdir voru þrír vinsælir leikir sem hægt er að fá senda frá útibúi Amazon í Bretlandi en sendingar þaðan til Íslands eru tímabundið ókeypis sé pantað umfram 25 pund. Því kann að fylgja einhver kostn- aður og fyrirhöfn að sækja tölvuleik- ina á pósthús og er litið framhjá því hér. mun hagstæðari kjörum í Bretlandi. Eykst verðmunurinn ef tekið er tillit til virðisaukaskatts en upplýsingar um hann fengust hjá þjónustuveri Bell í Bretlandi símleiðis í gær. Bauð sölumaður hagstæðari kjör gegn því að pöntun væri lögð fram í gær en hann sagði virðis- aukaskattinn endurgreiddan við heimferð á flugvelli. Hagstæðara getur verið að kaupa hlut erlendis en að panta hann í gegnum netið þar sem opin- berar álögur á hvern hlut í farangri telja ekki fyrr en umfram 32.500 kr. Ólíkir markaðir Þá leiðir samanburður á verði myndavéla og linsa til að verðið sé í mörgum tilfellum hátt hér á landi. Er hér meðal annars horft til útsöluverðs í verslun J&R í New York en vart þarf að taka fram að markaðurinn þar er miklu stærri en sá sem verslun Beco hefur úr að spila á Íslandi. En eins og sjá má á kortinu hér fyrir ofan er 16GB minniskort mjög dýrt í versluninni. kemur á vef Seðlabankans. Sú pró- sentutala er hins vegar lítið brot af hlutfallslegri álagningu á leikina. Einnig var farið út í samanburð á nokkrum raftækjum og skal ítrek- að að valið er handahófskennt. Leitað var ráðgjafar hjá tölvu- fræðingi og bendir lausleg athugun til að hægt sé að fá Dell-fartölvur á Þá skal tekið fram að valdir voru leikir sem eru í dýrari kant- inum á Íslandi og kann það að ýta undir að samanburðurinn sé Elko og Skífunni óhagstæður. Á móti kemur að miðgengi pundsins var 178 kr. um síðustu áramót og hefur krónan því veikst gagnvart gjaldmiðlinum um 4,6% á tímabilinu, að því er fram Vel smurt á tölvuleiki, myndavélar, minniskort og myndavélalinsur  Undirstrikar að gengishrun krónunnar skýrir hátt verðlag aðeins að hluta Morgunblaðið/Ernir Úr einni af verslunum Elko Tilkoma stórra raftækjaverslana leiddi til verðlækkunar á raftækjum. Val á verslunum er hér handahófskennt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.