Morgunblaðið - 07.06.2011, Page 23

Morgunblaðið - 07.06.2011, Page 23
Karólína, konan hans til 66 ára, flúðu kylfur hvítliðanna á hlaupum þveran Austurvöllinn ’49 með tvö börn, annað fjög- urra ára og hitt í barnavagni. Blessuð sé minning Karólínu líka. Júlíus var leigubílstjóri hjá Hreyfli í marga áratugi, og auð- vitað runnu uppúr honum sögur af viðskiptum hans við menn eins og Kjarval og Stein Stein- ar. – Ógleymanlegar sögur. En þó sögurnar sjálfar væru magnaðar, skipti frásagnargleð- in sko ekki minna máli, Júlíus var leiftrandi skemmtilegur sögumaður. Myndin af Júlla og Línu við eldhúsborðið á Þinghólsbraut- inni á sunnudögum mun aldrei hverfa. Við æskuvinir Trausta eigum sumar okkar ljúfustu minningar þaðan. Ég gleymi ekki heimsókn okkar Júlla í kastalann í Dover þegar þau Karólína komu til okkar Þóru og strákanna okkar í Canterbury, þá voru sagðar sögur af Winston Churchill og skoðuð leynigöngin sem lágu úr kastalanum og niður í fjöruna og voru notuð í seinna stríðinu til að verjast nasistunum. Júlíus var af þeirri kynslóð sem fannst það sjálfsagt að byggja húsin sín sjálf, og eftir því sem börnunum fjölgaði, varð að stækka við sig. Þau Lína byggðu sér hús á Hrísa- teig, Kópavogsbraut og síðast á Þinghólsbrautinni í Kópavogi. Börnin þeirra Júlíusar og Karólínu eru einstaklega sam- heldinn og hjálpsamur systk- inahópur, og ég sendi þeim öll- um dýpstu samúðarkveðjur mínar með þessum línum – Trausti, Hörður, Jón, Jóhanna, Sigrún, Stefanía – samheldni ykkar er einstök, og það hafið þið án efa frá Júlíusi og Karól- ínu. Takk fyrir allt, Júlíus. Þinn Halldór. var yndislegur drengur, allra hug- ljúfi. Við fylgdumst með honum vaxa úr grasi á Freyjugötunni í faðmi foreldra sinna. Sambandið milli þeirra var einstakt. Þeir feðgar voru eins og samlokur, miklir áhugamenn um bíla og íþróttir. Hákon fylgdi reyndar Skagamönnum en Magnús var Valsari. Þeir höfðu báðir sama ljúfa geðið, þennan einstaka ljúfa húmor. Þegar foreldrar hans féllu frá þá hittumst við sjaldnar en alltaf var jafn gaman og þægilegt að hitta Magnús. Frá honum staf- aði einstök hlýja og velvilji sem einkenndu öll hans störf. Við heimsóttum hann eins oft og við gátum á vinnustað hans á Hjól- barðaverkstæði Vesturbæjar, nú N1. En þar var hann eins og kóng- ur í eigin ríki. Tók á móti við- skiptavinum af einstakri ljúf- mennsku, eins og hann ætti í þeim hvert bein. Hann naut sín greini- lega ákaflega vel á vinnustaðnum innan um vini sína og kunningja, ávallt tilbúinn að rétta öllum hjálparhönd. Kæru Helga og Hildur og fjöl- skyldur. Allt virðist nú svart og enga ljósglætu að sjá í myrkrinu. En eftir lifir minning um góðan dreng. Skáldið Tómas Guðmunds- son segir: Nú veit ég, að sumarið sefur í sál hvers einasta manns. Eitt einasta augnablik getur brætt ísinn frá brjósti hans, svo fjötrar af huganum hrökkva sem hismi sé feykt á bál, unz sérhver sorg öðlast vængi og sérhver gleði fær mál. Guð blessi ykkur öll. Guðmundur H. Sigurðs- son , Páll V. Sigurðsson og fjölskyldur.  Fleiri minningargreinar um Magnús Hákonarson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 2011 ✝ Maríus Guð-mundsson fæddist á Rauf- arhöfn 1. júlí 1935. Hann andaðist á dvalarheimilinu Grund 30. maí. Foreldrar hans voru hjónin Guð- mundur Jónasson f. 5.7 1886, d. 10.4. 