Morgunblaðið - 07.06.2011, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 07.06.2011, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 2011 ✝ Ágúst Krist-inn Guð- laugur Björnsson fæddist á Siglu- firði 16. febrúar 1938. Hann lést á Landspít- alanum í Foss- vogi 29. maí 2011. Foreldrar hans voru Björn Olsen Björnsson, verkamaður á Siglufirði, f. 11. sept. 1903, d. 29. maí 1976, og kona hans Kon- kordía Ingimarsdóttir hús- móðir, f. 14. júní 1905, d. 6. ágúst 1987. Systkini: Ólína, f. 1927, d. 1996, Þóra, f. 1929, d. 2006, Erlendur, f. 1931, d. 2000, Margrét, f. 1933, og Björn, f. 1946. Ágúst kvæntist 1. desem- ber 1961 Þrúði Márusdóttur, f. 14. maí 1939 í Skagafirði. Foreldrar: Márus Guð- mundsson, bóndi á Bjarna- stöðum, Akrahreppi í Skaga- firði, f. 25. júlí 1902, d. 18. nóv. 1982, og kona hans Hjörtína Tómasdóttir hús- móðir, f. 25. ágúst 1906, d. 26. ágúst 2002. Ágúst hóf nám í Ríkisprentsmiðj- unni Gutenberg 1. nóv. 1955 og lauk þar námi og tók sveinspróf sem prentari 17. jan. 1960. Hann starfaði lengst af við þá iðn. Hann gerðist ungur félagi í Flug- björgunarsveitinni í Reykja- vík og starfaði með henni í áratugi. Einnig var hann fé- lagi í ÍR þar sem hann stundaði frjálsar íþróttir og skíði og var hann alla tíð mjög virkur í starfi félags- ins. Jarðarför Ágústs fer fram frá Hallgrímskirkju í dag, 7. júní 2011, kl. 13. Meira: mbl.is/minningar Í dag kveðjum við kæran vin og félaga, Ágúst Björnsson, eða Gústa eins og hann var jafnan kallaður. Alltaf er söknuðurinn mikill þegar góður drengur fell- ur frá. Gústi var sannarlega vin- ur vina sinna og hélt fast utan um hópinn. Upphafleg kynni hófust við samstarf fjögurra prentara sem unnu saman í Prentsmiðjunni Hilmi á sjöunda áratugnum. Í framhaldinu mynduðust sterk tengsl fjöl- skyldna okkar. Gústi og Þrúður urðu heimilisvinir og tengdust ekki síður börnum okkar og barnabörnum. Eins og gefur að skilja er margs að minnast og mörgu væri hægt að segja frá. Ferð- irnar voru ófáar, klifin voru fjöll og öslað yfir ár. Stundum kímdu menn góðlátlega þegar Gústa þótti nauðsynlegt að vaða árnar til að kanna vaðið áður en hin- um var hleypt út í. Fjallaferð- irnar urðu leikur einn með hann sér við hlið. Að sjálfsögðu var hann alltaf fyrstur á tindinn enda vel á sig kominn. En ekki voru allir jafn fráir á fæti og færi honum að leiðast biðin lét hann sig ekki muna um að stökkva niður aftur og draga konur í andnauð upp brekkurn- ar og stundum urðu ferðirnar niður fleiri en ein. Þegar komið var í náttstað hóf Gústi upp raust sína og söng „Áfram veginn í vagninum ek ég“ með sinni fallegu tenórrödd, þá þögnuðum við hin og nutum augnabliksins. Fyrir rúmlega tuttugu árum kenndi Gústi sér þess meins sem að lokum sigr- aði hann, en allan þann tíma var hann jafn kátur og ef spurt var hvernig er heilsan? Var svarið ævinlega „Aldrei verið betri, ekkert að mér“. Hann sá um að það væri aldr- ei langt á milli samverustunda, meðal annars sótti hópurinn okkar leikhús í áratugi og nú síðast þann 8. apríl s.l. Að lok- inni sýningu var svo sest niður í Fellsmúlanum, spjallað og hleg- ið. Þetta var okkar síðasta sam- verustund með honum, því degi síðar var hann lagður inn á sjúkrahús og átti þaðan ekki afturkvæmt. Í annað sinn fækk- ar í hópnum því í júlí 2008 kvöddum við vin okkar Hrein Pálsson. Teljum við víst að þeir félagar muni á góðri stundu taka saman skagfirska