Morgunblaðið - 07.06.2011, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.06.2011, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 2011 Örn Arnarson ornarnar@mbl.is Samkvæmt skýrslu Alþjóðagjald- eyrissjóðsins vegna fimmtu endur- skoðunar efnahagsáætlunar sjóðsins og stjórnvalda nemur kostnaður stjórnvalda vegna nýgerðra kjara- samninga um 0,5% af væntri lands- framleiðslu í ár. Sjóðurinn telur að þessi kostnaður muni ekki hafa áhrif á hvort markmið fjárlaga náist, með- al annars vegna þess að hægt verður að nota fimm milljarða sjóð sem er eyrnamerktur óvæntum útgjöldum. Steingrímur J. Sigfússon fjár- málaráðherra sagði á blaðamanna- fundi um nýgerða kjarasamninga 5. maí síðastliðinn að áætlað sé að kostnaður ríkisins vegna kjarasamn- inganna í ár yrði um 10 milljarðar króna. Þessi kostnaður skiptir máli ef takast á að ná markmiðum fjárlaga þessa árs en þau gera ráð fyrir að hallinn á rekstri ríkisins verði um 36 milljarðar og að frumjöfnuður, það er að segja jöfnuður án vaxtatekna og vaxtagjalda, verði jákvæður í ár. Fram kemur í skýrslu AGS að sérfræðingar sjóðsins telji enn að raunhæft sé að ná þessu markmiði, þó svo að þeir sjái ákveðna hættu stafa af kostnaði vegna kjarasamn- inganna. Hinsvegar kemur fram í skýrsl- unni að stjórnvöld hafi lýst því yfir að þau séu reiðubúin til þess að nota sjóð sem hafi verið eyrnamerktur á fjárlögum fyrir ófyrirséð útgjöld til þess að mæta kostnaði vegna kjara- samninganna og þar af leiðandi telur sjóðurinn að hægt verði að ná mark- miðum fjárlaga. Þessi sjóður, eins og í raun er getið í skýrslu AGS, nemur hinsvegar ekki nema fimm milljörð- um króna þannig að fjármagnið þyrfti því að koma annars staðar frá ef kostnaðarmat stjórnvalda vegna kjarasamninganna stendur. Hagvaxtarmerki sjáanleg en óvissan enn mikil AGS býst við að landsframleiðslan aukist lítillega í ár, þó sé ekki á vísan að róa í þeim efnum. Það helsta sem gæti grafið undan hagvexti að mati sérfræðinga AGS er ef töf verður á fjárfestingaverk- efnum á næstunni. Að sama skapi benda þeir á í skýrslunni að hæga- gangur í úrlausnum á skuldavanda heimila og fyrirtækja gæti einnig hægt á vexti sem og viðvarandi at- vinnuleysi. Í skýrslunni er gert ráð fyrir að hagvöxtur hér á landi verði 2% á þessu ári og 2,3% á því næsta. Sjóð- urinn gerir ráð fyrir að atvinnuleysi muni mælast 7,5% í ár og lækka svo niður í 6,5% á því næsta. Á sama tíma er gert ráð fyrir stórfelldri aukningu fjárfestingar og nemur aukningin um tæp 17% í ár frá því í fyrra og svo er gert ráð fyrir 18,5% aukningu á næsta ári. Ekki áhyggjur af útgjöldum Morgunblaðið/Eggert Skiptar skoðanir Ekki eru allir hrifnir af efnahagsáætlun íslenskra stjórn- valda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem rennur sitt skeið á enda í haust. AGS telur að markmið fjárlaga náist Það hefur alltaf verið ljóst að bein er- lend fjármunaeign innlánsstofnana í slitameðferð eigi að teljast með eign- um þeirra, að sögn Seðlabanka Ís- lands. Í svari Seðlabankans við fyrir- spurnum Morgunblaðsins segir að haldbærar