Morgunblaðið - 07.06.2011, Page 24

Morgunblaðið - 07.06.2011, Page 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 2011 ✝ Halla MargrétOttósdóttir fæddist í Reykjavík þann 21. nóvember 1928. Hún lést 29. maí 2011. Hún var dóttir hjónanna Sigurbjargar Odds- dóttur, f. 12.4. 1895, d. 15.8. 1972, og Ottós Guð- brandssonar verka- manns í Reykjavík, f. 26.1. 1898, d. þann 26.2. 1984. Systkini Höllu: Halldóra Guð- björg, húsmóðir í Sandgerði fædd 27.9. 1923, d. 15.5. 2010. Ingimar bóndi í Gaulverjabæ fæddur 11.11. 1925. Hulda sjúkraliði fædd 22.1. 1935. Halla eignaðist dóttirina uðust sjö börn. Þau eru Jakób- ína Elsa fædd 10.5. 1951. Hún á tvö börn og eitt barnabarn. Ragnheiður fædd 31.10. 1952. Hún á 5 börn og 12 barnabörn. Friðrik Ottó fæddur 28.11. 1953. Hann á 4 börn og fimm barna- börn. Hulda fædd 17.5. 1955. Hún á þrjú börn og þrjú barna- börn. Þór fæddur 18.10. 1957. Hann á 2 börn og eitt barna- barn. Ragnar fæddur 9.4. 1962. Hann á fjögur börn og eitt barnabarn. Þórður Úlfar fædd- ur 25.3. 1964. Hann á fjögur börn. Halla og Ragnar bjuggu allan sinn búskap í Reykjavík. Halla fór til Noregs árið 1950 ásamt systur sinni Halldóru í hús- mæðraskóla. Hún var húsmóðir allt sitt líf, en starfaði lítilega við verslunarstörf þegar börn hennar voru komin á legg. Halla Margrét var jarðsungin frá Bústaðakirkju í gær, 6. júní 2011. Jarðsett var í Grafarvogs- kirkjugarði. Björgu Margréti Sigurgeirsdóttur þann 19.3. 1945. Faðir hennar var Sigurgeir Gíslason manntalsfulltrúi í Hafnarfirði, fædd- ur 17.6. 1925, d. 9.4. 2003. Björg á 3 börn, 7 barnabörn og 2 barna- barnabörn. Þann 18.11.1950 giftist Halla Ragnari Sigurði Sigurðs- syni bifreiðarstjóri í Reykjavík, f. 7.5. 1931, d. 6.2. 2007. Ragnar var sonur hjónanna Jakóbínu Friðriksdóttur f. 16.6. 1895, d. 10.6. 1934 og Sigurðar Gunnars Jónssonar f. 6.8. 1895, d. 28.6. 1938. Halla og Ragnar eign- Mig langar að segja svo margt, elsku mamma mín, en það er ekki hægt í stuttu máli. Mér er efst í huga þakklæti fyrir allt það sem þú gerðir fyr- ir mig á langri lífsleið. Mildi þín og umhyggja var einstök. Í raun voru það forréttindi sem barn að eiga þig alltaf að, blíða móðir, hvað sem á bjátaði. Á unglingsárunum varstu mér stoð og stytta og kenndir mér allt sem varðað getur far- sælt líf ungrar stúlku. Á mínum fullorðinsárum, eftir að ég hafði eignast fjölskyldu, sótti ég ávallt ráð til þín, hvort sem um var að ræða barnauppeldi, mat- argerð eða bakstur. Öll þín ráð urðu mér vegvísir til hamingju og heilla. Þegar drengirnir mínir uxu úr grasi og ég var útivinnandi, gátu þeir alltaf leitað til þín og þegið um- hyggju, mjólk og kökur eða eitthvað annað gott í gogginn. Það var líka svo mikið öryggi fyrir mig en ekki síður strák- ana mína að eiga þig alltaf vísa að. En því miður er ekki lífið alltaf dans á rósum og smátt og smátt dró ský fyrir sólu í lífi þínu. Það breytti því þó ekki að alltaf varstu kát og brosandi þegar ég kom í heim- sókn og oft fannst mér alveg undravert hve vel þú varst með á nótunum þrátt fyrir veikindin. Allt tekur líf okkar enda og ég er svo þakklát fyrir að hafa haft tækifæri til að vera hjá þér þegar kallið