Morgunblaðið - 07.06.2011, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.06.2011, Blaðsíða 8
STANGVEIÐI Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is „Það var hroðalega kalt í morgun, norðanbál og áin ekki nema þrjár gráður,“ sagði Bjarni Júlíusson, for- maður Stangaveiðifélags Reykjavík- ur, í veiðihléinu við Norðurá í gær, þar sem stjórn félagsins hóf veiðar á laugardag. Hann bætti við að þrátt fyrir kuldann hefðu þrír laxar veiðst á vaktinni og væru því átta alls komnir á land, því fimm veiddust á laugardag. „Þessir þrír veiddust á Eyrinni, Brotinu og Stokkhylsbroti og það er svo ánægjulegt að nú hafa allir stjórnarmennirnir fengið lax. Það er því rífandi góð stemning í hópnum,“ sagði Bjarni. Sólin skein í blæstrinum í gær og vonaðist hann því til að ef vatnið hlýnaði eitthvað héldi takan áfram. Einn laxanna var grálúsugur sem þýðir að fiskur er að ganga í ána. „Það þýðir ekkert annað en að veiða djúpt og með einhverju þungu í þessum aðstæðum,“ sagði Bjarni. „Árni Friðleifsson fékk áðan laxinn á Stokkhylsbroti og hann var með sökklínu og nánast skrapaði botn- inn.“ Dauft og kalt Ekki var síður kalt á veiðimönn- unum við Blöndu í gær. Lengi fram eftir morgunvaktinni lét lax ekkert á sér kræla en þegar stórlax bylti sér loksins á Breiðunni kastaði Þór- arinn Sigþórsson tannlæknir flugu fyrir hann og sá tók. Viðureignin stóð í nokkra stund áður en laxinn lak af en þá kastaði Þórarinn að nýju og setti í annan, en sá slapp einnig eftir nokkurt tog. Þórarinn hafði náð laxi á laugardaginn. Skömmu fyrir hádegi í gær óð Stefán Sigurðsson, félagi Þórarins á stönginni, út á Breiðuna, kastaði og setti í lax sem hann landaði. „Það var fyrsti smálaxinn, 67 cm langur,“ sagði Stefán. „Það var gott að ljúka vaktinni með fiski. Það er búið að vera dauft og kalt hér, ekki nema þrjár gráður og mjög kalt.“ Á laugardaginn fengu veiðimenn- irnir við Blöndu átta laxa, fjóra á maðk og fjóra á flugu. Morgunblaðið/Einar Falur Lukkulegur Ásmundur Helgason var ánægður með fyrsta lax sumarsins í Norðurá, væna hrygnu. Fyrstu laxarnir hafa verið stórir og vel haldnir. Stjórnarmenn deila löxum jafnt  Fyrsti smálaxinn veiðist í Blöndu 8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 2011 Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík Sími 590 2100 · askja.is Toyota Corolla, 7 sæta árg. 2006, ekinn 39 þús. km 1800cc, bensín, beinsk. Verð kr. 2.290.000 Opið virka daga frá kl. 9-18 Kia Sportage árg. 2005, ekinn 39 þús. km 2000cc, dísil, sjálfsk. Verð: kr. 2.090.000 notaðra bíla ÚRVAL Allt að 70% fjármögnun Meirihluti þjóðarinnar er á mótiumsókn um aðild að ESB. Meirihluti Alþingis er á móti aðild að ESB, þótt sumir hafi undir póli- tískri þvingun greitt umsókn at- kvæði. Helmingur ríkisstjórn- arinnar er á móti aðild.    Og þrátt fyrirþetta allt eru Íslendingar að eyða hundruðum milljóna beint og óbeint í um- sóknina.    Og þjóðir sem eru fyrir inni í ESBeru líka á móti veru sinni þar skv. Evrópuvaktinni: „Rúmlega 70% Austurríkismanna telja að hags- muna þeirra sé ekki vel gætt innan Evrópusambandsins.“ Og „aðeins 22% trúa að meiri hagur sé fyrir Austurríkismenn að vera í ESB en að standa fyrir utan sambandið“. Evrópuvaktin vitnar í könnun sem „birtist í blaðinu Krone 6. júní. Blað- ið segir að þessi afstaða til ESB endurspegli andstöðu almennings við þá ákvörðun stjórnvalda að styðja við ríki í skuldavanda eins og Grikkland. Þá er afstaðan til kjarnorkuvera einnig talin ráða nið- urstöðunni og loks straumur hæl- isleitenda frá Afríku og Litlu-Asíu.“    Í blaðinu er vitnað í sérfræðingfyrirtækisins sem könnunina gerði, Andreas Kirschhofer, sem segir m.a.: „Þegar Austurríkismenn greiddu fyrir 17 árum atkvæði aðild að ESB töldu 59% að með henni yrði hagur sinn og þjóðar sinnar betri en áður en 22% voru á öndverðum meiði.    Nokkrum árum síðar var annaðhljóð komið í strokkinn, því að árið 1999 þótti 63% Austurríkis- manna að þeir „þyrftu um of að dansa eftir flautu valdsmanna í Brussel“.    En þá var of seint að iðrast. Er of seint að iðrast? STAKSTEINAR Veður víða um heim 6.6., kl. 18.00 Reykjavík 9 léttskýjað Bolungarvík 8 léttskýjað Akureyri 6 léttskýjað Kirkjubæjarkl. 8 skýjað Vestmannaeyjar 7 léttskýjað Nuuk 6 skýjað Þórshöfn 8 skýjað Ósló 17 skýjað Kaupmannahöfn 25 heiðskírt Stokkhólmur 25 heiðskírt Helsinki 18 heiðskírt Lúxemborg 20 skýjað Brussel 20 skýjað Dublin 12 skýjað Glasgow 13 léttskýjað London 13 skýjað París 17 skýjað Amsterdam 17 skýjað Hamborg 17 þrumuveður Berlín 27 léttskýjað Vín 27 léttskýjað Moskva 21 heiðskírt Algarve 22 heiðskírt Madríd 17 þrumuveður Barcelona 22 léttskýjað Mallorca 22 léttskýjað Róm 27 léttskýjað Aþena 27 heiðskírt Winnipeg 18 léttskýjað Montreal 22 léttskýjað New York 24 heiðskírt Chicago 25 skýjað Orlando 27 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 7. júní Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 3:09 23:45 ÍSAFJÖRÐUR 2:12 24:52 SIGLUFJÖRÐUR 1:50 24:40 DJÚPIVOGUR 2:27 23:26 Mjög dró úr ferðakostnaði forsætis- ráðuneytisins milli áranna 2008 og 2009 skv. svari ráðuneytisins við fyr- irspurn á Alþingi. Í svarinu kemur fram, að kostnaður ráðuneytisins vegna utanlandsferða nam 17,7 milljónum árið 2007, var 22,3 millj- ónir árið 2008, 8,2 milljónir árið 2009 og 9,8 milljónir árið 2010. Vigdís Hauksdóttir, Framsóknarflokki, hefur spurt öll ráðuneyti um utan- landsferðir og kostnað. Í svari iðn- aðarráðuneytisins kemur fram að farin var 81 ferð til útlanda á vegum aðalskrifstofu ráðuneytisins árið 2007 en 59 í fyrra. Kostnaðurinn var tæpar 13 milljónir 2007 en rúmar 16,4 milljónir árið 2008. Minni kostnaður Færri utanlands- ferðir eftir hrunið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.