upplýsingar um erlendar eignir þeirra hafi hins vegar ekki leg- ið fyrir fyrr en á síðari hluta síðasta árs og hafi þær komið fram í birtingu Seðlabankans á erlendri stöðu þjóð- arbúsins í desember síðastliðnum. „Vegna flókins utanumhalds um erlendar fjárfestingar var ekki unnt að birta beina erlenda fjármunaeign þeirra fyrr en nú. Í febrúar síðast- liðnum birti Seðlabankinn grein nokkurra sérfræðinga bankans um erlenda skuldastöðu þjóðarbúsins þar sem lagt var mat á erlenda stöðu þjóðarbúsins þegar innlendar og er- lendar eignir þrotabúa hafa verið seldar og tekið hefur verið tillit til annarra þátta sem brengla opinber gögn um skuldir og eignir, þar á með- al beina fjármunaeign innlánsstofn- ana í slitameðferð. Þar er komist að þeirri niðurstöðu að uppgjör þrotabúa banka og eignarhaldsfélaga muni þegar upp er staðið fela í sér skuld innlendra aðila við erlenda er næmi 45% landsfram- leiðslu, er bætist að lokum við hreina stöðu þjóðarbúsins án fyrirtækja í slitameðferð. Að nokkru leyti endur- speglar breytingin á framsetningu uppgjörsins það ferli, þ.e.a.s krafa þrotabús á innlend fyrirtæki er gerð upp með því að búið leysir til sín und- irliggjandi eignir, sem síðan eru seld- ar og andvirðinu ráðstafað til er- lendra og innlendra kröfuhafa. En eins og ávallt hefur verið lögð mikil áhersla á er útkoma þessa ferlis enn mjög óviss,“ segir í svari bankans. Óvissan alltaf verið mikil STUTTAR FRÉTTIR ... ● Skuldabréfavísi- tala GAMMA hækkaði örlítið í gær, eða um 0,03 prósent. Verð- tryggði hluti vísitöl- unnar hækkaði um 0,16 prósent og sá óverðtryggði lækk- aði um 0,30 pró- sent. Velta á skuldabréfamarkaði í gær nam rúm- um tólf milljörðum króna. Frá áramótum hefur vísitalan hækk- að um 2,69 prósent og áfram heldur bilið að breikka milli undirvísitalnanna tveggja. Frá áramótum hefur verð- tryggði hlutinn hækkað um 5,83 pró- sent á meðan sá óverðtryggði hefur lækkað um 4,73 prósent. Bilið breikkar milli undirvísitalna GAMMA Kauphöll Íslands. Ef frumvarp ríkisstjórnarinnar um breytingar á gjaldeyrislögum verð- ur samþykkt er verið að senda skýr skilaboð um að höftin séu komin til að vera og þar af leiðandi gæti ver- ið um að ræða ein alvarlegustu hagstjórnarmistök Íslandssög- unnar. Þetta er álit minnihlutans í efnahags- og skattanefnd. Fram kemur í áliti minnihluta efnahags- og skattanefndar á breytingu á lögum um gjaldeyris- mál að frumvarpið beri vott um ein- beittan vilja stjórnvalda til að við- halda gjaldeyrishöftum. Frumvarpið beri vott um algjöra uppgjöf fyrir verkefninu og vilji stjórnvalda til þess að viðhalda höftunum sé að mestu órökstuddur og byggi á hræðsluáróðri. Það eru Tryggvi Þór Herbertsson og Pétur Blöndal, þing- menn Sjálfstæð- isflokksins, sem skrifa undir minnihlutaálitið en það var lagt fram á þingi í gær. Í umsögn- inni kemur fram að ekki verður séð að í tengslum við gerð frum- varpsins hafi aðrar leiðir verið kannaðar en núverandi fyrirkomu- lag gjaldeyrishafta, þrátt fyrir að slíkar leiðir gætu haft í för með sér mun minni kostnað fyrir hagkerfið. Frumvarp