kom. Allt okk- ar líf hefur tilgang og líf þitt var mörgum mikil gjöf. Þegar þú hefur nú kvatt þennan heim, mamma mín, þá veit ég að trú þín og öll framganga hér á jörðu verður til þess að englar Guðs munu bera þig á vængjum sínum til hæstu hæða. Þar átt þú heima og Guð mun geyma þig í faðmi sínum um alla eilífð. Það blóm sem vex úr frjórri móðurmold er milda vorsins angan lífið glæðir, á björtum sumardögum fegrar fold en fölnar þegar haustsins vind- ur næðir. (Björn Guðni Guðjónsson) Þakka þér fyrir allt og hvíl þú í friði, elsku mamma mín. Þín dóttir, Hulda. Halla Margrét Ottósdóttir Þær eru margar minningarnar sem eru tengdar honum bróður mínum, ekki síst héðan frá Deild- ará. Daginn sem Trausti kom í heiminn sátum við, ég, Helga og Jón frændi, á ganginum í sumar- bústað Bjössa og Dúnu og spiluð- um Matador. Svo var kallað á okk- ur til að sjá bróður og frænda. Trausti varð fljótt duglegur að hjálpa til við búskapinn. Hann var ekki síður mikill mömmudrengur. Hún kenndi honum að tefla sem hann komst fljótt upp á gott lag með. Trausti var ekki gamall þeg- ar hann gat sett saman vísur en hætti allt of snemma að halda því við. Trausti var ekki fermdur þegar mamma fékk illkynja krabbamein í maga. Sú góða móðir sem hafði sofið hjá drengnum sínum flestar nætur frá því hann fæddist lést eftir uppskurð 1958. Síðasta bón mömmu við mig áður en hún fór á spítalann var að hugsa um dreng- inn hennar. Hann varð því frekar sem elsta barnið okkar Garðars en bróðir. Jón Trausti Jónsson ✝ Jón TraustiJónsson fædd- ist 24. mars 1945 á Deildará í Múla- sveit í Austur- Barðastrand- arsýslu. Hann lést á gjörgæslu Land- spítalans 29. maí 2011. Jón Trausti Jóns- son var jarðsunginn frá Keflavík- urkirkju 6. júní 2011. Trausti fékk kíg- hósta veturinn eftir fermingu sem lék hann grátt. Hann var búinn að vera veikur af og til þegar Ást- hildur Briem hjúkr- unarkona kom sem ráðskona til pabba. Hún sá hve Trausti var veikur og kom honum til læknis. Kom þá í ljós mein í lunga eftir kíghóstann. Trausti var skorinn og stór hluti af öðru lunga tekinn. Þetta var mikil aðgerð en Trausti, sem var þá hjá okkur, var duglegur að fylgja fyrirmælum læknis og náði ótrúlegum bata. Vinirnir af Múlanesinu fóru einn vetur á vertíð á Tálknafirði. Hann hafði góðan félagsskap af bræðr- unum á Firði og átti þar gott skjól. Trausti fór á bát frá Patreksfirði hjá Þráni frænda og var hjá Helgu og Bjarna. Á Patreksfirði eignaðist hann kærustu, Guðnýju, og eign- aðist með henni soninn Pál Janus. Sjómennskan var hans ævistarf. Hann var lengi hjá Jöklum og Björgun en gerði líka út eigin bát. Það var honum gleði og hjálp þeg- ar Kiddi fór að fara til sjós með pabba sínum. Trausti hætti hjá Björgun af heilsufarsástæðum fyr- ir nokkrum árum og fór að starfa sem vaktmaður á Hrafnistu í Hafnarfirði. Trausti átti marga góða vini á öllum sínum vinnustöð- um. Bróðir minn fékk svínaflensu fyrir einu og hálfu ári og var í raun alltaf veikur eftir það. Hann var þó málhress og gat gert að gamni sínu. Þegar við kvöddum hann fyrir rúmri viku til að fara vestur á æskustöðvarnar sáum við hve veikur hann var orðinn. Samt kom á óvart að