Morgunblaðið - 07.06.2011, Síða 22

Morgunblaðið - 07.06.2011, Síða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 2011 ✝ Júlíus Sigurðs-son Júlíusson fæddist í Reykja- vík 20. mars 1920. Hann lést á Hrafn- istu, Boðaþingi, 23. maí 2011. Foreldrar hans voru Emanúel Júl- íus Bjarnason, húsasmiður, f. 7. júlí 1886, d. 18. nóvember 1969 og kona hans Jóhanna Jóhann- esdóttir, húsfreyja og iðn- verkakona, f. 18. desember 1889, d. 20. janúar 1949. Júlíus kvæntist Þóru Karól- ínu Þórormsdóttur 2. október 1943. Hún var fædd 2. maí 1922, d. 24. desember 2009, iðnverkakona og húsfreyja. Foreldrar hennar voru Þór- ormur Stefánsson, f. 23. apríl togaranum Arinbirni hersi og síðan á Haukanesinu. 1934 hóf hann störf hjá Mjólkursamsöl- unni sem sendill, aðstoð- armaður á bíl og loks sem bíl- stjóri. Um tíma var hann á vörubílastöðinni Þrótti. Hann var einn af stofnendum Hreyf- ils og vann þar í rúm 50 ár. Júlíus og Karólína höfðu alla tíð gaman af að ferðast. Þau ferðuðust jafnt innanlands sem utan. Þau fóru m.a. til Norðurlandanna og Þýska- lands árið 1957 en þá var það frekar fátítt að fólk færi utan. Einnig fóru þau tvisvar vestur um haf, fóru m.a. til Kanada og keyrðu þvert yfir Bandarík- in. Þau heimsóttu Simbabve í Afríku auk landa í Evrópu: Frakkland, Belgíu, Þýskaland og Bretland. Hér heima er varla sá staður sem þau komu ekki til. Útför Júlíusar fer fram frá Kópavogskirkju í dag, 7. júní 2011, og hefst athöfnin kl. 15. 1894, d. 12. maí 1981, útvegsbóndi, sjómaður og verkamaður á Fá- skrúðsfirði og kona hans Stefanía Indriðadóttir, f. 4. maí 1898, d. 7. nóvember 1959, húsfreyja. Júlíus og Karólína áttu sjö börn. Þau eru: Stefanía, f. 1944, Þórormur, f. 1947, d. 1987, drengur f. 1948, d. 1948, Hörð- ur, f. 1950, Jóhanna, f. 1951, Sigrún, f. 1959 og Trausti, f. 1963. Fyrir átti Júlíus soninn Jón Emanúel, f. 1942. Júlíus og Karólína eiga 9 barnabörn og 7 barnabarnabörn. Júlíus fór snemma að vinna fyrir sér, fyrst sem hjálp- arkokkur, 12 ára gamall, á Nú er hann pabbi búinn að kveðja og það er eitthvað óraunverulegt við þá tilhugsun að ég muni ekki hitta hann framar. Aldrei framar heyra hann segja sögur frá fyrri tíð og aldrei getað spurt hann ráða. Pabbi var okkur systkinun- um svo mikil stoð og stytta. Við leituðum til hans í hvert skipti sem eitthvað stóð til og alltaf var hann tilbúinn að aðstoða okkur, gefa góð ráð og taka til hendinni. Hann hafði sjálfur byggt flest þau hús sem hann bjó í á lífsleiðinni og virtist kunna flest. Og allt var hann tilbúinn að kenna okkur. Þegar við Helga keypum okkur hús í vesturbæ Reykja- víkur rétt eftir síðustu aldamót, ákváðum við að breyta geymslukjallaranum í íbúð og leigja út. Þá var pabbi orðinn áttræður og hafði ekki jafn mikla starfsorku og áður, en hann var samt aðalmaðurinn í þessu litla framkvæmdarævin- týri. Hann kenndi mér að ein- angra útveggi og smíða inn- veggi. Allt hitt sem þurfti að gera; mála, flísaleggja, dúk- leggja og setja upp eldhúsinn- réttingu hafði hann