Morgunblaðið - 07.06.2011, Side 18

Morgunblaðið - 07.06.2011, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 2011 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Ríkisstjórninhefurgengið fram af ótrúlegu offorsi og flumbru- gangi gagnvart undirstöðuat- vinnuvegi þjóðarinnar og gert sitt ýtrasta til að valda honum sem mestu tjóni. Ef til vill var þetta gert í örvæntingu vegna vaxandi óvinsælda ríkisstjórn- arinnar og vegna þess að for- ysta hennar hefur talið að það yrði til vinsælda fallið að ráð- ast gegn sjávarútveginum. Þessar mögulegu skýringar eru þó vitaskuld fjarri því að réttlæta framgöngu rík- isstjórnarinnar, sem hefur þegar valdið sjávarútveginum og þar með atvinnulífinu öllu og almenningi í landinu miklu tjóni. En í ljós kom að fjandskapur ríkisstjórnarinnar við sjávar- útveginn landinu á sér ekki hljómgrunn. Ríkisstjórnin hef- ur varla fundið nokkurn mann sem borið hefur blak af frum- vörpum hennar. Jafnvel laun- aðir sendimenn hika við að lýsa yfir stuðningi, svo skaðleg eru áformin. Gagnrýnina hefur ekki skort, hvort sem litið er á mál- in frá efnahagslegu eða laga- legu sjónarmiði. Miklar efa- semdir eru um að frumvörpin standist stjórnarskrá og er í því sambandi ekki aðeins vísað til umsagnar fjármálaráðu- neytisins. Um efnahagsleg áhrif er enginn efi. Allir sem til þekkja og eru ekki undir áhrifum andúðar Samfylkingarinnar á sjávarútveginum, sjá að efnahagur landsins væri settur í mikla hættu yrðu frumvörpin að lög- um. Störfum í sjávarútvegi mundi fækka verulega, skil- virkni í sjávarútvegi minnka og hagvöxtur sömuleiðis. Til við- bótar væri bankakerfi landsins sett í algert uppnám, þar sem fótunum væri á einu bretti kippt undan miklum fjölda af stórum viðskiptavinum. Af þessum sökum þarf ekki að koma á óvart að ríkis- stjórnin skuli hafa gefist upp við þau áform sín að koma svo- kölluðu stærra sjávar- útvegsfrumvarpi í gegnum yf- irstandandi þing. Frumvarpið var vanhugsað og vanbúið að öllu leyti og lagt fram af full- komnu ábyrgðarleysi. Þess vegna hlaut það að fara þessa leið og afar mikilvægt er að minna frumvarpið fari sömu leið. Sá vandi sem ríkisstjórnin hefur kallað yfir þjóðarbúið með fjandskap sínum í garð sjávarútvegsins er hins vegar ekki úr sögunni þó að hætt verði við þessi áform í bili. Það sem þarf að gerast er að rík- isstjórnin lýsi því yfir að hún hafi lagt þessi áform á hilluna fyrir fullt og allt og ætli sér að leyfa sjávarútveginum að dafna áfram hér á landi. Ekki er nóg að hætta tímabundið við atlöguna að sjávarútveginum} Óvissan er enn til staðar Geir H. Haarde,fyrrverandi forsætisráðherra, sagði á blaða- mannafundi í gær, að þingfesting máls Alþingis gegn sér í Landsdómi í dag jafngildi því að fyrstu pólitísku réttar- höldin séu að hefjast á Ís- landi. Slík yfirlýsing fyrrum forsætisráðherra lýðræðis- ríkis er ótrúleg og ekki síður að henni skuli haldið fram í fullri alvöru. En svo ótrúleg sem þessi orð hljóma er inni- stæða fyrir þeim öllum. Sú staðreynd er dapurleg fyrir Geir, en ekki síður fyrir aðra landsmenn. Í fréttum Morg- unblaðsins af blaðamanna- fundi vegna væntanlegrar þingfestingar fyrir Landsdómi segir: „Geir sagði að þetta væri pólitísk atlaga og valdhafar landsins séu að beita öllum mögulegum ráðum til að ná sér niðri á pólitískum and- stæðingi.