svona skyldi fara. Lífið fór ekki alltaf mjúkum höndum um bróður minn. Hann kvæntist og eignaðist þrjú mynd- arleg börn með Jóhönnu konu sinni sem missti heilsuna þegar elsta barnið þeirra var tæpra sex ára. Á þessum tíma var ekki auð- velt fyrir einstæðan föður að ala upp þrjú lítil börn. Það þurfti að halda heimili, borga ráðskonu en engir styrkir eða tryggingar voru til staðar, það veit ég sem barðist með bróður mínum í þessum mál- um. Trausti kom til mín með Jón Kristbjörn, Katrín fór til systur okkar og Halldór á Patreksfjörð til hjónanna Laufeyjar og Trausta sem hafa reynst honum mjög góð- ir foreldrar. Trausti kynntist seinna góðri konu, Hrefnu Krist- jánsdóttur, og hafa þau átt góða samleið seinni helming ævinnar. Börnin hennar voru honum sér- staklega góð. Fyrir okkur Garðar er fráfall Trausta sárt. Við sáum samt hvað hann var farinn að þjást mikið. Við vitum að nú líður honum betur og hann hefur hitt foreldra okkar og systur. Við biðjum guð að blessa hann, minning hans lifir með okk- ur. Ástvinum öllum vottum við inni- lega samúð. Meira: mbl.is/minningar Ásta og Garðar. Jæja Trausti minn, þá er kallið komið og mig langar að rifja upp og þakka þér fyrir þær stundir sem við áttum saman frá því að þú kynntist henni Hrefnu þinni og okkur, af mörgu er að taka yfir 30 ár. Ég vil þakka þér fyrir hversu góður afi þú varst strákunum mín- um sem elskuðu og dýrkuðu þig eins og við Hulda gerðum eins og allir sem kynntust þér. Margar sjóferðir fórum við saman á Elínu og Gunnari, og spilakvöldin heima hjá þér og líka hjá okkur Huldu og var spilaður manni eða farið á félagsvist víða. Svo komu sjúkraferðirnar, er þú varst orðinn veikur, sem voru mis- jafnar en ég er þakklátur að hafa geta aðstoðað þig. Ég er líka þakk- látur fyrir að hafa getað keyrt þig síðustu ferðina inneftir ásamt Hrönn, því þú gast ekki farið með rútunni sem vinir þínir voru í og kölluðu þig Jón forseta. Far þú í friði, kæri vinur, félagi og stjúptengdafaðir. Guð geymi þig. Hrefna og fjölskylda ykkar, Ásta og Garðar og fjölskylda og aðrir aðstandendur, Guð gefi ykk- ur styrk í sorginni. Bergþór Heiðar. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. Hann Trausti frændi minn er dáinn. Hét raunar fullu nafni Jón Trausti Jónsson en fyrir mér var hann alltaf Trausti frændi og bróðir mömmu. Trausti var mikill sjómaður og sigldi á stórum fleytum sem smáum. Reglulega kom hann heim með fisk í soðið til mömmu og pabba eftir fengsæla sjóferð. Líka til að hitta á Kidda son sinn og minn uppeldisbróður sem ólst upp hjá okkur. Eftirminnilegt er mér einnig þegar Trausti var á Hofsjökli og sigldi til og frá Am- eríku. Beðið var af mikilli eftir- væntingu eftir heimkomu hans því meðfylgjandi voru einatt spenn- andi leikföng og dót, og hvorki varð neinn fyrir vonbrigðum né skilinn útundan. Eitt sinn þurfti að færa Hofsjökul frá Keflavík til Reykjavíkur og Trausti frændi bauð mér, smá strákpjakki, að sigla með. Það var ógleymanleg ferð fyrir ungan dreng í stóru skipi en bar vott um þann mikla kærleik og hjartahlýju sem Trausti sýndi ávallt sínum nán- ustu. Trausti frændi minn var ynd- islegur maður. Góðhjartaður, ljúf- ur