ríkisstjórnarinnar er að mati minnihlutans ekki áætlun um afnám gjaldeyrishafta heldur áætl- un um að festa þau í sessi til langs tíma. ornarnar@mbl.is Frumvarpið meirihátt- ar hagstjórnarmistök Bjarni Ólafsson bjarni@mbl.is Fjölmenni var í sal 1 í Hæstarétti í gær þar sem tekið var fyrir mál nýja Landsbankans gegn þrotabúi Motormax ehf. Tekist er á um hvort 150 milljóna króna lán Landsbankans til Motormax hafi verið löglegt erlent lán eða ólög- legt gengistryggt lán. Hæstiréttur var fullskipaður í fyrsta sinn í sjö ár, en það þýðir að dómarar eru sjö talsins en ekki þrír eða fimm eins og venjulegt er. Málflutningur hafði áður farið fram, en hann verður endurfluttur fyrir fullskip- uðum rétti. Það að rétturinn er fullskipaður er merki um alvar- leika málsins, en dómurinn mun hafa fordæmisgildi fyrir fjölda sambærilegra lánasamninga og eru gríðarlegar fjárhæðir í húfi. Lög- menn beggja aðila vísuðu ítrekað til lánasamningsins, afhendingar lánsins og afborgana Motormax til bankans og komust að þveröfugum niðurstöðum af þessum sönnunar- gögnum. Deilt um erlendar myntir Lögmaður bankans segir að þrátt fyrir að lánasamningurinn sé tilgreindur í íslenskum krónum, sé það einungis vegna þess að áður en Landsbankinn gat farið í að kaupa gjaldeyrinn þurfti Motormax að skuldbinda sig með undirritun lánasamningsins. Þegar það hafi verið gert hafi hinn erlendi gjald- eyrir verið keyptur, honum skipt í íslenskar krónur og þær krónur lagðar inn á reikning Motormax. Lögmaður þrotabúsins segir að færslur innan bankans skipti ekki máli í þessu sambandi. Lánið sé tilgreint í krónum í samningnum og Motormax hafi fengið íslenskar krónur afhendar. Þá sé greinilegt af lestri samningsins að miðað sé við gengi gjaldmiðlakörfu, en Mot- ormax hafi aldrei fengið erlenda gjaldeyrinn afhentan. Lögmaður bankans segir varð- andi afborganir á láninu að í nokkrum tilfellum hafi Motormax greitt af því með erlendum gjald- eyri beint og í önnur skipti keypt gjaldeyri af bankanum og notað hann svo til að greiða af láninu. Lögmaður þrotabúsins segir hins vegar að í þeim tilvikum sem er- lendur gjaldeyrir var notaður til að greiða af láninu hafi það ekki verið í þeim hlutföllum eða þeim gjald- miðlum sem tilgreindir voru í samningnum. Þá skipti ekki máli hvort bankinn hafi litið svo á að hann væri að skipta krónum Mot- ormax fyrir erlendan gjaldeyri sem svo hafi verið notaður til að greiða niður lánið. Frá bæjardyr- um Motormax hafi fyrirtækið ein- faldlega notað íslenskar krónur í langflestum tilfellum til þess að greiða niður lánið. Tekist á um lánasamning Fullskipaður Hæstiréttur hlýddi í annað sinn á málflutning í Motormax-málinu svokallaða í gær Deilt um hvort lán Landsbankans sé löglegt eða ólöglegt                      !"# $% " &'( )* '$* ++,-./ +0/-+1 ++2-// 33-3+2 3+-+. +0-,04 +,2-2. +-.+/0 +03-/4 +/2-/2 ++,-1, +0/-/3 ++/ 33-30 3+-353 +0-.., +,2-43 +-.354 +0,-3, +//-++ 335-//30 ++. +01-51 ++/-,. 33-,.2 3+-3/. +0-.41 +,/-, +-.32 +0,-11 +//-21

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.