Morgunblaðið - 07.06.2011, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 07.06.2011, Blaðsíða 6
BAKSVIÐ Andri Karl andri@mbl.is Skipulags- og byggingarsvið Reykja- víkur hefur tekið saman yfirlit yfir stöðu þeirra húsa í miðborginni sem helst hafa verið til umræðu á undan- förnum misserum sökum bágborins ástands þeirra. Að auki eru gerðar tillögur um næstu skref sem jafnan miða við beitingu dagsekta. Málið var afgreitt á síðasta fundi skipulags- ráðs borgarinnar og vísað til borgar- ráðs sem tekur það fyrir á fundi sín- um næstkomandi fimmtudag. Um er að ræða tólf fasteignir sem eiga það sameiginlegt að standa auð- ar og í niðurníðslu. Málin hafa velkst um í borgarkerfinu mislengi og í til- viki einnar þeirrar hófst beiting dag- sekta fyrir rétt tæpu ári. Milljónir hvíla á eigninni Ýmislegt athyglisvert kemur fram í yfirlitinu. Til að mynda má nefna fasteignina að Skólavörðustíg 40 sem var um tíma yfirtekin af hústökufólki og skemmdist að lokum mikið eftir bruna í október 2009. Þó svo fast- eignin sé ekki stór hvíla á eigninni samkvæmt veðbók tryggingabréf Landsbankans á 1. veðrétti upp á 110 milljónir króna, og annað á 2. veð- rétti upp á rúmar fimm milljónir króna. Tillaga skipulags- og byggingar- sviðs varðandi Skólavörðustíg 40 er að beita dagsektum þar til annað- hvort hefur verið gengið frá viðhaldi húss og lóðar eða gengið frá bygg- ingarleyfi og hafist handa við niðurrif hússins og uppbyggingu á lóðinni. Eigendur Skólavörðustígs 40 eru ekki þeir einu sem eiga von á dag- sektum. Tillaga skipulags- og bygg- ingarsviðs hvað varðar fasteignina að Frakkastíg 16 er að veita lóðar- hafa 21 dag frá tilkynningu til velja um að sækja um byggingarleyfi eða endurbyggja húsið í upprunalegri eða eitthvað breyttri mynd, innan gildandi deiliskipulags. „Verði það ekki gert verði beitt dagsektum 50.000 kr. á hvern dag sem það kann að dragast,“ segir í tillögunni. Óljósar eignarheimildir Jafnframt má nefna eignina að Vatnsstíg 4 sem einnig var undirlögð af hústökufólki um tíma og eldsvoði kom upp í. Þar er lagt til að gengið verði eftir því að fá nákvæmar upp- lýsingar um eignarheimildir á svæð- inu. Þinglýstur eigandi fasteignar- innar er eignarhaldsfélag. Landsbankinn hefur sent inn at- hugasemdir við til- lögu að deiliskipulagi sem lóðarhafi og Íbúðalánasjóður keypti fasteignina á nauðungarupp- boði en afsalinu hefur ekki verið þinglýst þar sem samþykki Seðla- banka Íslands vant- ar. Beita á dagsektum í auknum mæli  Auð hús í miðborginni rædd á fundi borgarráðs í vikunni Morgunblaðið/Árni Sæberg Rústir Hverfisgata 28 skemmdist í bruna á árinu 2009. Húsið er nú í nauðungarsölumeðferð hjá sýslumanninum í Reykjavík og munu borgaryfirvöld bíða eftir upplýsingum frá nýjum eiganda um hvað hann hyggst gera. 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 2011 Hjörtur J. Guðmundsson hjorturjg@mbl.is Markmiðið með þeim aðgerðum sem Landsbankinn hefur kynnt til sög- unnar til þess að lækka skuldir skil- vísra viðskiptavina sinna er einfald- lega að reyna að stuðla að því að þeim fjölgi ekki sem geti ekki staðið í skilum með afborganir. Þetta kom fram hjá fulltrúum bankans á fundi fjárlaganefndar Alþingis í gær- morgun að sögn Kristjáns Þórs Júl- íussonar, þingmanns Sjálfstæðis- flokksins sem sæti á í nefndinni. „Grunnurinn að þessari ákvörðun eins og bankinn lýsir því er lengri og dýpri kreppa og erfiðleikar heim- ila og fyrirtækja við að halda sér gangandi. Skilafólk er farið að lenda í vanskilum og svo framvegis. Þeir eru í raun, eins og ég myndi orða það, að bregðast við lélegri frammi- stöðu eigandans [ríkisvaldsins] sem hefur ekki skapað fólki og fyrir- tækjum almennilegan grunn til þess að draga fram lífið á,“ segir Krist- ján. Skrítið samband Kristján sagðist ekki hafa fengið skýr svör á fundinum við því hvern- ig sambandi eiganda Landsbankans, ríkisins, og bankans væri háttað þegar kæmi að ákvörðunum sem þessum. Sambandið þar á milli virt- ist vera nokkuð skrítið. „Samkvæmt eigendastefnunni á Bankasýsla ríkisins að gera sam- komulag við Landsbankann um markmið í rekstri og þvíumlíkt og manni finnst svolítið einkennilegt ef hægt er að taka ákvörðun um 30 milljarða sveiflu í fjárhagsstöðu bankans án þess að