1970 og Fanney Jóhannesdóttir, f. 28.9. 1895, d. 21.12. 1963. Systkini Maríusar eru Þor- björg, f. 10.10. 1923, d. 24.4. 2004, Karl Hermann, f. 13.3. 1926, d. 16.12. 2006, Halldóra, f. 26.9. 1927, búsett á Akureyri, Haraldur, f. 24.4. 1930, d. 19.7. 2007, Vilborg Andrea, f. 11.6. 1937, d. 26.4. 1993. Eiginkona Maríusar var Þórey Rósa Stef- 21.10. 1995 og Hrund, f.10.3. 2001. Fyrir átti Guðný Vil- borgu Einarsdóttur, f. 5.7. 1984. 3) Guðrún Rós, f. 10.6. 1970. Unnusti hennar er Helgi Leifur Þrastarson, f. 1.6. 1971. Börn þeirra eru Sunna Dís, f. 3.12. 2002, Birta Sól, f. 19.8. 2005. Fyrir átti Guðrún Þór- eyju Lovísu Sigmundsdóttur, f. 21.12. 1997. Fyrir átti Helgi Steinþór, f. 4.11. 1989, og Mar- íu Björk, f. 12.10. 1994. Maríus ólst upp á Barði á Raufarhöfn en fluttist ungur að heiman til að stunda sjó- mennsku. Lengst af var hann háseti og vélstjóri á síldarskip- unum Guðmundi Þórðarsyni RE og Reykjaborg RE eða í 12 ár. Maríus hóf störf hjá Olíufé- laginu Skeljungi 1971 og starf- aði þar til ársins 2004. Hjá Skeljungi gegndi Maríus ýms- um störfum en lengst af var hann skipstjóri á olíubátnum Skeljungi 1. Útför Maríusar fer fram frá Neskirkju í dag, 7. júní 2011, og hefst athöfnin klukkan 15. ánsdóttir, f. 3.11. 1933, d. 9.10. 2003. Foreldrar hennar voru hjónin Guð- munda Eirný Sig- urjónsdóttir f. 20.6. 1907, d. 9.4. 1991, og Stefán Frið- riksson f. 15.6. 1893, d. 8.1. 1967. Maríus og Þórey eiga þrjú börn. Þau eru: 1) Ingi- björg Sigrún Eyfjörð, f. 5.5. 1960, gift Haraldi Benedikts- syni, f. 28.3. 1959. Börn þeirra eru Hjördís Anna, f. 12.7. 1981, Maríus Þór, f. 5.3. 1985 og Harpa Sif, f. 17.12. 1986. 2) Guðmundur Stefán Maríusson, f. 9.9. 1962, kvæntur Guðnýju Pétursdóttur, f. 28.6. 1961. Börn þeirra eru Hlynur Rafn, f. Í dag verður jarðsunginn tengdafaðir og vinur minn, Mar- íus. Hvernig á að minnast manns í fáum orðum, sem hefur verið sam- ofinn lífi mínu í rúm 33 ár? Ef lýsa ætti Massa með einu orði þá yrði það traustur. Fjöl- skyldan skipti hann miklu máli og hafði hann alltaf á orði „hvort allir hefðu nóg“. Þetta kom sérstak- lega fram eftir að Tóta, eiginkona hans, féll frá 2003. Hvort væri nóg af bensíni á bílnum, hvort við ætt- um að koma við í verslun að kaupa í matinn, alltaf vildi hann gera eitt- hvað fyrir aðra, en bað um ekkert fyrir sig. Massi hafði verið sjómaður á yngri árum og starfaði í landi á ol- íubátnum Skeljungi II í Reykja- vík, þannig að hann var alla ævina tengdur sjónum og hafði mikinn áhuga á sjómennsku, veiðarfær- um og verkþáttum tengdum nót, trolli, línunetum. Þar áttum við mikla samleið og gátum spjallað og rökrætt um kosti og galla hinna ýmsu veiðarfæra. Massi hafði verið á síldarbátum í Norðursjó og verið lengi að heiman frá fjölskyldu. Þannig vissi hann að samverustundir með fjölskyldunni þegar verið var í landi voru dýrmætar. Sumarbú- staðarferðir, sólarlandaferðir með börnum og barnabörnum voru honum kærar í minningunni. Massi vildi alltaf hjálpa til ef eitthvað þurfti að gera, hvort sem það var heima fyrir eða hjá öðrum. Hann var einstaklega bóngóður en vildi ekki láta tala um það, það var eðlilegt að hjálpa