líka kennt mér einhverntíma áður. Í hvert sinn sem ég var í vafa um eitt- hvað þá hringdi ég í pabba. Pabbi var mikill sagnamaður. Þau mamma þurftu að hafa fyr- ir lífinu og lentu í ýmsu frá- sagnarverðu. Pabbi fór til sjós sem aðstoðarkokkur 12 ára og þau mamma voru á meðal frum- byggjanna á Kársnesinu í Kópavogi. Pabbi var líka einn af stofnendum Hreyfils og vann lengst af sem leigubílstjóri. Í gegn um það starf kynntist hann mörgum og lenti í ýmsum ævintýrum. Margir af þekkt- ustu einstaklingum landsins tóku leigubíla á árum áður, bæði stjórnmálamenn, lista- menn og aðrir framámenn. Pabbi átti skemmtilegar sögur um ýmsa þeirra, þ. á m. Stein Steinar og Kjarval og hann sagði allar þessar sögur með leikrænum tilþrifum og brá sér í hlutverk allra hlutaðeigandi. Pabbi og mamma höfðu sér- staklega gaman af því að ferðast og sem krakki fór ég með þeim í hvert pláss á land- inu. Þegar ég dvaldi við nám í Frakklandi komu þau til mín og við ferðuðumst saman um Evr- ópu. Þá ljómaði pabbi og naut hverrar stundar. Hann fór ung- ur að vinna og menntaði sig aldrei, en sá alltaf eftir því og lagði mikla áherslu á að við systkinin gengjum menntaveg- inn. Hann var sjálfur mjög fróður og fylgdist alla tíð vel með þjóðmálum. Hann var aldr- ei skráður í pólitísk samtök og kom eins fram við alla, hvar í flokki sem þeir stóðu, en hjart- að sló samt til vinstri. Eins og fleiri menn af hans kynslóð trúði hann á réttlætið. Heimili pabba og mömmu á Þinghólsbrautinni var alltaf op- ið og þangað fórum við systk- inin á hverjum sunnudegi eftir að við fluttum burt. Og alltaf var gaman að hitta þau. Pabbi var lengst af syngjandi glaður og hress. Hann sá um mömmu eftir að heilsu hennar fór að hraka. Hann tók fráfall hennar mjög nærri sér og þó að við höfum átt margar góðar stundir saman síðan hún dó, þá varð hann aldrei samur eftir það. Ég kveð þig pabbi minn. Þú varst einstaklega hjartahlýr og hjálpsamur. Takk fyrir allt. Trausti. Hann Júlli afi er dáinn. Mér hefur alltaf fundist Júl- íus vera afi minn, vegna þess að afa mína þekkti ég aldrei, ég var orðinn heimagangur hjá Júlíusi og Karólínu á Þinghóls- brautinni strax á unglingsárum, og svo varð Júlíus seinna meir langafi strákanna minna. Eldri sonur minn heitir í höfuðið á honum og nú þykir mér vænna um það en nokkurn tímann áð- ur. Júlíus átti langa og starfs- sama ævi. Ef æviminningar hans hefðu verið skráðar, eins og okkur sem þekktum hann datt stundum í hug að gera, þá væri saga hans ævintýraleg af- lestrar og svona eftir á að hyggja finnst manni að fólk takist á við lítið í öllu þessu örugga nútímalífi þegar sögurn- ar hans Júlíusar eru rifjaðar upp: Hvernig hann sneri niður mannýgan bola ungur að aldri, eða þegar hann bjargaði ungum dreng frá drukknun á Tjörninni í Reykjavík, vart kominn af barnsaldri. Eða hvernig hann varð sér úti um hjólbarða í stríðinu þegar þeir voru ófáan- legir. Nú eða þegar hann og Júlíus S. Júlíusson ✝ Magnús Há-konarson fæddist í Reykjavík 29. október 1966. Hann lést á gjör- gæsludeild LHS í Fossvogi 30. maí 2011. Foreldrar Magn- úsar voru Hákon Svanur Magnússon, f. 24.6. 