Morgunblaðið - 07.06.2011, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.06.2011, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 2011 Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Í Víðistaðaskóla í Hafnarfirði er tek- ist á við hegðunarerfiðleika barna og unglinga með markvissum hætti samkvæmt ákveðnu kerfi sem á ræt- ur að rekja til Bandaríkjanna. Kerfið hefur þar og víðar skilað góðum og já- kvæðum árangri og þegar má sjá ár- angur af notkun þess í Hafnarfirði. Kerfið byggist á kennslu í skólafærni sem og þjónustu og stuðningi við börn jafnt sem foreldra þeirra. Í gær varð Víðistaðaskóli sjálfstætt starf- andi SMT-skólafærniskóli og var haldið upp á viðburðinn með hátíð- legri athöfn þegar nemendur og kennarar komu saman við skólann og fengu afhentan SMT-fánann. Upphaf málsins má rekja aftur til ársins 2000, þegar skólaskrifstofa Hafnarfjarðar hóf í samstarfi við fé- lagsþjónustu og heilsugæslu að vinna að markvissri lausn á hegðunarerfið- leikum barna og ungmenna. Erlend fyrirmynd Var m.a. litið til þess hvernig mál- um er háttað í nágrannalöndunum og kom þá í ljós að skólar í Noregi voru að innleiða kerfi sem átti uppruna sinn í Oregon-ríki í Bandaríkjunum. Vestanhafs hefur kerfið verið við lýði um árabil og skilað góðum árangri. Var því tekin ákörðun um að innleiða kerfi er kallast PMT á ensku, eða Parent Management Training. Um framkvæmd innleiðingarinnar segir Anna María Frímannsdóttir, sálfræð- ingur hjá PMT-foreldrafærni á Skrif- stofu Hafnarfjarðar, að Margrét Sig- marsdóttir, sálfræðingur og verk- efnisstjóri, hefði farið til Oregon-ríkis og kynnt sér aðferðina til að geta haf- ið undirbúning innleiðingar hennar hérlendis. Um tvíþætta þjónustu er að ræða, segir Anna María. Annars vegar er um að ræða PMT sem er þjónusta við foreldra og þá einkum þá foreldra sem eiga börn sem glíma við hegðunarvandamál. Gefur sú þjónusta foreldrum færi á að sækja ráðgjöf um hvernig taka beri á hegðunarvanda barna en einn- ig er í boði foreldranámskeið sem veitir foreldrum ítarlegri aðstoð. Hins vegar er um að ræða SMT, sem innleitt var hér á landi árið 2002, og mætti kalla hina hafnfirsku útgáfu af því sem vestanhafs nefnist Positive Behavior Support, og eru helstu markmið þess að aðstoða skólasam- félagið við að skapa jákvætt and- rúmsloft innan veggja skólans ásamt því að draga stórlega úr hegðunar- frávikum nemenda. Er nemendum kennd jákvæð hegðun í samskiptum við samnemendur og starfsfólk skól- ans og markvisst er unnið að því að ýta undir slíka hegðun. Anna María segir starfsfólk og kennara hafa hlot- ið þjálfun í að þekkja og bregðast við einkennum hegðunarvandamála til að geta spornað gegn áframhaldandi þróun í þeim efnum, því ljóst þykir að ef ekkert er aðhafst geti sú hegðun þróast út í meiri og alvarlegri and- félagslega hegðun. SMT komið til að vera Undanfarin ár hafa skólar í Hafn- arfirði tileinkað sér kerfið með góðum árangri sem lýsir sér m.a. í aukinni námsgetu barna, jákvæðara skóla- umhverfi og færri alvarlegum hegð- unaratvikum. Í skólum eru hegð- unarfrávik skráð og í úttekt sem gerð var mátti glöggt sjá að skráðum til- fellum hefur fækkað eftir að skólar hófu að vinna eftir SMT-skólafærni- aðferðinni og því sé ljóst að marktæk- ur árangur hafi náðst. Anna María bendir á að talsverður áhugi sé á SMT-skólafærni í grunnskólum landsins og nefnir sem dæmi að skól- ar á Akureyri hafi nú þegar tileinkað sér þessa aðferð. „Við finnum að þetta er að breiðast út.“ Kenna börnum jákvæða hegðun Morgunblaðið/Eggert Skólafærni Þegar ljósmyndara Morgunblaðsins bar að garði voru nemendur að dást að hinum nýfengna SMT-fána á skólalóðinni. Líkt og góðum nemendum sæmir vildu þau hjálpast að við að draga fánann að húni.  