stemmu. Með þessum orðum kveðjum við Ágúst vin okkar og þökkum fyr- ir allt það góða sem hann skilur eftir í minningunni. Hetjunni okkar, henni Þrúði, vottum við okkar innilegustu samúð og biðjum henni styrks og blessunar. Stella, Jóhanna, Guðrún, Sæmundur og Víðir. Kveðja frá Lávarðaflokki FBSR Fallinn er frá einn af mátt- arstólpum Flugbjörgunarsveit- arinnar í Reykjavík, Ágúst Björnsson. Gústi gekk í raðir Flugbjörgunarsveitarmanna 18. október 1961, átti því stutt eftir af 50 ára ferli. Þó hann hafi verið hættur í hefðbundnum björgun- arstörfum lét hann sig starf sveitarinnar varða. Hann mætti á allar uppákom- ur sveitarinnar fram á það síð- asta og síðustu árin var hann virkur í Lávarðaflokki FBSR sem er flokkur eldri félaga innan sveitarinnar. Þegar Gústi tók að sér eitthvað þá var það klárað, ekkert hálfkák. Hann hafði það hlutverk á sjöunda áratugnum að vera milligöngumaður Flug- björgunarsveitarinnar og Skó- verksmiðjunar Iðunnar á Akur- eyri vegna framleiðslu á gönguskóm. Það var ekki létt verk, menn höfðu jafnmargar skoðanir á skónum og þeir voru margir. Einhvern veginn tókst Gústa að lempa þessi mál svo út- koman var úrvals gönguskór sem einnig var hægt að smella á gönguskíði. Verður hans ætíð minnst með þakklæti fyrir þau störf. Gústi kláraði öll verk sem hann tók að sér og má segja að stundum hafi hann aðeins farið fram úr sér. Hann hafði skoðanir og stóð og féll með þeim, oft gustaði í kring um hann, en hann kom aldrei aftan að neinum og var hreinn og beinn í öllum mál- um. Mislíkaði Gústa eitthvað þá fékk maður að heyra það, en svo var það líka búið. Hann var líka eins og fuglinn sem varðveitir eggin sín hvað varðar einkennismerki sveitar- innar, en fáir eiga jafnmikinn heiður og hann af því að við eig- um okkar 60 ára einkennismerki nánast eins og það var í upphafi. Hann breiddi út vængina og um- vafði merkið svo við því varð ekki hróflað. Meðan honum ent- ist heilsa til var Gústi mættur í útköll sveitarinnar og aðrar uppákomur. Gæti hann ekki mætt þá hringdi hann að leita frétta. Þeir voru þrír bræðurnir í Flugbjörgunarsveitinni, Ágúst, Björn og Erlendur sem lést um aldur fram fyrir nokkrum árum. Allir voru þeir bræðurnir góðir skíðamenn og hörkutól til allra verka. Hann er stór hópurinn sem Gústi hefur kennt og þjálfað á gönguskíðum í gegn um árinn. Árið 2000 var Gústi kjörinn heiðursfélagi í Flugbjörgunar- sveitinni í Reykjavík, það eru að- eins örfáir sem hljóta þann titil. Var hann vel að því kominn. Auk þess hafði hann verið sæmdur brons-, silfur- og gullorðum sveitarinnar í gegn um tíðina. Fyrir nokkrum árum fór heilsu hans að hraka og oft var talið að nú væri þetta búið hjá Gústa, en alltaf reis hann upp aftur. Alltaf mætti hann í kaffið hjá Lávörð- um á laugardögum þrátt fyrir að vera fárveikur. Var talað um að Gústi hefði mörg líf, en nú kom að því að þau voru ekki fleiri og þessi heiðursmaður lagði upp í sína síðustu för. Það verður mik- ill sjónarsviptir að Gústa brott- gengnum. Við félagarnir í Lá- varðaflokki FBSR sendum Þrúði og fjölskyldu okkar innilegustu samúðarkveðjur. Megi Guð varð- veita minningarnar um góðan og heiðarlegan dreng. Grétar F. Felixson. Hugurinn leitar enn á ný til Siglufjarðar. Flest okkar eru fædd árið 1938 og lágu leiðir okkar saman frá blautu barns- beini í gegn um Barnaskólann og Gagnfræðaskólann, en þaðan út- skrifuðumst við vorið 1955, þá 