“ Þetta eru mjög stór orð og þungur áfellisdómur sem í þeim felst. En verst er að þarna er ekkert ofsagt. Nú er senn ár liðið síðan hinn pólitíski hráskinnaleikur átti sér stað á Alþingi þegar óprúttnir stjórnmálamenn beittu laga- ákvæðum sem tilheyrðu öðr- um tíma, annarri réttarvitund og öðru lagaumhverfi til að koma höggi á pólitískan and- stæðing sinn. Þá lögðust ótrú- lega margir ótrúlega lágt. Enn er þó tími til að falla frá því óhæfuverki og ekki vantar efnin til þess og ástæður. Til- urð málsins og aðdragandi koma þar mjög við sögu svo og staða aldargamalla laga um ráðherraábyrgð og Landsdóm í nútíma lýðræðissamfélagi. En eins og Geir H. Haarde vék að á blaðamannafundi sín- um hafa síðan bæst við marg- vísleg ný efnisleg rök og laga- tæknileg sjónarmið sem ýta mjög undir þá niðurstöðu. Landsdómsmálið er svartur blettur á ímynd Alþingis} Þingfesting landsdómsmáls D aglegt líf fjögurra manna fjöl- skyldu getur verið nokkuð við- burðaríkt á köflum. Föstudags- kvöldið síðasta drakk sonur minn, sem er þriggja ára, heil reiðinnar býsn af mjólk. Drengurinn var þyrstur mjög eftir erfiðan dag og þurfti skilj- anlega að bæta sér upp vökvatapið. Hann sofnaði svo í hjónarúminu og úthýsti föður sín- um, sem varð að gera sér rúmið í barna- herberginu að góðu þá nóttina, enda þurfti tveggja mánaða heimasætan líka sitt pláss hjá mömmu sinni uppi í rúmi. Eins og við var að búast reyndi því mjög á bleyju drengsins um þá nóttina – svo mjög að hún hafði ekki undan. Bæli fjölskylduföðurins var því vel rakt á laugardagsmorgninum. Annir laugardagsins og almennt heilaleysi föðurins komu í veg fyrir að skipt væri um lak á sunnu- deginum. Hann varð því áþreifanlega var við rakann, þegar hann lagðist loks til hvílu þá um kvöldið, en þó ekki fyrr en hann var kominn hálfa leið inn í draumalandið. Það þarf óneitanlega að stíga yfir ákveðinn andlegan þröskuld, til að sætta sig við að sofa heila nótt í hland- röku bæli. Þann þröskuld steig faðirinn yfir – ekki fyr- irhafnarlaust, en nokkuð mjúklega þó. Morguninn eftir var rakinn að mestu horfinn; sennilega hafði náttbolur hans sogið hann mestan í sig og líkamshiti hans valdið uppgufun. „Erfiðleikar“ á borð við þessa eru auðvitað hjóm eitt, bornir saman við það sem sumir þurfa að ganga í gegnum á sinni lífsleið. Til dæmis má leiða hugann að fjölskyldunni hugrökku, sem þurfti að kljást við hvítblæðið hans Krumma. Sú saga var sögð í Sunnudagsmogganum fyr- ir skömmu. Sonur minn er á aldur við Krumma, þegar hann veiktist fyrst af mein- inu fyrir einu og hálfu ári. Það er ugglaust ein aðalástæða þess, að mér er nánast ómögulegt að grannskoða myndaseríu Kjartans Þor- björnssonar af baráttu Krumma við veik- indin. Tilhugsunin um að sonur minn glími við illbærilegar kvalir af þessu tagi, án þess að maður fái rönd við reist, er mér ofviða. Sem betur fer skilst mér að meiri líkur fremur en minni séu á því að Krummi hafi náð sér af þessum illvíga sjúkdómi. Það er sálarlífi manns ekki hollt að hafa sí- felldar áhyggjur af því sem kann að gerast – vera sífellt með lífið í lúkunum yfir möguleikanum á því að líf manns geti hrunið til grunna á hverri stundu. Það er hins vegar nauðsynlegt að leiða hugann að þessum möguleika endr- um og sinnum. Þessi tilhugsun á að vera manni hvatning til að grípa augnablikið og reyna að gera sem mest úr þeim gjöfum sem lífið hefur gefið manni, á meðan maður nýtur þeirra. Prísa sig sælan á meðan vandamálin eru ekki veigameiri en stöku hlandraki í bóli, svefnleysi og fokdýrar bílaviðgerðir. Það geta þeir sagt okkur sem þurfa að glíma við raunveruleg vandamál á hverjum degi. ivarpall@mbl.is Ívar Páll Jónsson Pistill Þökkum fyrir hlandblautar nætur STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is N ýsamþykktar breyt- ingar á fjöleignar- húsalögum sem taka almennt til hunda- og kattahalds gera það að verkum að sveitarfélög þurfa að aðlaga samþykktir um hunda- og kattahald að lögunum. Hunda- og kattahald í fjöleign- arhúsum er háð