Morgunblaðið - 07.06.2011, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 07.06.2011, Blaðsíða 15
15Hamskipti lífríkis og landslags MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 2011 Hvergi í heiminum er lundabyggð jafnstór og í Vestmannaeyjum en þar verpir um helmingur allra lunda á Íslandi. Fyrir sex árum varð viðkomuhrun sem hefur end- urtekið sig á hverju sumri síðan þá. „Fari lundinn ekki að framleiða unga á næstu fimm árum verður stofninn bara svipur hjá sjón,“ segir Erpur Snær Hansen líffræð- ingur, sem hefur tekið þátt í rann- sóknum á lunda frá árinu 2007. „Stofninn er í lóðréttu falli og hann þolir ekki mörg svona ár í viðbót,“ segir Erpur. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem veruleg fækkun verður í lunda- stofninum. Gamlar veiðitölur sýna að á árunum 1930-1960 minnkaði veiðin og hélst fækkunin í hendur við hlýnandi sjó eða svokallaða AMO-sveiflu, hitasveiflu í hafinu. Fækkunin varð hins vegar ekki eins mikil. Fyrsti viðkomubresturinn var árið 2005 en ástandið var verst í fyrrasumar. Samt hafði aldrei orp- ið stærri hluti stofnsins í Eyjum en einmitt í fyrra, a.m.k. ekki frá því skipuleg vöktun á varpinu hófst. Agalegt að horfa upp á þetta Erpur segir að í fyrrasumar hafi hugsanlega utanaðkomandi fuglar sótt til Eyja, væntanlega vegna gæftaleysis á heimaslóð. „Þetta var skrítið, við vissum aldrei hvað fuglunum gekk til. Þessir fuglar sem bættust við urpu rosalega seint. Þetta var einhver örvænting. Það er eins og þeir hafi skriðið inn í holu, orpið og flogið í burtu, að þeir hafi aldrei ætlað sér að sitja á,“ segir Erpur. Þeir sem þó klökt- ust úr eggjunum (17,3%) drápust allir úr hungri með tölu. „Það var agalegt að horfa upp á þetta. Ég hef aldrei séð það svona slæmt enda verður það ekkert verra en þetta, þegar allt drepst og ekkert kemst upp.“ Þessi viðkomubrestur sex ár í röð hefur eytt geldfuglastofninum, sem var stór. Í fyrra var áætlað að um 830.000 varppör hefðu orpið í Eyjum. Hins vegar vantar að mestu þessa sex árganga sem end- urnýja eiga stofninn næstu sex ár- in og mun varpstofninn því dragast hratt saman. Skýringin á hruninu í varpi lundans, eins og fleiri sjófugla, er rakin til skorts á sandsíli en ungar lundans í Vestmannaeyjum reiða sig algjörlega á það. „Það kemur ekkert í staðinn fyrir sandsílið. Lundastofninn í Eyjum étur gríð- arlegt magn af sandsíli, eitthvað um 35.000 tonn á sumri, og hefur töluverð áhrif á stofnstærð sílisins í eðlilegu árferði, en svæðið sem hann sækir það á er ekkert svo stórt, nær kannski um 50 km frá eyjunum,“ segir Erpur. Fyrir norðan hafa lundar getað étið inn- fjarðaloðnu og fært ungunum. Þessar tegundir eru hins vegar ekki við suðurströndina á sumrin heldur halda þær sig norðar, í kaldari sjó. Eftir að sandsílið hrundi hefur það þó komið á miðin við Eyjar en í litlum mæli og mjög seint eða fyrri hluta ágúst. „Það hefur bjargað þeim pysjum sem þó hafa verið þá enn á lífi í holunum. En þetta eru ekki síli héðan, held- ur rekin hingað að austan. Þetta rek brást svo í fyrra og skýrir al- dauðann,“ segir Erpur. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Lundaleit Erpur Snær Hansen (t.v.) og Marinó Sigursteinsson kíktu í lundaholur í Stórhöfða í Vestmannaeyjum á sunnudag með hjálp holumyndavélar. Í venjulegu árferði hefði brekkan átt að vera þéttsetin lunda og varp verið hafið. Nú voru lundarnir ekki orpnir og ekkert líf að sjá í lundabrekkunum. Lundinn í lóðréttu falli og þolir ekki miklu meira  Ungaframleiðslan verður að taka við sér á næstu fimm árum  „Verður ekki verra“  Líkt og verpt hafi verið í örvæntingu  Ungar sem klöktust út í fyrrasumar drápust allir Lundi verpir aðeins einu eggi á ári. Í meðalárferði er talið að um 60% varppara komi upp ungum. Þeir verða kynþroska um fimm ára og verða um tuttugu ára gamlir. Nú hefur varp misfarist sex ár í röð og á meðan heltast þeir eldri úr lestinni. „Þetta er stofn sem fjölgar sér mjög hægt, eða hliðstætt stórhvelum. Eina ástæðan fyrir að hægt var að veiða þá er að það var svo brjál- æðislega mikið af þeim, fjórði hver fugl á Íslandi er lundi!