1939, d. 19.2. 1993 og Svan- hildur Guðbjörg Sigurðardóttir, f. 17.2. 1938, d. 31.12. 1995. Systur hans eru Helga, f. 1959, og Hildur, f. 1962. Magnús bjó að Skeljagranda 7 í Reykjavík. Síðast- liðin 19 ár vann hann hjá Hjól- barðaverkstæði Vesturbæjar sem nú heitir N1. Útför Magnúsar fer fram frá Sel- tjarnarneskirkju í dag, 7. júní 2011, og hefst athöfnin kl. 13. Elsku Maggi, okkur langar til að kveðja þig með þessu orðum: „Einstakur“ er orð sem notað er þegar lýsa á því sem engu öðru er líkt, faðmlagi eða sólarlagi eða manni sem veitir ástúð með brosi eða vinsemd. „Einstakur“ lýsir fólki sem stjórnast af rödd síns hjarta og hefur í huga hjörtu annarra. „Einstakur“ á við þá sem eru dáðir og dýrmætir og hverra skarð verður aldrei fyllt. „Einstakur“ er orð sem best lýsir þér. (Terri Fernandez) Það er með sorg í hjarta sem við kveðjum þig. En minningarnar um besta bróðurinn sem hægt var að hugsa sér eiga eftir að ylja okk- ur um ókomna tíð. Takk fyrir allt Þínar systur, Helga og Hildur Elskulegur systursonur minn, Magnús, er látinn langt um aldur fram en í mínum huga er hann alltaf Maggi frændi. Það er erfitt að setjast niður og skrifa minningargrein um ungan mann í blóma lífsins. Minningar um ungan, góðan, einlægan, hjálpfúsan og glaðvær- an dreng sem hann Maggi var. Hann ólst upp við mikinn kær- leika frá sínum foreldrum og systrum. Fyrstu árin bjuggu þau á Freyjugötunni, en síðan í Stíflu- seli. Upp í huga minn kemur fyrsta utanlandsferðin sem Maggi fór í með foreldrum sínum, við hjónin vorum svo lánsöm að vera með í þessari ferð ásamt Ella yngsta syni okkar. Farið var til Miami og gaman er að minnast undrunarinnar sem hann upplifði í þessari ferð, þegar farið var í Disneyworld, Universal Studio og See World í rússibanana og önnur álíka tæki sem þar voru, undrunin og stóru augun sem komu fóru ekki framhjá neinum. Gaman var að fylgjast með hon- um og sjá undrunina yfir öllu því sem fyrir augu bar og átti hann ekki til nógu sterk lýsingarorð yfir allar hraðbrautirnar og umferðina sem um þær fóru. Maggi minn hafði alltaf gaman af stórum og miklum bílum. Ég og fjölskylda mín áttum saman yndislega daga með honum og fjölskyldunni á þessum tímum og ekki má gleyma ömmu og afa sem þá bjuggu á Freyjó, þær stundir eru perlur í minningunni. Maggi og systur hans urðu fyr- ir miklu áfalli þegar foreldrar þeirra veiktust, hún 1988 og síðan pabbi þeirra 1992, Maggi og pabbi hans voru miklir vinir og góðir fé- lagar, var það því mikið áfall fyrir hann þegar hann lést langt um aldur fram í febr. 1993, ekki síður þegar mamma hans dó 3 árum síð- ar, en þau höfðu bæði verið að berjast við illvæga sjúkdóma. Maggi sýndi þá hvað í honum bjó, hann umvafði mömmu sína kær- leika, hlýju og hjálpsemi á alla lund á hennar erfiðleikatímum. Þessi ár voru honum mjög erfið og mörkuðu djúp spor í líf hans. Síðastliðið ár hefur