Morgunblaðið - 07.06.2011, Síða 10

Morgunblaðið - 07.06.2011, Síða 10
10 DAGLEGT LÍFHreyfing og útivist MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 2011 Sólskálar Smi›sbú› 10 | 210 Gar›abær Sími: 554 4300 | www.solskalar.is hf -sælureitur innan seilingar! Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is „Við vorum að æfa okkur um helgina, hjóluðum Hvalfjörðinn. Það tók verulega á. Þetta verður því ekki létt verk þarna úti, miklu lengra, en það verður gaman að takast á við það,“ segir Ívar Þrastarson, einn af sex manna vinahópi sem ætlar að taka þátt í reiðhjólaviðburðinum Vatternrundan, eða Vatnahringnum sem fram fer í Svíþjóð á íslenska þjóðhátíðardeginum 17. júní. Þá hjóla þátttakendur 300 kílómetra leið sem liggur hringinn í kringum vatnið Vattern. Ívar og tveir aðrir í hópnum, Bergur Ólafsson og Sturla Sigurðsson, vinna allir hjá Skýrr, en tveir aðrir eru fyrrverandi vinnu- félagar þeirra hjá sama fyrirtæki, þeir Einar Ragnar Sigurðsson og Ebenezer Böðvarsson. Sá sjötti er Gunnar Sigurðsson, bróðir Einars. Skiptum sjálfir ef springur „Ebenezer er aðalkarlinn í þessu, hann var fyrstur okkar til að taka þátt í þessu og er núna að fara í sjötta sinn. Ég kynntist honum úti í Svíþjóð og hann dreif mig með sér í annað sinn sem hann fór og við höf- um farið árlega síðan,“ segir Bergur og bætir við að Ívar og Sturla séu nýgræðingarnir í hópnum, þeir séu að fara í fyrsta skipti. En Einar og Gunnar eru að fara í þriðja sinn. „Við erum með markmið, ætlum að reyna að komast þetta á 12 klukku- tímum. Þeir sem eru harðastir reyna að komast þetta á undir sjö tímum. Okkur finnst raunhæft að miða við 12 tíma, við ætlum að reyna að halda 30 kílómetra meðalhraða og stoppa nokkrum sinnum á leiðinni, til að Söfnum svefni og étum kolvetni Þeir veifa ekki blöðrum og fánum á rölti í rólegheitum á þjóðhátíðardaginn í næstu viku, heldur verða þeir sveittir á hjólum úti í Svíþjóð þar sem þeir ætla að leggja 300 kílómetra að baki og markmiðið er að ljúka ferðinni á tólf klukkutímum. Ljósmynd/Einar Ragnar Sigurðsson Vesen Það getur verið ergilegt þegar springur. Hér er Ebenezer að gera við dekk á hjólinu sínu á leiðinni til Berlínar í fyrra og ekki sérlega kátur. Morgunblaðið/Eggert Til í slaginn Hér eru fimm af hjólagörpunum sem fara til Svíþjóðar, Sturla, Bergur, Einar Ragnar, Ebenezer og Ívar. Gunnar var vant við látinn. Náttúruperlur Íslands eru margar og þær má finna um allt land. Það land- svæði sem hefur orðið svolítið út- undan í umfjöllun eru Vestfirðirnir. Allt of margir Íslendingar hafa hreinlega ekki séð það stórbrotna landslag sem Vestfjarðakjálkinn hef- ur upp á að bjóða. Ferðaskrifstofan Vesturferðir býður upp á spennandi úrval ferða um Vestfirðina. s.s. báts- ferðir, gönguferðir, kajakferðir og fjölbreyttar dagsferðir. Þá bjóða Vesturferðir upp á gríðarlega skemmtilegar ferðir á Hornstrandir. Góður kostur við Ísafjörð og nágrenni er hversu auðvelt það er að ferðast þar um á hjóli, svo hægt er að skoða allt hjólandi, hvort sem farið er eftir þjóðveginum, eftir vegslóðum eða gömlum fjallvegum. Vesturferðir hafa hjólaleigu á sínum snærum með vel útbúnum fjallahjólum. Hvort sem maður skoðar Vestfirði í gegnum ferðaskrifstofuna Vesturferðir eða ekki verður enginn svikinn af því að koma til Vestfjarða. Vefsíðan www.vesturferdir.is Morgunblaðið/RAX Selur Það er margt að sjá á Vestfjörðum og dýralífið er fjölbreytt. Njótið stórbrotinnar náttúru- fegurðar Vestfjarða Þann 12. júní nk. fer fram hin ár- lega Bláalónsþraut á fjallahjóli í sextánda skipti. Keppnin, sem haldin er af Hjólreiðafélagi Reykjavíkur, fór fyrst fram árið 1996 og voru þátttakendur þá um 15 talsins. Keppnin hefur stækkað gríðarlega síðan þá, og er um- gjörð keppninnar með glæsileg- asta móti í ár. Búist er við ríflega 360 þátttakendum í ár, en þeir voru um 330 í fyrra. Leiðin sem Vex með hverju árinu Búist við metþátttöku í ár í Bláalónsþrautinni Fjölmenni Í fyrra tóku um 330 manns þátt og búist er við að í ár fjölgi enn frekar þátttakendum. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. kona hans, sem var af skoskum ætt- um, að nafni Esja. Þaðan fær fjallið nafn sitt. Esjan er innan borgarmarka og er viðráðanlega há og því tilvalið útivistarsvæði. Algengast er að menn gangi á Þver- fellshorn og er sú ganga fjölbreytt og reynir, með víðtækum hætti, á líkam- ann. Göngustígur er frá bílastæði al- veg upp að Þverfellshorni og er gang- an um 8 kílómetrar. Fullkomlega öruggt er að ganga þessa gönguleið og til að undirstrika það hefur Skóg- ræktarfélag Reykjavíkur útbúið þar til gerð skilti, við gönguleiðina, þar sem má finna upplýsingar um staðsetn- ingu, ef óhöpp skyldu henda. Sex stöðvar eru á leiðinni upp að Þverfells- horni. Fyrstu þrjár stöðvarnar eru auð- veldasti hluti göngunnar. Erfiðasti hlutinn er frá stöð sem kallast Göngu- brúin og að Þverfellshorni. Þannig get- ur hver og einn hagað sinni göngu eft- ir hentugleikum og ekki er skylda að fara alla leið á toppinn. Við Esjurætur stendur Esjustofa, sem er hlýlegt veitinga- og kaffihús. Esjustofa er ætluð göngufólki sem og öðrum er leið eiga hjá. Í Esjustofu er bæði góð aðstaða fyrir fundahöld og veislur, stórar sem smáar. Esjuganga er auðveld, skemmtileg og góð líkamsrækt sem allir borgar- búar ættu að nýta sér. Esjan rís tignarleg upp úr Kjalarnesi og gnæfir yfir borgina og er jafnframt eitt af einkennum hennar. Í Kjalnes- ingasögu er talað um bæinn Esjuberg, en þar bjuggu Örlygur Hrappsson og Göngugarpsins Esja Morgunblaðið/Einar Falur Náttúrufegurð Það er fallegt um að litast við Esjuna og útsýnið er einstakt. Skemmtileg líkamsrækt

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.