17 ára gömul. Eftir það skildi leiðir og hópurinn tvístraðist eins og gengur. En hin sterku bönd, sem einkennt hafa Siglfirðinga og sú samheldni, sem þeir hafa ætíð sýnt, bæði búsettir og brottfluttir, endurspegluðust í þessum hópi. Við höfum alltaf haldið tengslunum og fylgst náið hvert með öðru auk þess að hitt- ast a.m.k. einu sinni á ári og nú seinni árin einu sinni í mánuði og rifja upp gamlar minningar. Þær eru ófáar ferðirnar, sem við höf- um farið á gömlu slóðirnar, og fyrir sex árum síðan þegar við áttum 50 ára gagnfræðaafmæli efndum við til mikils kaffihlað- borðs á Dvalarheimili aldraðra á Siglufirði, enda voru þar upp til hópa okkar gömlu kunningjar og vinir. Nú er enn einu sinni höggvið skarð í þennan góða hóp. Ágúst Björnsson, vinur okkar, er fall- inn frá og er hann sá áttundi í áðurnefndum hópi. Við minn- umst hans með mikilli gleði. Hann var vakinn og sofinn yfir velferð okkar allra og einn að- aldrifkrafturinn í því að halda okkur saman, skipuleggja ferða- lögin og uppákomurnar og sjá um að allt færi vel fram. Þá var hann einstaklega ljúfur og hjálp- samur við þau okkar, sem af ein- hverjum ástæðum áttu við vandamál að stríða. Hann gekk nú ekki alveg heill til skógar sjálfur, þar sem hann er búinn að eiga í veikindum sl. 25 ár, en það var til fyrirmyndar hvernig hann tókst á við þessi veikindi og kvartaði aldrei. Oft höfðum við áhyggjur af því að farin væri að styttast hjá honum lífsgang- an, en alltaf reis Gústi upp og hélt áfram að berjast. Hann hafði ekki bara níu líf, heldur miklu fleiri, og enda þótt hann hafi sjaldan verið eins veikur og undanfarnar vikur sögðum við okkar í milli að hann myndi enn einu sinni harka af sér og rísa upp. En það fór á annan veg og nú hefur hann fengið þá hvíld, sem hann á skilið eftir flekk- lausa lífsgöngu. Ágúst var ekki fæddur með gullskeið í munni. En vegna dugnaðar og mikils metnaðar náði hann markmiðum sínum í námi og var prentiðn hans fag, sem hann starfaði lengi við. Okk- ur er kunnugt um að hann sá vel um sína og er það einn besti vitnisburður, sem nokkur maður getur fengið. Við kveðjum nú kæran vin og óskum honum velfarnaðar á ókunnum stígum. Þar mun hann veita öðrum hjálp og umhyggju á sama hátt og hann gerði í þessu lífi. Við sendum Þrúði og öðrum ástvinum innilegar samúðar- kveðjur um leið og við þökkum allar góðu samverustundirnar og biðjum góðan guð að varðveita minningu hans. Fyrir hönd bekkjarsystkina frá Siglufirði, Sveinn Gústavsson og Gunnar Ragnars. Ágúst Björnsson ✝ Gíslína Magn-úsdóttir (Lilla) fæddist í Hafn- arfirði 5. apríl 1927. Hún lést á sjúkrahúsi Akra- ness 29. maí 2011. Foreldrar henn- ar voru Magnús Magnússon, sjó- maður frá Seyð- isfirði, f. 20. mars 1898, d. 30 ágúst 1967 og Sigríður Kristín Ás- geirsdóttir frá Ísafirði, f. 11. nóvember 1896, d. 8. apríl 1970. Gíslína ólst upp hjá foreldrum sínum í Reykjavík, lengst af á Vitastíg. Faðir hennar hafði orðið eftir á Íslandi einn systk- ina sinna, aðeins 15 ára gamall, er móðir hans sem var ekkja flutti til Kanada ásamt þremur systrum hans árið 1913. Gíslína skrifaðist á við Ingibjörgu ömmu sína og hélt sambandi við föðursystur sínar og frændfólk í Kanada alla tíð. Gíslína útskrifaðist frá Verzl- unarskóla Íslands 1946 og sama ár giftist hún Óla Erni Ólafs- syni, f. 1. júlí 1925, d. 7. maí 1976, skrifstofumanni og yf- irbókara hjá Sementsverk- býliskona Hlöðvers er Kristín Waage. 