Morgunblaðið - 07.06.2011, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 07.06.2011, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 2011 Stór mótorhjólaaksturskeppni, „Off-Road Challenge“, verður hald- in á Klaustri á sunnudag nk. Keppnin hefst kl. 12 og er aðgang- ur ókeypis. Keppnin verður með sama sniði og undanfarin níu ár. Rúmlega 400 keppendur munu leiða saman vél- fáka sína í sex klukkustunda þol- akstri innan landamerkja Ásgarðs. Keppt er í mörgum mismunandi flokkum. Vinsælastur er tvímenn- ingsflokkur, þar sem tveir liðs- félagar skiptast á að keyra. Aðrir flokkar eru t.d. Járnkarlinn, þar sem sami keppandi keyrir allan tímann, og svo 90+ flokkurinn þar sem samanlagður aldur tveggja keppenda þarf að hafa ná 90 árum. Keppni Mótorhjólamenn keppa um hvíta- sunnuna á Kirkjubæjarklaustri. Mótorhjólakeppni á Kirkjubæjarklaustri Nú eru ungar víða að skríða úr eggjum og oft má sjá fullorðna fugla silast hægt um vegi með ungahópinn á eftir sér. Umferðar- stofa vill því hvetja ökumenn til að taka tillit til allra vegfarenda og ekki síst þeirra fiðruðu sem kunna ekki skil á umferðarreglum og munu seint nýta sér gangbrautir eða undirgöng. Þetta á sérstaklega við þar sem vegir liggja nálægt sjó, tjörnum eða vötnum en við þær að- stæður má búast við fullorðnum fuglum á gangi með unga sína. Fiðraðir vegfarendur Í dag, þriðjudag, verður farið í fuglaskoðunar- ferð í Viðey. Leiðsögumaður er Jóhann Óli Hilmarsson, fuglafræðingur og ljósmyndari, en hann hefur gefið út fræðandi bækur um fugla Íslands. Fuglalíf í Viðey er í miklum blóma. Yfir 30 fuglategundir verpa í eynni og því margt að sjá fyrir fuglaskoðara. Leiðsögnin er ókeyp- is og öllum opin. Siglt er frá Skarfabakka kl. 18:15 og 19:15 og hefst leiðsögnin við Viðeyjarstofu kl. 19:30. Gjald í ferj- una er 1.000 kr. fyrir fullorðna og 500 kr. fyrir börn 7-18 ára. Frítt er fyrir sex ára og yngri. Fuglaskoðunarferð í Viðey í kvöld STUTT KVARTBUXUR hvítar, svartar, drapplitar www.feminin.is • feminin@feminin.is Bæjarlind 4, Kópavogi • sími 544 2222 Str. 36-56 Fullar búðir Ljós bláar, dökk bláar og svartar. - Háar í mittið - Bæjarlind 6, sími 554 7030 Eddufelli 2, sími 557 1730 www.rita.is Sendum í póstkröfu af buxum Kvenfatnaður Hæðasmára 4 · 201 Kópavogur Sími 555 7355 - www.selena.is Patti Húsgögn Dugguvogi 2 / s: 557 9510 / www.patti.is Opið : Mánud. - Föstud. frá 9 til 18 Basel Aspen Þú velur og drauma sófinn þinn er klár GERÐ (fleiri en 90 mismunandi útfærslur) STÆRÐ (engin takmörk) ÁKLÆÐI (fleiri en 2000 tegundir) Sófinn þinn útfærður eftir þínum óskum Landsins mesta úrval af sófasettum Íslensk framleiðsla Torino Rín Roma Líney Sigurðardóttir Þórshöfn | Keldunes hét gamalt, reisulegt timburhús sem stóð við fjöruborðið á Þórshöfn fyrir tæpum 50 árum. Húsið var í daglegu tali nefnt Keldan og ýmsir eldri Þórs- hafnarbúar eiga þaðan minningar um góðan kaffibolla hjá húsráðendum. Keldan varð að víkja árið 1965 fyrir byggingu söluskála og þvottaplans á vegum Kaupfélags Langnesinga og var húsið þá rifið. Nú er kominn vísir að nýrri Keldu í fjöruborðinu, þar sem bæði er hægt að fá góðan kaffi- sopa og fjölbreyttari veigar en það er innsti hluti Grillskálans við fjöruna. Núverandi rekstraraðilar skálans tóku nýverið í notkun góða viðbót við húsnæðið, sem stendur á svipuðum stað og Keldan forðum daga og ríkir þar notalegur andblær frá liðinni tíð, með myndum frá gömlu Þórshöfn á veggjunum og gluggi er við fjöruna. Margir muna eftir gömlu Keldunni og menn eru sammála um það að Kelda eða Kaffi Kelda sé kjörið nafn á nýja hlutann. Í króknum er lítið barnahorn og sjónvarpsskjár, þar sem hægt verður m.a. að fylgjast með enska boltanum, einnig tölva með netsambandi sem kemur sér vel fyrir ferðafólk. Kaffi- krókurinn hentar líka vel fyrir minni samkvæmi en Grillskálinn er nú kom- inn með léttvínsleyfi. Hjónin Sóley Örvarsdóttir og Örv- ar Guðmundsson reka Grillskálann og þau eru bjartsýn á framtíðina enda enginn barlómur í Þórshafnar- búum, sem væntanlega verða tíðir gestir í Keldunni. Keldan komin aftur Vísir að nýrri Keldu Hjónin Sóley og Örvar ásamt börnum sínum Arnari og Freyju við opnun nýja kaffikróksins við fjöruborðið á Þórshöfn. Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir Guðbjartur Hannesson, velferðar- ráðherra, kynnti í gær hækkanir á bótum almanna- og atvinnuleysis- trygginga í samræmi við yfirlýs- ingu ríkisstjórnarinnar í tengslum við kjarasamninga. Hækkun bóta almannatrygginga og atvinnu- leysistrygginga miðast við 1. júní. Bætur almannatrygginga hækka um 8,1% og segir ráðuneytið, að þar með sé tryggt að lífeyrisþegar með óskertar bætur njóti 12.000 kr. hækkunar kjarasamninga á al- mennum vinnumarkaði. Þannig muni lífeyrisþegar njóta hækk- unarinnar og þá einnig þeir sem hafa aðrar tekjur, til dæmis frá lífeyrissjóðum eða atvinnutekjur. Þá er viðmiðið á útreikningum framfærsluuppbótar hækkað um 12.000 krónur þannig að lág- markstrygging einstaklinga verð- ur 196.140 krónur og 169.030 krónur hjá hjónum eða sambýlis- fólki. Bætur hækka í samræmi við launin. 8,1% hækkun bóta almannatrygginga

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.