Morgunblaðið - 07.06.2011, Síða 7

Morgunblaðið - 07.06.2011, Síða 7
FRÉTTIR 7Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 2011 Samfélagsstyrkir Landsbankans landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn Samfélagssjóður Landsbankans hefur það hlutverk að styrkja verðug verkefni. Veittir verða ferns konar styrkir á hverju ári: námsstyrkir, samfélagsstyrkir, nýsköpunar- og sprotastyrkir og umhverfisstyrkir. Samfélagsstyrkir Samfélagssjóður hyggst veita 35 samfélagsstyrki til mannúðar-, menningar- og menntamála, samtals að upphæð 15.000.000 kr. Umsókn- arfrestur er til 1. september 2011. Styrkir skiptast með eftirfarandi hætti:  5 styrkir að upphæð 1.000.000 kr. hver.  10 styrkir að upphæð 500.000 kr. hver  20 styrkir að upphæð 250.000 kr. hver. Verkefni sem einkum koma til greina eru:  verkefni mannúðarsamtaka og góðgerðarfélaga  verkefni á sviði menningar og lista  menntamál, rannsóknir og vísindi  forvarnar- og æskulýðsstarf  sértæk útgáfustarfsemi Umsóknarfrestur vegna samfélagsstyrkja er til og með 1. september 2011 (póststimpill gildir). Dómnefndir eru skipaðar fagfólki á hverju sviði. Sækja verður um styrkina sérstaklega og senda umsókn merkt: Samfélagsstyrkir, Landsbankinn, Austurstræti 11, 155 Reykjavík. Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Nýtt frumvarp um breytingar á fisk- veiðistjórnunarkerfinu verður lagt fyrir Alþingi í október. Stóra frum- varpið svonefnda var tekið af dag- skrá Alþingis í gær. Nýja frumvarpið mun byggja á því sem nú var til um- ræðu að sögn Lilju Rafneyjar Magn- úsdóttur, formanns sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar. „Málið verður ekki sett á dagskrá septemberþingsins. Núna fer frum- varpið í hefðbundinn umsagnarferil. Nefndin kemur saman síðla sumars og fer yfir þessar umsagnir og vinnur úr þeim. Svo er verið að bíða eftir skýrslu vegna hagrænna áhrifa á þjóðfélagið og við gætum trúlega fengið fleiri skýrslur eins og t.d. varðandi samfélagsleg áhrif frum- varpsins. Allar umsagnirnar munu nýtast til gerðs nýs frumvarps og það kemur nýtt fram á nýju þingi. Þetta verður nýtt frumvarp í október en byggir auðvitað á grunni þess sem er núna verið að senda út til umsagnar,“ seg- ir Lilja Rafney. Hún segist hafa átt von á því að stóra frumvarpið um breytingar á fiskveiðistjórnunar- kerfinu yrði tekið af dagskrá þessa þings. „Það kom ekki á óvart að það færi í þennan farveg því það kom það seint fram.“ Friðrik J. Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri LÍÚ, er hóflega bjart- sýnn á að frumvarpið verði betra í haust. „Ég held að það þurfi margt að breytast í röðum Samfylkingar- innar sérstaklega til þess að maður geti verið bjartsýnn. Hingað til hefur ekki verið hlustað á neitt en auðvitað vonumst við til að menn sjái að sér,“ segir Friðrik. Hann vill sjá minna fiskveiðifrumvarpið, sem er nú í meðförum sjávarútvegsnefndar, fara sömu leið og það stóra. „Það á að taka þetta allt í eina heildarendur- skoðun og gefa sér tíma til að vinna þetta almennilega. Við óskum eftir að það sé unnið faglega og að breyt- ingarnar verði til góðs. Ekki eins og þessi tvö frumvörp sem eru mikil afturför varðandi fiskveiðistjórnun á Íslandsmiðum og á rekstrarskilyrð- um atvinnugreinarinnar.