3) Sigríður Kristín, hús- stjórnarkennari, f. 22.3. 1951. Maki Þórður Sveinsson múrs- miður. Börn Sigríðar: 1) Helga, hjúkrunarfræðingur, f. 1974, maki Alexander Eck. Börn þeirra eru Nína og Balthasar. 2) Óli Örn, uppeldis- og mennt- unarfræðingur, f. 1978, maki, Karen G. Elísabetardóttir. Börn þeirra eru Helgi Júlíus og Sig- ríður Kristín. Sonur Óla Arnar er Hlynur Björn. 3) Þóra, ís- lenskufræðingur, f. 1980, maki, Ármann Gestsson. 4) Atli Þór, smiður, f. 1984. 4) Valentínus, hafnsögumaður, f. 20.9. 1954. Maki Halldóra Jónsdóttir, bóka- safnsfræðingur. Börn þeirra: 1) Jón, kerfisfræðingur, f. 1977, maki Ásta Hallsdóttir. 2) Gíslína Erna, ljósmóðir, f. 1979, maki Hallgrímur Guðmundsson. Börn þeirra eru Bergþóra Hrönn, Gyða Kolbrún og Guðmundur Óli. 3) Stefán, nemi, f. 1989. Gíslína var lengst af heim- vinnandi húsmóðir. Hún stund- aði þó ýmis störf í afleysingum á sumrin og einnig brá hún sér í síldarsöltun. Eftir að Óli Örn lést vann hún ýmis störf, lengst starfaði hún í Búnaðarbank- anum á Akranesi en hætti þar 70 ára gömul. Hún starfaði tölu- vert að félagsmálum, m.a. í Slysavarnafélagi Akraness. Útför Gíslínu fer fram frá Akraneskirkju í dag, 7. júní 2011, kl. 11. smiðju ríkisins á Akranesi. For- eldrar hans voru Ólafur Gísli Gunn- laugsson, vélstjóri á Akranesi, f. 3. október 1893, d. 18. nóvember 1981 og kona hans Gyða Halldórsdóttir, hús- freyja, f. 11. sept- ember 1896, d. 28. desember 1985. Hjónaband Gíslínu og Óla Arnar var mjög farsælt. Þau bjuggu alla tíð á Akranesi og byggðu sér hús að Vesturgötu 143. Var heimili þeirra fallegt og rómað fyrir gestrisni. Börn þeirra eru: 1) Magnús læknir, f. 24.5. 1948. Maki Þóra Másdóttir talmeinafræðingur. Dóttir þeirra: Þórhildur, f. 1999. Dóttir Magnúsar frá fyrra hjónabandi: Gíslína Hrefna, f. 1969. 2) Hlöð- ver Örn, rekstrartæknifræð- ingur, f. 20.12. 1949. Maki Sig- ríður Erla Eiríksdóttir, hússtjórnarkennari, d. 1987. Synir þeirra: 1) Óli Örn, cand merc, f. 1975, maki Kristine Andersen. 2) Eiríkur Kristinn, nemi, f. 1981, sambýliskona Birna Sigurjónsdóttir. Sam- Elsku amma Lilla. Þegar þú kvaddir var sólríkur dagur, blankalogn og kirkjuklukkurnar vestur í bæ slógu þér til heiðurs – það var ákaflega falleg upplifun fyrir mig við þessum sorgarfrétt- um. Nú er komið að kveðjustund og við minnumst ömmu Lillu – ömmunnar með karakter stærri en lífið sjálft. Svo stór var hann að Helgi Júlíus er sannfærður um að þið Guð séuð nú saman á hestbaki á ljónum í Afríku. Þegar ég var yngri var ótrú- lega gaman að fá að gista hjá ömmu á Sóleyjargötunni, mand- arínur eða ísblóm yfir Derrick eða Matlock og þú vissir alltaf hver var sökudólgurinn. Þetta var ótrúlegur hæfileiki og mér verður hugsað til þín í hvert skipti þegar mér tekst að giska á sökudólg – ég giska, en þú vissir. Göngutúrar út í kaupfélagið, heimsóknir til þín í bankann og kaffiboðin hjá þér á Sóleyjargötunni eru æsku- minningar sem ég á aldrei eftir að gleyma. Þú varst alltaf á flakki til útlanda og alveg frá ég man eftir mér varstu alltaf annað hvort að koma heim frá útlöndum eða á leiðinni út á einhverjar framandi slóðir. Við Hlynur hittum þig viku fyr- ir andlátið og mig grunaði ekki að það yrði okkar síðasti fundur sem sameinaði samt svo margt, á þess- um stutta tíma, sem við áttum sameiginlegt og höfðum gaman af; hvort öðru, brosi, tónlist og vöfflum. Þú varst alltaf svo glöð