verið honum Magga mínum erfitt vegna veik- inda, en það breytti honum samt ekki neitt, sama létta lundin og æðruleysið. Gulli, Kristján og Elli sakna góðs frænda og vinar en þeir eru allir í vinnu erlendis. Elsku Maggi, sú mynd sem þú skilur eftir verður okkur öllum dýrmæt og systrum þínum og fjöl- skyldum þeirra dýrmætt vega- nesti í þeirra sorg sem þau standa nú frammi fyrir. Kæru systur, Helga, Hildur og fjölskyldur. Ykkar missir er mest- ur. Við sendum ykkur okkar inni- legustu samúðarkveðjur og biðj- um góðan Guð að veita ykkur styrk. Við vitum að minningin um góðan og ástríkan bróður mun veita ykkur birtu og yl á komandi árum. Guðný, Elías og fjölskyldur. Ég sit hér dofin með tárin í aug- unum. Reiðin er svo mikil! Það er ekkert sem réttlætir það að þú sért farinn frá okkur. Þetta gerð- ist allt saman svo snögglega að ég held ég átti mig ekki á því að ég sjái þig aldrei aftur. Þegar við sát- um uppi á spítala þá voru ýmsar hugsanir sem flugu í gegnum hug- ann, þ. á m. hversu mikill húmor- isti þú varst. Þú gerðir oft í því að stríða frænku þinni og kallaðir þú mig ósjaldan „dulbúna ljósku“. En þó svo húmorinn hafi alltaf verið ofarlega hjá þér þá varstu ef- laust einn sá besti maður sem ég hef kynnst. Hjartað í þér var lík- lega nokkrum númerum of stórt því þú barst ávallt hag annarra fyrir brjósti þér. Þú hringdir reglulega í mig og spurðir hvernig mér gengi í skólanum, hvað væri nú að frétta af Bjössa og síðast en ekki síst þá gleymdir þú seint að minnast á hann Elmar Þór. Sú tilhugsun sem hefur verið að þjaka mig mest er að hann Elmar Þór fái ekki að kynnast þér betur. Því eins og þú veist sjálfur þá sá hann ekki sólina fyrir þér þegar hann hitti þig. Manstu hvað við hlógum mikið þegar hann var að byrja að segja Maggi og hann sagði alltaf Jakki! Þá hlógum við nú mikið! Ég get ekki trúað öðru en að það sé ástæða fyrir því að þú varst tekinn frá okkur svona ungur. Það hefur eflaust verið stærra hlut- verk sem beið þín. Og amma og afi hafa eflaust verið mætt til að taka á móti litla stráknum sínum. Það er ákveðið tómarúm í hjarta mínu núna en ég ætla að reyna mitt besta til að fylla upp í það með þeim ótal mörgu minn- ingum sem við eigum saman. Sjáumst síðar, elsku besti frændi minn. Elsku frændi. Ég verð þín frænka. Ég verð þinn vinur. Ég mun þig styðja hvað sem á dynur. Hlusta mun ég ávallt á þig. Alltaf muntu hafa mig innanhandar alla ævi mína. Mitt loforð legg ég í hönd þína. Megi gæfa og gleði ávallt fylgja þér. Þú alltaf verður í hjarta mér. Þín Svanhildur. Elsku Maggi minn. Þegar ég ákvað að skrifa þessar línur, hélt ég kannski að mér myndi líða betur, en það eina sem ég fattaði var að þú ert virkilega farinn og það er ekkert sem ég get gert. Ég vil að þú vitir að ég elska þig, Maggi minn, og mun alltaf gera og þú átt sérstakan stað í hjarta mínu. Ég myndi gefa allt fyrir hjarta eins og þitt, þú varst fullkominn fyrir mér. Ég sakna þín svo mikið, þú komst alltaf til okkar á laugardög- um, varst alltaf svo ánægður, þú verður alltaf uppáhalds frændi minn. Mér finnst ég hafa verið rík að hafa átt frænda eins og þig. Ég held að himnaríki hafi þurft að fá hetju eins og þig. Ég veit að þú ert kominn á betri stað þar sem enginn sársauki er og ég veit að við munum hittast einn daginn aft- ur. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. Drottinn minn faðir lífsins ljós lát náð þína skína svo blíða. Minn styrkur þú ert mín lífsins rós tak burt minn myrka kvíða. Þú vekur hann með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens.) Þín frænka, Edda Karen. „Ég var að tala við Magga…“ er setning sem ég hef heyrt nán- ast á hverjum degi, þar sem hann og Svenni töluðust við daglega og stundum oft á dag. Það er stórt skarð sem hann skilur eftir í okkar lífi, þó að ég hafi sjálf hitt hann mun sjaldnar en ég hefði viljað. Þegar ég hugsa til baka þá stendur það upp úr það sem Svenni sagði svo oft um Magga vin sinn, „Ef það myndi springa hjá mér á Akureyri og ég bæði Magga um að koma og hjálpa mér þá myndi hann gera það“. Ég held að þetta lýsi hjartalaginu hans, góður alla leið í gegn. Hann var vinur vina sinna og ég mun sakna „kveðju til gömlu“. Synir okkar missa af miklu að fá ekki að kynn- ast honum betur. Megi gæfan þig geyma, megi Guð þér færa sigurlag. Megi sól lýsa þína leið, megi ljós þitt skína sérhvern dag. Og bænar bið ég þér, að ávallt geymi þig Guð í hendi sér. (Þýð. Bjarni Stefán Konráðsson.) Sigríður Lára Haraldsdóttir. Lífið virðist oft ósanngjarnt. Hvað veldur því að maður á besta aldri fellur frá. Magnús (Maggi) Magnús Hákonarson ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, BARBARA MARÍA SUCHANEK, Ási, Hrunamannahreppi, lést á Fossheimum, Selfossi, þriðjudaginn 31. maí. Útförin fer fram frá Hrunakirkju miðvikudaginn 8. júní kl. 14.00. Eiríkur Steindórsson, Helena Eiríksdóttir, Sigmundur Brynjólfsson, Steindór Eiríksson, Lilja Ásgeirsdóttir, Guðrún Eiríksdóttir, Birkir Böðvarsson og barnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, PÁLMI JÓNSSON, Skólabraut 3, Seltjarnarnesi, áður bóndi að Bergsstöðum á Vatnsnesi, lést föstudaginn 3. júní. Útför hans verður gerð frá Grensáskirkju föstudaginn 10. júní kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir. Ingibjörg Daníelsdóttir, Hjálmar Pálmason, Guðlaug Sigurðardóttir, Gylfi Pálmason, Hólmgeir Pálmason, Ingibjörg Þorláksdóttir, Bergþór Pálmason, Sigrún Marinósdóttir, Ásgerður Pálmadóttir, Guðjón Gústafsson, Svanhildur Pálmadóttir, Sigurður Ámundason, afa- og langafabörn. ✝ Yndisleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, FRÍÐA SIGRÍÐUR MAGNÚSDÓTTIR, Grænuhlíð 3, Reykjavík, lést á Tenerife laugardaginn 4. júní. Jarðarförin verður auglýst síðar. Ólafur R. Karlsson, Sigríður Ólafsdóttir, Jón Þór Gunnarsson, Fríða Ólöf Ólafsdóttir, Skúli Gunnarsson, Ólafur Karl Ólafsson, Lena Friis Vestergaard, Anna María Ólafsdóttir, Heimir Jónsson, barnabörn og barnabarnabarn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.