hver öðrum. Einnig var hann spjallsamur við barnabörnin á sinn hægláta hátt, þó stutt hafi verið í stríðni og gam- ansemi. Ekki var stríðni hans einskorð- uð við börn, fullorðnir fengu líka sinn skerf. Það voru oft miklar umræður og rökræður í skúrnum niðri á Granda þar sem hann hafði aðstöðu vegna olíubátsins. Menn fengu sér kaffi og ræddu um fisk- irí, þjóðmálin og allt var tekið fyr- ir, það fundust ýmsar lausnir á þjóðfélagsmálum líðandi stundar. Oft var þröng á þingi enda leið fólki vel í návist hans. Maríusar verður sárt saknað af mér og barnabörnum hans. Minn- ingarnar munu lifa í huga mínum og fjölskyldu um góðan, traustan og hæglátan mann sem gott var að umgangast í leik og starfi. Þökk fyrir allt, hvíl í friði. Haraldur Benediktsson. Hafa allir nóg? Þetta var alltaf efst í huga tengdapabba, alltaf að færa björg í bú. Eftir að hann hætti að vinna var hann daglegur gestur á höfn- inni og kom svo færandi hendi með allskonar fisk sem hann fékk gefins frá félögum sínum sem voru að landa. Ekki má gleyma ís- blómunum sem hann kom alltaf með handa smáfólkinu. Tengdapabbi var hæglátur maður, alþýðumaður með sína hluti á hreinu, skuldaði aldrei neinum neitt. Eftir að tengda- mamma dó fór að bera á þeim sjúkdóm sem hafði að lokum bet- ur. Börnin hans mynduðu skjald- borg um hann svo hann gæti verið heima þar til fyrir átta mánuðum að hann fór á deild V-4 á Grund. Þar var einstaklega vel hugsað um hann og þökkum við fyrir það. Jú, kæri tengdapabbi, við höf- um nóg. Við höfum hvort annað. Góða ferð og góða heimkomu, bið að heilsa Tótu og Rabba. Guðný Pétursdóttir. Elsku afi Maríus. Það er ávallt erfitt að kveðja ástvini og þó svo að ég vissi í hvað stefndi, þá var ég búinn að búa mig undir það að kveðja afa minn. En það sem ég hafði ekki hugsað út í og var ekki búin að búa mig undir var það að ég væri líka að kveðja nafna minn. Ég hafði aldrei gert mér almennilega grein fyrir því hvað það þýddi að eiga nafna fyrr en ég var búin að kveðja afa upp á Grund. Þá helltist það yfir mig að ég væri ekki eingöngu að missa afa Maríus heldur var nafni minn að deyja, sem þýðir að ég þarf að halda Maríusar-nafninu á lofti með sama heiðri og afi gerði. Þessi góði maður sem vildi allt fyr- ir alla gera og var ávallt til staðar fyrir alla. Fyrirmynd sem lítill drengur leit upp til og heyrði sögur af þrekvirkjum afa og nafna síns er nú fallinn frá. Hvernig heiðrar maður minningu slíks manns. Hvernig heldur maður nafninu á lofti svo afi Maríus yrði stoltur af. Ég mun gera mitt besta til að halda Maríusar-nafninu við, enda hafði ég góða fyrirmynd um hvernig á að fara að. Ég mun sjá til þess að fjölskylda mín geti allt- af leitað til mín, sama hvað sem amar að. Ég mun reyna að vera glaður, hress og jákvæður. Ég mun vera góður vinur vina minna. Heiðarlegur og réttlátur og vera til staðar fyrir þá sem þurfa án þess að vera beðinn um það. Á meðan ég held í minninguna um hver Maríus Guðmundsson var þá þarf ég ekki að hafa áhyggjur af því að sverta nafn hans. Er ég stoltur af því að hafa þekkt og alist upp í kringum þann mann. Meðan ég tek afa Maríus til fyrirmyndar þá mun ég stoltur geta borið Marí- usar-nafnið. Þó svo að afi sé fallinn frá þá lif- ir minning