og þakklát að heyra í okkur eða þegar við stoppuðum við hjá þér og það var virkilega ánægjulegt að geta glatt þig í hvert skipti sem við hittumst eða heyrðumst. Við Karen og börnin erum þakklát fyrir margar góðar stundir og þín verður sárt saknað þegar við kíkj- um í heimsókn á Skagann. Núna ertu loksins komin í faðm afa eftir langan aðskilnað og ég hugsa til ykkar með hlýju þar sem þið vakið yfir okkur og barna- barnabörnum ykkar. Við eigum góðar minningar sem lifa áfram og við fjölskyldan finnum huggun við að rifja upp gamla og góða tíma með þér. Við erum þakklát fyrir sam- fylgdina og biðjum Guð að geyma þig. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt (Matthías Jochumsson) Óli Örn, Karen og börn. Elskuleg amma mín er látin. Í huganum rifjast upp gamlar góðar minningar um allar góðu samverustundirnar með ömmu Lillu. Ferðirnar með Akraborg- inni til Reykjavíkur fyrir jólin, þegar amma fór með okkur frændsystkinin af Skaganum að kaupa jólagjafir, rölta Laugaveg- inn og í Kolaportið eru mér eft- irminnilegar. Í ófá skiptin fengum við Þóra frænka að gista hjá ömmu á Sóleyjargötunni og þá eldaði amma eitthvað gott og bauð svo upp á slikkerí. Svo feng- um við að kíkja í fataskápana, draga fram gömlu hælaskóna og kjólana og héldum tískusýningu fyrir ömmu og Möggu Níelsar. Þá var mikið fjör og mikið hlegið. Ár- in liðu og alltaf hafa heimsóknir til ömmu verið fastur liður í lífinu. Amma var einstaklega gjaf- mild og greiðvikin, veigraði sér ekki við að bjóða manni hjálp ef hún gæti orðið að liði. Þannig var hún mér mikil hjálp þegar hún passaði fyrir mig eldri stelpuna mína, þá nokkurra mánaða, svo ég gæti stundað skólann. Allt framundir það síðasta bauðst hún til að gæta langömmubarnanna ef á þyrfti að halda, þrátt fyrir heilsubrest. Amma naut þess að ferðast, hún ákvað að hætta að keyra og reka bíl þegar afi lést og ferðast frekar til útlanda á hverju ári. Það gerði hún lengi vel og naut sín með góðum vinum á erlendri grundu. Síðustu árin blundaði þessi þrá til að ferðast erlendis enn í henni, en heilsan kom í veg fyrir að ferðirnar yrðu eins marg- ar og hugur hennar þráði. Hún hafði einnig gaman af ferðalögum innanlands og hafði unun af því að vera boðið í sveitarúnt á góðum degi. Amma Lilla hafði sterkar skoð- anir á öllum málum og fylgdist vel með málefnum líðandi stundar, hvort sem það var hér á landi eða erlendis. Alltaf var gaman að ræða við hana um hin ýmsu mál- efni og alltaf stóð amma föst á sínu og skildi ekkert í að ekki væru allir sammála. Amma var sjálfstæð kona og bjó í eigin hús- næði allt fram á það síðasta. Skjótt skipast veður í lofti, skyndileg alvarleg veikindi komu upp og kallið kom. Amma var tilbúin til að kveðja, það sagði hún mér sjálf stuttu fyrir andlátið. Það var mér dýrmætt að vera hjá henni þegar andlátið bar að og er ég þess fullviss að afi kom og sótti hana. Ég trúi því að nú séu þau saman á ný. Hvíl í friði, elsku amma Lilla, þín verður sárt saknað. Þín sonardóttir og nafna, Gíslína Erna. Gíslína Magnúsdóttir HJARTAVERND Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800             Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 – www.utforin.is – Allan sólarhringinn Komum heim til aðstandenda ef óskað er ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir Jón G. BjarnasonHermann Jónasson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.