samningur kveði á um einhverjar slíkar aðgerð- ir,“ segir Kristján. Ekki frekari fundir Haft hefur verið eftir Steingrími J. Sigfússyni fjármálaráðherra að skoðað verði með hvaða hætti stjórnvöld kunni að bregðast við út- spili Landsbankans, þar með talið hvort ástæða sé til þess að skatt- leggja endurgreiðslur Landsbank- ans til viðskiptavina sinna. Þær flokkist hugsanlega sem gjafir. Kristján segist hafa spurt fulltrúa bankans út í þau ummæli á fundi fjárlaganefndar og fengið þau svör að málið hefði verið skoðað af skattasérfræðingum Landsbankans. „Þeir svöruðu bara spurningum okkar og fóru yfir þessi úrræði,“ segir Oddný G. Harðardóttir, þing- maður Samfylkingarinnar og for- maður fjárlaganefndar, um fundinn með fulltrúum Landsbankans. Að- spurð segir hún ekki gert ráð fyrir að nefndin fundi frekar um málið. „Það hefur engin ákvörðun verið tekin um slíkt en það er okkar skylda að fylgjast með áhrifum á ríkissjóð þannig að við fórum þess vegna yfir þessi mál. En þetta var fyrst og fremst upplýsingafundur.“ Markmiðið að stuðla að greiðslugetu  Fyrst og fremst upplýsingafundur Kristján Þór Júlíusson Oddný Harðardóttir Dagsektir hafa aðeins verið lagðar á eiganda einnar af þeim tólf fasteignum sem getið er í yfirlitinu. Hann hefur hins vegar setið aðgerðalaus frá því hann fékk þrjátíu daga frest til að rífa húsið að Baldursgötu 21 þann 20. maí 2010. Ekkert hefur enn verið gert og á 344 dögum hefur eigandinn safnað sér 6,9 milljónum króna í sekt, sem reynt hefur verið að innheimta án árangurs. Á hverj- um degi bætast tuttugu þúsund krónur við heildarfjárhæðina. Tillaga um næstu skref í máli hans er að senda greiðsluáskor- un vegna áfallinna dagsekta í heild sinni og ef ekki verður samið um greiðslu þeirra né gengið að skilyrðum borgaryfirvalda um niðurrif og uppbyggingu á lóðinni verð- ur óskað eftir nauðunarsölu án frekari drátt- ar. 20 þúsund á degi hverjum SAFNAST FLJÓTT UPP Endurskoðuð tillaga um skólastarf og trúar- og lífsskoðunarmál var af- greidd til borgarráðs á fundi mann- réttindaráðs Reykjavíkurborgar í gær. Margrét Sverrisdóttir, formaður mannréttindaráðs, segir ýmsar breytingar hafa verið gerðar á tillög- unum. „Við sendum tillögurnar til fagráða borgarinnar síðastliðið haust og höfum verið að bíða eftir umsögnum frá þeim. Við tókum fullt tillit til athugasemda og höfum tekið af öll tvímæli í þessum breyttu til- lögum um að ætlunin var ekki að hætta með jólasöngva og helgileiki.“ Júlíus Vífill Ingvarsson, borgar- fulltrúi Sjálfstæðisflokks, gagnrýnir meirihluta ráðsins harðlega fyrir að leita ekki eftir samráði við borgar- búa við gerð tillagnanna. „Það er með ólíkindum að meiri- hluti mannréttindaráðs leiti ekki eft- ir samráði við borgarbúa og ekki síst þá sem þekkja málið best og standa því næst, t.d. trúfélög, foreldra, skólastjórnendur og þjóðkirkjuna sem hefðu getað leiðbeint meirihluta mannréttindaráðs í gegnum þessa tillögugerð,“ segir Júlíus Vífill. Hann segir jafnframt sárt að sjá ráð, sem tryggja á gagnkvæma virðingu, virða ekki skoðanir fólks og and- stöðu. Áfram tekist á um umdeildar tillögur  Mannréttindaráð afgreiðir nýjar tillögur um trúmál til borgarráðs Landsbankinn kynnti í lok maí þrjár leiðir til þess að minnka skuldir einstaklinga og heimila í viðskiptum við bankann. Er því haldið fram að aðgerðirnar muni hafa verulega þýðingu fyr- ir um 30 þúsund manns en alls snerti þær á bilinu 60-70 þús- und viðskiptavini bankans. Fyrir það fyrsta ætlar Lands- bankinn að endurgreiða 20% af vöxtum sem viðskiptavinir hans sem staðið hafa í skilum hafa greitt frá 31. desember 2008 til 30. apríl 2011. Þá ætlar bankinn að breyta svokallaðri 110% leið vegna yfirveðsettra fasteigna þannig að ekki verði miðað við verðmat á eignum undir 30 milljónum króna heldur fasteignamat. Að endingu ætlar Landsbank- inn að lækka aðrar skuldir sem teljast umfram greiðslugetu eins og til dæmis yfirdrætti, skuldabréfalán, lánveð og fleira. Byrðar skil- vísra léttar ÚRRÆÐI LANDSBANKANS Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is A T A R N A Nú eru allar ryksugur frá Siemens og Bosch á tilboðsverði. Líttu inn og gerðu góð kaup! Umboðsmenn um land allt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.