“ segir Erpur. Í ljósi bágs ástands stofnsins er hálfótrúlegt að hugsa til þess að að- eins eru liðin 13 ár frá því lundaveiði síðustu aldar náði hámarki í Vest- mannaeyjum 1998. Þá voru veiddir yfir 145.000 fuglar. Í fyrra voru veiddir 123 lundar, skv. skráningu. Brugðist var við hruninu sumarið 2008 með því að fækka leyfilegum veiðidögum, fyrst úr 45 í 20 og loks í fimm daga árið 2009 og 2010. Erpur vill að lundaveiðar verði alveg bann- aðar í Vestmannaeyjum og telur að flestir veiðimenn séu honum sam- mála. Öðru máli gegni um aðra varpstaði lundans, einkum fyrir Norðurlandi og Vestfjörðum. Þar hafi sóknin fremur aukist, m.a. til að svara eftirspurn frá Vestmanna- eyjum. Erpur telur lundann þurfa friðun í Eyjum, um ótilgreindan tíma. Ungaframleiðslan verði að komast í gang og þurfi helst að ganga í þrjú ár áður en menn geta byrjað takmarkaðar veiðar. Að menn gefi stofninum frið þangað til hann tekur aftur við sér. „Ef hann tekur við sér,“ er Erpur fljótur að bæta við. Sama máli gegni um aðra sjófugla sem eiga í vök að verjast, menn eigi að hætta skotveiðum og eggjatöku, m.a. hjá langvíunni sem reiðir sig einnig á sandsílið. „Þetta eru ekki lengur sjálfbærar veiðar. Þegar stofnar eru í rénun verða allar veið- ar ósjálfbærar,“ segir Erpur. Lundi fjölgar sér hægt, eins og stórhveli Veiðar verði bannaðar Hungur Allar pysjur drápust í fyrra. Marinó Sigursteinsson með myndavél sem notuð er til að skoða ofan í lundaholur. Skannaðu kóðann til að lesa um AMO-sveifluna sem lundinn fylgir eins og skugginn. „Mér finnst óskaplega tómlegt að sjá ekki einn einasta lunda yfir há- sumarið, líkt og var í fyrra. Þá voru fleiri dagar í júlímánuði sem maður sá ekki einn einasta. Þetta eru óskaplega mikil viðbrigði, segir Óskar Sigurðsson, vitavörð- ur í Stórhöfða. Áður fyrr, þegar ungfuglarnir fóru af stað og vindur var hæfileg- ur, hafi lundahóparnir stundum verið svo þéttir að þeir mynduðu hálfgildings ský. Óskar hefur merkt gríðarlega margar pysjur í gegnum tíðina, oft 100-200 á dag og hann hefur náð að merkja yfir 1.000 á einu hausti. Í fyrra náði hann alls engri pysju til að merkja en það hafði aldrei gerst áður. Um árið 1995-96 fór Óskar að taka eftir því að viðkoma lund- ans í Eyjum var lélegri annað hvert ár. Pysj- urnar hafi þá verið seinna á ferðinni, oft í byrjun sept- ember. Síðan breyttist þetta árið 2005 og viðkoman hafi síðan verið léleg á hverju ári. Eftir á að hyggja telur hann að eitthvað hafi verið byrjað að gerast strax um árið 1995. Óskar lagði snemma til að menn hættu að veiða lunda, á meðan illa áraði, og beðið yrði eftir að varpið næði sér á strik. Lítt var tekið undir þá tillögu. „Óskaplega tómlegt að sjá ekki einn einasta lunda“ Óskar Sigurðsson Hitinn í sjónum hefur hækkað og það hefur áhrif. Nýliðun sandsílis brást árin 2005 og 2006 og hefur verið léleg síðan. Hvað veldur? Á morgun Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Fortíð Hin fjöruga pysjuleit er nú liðin tíð. Þessi mynd var tekin árið 1988. Kristján Egilsson, fyrrverandi safnstjóri Náttúrugripasafnsins í Eyjum, segir ekki óalgengt að 5-6.000 pysjur hafi komið í bæinn fyrir 10-15 árum en nú sjást þær varla. Fólk hafi komið sérstaklega frá útlöndum til að fylgjast með þessu. „Manni finnst þetta svolítið sorglegt,“ segir hann. Til lítils að fara til pysjuleitar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.