hans áfram með okkur öllum. Takk fyrir að vera góð fyr- irmynd og takk fyrir allt saman. Þín verður sárt saknað en nú er kominn tími á að skötuhjúin sam- einist að nýju ásamt öðrum ástvin- um og ættingjum sem hafa horfið á braut í tímanna rás. Þinn nafni, Maríus Þór. Maríus Guðmundsson  Fleiri minningargreinar um Maríus Guðmunds- son bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Mæðgurnar, MARÍA VALGERÐUR JÓNSDÓTTIR OG JÓHANNA SIGFRÍÐUR GUÐJÓNSDÓTTIR, Eiríksgötu 25, Reykjavík, létust á hjúkrunarheimilinu Skjóli og líknardeild Landspítalans í Kópavogi miðvikudaginn 1. júní. Útför þeirra fer fram frá Guðríðarkirkju þriðjudaginn 14. júní kl. 13.00. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast þeirra er bent á Ljósið, endurhæfingu krabbameins- greindra og Neistann, styrktarfélag hjartveikra barna. Fyrir hönd aðstandenda, Guðjón St. Guðjónsson, Pétur Rönning Jónsson. ✝ Móðir okkar, RAGNHILDUR SIGURÐARDÓTTIR frá Sólheimakoti í Mýrdal, lést á dvalarheimilinu Lundi á Hellu að morgni sunnudagsins 5. júní. Jarðarförin verður auglýst síðar. Ragnhildur Guðrún Bogadóttir, Sigrún Gerður Bogadóttir, Ragnheiður Bogadóttir, Geirþrúður Fanney Bogadóttir. ✝ Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, SIGURLAUG JÓNSDÓTTIR, Grundargötu 10, Siglufirði, lést á Heilbrigðisstofnun Fjallabyggðar föstudaginn 27. maí. Útförin fer fram frá Siglufjarðarkirkju laugardaginn 11. júní kl. 11.00. Njörður Jóhannsson, Björg Einarsdóttir, Kristján Jóhannsson, Viðar Jóhannsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ANNA RÓSAMUNDA JÓHANNSDÓTTIR, Hlíðarlundi 2, Akureyri, lést á sjúkrahúsinu á Akureyri laugardaginn 4. júní. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 14. júní kl. 13.30. Magnús Þorsteinsson, Roxanna Björg Morales, Sigurlína Þorsteinsdóttir, Gunnlaugur H. Jónsson, Jóhanna Sigrún Þorsteinsdóttir, Björn Jósef Arnviðarson, Viðar Þorsteinsson, Kolbrún Ólafsdóttir, Björgvin Þorsteinsson, Jóna Dóra Kristinsdóttir, Gunnar Þorsteinsson, Björn Axelsson, Birna Bessadóttir, barnabörn og langömmubörn. ✝ Okkar elskulegi bróðir, mágur, frændi og kæri vinur, REYNIR ARNAR EIRÍKSSON, Hjaltabakka 8, lést á líknardeild Landspítalans föstudaginn 3. júní. Útför hans fer fram frá Seljakirkju í Breiðholti föstudaginn 10. júní kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á að láta líknarfélög njóta þess. Ágúst G. Eiríksson, Ingveldur Valdimarsdóttir, Guðmundur I. Eiríksson, Þorgerður Arnórsdóttir, bræðrabörn, Linda S. Birgisdóttir, Brynja B. Birgisdóttir, Birgir F. Birgisson. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGURFLJÓÐ JÓNSDÓTTIR frá Litla-Langadal á Skógarströnd, Sóltúni 2, lést á bráðamóttöku Landspítalans sunnu- daginn 5. júní. Jarðarförin verður auglýst síðar. Halldóra Guðmundsdóttir, Sigrún Ögmundsdóttir, Þórarinn Böðvarsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur bróðir okkar, PÁLL GÍSLASON, lengst af til heimilis að Miðtúni 9, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Grund laugardaginn 4. júní. Útförin fer fram frá Fossvogskapellu föstudaginn 10. júní kl. 15.00. Ásgeir Gíslason, Alexía M. Gísladóttir, Kolbeinn Gíslason.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.