Morgunblaðið - 07.06.2011, Side 14

Morgunblaðið - 07.06.2011, Side 14
14 Hamskipti lífríkis og landslags MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 2011 SÍLAÆTUR Rúnar Pálmason runarp@mbl.is „Í lok sumarsins eru dauðir ungar á víð og dreif. Hvar sem maður lítur í byggðinni horfir maður á hordauða unga,“ segir Freydís Vigfúsdóttir, doktorsnemi í líffræði sem hefur ásamt samstarfsmönnum sínum við University of East Anglia í Eng- landi, Háskólasetur Snæfellsness og Náttúrufræðistofnun Íslands stund- að rannsóknir í kríuvörpum á Snæ- fellsnesi, m.a. í einu því stærsta á landinu, síðastliðin þrjú sumur. Freydís segir að vissulega geti og hafi vörp misfarist einstaka sinnum í stórum stíl í gegnum tíðina, s.s. vegna staðbundinna fæðuskilyrða eða óhagstæðs veðurs, en varp á Snæfellsnesi hafi nær algjörlega brugðist mörg ár í röð. „Dapurlegt ástand er að verða mjög alvarlegt ástand fyrir viðgang stofnsins og áhyggjuefni fyrir tegundina á heimsvísu, bæði vegna þess að Ís- land hýsir stóran hluta heimsstofns- ins og varpbrests hefur gætt í öðr- um löndum,“ segir hún. Við rannsóknirnar mæla þau lík- amsástand unganna, þ.e. stærð og þyngd, vænglengd og höfuðstærð. Einnig er athugað hvort fitulag sé undir húðinni. Því er sjaldnast til að dreifa. „Ef þú heldur á fugli geturðu þreifað eftir bringubeininu að fram- anverðu. Ef ungar eru í lélegu ástandi sker bringubeinið. Undan- tekningarlítið hafa ungarnir verið með mjög bert, skerandi, bringu- bein og í mjög löku líkamsástandi. Yfirleitt eru þeir svo þunnir að þeir eru varla með flugvöðva. Ef þeir vaxa og fá flugfjaðrir, þá eru þeir margir í svo lélegu ásigkomulagi að þeir geta ekki einu sinni lyft vængj- unum til flugs,“ segir hún. Fækkar líklega í stofninum Flestir ungarnir hafa drepist í hreiðrunum áður en þeir verða 10 daga gamlir. Í sumum vörpunum hefur litið út fyrir að betur myndi ganga. „Við sáum þá jafnvel fljúga en svo komu þeir bara aftur inn í vörpin og drápust þar. Dauðanum var bara seinkað. Og þeir ungar sem má segja að hafi orðið fleygir … ég er ekki viss um að þeir séu fljúgandi í dag þar sem þeir flugu í mjög löku ásigkomu- lagi,“ bætir Freydís við. „Það var bara verið að teygja þennan dauðalopa.“ Kríur eru langlífar og þurfa í raun ekki að koma upp mörgum ungum til að viðhalda stofninum. En þar sem varp hefur misfarist mörg ár í röð í stærstu kríuvörpunum, sem leggja verulega til vaxtar stofnsins, er mjög líklegt að nú fari að fækka í stofninum, að sögn Frey- dísar. Erfitt getur verið að mæla fjöldann, einkum stór vörp, og geta því stofnbreytingar dulist í fjöldan- um. Ekki sé létt verk að meta stærð varpa, t.d. þar sem allt að 10.000 pör verpi. Freydís segir að ástandið kalli til- finnanlega á eflingu rannsókna til að meta ástand þessara stofna, finna hvar vandamálið liggur, eink- um til að geta tekið skynsamlegar ákvarðanir um vernd og nýtingu þeirra fuglastofna sem nú eigi undir högg að sækja. Ljósmynd/Freydís Vigfúsdóttir Hart í ári Kríustofninn er óþekkt stærð. Giskað hefur verið á 250-500 þúsund pör, en 200-300 þúsund þykir mörgum líklegri stærð. Spurð um hvort eitthvað sé hægt að gera til að hjálpa tegundum sem eiga undir högg að sækja segir Freydís Vigfúsdóttir að nærtækast sé að huga að umgengni við fuglana, því sem lítur að umgangi um vörp og nytjum. Hér er dauður ungi á Snæfellsnesi. Dauðanum frestað en ekki afstýrt  Dapurlegt ástand í stóru vörpunum á Snæfellsnesi er að verða mjög alvarlegt ástand fyrir kríur á heimsvísu  Flestir ungarnir drepast í hreiðrunum áður en þeir verða 10 daga gamlir  Þeir sem lifa eru horaðir og lélegir L L M M M S S S S S S M S NÆ F E L L S N E S Kríuvörp sem voru rannsökuð 2008-2010 Um 400 egg voru mæld og eftir klak þeirra var fylgst með ástandi unganna og þeir mældir á 3-5 daga