og góður. Umhyggjusamur um fólkið sitt, nokkuð sem ég og börn- in mín höfum notið alla tíð. Ég á eftir að sakna þess að hitta ekki á Trausta frænda minn við eldhúsborðið hjá mömmu og pabba, sitjandi í fráhnepptum bolnum með axlaböndin, tilbúinn að faðma frænda sinn og smella kossi á kinn. Sakna einstakrar vin- áttu, kærleika og væntumþykju manns sem gaf alltaf af sér þegar við hittumst. En í söknuði hugga ég mig við og þakka fyrir allt það sem hann gaf mér og mínum. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Blessuð sé minning Jóns Trausta Jónssonar, Trausta frænda. Leifur S. Garðarsson. ✝ Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, VALBORGAR JÓNSDÓTTUR frá Eyrarlandi, Akureyri, Þangbakka 8, Reykjavík. Sérstakar þakkir til allra þeirra sem önnuðust hana af alúð í Þorraseli, heimahjúkrun og félagsþjónustu, á Grund, Hrafnistu í Hafnarfirði og Landspítala. Börn, tengdabörn, ömmubörn og langömmubörn. ✝ Móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og systir, GUÐRÚN HALLDÓRA ÁSGEIRSDÓTTIR, lést þriðjudaginn 31. maí. Fyrir hönd aðstandenda, Þórhildur Þórisdóttir, Axel Þórisson, Rakel Rut Þórisdóttir, Þórður Ægir Þórisson, Þórir Gunnar Jónasson. ✝ Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR, Vallholti 14, Ólafsvík, lést á sjúkrahúsi Heilbrigðisstofnunar Vesturlands á Akranesi mánudaginn 30. maí. Útförin fer fram frá Ólafsvíkurkirkju miðvikudaginn 8. júní kl. 14.00. Lúðvík Þórarinsson, Hrefna Lúðvíksdóttir, Gísli Páll Björnsson, Inga Birna Lúðvíksdóttir, Guðlaug Lúðvíksdóttir, Kristjón V. Guðmundsson, Hildur Lúðvíksdóttir, Gunnþór Ingvason, Jón Þór Lúðvíksson, Bjarney Jörgensen, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför systur minnar og móðursystur, MARGRÉTAR G. EYJÓLFSDÓTTUR. Sérstakar þakkir til allra þeirra sem önnuðust hana á hjúkrunarheimilinu Skjóli. Oddný Eyjólfsdóttir, Ólína Ágústa Jóhannesdóttir, Kjartan Georg Gunnarsson, Jóhannes Ágúst Jóhannesson, María Skaftadóttir, Anna Margrét Jóhannesdóttir, Högni Hróarsson og fjölskyldur. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og lang- afi, RAFN KRISTJÁNSSON, lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ sunnu- daginn 5. júní. Jarðarförin verður auglýst síðar. Ingibjörg Rafnsdóttir, Magnús Rafnsson, Arnlín Óladóttir, Sigríður Rafnsdóttir, Rafn Jónsson, Auður Rafnsdóttir, James Bett, Hjördís Rafnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, SIGRÚN HREFNA GUÐMUNDSDÓTTIR, Dalbraut 23, lést miðvikudaginn 25. maí. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju í dag, þriðjudaginn 7. júní, kl. 15.00. Guðfinna Sif Sveinbjörnsdóttir, Kjartan Ó. Kjartansson, Hrefna Sigríður Briem, Bjarni Þór Þórólfsson, Guðbjörg Forberg og barnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, KRISTJÁN FRIÐRIK KRISTINSSON, Hlíðarvegi 46, Njarðvík, lést á Landspítalanum við Hringbraut fimmtudaginn 2. júní. Útförin fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju fimmtudaginn 9. júní kl. 14.00. María Lúðvíksdóttir, Sigríður Rósa Kristjánsdóttir, Jónas G. Pétursson, Örvar Þór Kristjánsson og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.