“ Nýtt frumvarp á nýju þingi  Stóra fiskveiðifrumvarpið var tekið af dagskrá Alþingis í gær  Nýtt frumvarp kemur fram á nýju þingi í október  Framkvæmdastjóri LÍÚ er hóflega bjartsýnn á að frumvarpið verði betra í haust Morgunblaðið/Kristinn Alþingi Stærra fiskveiðistjórnarfrumvarpið var tekið af dagskrá þingsins. Sjávarútvegsfrumvarpið » Skipt í stóra og litla frum- varpið. Kerfisbreytingarnar eru í því stærra en úthlutanir og veiðigjald í því litla. » Tillögur að stærra frumvarp- inu voru fyrst kynntar opin- berlega 19. maí. Það var tekið af dagskrá Alþingis í gær eftir að ljóst var orðið að ekki næð- ist að klára það fyrir sumarfrí. » Nýtt frumvarp verður unnið í sumar, á grunni þess gamla, og lagt fyrir nýtt þing í október. „Það er mín skoðun að þetta laga- frumvarp eigi sér fáa líka í flokki óvandaðra lagafrumvarpa á sviði ís- lenskrar fiskveiðistjórnar.“ Svo ritar Helgi Áss Grétarssonar, sérfræðing- ur í fiskveiðistjórnarkerfum við Lagastofnun Háskóla Íslands, í um- sögn sinni um litla frumvarpið um breytingar á fiskveiðistjórnarkerf- inu. Fundað var um frumvarpið í landbúnaðar- og sjávarútvegs- nefnd í gærkvöldi og er stefnt að því að klára málið fyrir þinglok. Miðað við um- sögn Helga, sem er tólf blaðsíður, er margt eftir óunnið. Niðurstöðuna byggir Helgi á nokkrum veigamiklum ástæðum sem hann tekur saman. Hann segir efni frumvarpsins ekki styðjast við þær skýrslur og rannsóknir sem gerðar hafa verið á mögulegum af- leiðingum stefnu ríkisstjórnarflokk- anna um fyrningu aflaheimilda. „Frumvarpstillögurnar eru t.d. í engu samræmi við þær hugmyndir sem ræddar voru í starfshópi þeim sem skilaði skýrslu til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í byrjun september 2010. Tillögurnar eru í reynd nýjar af nálinni og hafa fengið takamarkaða umfjöllun í samfélag- inu. Þrátt fyrir að frumvarpstextinn sé afar tyrfinn og efni tillagnanna flókið á að ljúka afgreiðslu málsins á Alþingi á skömmum tíma. Þessi vinnubrögð á að viðhafa þótt mark- miðin með frumvarpstillögunum séu óljós og útfærsla þeirra óglögg. Mögulegar afleiðingar frumvarpstil- lagnana voru lítt metnar áður en þær voru settar fram. Þessu til viðbótar eru margvíslegir lagatæknilegir gallar á frumvarpinu,“ ritar Helgi í fyrstu athugasemdinni. Vinnubrögð við frumvarpið eru ekki í samræmi við það vinnulag sem almennt er mælt með í Handbók stjórnarráðsins um lagafrumvörp og bendir Helgi á að einstök ákvæði frumvarpsins gætu brotið í bága við grundvallarreglur stjórnarskrárinn- ar. Í annarri athugasemd segir: „Það er mitt mat að tiltekin atriðið í 1. gr., 2. gr., 5 gr. og 7. gr. frumvarpsins kunni ein og sér, eða metin í heild, að brjóta í bága við grundvallarreglur stjórnarskrárinnar um eignarrétt, atvinnufrelsi, jafnræði og meðalhóf. […] Hér verður einnig til þess að líta að mat á almannahagsmunum virðist lítt eða ekki hafa farið fram við gerð frumvarpsins.“ Athugasemdir eru gerðar við marga liði og meðal annars nefnt að með einu ákvæði sé Alþingi að senda þau skilaboð að forsvaranlegt sé að heimila umtalsverðar veiðar umfram aflaráðgjöf fiskifræðinga. Helgi seg- ir að breytingar á fiskveiðstjórnar- kerfinu muni hafa efnahagslegar af- leiðingar en í undirbúningsgögnum frumvarpsins séu þær ekki metnar að neinu marki fyrir fram sem telja verði til lagalegra annmarka. Hann bendir á að aukin hætta verði á hags- munaárekstrum og geðþóttaákvörð- unum hafi sveitarstjórnir heimildir til að úthluta byggðakvótum, eins og lagt er til í frumvarpinu. „Í þessari umsögn eru gerðar al- varlegar athugasemdir við nánast öll ákvæði frumvarpsins. Lagt er því til að frumvarpið í heild verði fellt eða þá að það taki verulegum breyting- um í meðförum þingsins,“ endar Helgi umsögnina á. ingveldur@mbl.is Leggur til að frumvarpið í heild verði fellt  Segir litla kvótafrumvarpið óvandað Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Fiskveiðar Gerðar eru alvarlegar athugasemdir við kvótafrumvarpið. Helgi Áss Grétarsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.