Víðistaðaskóli í Hafnarfirði orðinn sjálfstæður SMT-skólafærniskóli að bandarískri fyrirmynd  Nemendur læra skólareglur líkt og stærðfræði í kennslustundum og foreldrarnir fá stuðning Önundur Páll Ragnarsson onundur@mbl.is Skattalegt uppgjör fyrirtækja frá fyrra ári verður notað til að meta skattstofn auðlegðarskatts frá og með álagn- ingu árið 2012. Þetta felst í breytingartillögu meirihluta efnahags- og skattanefndar Alþingis við frumvarp fjár- málaráðherra um aðgerðir í ríkisfjármálum, bandorminn svokallaða. Í áttundu grein frumvarpsins var upphaflega lagt til að í stað þess að miða ákvörðun auðlegðarskattsstofns við raunvirði hlutabréfa (hlutdeild í skattalegu bókfærðu eigin fé) skyldi miða við stofnverð, þ.e. kostnaðarverð hlutabréfa við kaup þeirra eða stofnun félagsins. Erfitt að meta raunvirði hlutabréfa Í athugasemdum við þá grein kom fram að ástæða þess að breyta ætti fyrirkomulagi auðlegðarskattsins væri að erfitt hefði reynst að meta raunvirði bréfanna. Eins og Morgunblaðið greindi frá fyrir rúmri viku sagði ríkisskattstjóri í umsögn sinni um 8. greinina að þar væri verið að „breyta grundvelli skattlagningar auð- legðarskatts með mjög róttækum hætti og í raun verið að kollvarpa því kerfi sem komið var á við lögfestingu auð- legðarskatts“. Ríkisskattstjóri féllst þannig ekki á að það sjónarmið, að erfiðleikar við að meta raunvirðið gætu réttlætt hinar róttæku breytingar sem frumvarpið í sinni upprunalegu mynd kveður á um. Skatturinn lagður á í einu lagi Að fenginni umsögn frá fjármálaráðuneytinu leggur meirihluti efnahags- og skattanefndar því til að auðlegðarskatturinn verði ekki lagður á í tvennu lagi, þ.e. á nettóeignir aðrar en eigið fé á 1. ári og síðan eigið fé á 2. ári, heldur í einu lagi. „Það mun hafa í för með sér að matið á nettóeignum í formi eigin fjár/hlutafjár byggist á skattalegu uppgjöri fyrirtækja einu ári fyrr. Þannig verður mat á skattalegu eigin fé fyrirtækja, við álagningu árið 2012, byggt á skattalegu uppgjöri fyrirtækja vegna rekstrarársins 2010 og skattlagt með annarri nettóeign aðila eins og hún stóð í árslok 2011,“ segir í áliti meirihluta nefndarinnar. Vilja breyta ákvæðum um auðlegðarskattinn  Miðað er við skattalegt uppgjör fyrirtækja frá fyrra ári Morgunblaðið/Golli Auðlegð Ákvæðum frumvarpsins um álagningu auð- legðarskatts verður breytt, nái tillagan fram að ganga. Sigurður Björgvinsson, skólastjóri Víðistaðaskóla, segist vera mjög ánægður með þann árangur sem náðst hefur með SMT-skólafærni- kerfinu. Í upphafi hafi verið um að ræða samvinnu Víðistaðaskóla og Lækjarskóla í Hafnarfirði við Há- skólann í Eugene í Bandaríkjunum og hafi það samstarf reynst mjög vel. Sigurður segir að „þetta gangi út á jákvætt inngrip í hegðun, þar sem nemendum er kennt að fara eftir skólareglum.“ Víðistaðaskóli hefur ávallt unnið vel að agamálum í gegnum tíðina og á sínum tíma hafi skólinn ver- ið að fara yfir sín agamál þeg- ar Margrét Sig- marsdóttir sál- fræðingur bauð skólanum að taka þátt í þessu verkefni. „Við höfum notast við SMT- kerfið síðan árið 2002 og gengið mjög vel,“ segir Sigurður og bætir við að kerfið hafi breytt miklu og bætt námsárangur nemenda. Ánægður með árangurinn SKÓLAFÆRNIKERFIÐ HEFUR BREYTT MIKLU „Þetta var erfiður dagur, það verð- ur að viðurkennast. Við vorum með rokið í fangið eiginlega allan tím- ann. Örugglega 15 til 25 metrar á sekúndu,“ segir Signý Gunnars- dóttir sem ásamt manni sínum Sveini Benedikt Rögnvaldssyni og systur Sveins og mági, Ölmu Maríu Rögnvaldsdóttur og Guðmundi Guðnasyni, hleypur nú hringinn í kringum landið til að safna áheitum fyrir Styrktarfélag krabbameins- sjúkra barna. Í gær hlupu þau frá Hnappavöll- um, sem er miðsvegar milli Kirkju- bæjarklausturs og Hafnar, til Hafn- ar í Hornafirði. Þau voru komin á áfangastað klukkan fimm síðdegis. „Við komum við á Brunnhóli og keyptum ís og erum að borða hann núna. Þetta er víst besti ís á land- inu,“ sagði Signý í gærkvöldi. Þeim veitir víst ekki af orkunni því í dag hlaupa þau frá Höfn á Djúpavog. Fylgjast má með hlaupurunum á www.mfbm.is og Facebook. Þar má líka sjá upplýsingar um hvernig má styrkja þau. Morgunblaðið/Golli Meðan fæturnir bera mig Alma María Rögnvaldsdóttir við Jökulárslón. Með rokið í fangið leiðina til Hafnar  Hlaupa í dag frá Höfn til Djúpavogs Delia Howser, foreldri barns í Víðistaðaskóla, segist almennt vera ánægð með SMT- skólafærnikerfið. „Viðhorf mitt gagnvart þessu kerfi er mjög já- kvætt, þetta veitir krökkunum skýran ramma og um er að ræða einfaldar reglur,“ segir Delia. Hún hefur þó orðið vör við að þeir nemendur sem al- mennt eru prúðir í hegðun eigi það til að gleymast. „Það sem mér finnst miður við þetta kerfi er að þeir nemendur sem eru stilltir fá ekki nógu mikla umb- un fyrir góða hegðun sökum þess hve lítil áreynsla er til staðar,“ segir Delia. Meira mætti því vera um umbun fyrir jákvæða hegðun nemenda. „Það er mikill munur“ REYNSLA FORELDRIS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.