samþykki 2/3 hluta eigenda sem hafa sameiginlegan inngang eða stigagang en áður þurfti samþykki allra eigenda. Þeg- ar hvorki er um stigagang eða sam- eiginlegan inngang að ræða þarf ekki samþykki annarra eigenda. Eftir sem áður þarf eigandi dýrsins að fá samþykki annarra eigenda áð- ur en dýrið kemur í húsið. „Sam- þykkið er óafturkallanlegt að óbreyttum forsendum en þinglýs- ingar er þörf til að það haldi gagn- vart síðari eigendum í góðri trú,“ eins og segir í lögunum. Hins vegar hafa þessar takmarkanir ekkert að gera með leiðsögu- og hjálparhunda. Þurfi íbúi sérþjálfaðan leiðsögu- eða hjálparhund sér til aðstoðar er hon- um heimilt að halda slíkan hund án samþykkis meðeigenda. Lausaganga hunda hefur verið töluvert í umræðunni að undanförnu en lausaganga hunda í sameign eða á sameiginlegri lóð er alvarlegt brot, samkvæmt lögunum. Hundar og kettir mega heldur ekki vera í sam- eign eða á sameiginlegri lóð nema þegar verið er að færa þau að og frá séreign. „Skulu þau ávallt vera í taumi og í umsjá manns sem hefur fulla stjórn á þeim.“ Ósamræmi Sigurður Helgi Guðjónsson, formaður Húseignafélagsins, segir að víða gæti ósamræmis milli lag- anna og samþykkta einstakra sveitarfélaga og því þurfi sveitar- félögin að samræma reglur sínar lögunum. Mismunandi reglur valdi togstreitu og vandræðum. Að óbreyttu fái fólk mismunandi upp- lýsingar eftir því við hvern sé talað og það gangi ekki, en lögin gilda. Sigurður Helgi, sem tók þátt í gerð laganna, bendir á að á móti rýmkun komi strangari reglur um tillitssemi og aðgæslu af hálfu hunda- og kattaeigenda. „Maður sér ekki marga ketti í böndum,“ segir hann og bætir við að hann óttist að lögin eigi eftir að valda árekstrum. Hundahald í fjöleignarhúsum hafi verið umdeilt og það eigi eftir að verða enn umdeildara vegna rýmk- unarinnar. Ekki hafi verið gert ráð fyrir að auðvelda hundahaldið í fjöl- eignarhúsum þar sem nefndarmenn hafi talið að það gæti bitnað á aðal- málinu sem hafi verið reglurnar um leiðsögu- og hjálparhunda, en sam- þykki 2/3 hluta íbúa hafi verið sett inn í frumvarpið á síðustu stundu. Takmarkanir Þrátt fyrir rýmkunina getur meirihluti húsfélags takmarkað hunda- og kattahald enda séu skorð- urnar „eðlilegar, málefnalegar og á jafnræði reistar.“ Eins getur hús- félag í raun lagt bann við dýrahaldi valdi það öðrum íbúum „verulegum ama, ónæði og truflunum og eigandi dýrsins neitar að gera bót þar á.“ Lögin gilda þrátt fyrir villu í þeim. Í millifyrisögn 1. grein- ar stendur „Hundar og kettir. Samþykki allra.“ Þar á að standa: Samþykki 2/3. Vegna þessa verður að flytja nýtt frumvarp til breyt- inga á lögunum, að sögn Sigurðar. Mismunandi reglur valda togstreitu Morgunblaðið/Ómar Hundahald Reglur hafa verið rýmkaðar vegna hundahalds í fjöleignar- húsum en samþykktir sveitarfélaga stangast í sumum tilvikum á við lögin. Alls eru 2.267 skráðir hundar í Reykjavík og 156 umsóknir eru í vinnslu. Leyfi til hundahalds er háð ákveðnum skilyrðum og stangast eitt þeirra á við ný- samþykkt lög Alþingis. Samkvæmt samþykkt um hundahald í Reykjavík er óheim- ilt að fara með hunda um Aðal- stræti, Ingólfstorg, Austur- stræti, Lækjartorg, Bankastræti og Laugaveg að Rauðarárstíg. Gangandi maður með hund í Skuggahverfinu sem ætlar í messu í Hallgrímskirkju og vill hegða sér sam- kvæmt sam- þykktum borgar- innar þarf því annaðhvort að ganga austur fyrir Rauðarárstíg og til baka sunnan megin við Laugaveg að kirkjunni eða fara vestur í Mjó- stræti eða Garðastræti og til baka Túngötu og Kirkjustræti áleiðis upp á Skólavörðuholt. Boð og bönn til trafala HUNDAHALD

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.