fresti. Grunnkort: LMÍ S (stór) =Yfir 5.000 pör M (meðalstór) = 1000-5000 L (lítil) = Færri en 1.000 pör Arnarstapi Stykkishólmur Rif Grundarfj. Einstakt varphrun » Síðastliðin 3 ár hafa um 90% af ungum í stóru kríu- vörpunum á Snæfellsnesi drepist. » Áætlað er að hér á Íslandi verpi um 20-30% kríustofns- ins á heimsvísu. » Í sumar ætlar Freydís einnig að rannsaka kríuvörp á Norðurlandi þar sem vísbend- ingar eru um að varp hafi gengið betur. Vörpin þar verða borin saman við vörpin á Snæ- fellsnesi sem hafa hrunið. » Ekki eru heimildir fyrir við- líka viðkomubresti hjá kríunni. Freydís Vigfúsdóttir Sæmundur Kristjánsson, svæðisleið- sögumaður og fyrrverandi verkamaður á Rifi, hefur fylgst með kríuvarpinu við Rif frá því hann var barn. „Maður man ekki að það misfærust vörp svona eins og fór að gerast eftir 1990,“ segir hann. Þá hafi lík- lega tvisvar komið fyrir að sílin væru af óheppilegri stærð. Eftir 2005 urðu stóráföll nánast árviss viðburður. Þegar rætt var við Sæmund var um helmingur af þeim kríum sem mátti vænta kominn í varpið, mun seinna en eðlilegt er. Hann sagði greinilegt að krían næði ekki í sandsíli og raunar hafði hann ekki séð einn einasta fugl með síli. Sæmundur minnir á að tapist krían muni það hafa víðtæk áhrif því krían verji fjölmargar fuglateg- undir fyrir ágangi máva og láti vita ef lágfóta sé á ferð. Endur séu ekki eins margar, stelkar, hrossagaukar o.s.frv. „Það er skelfing að tapa þessu lífríki,“ segir hann. „Ég held að allir sem búa á Rifi haldi upp á þetta lífríki og fuglalíf sem hér er.“ Það væri á hinn bóginn afar ánægjulegt að með átaki hefði náðst að eyða mink á svæðinu. „Það er skelfing að tapa þessu lífríki“ Sæmundur Kristjánsson Aðspurð hvort til greina komi að bera fæði út fyrir kríuna seg- ir Freydís að slíkar tilraunir kalli á siðferðislega umræðu um um- gengni um villta dýrastofna. Einnig þykir ólíklegt að krían taki við slíku fæði. „Ég er hrædd um að þú fengir bara stórt mávager í staðinn,“ segir hún. Ef hrunið í varpinu sé gangur náttúrunnar sé einnig spurning hvort það sé hlutverk mann- fólksins að grípa þar inn í með þeim hætti. Það sé e.t.v. nær- tækara fyrir fólk að hugsa um hvort breytingarnar í hafinu séu náttúrulegar eða af mannavöld- um og hvort það geti gert eitt- hvað til að breyta þeirri þróun. Hugsi um orsakirnar MIKLAR BREYTINGAR Mættur Kríur verpa 1-3 eggjum. Mælingar Freydísar benda til þess að útkoma varpsins byggist að mestu á ástandi ungafæðu þegar ungarnir klekjast út og á meðan á uppeldistímanum stendur. Ástandið á meðan krían liggur á skipti minna máli. Upp- eldistíminn er stuttur, aðeins 20-25 dagar frá því ungar skríða úr eggi, en þá ættu þeir að vera orðnir fleygir og tilbúnir til veiða. Raunar byggist útkoma varpsins aðallega á ungafæð- unni, en skv. mælingingum á Snæfellsnesi er aðalfæðan þar sandsíli. Kríuungar þurfa a.m.k. nokkur væn sand- síli á dag til að vaxa og dafna. „Síli er mjög fín unga- fæða. Bæði er auðvelt fyrir ungann að gleypa það og einnig er hvert síli mjög næringarríkt,“ segir Freydís en hún bendir á að hver tíu daga gamall ungi þurfi rúm 200 kílójúl á dag (48 kílókaloríur) og orkuþörfin aukist með aldri unganna. Kría getur aðeins borið eitt síli í einu, eitt fæðueintak. „Þess vegna er svo mikilvægt að hvert fæðueintak sé með háu næringargildi og í miklu magni við varpið til að krían geti farið í allar þær ferðir sem hún þarf að fara,“ segir Freydís. Krían hafi takmarkaðri möguleika til fæðuöflunar en aðrir sjófuglar; hún beri minna og kafi ekki líkt og margir aðrir sjófuglar. Kríuungar þurfa nokkur væn sandsíli á dag (48 kílókaloríur) Stálpaður Við rannsóknirnar mæla þau líkamsástand ung- anna, þ.e. stærð og þyngd, vænglengd og höfuðstærð. Ljósmynd/Freydís Vigfúsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.