Morgunblaðið - 07.06.2011, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 07.06.2011, Blaðsíða 27
DAGBÓK 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 2011 Sudoku Frumstig 7 8 4 9 4 2 7 6 9 3 3 5 2 7 4 5 8 6 4 9 8 2 4 3 3 5 9 4 7 7 6 3 9 5 5 6 5 1 6 2 4 7 6 4 5 3 2 6 1 3 9 9 1 8 4 5 7 5 9 2 8 1 4 6 4 9 6 4 9 2 6 1 7 4 1 5 1 6 8 5 3 7 4 9 2 5 4 7 2 8 9 6 3 1 2 3 9 4 6 1 7 8 5 8 1 6 7 4 3 2 5 9 7 2 3 8 9 5 1 4 6 9 5 4 6 1 2 8 7 3 6 7 1 3 5 4 9 2 8 4 9 5 1 2 8 3 6 7 3 8 2 9 7 6 5 1 4 8 9 4 2 5 1 6 7 3 7 6 1 4 8 3 9 2 5 5 2 3 6 7 9 8 4 1 2 1 9 8 3 4 5 6 7 6 4 5 1 2 7 3 8 9 3 7 8 5 9 6 2 1 4 1 3 6 9 4 8 7 5 2 4 5 7 3 6 2 1 9 8 9 8 2 7 1 5 4 3 6 2 1 4 7 5 9 6 3 8 7 9 8 4 3 6 5 1 2 3 5 6 8 2 1 9 7 4 5 7 9 6 1 2 8 4 3 8 4 2 5 7 3 1 6 9 6 3 1 9 8 4 2 5 7 4 8 5 2 6 7 3 9 1 1 2 7 3 9 5 4 8 6 9 6 3 1 4 8 7 2 5 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig töl- urnar 1-9 og aldrei má tví- taka neina tölu í röðinni. Í dag er þriðjudagur 7. júní, 158. dagur ársins 2011 Orð dagsins: Og hann mun senda út englana og safna sínum útvöldu úr áttunum fjórum, frá skautum jarðar til himinskauta. (Mk 13, 27.) Víkverji hefur gert víðreist umvelli landsins í sumar. Á föstu- daginn var hann mættur galvaskur á Egilsgrasið í Grafarvogi til að horfa á Björninn (systurfélag Fjölnis) og Afr- íku etja kappi í þriðju deildinni. Svalt var í veðri en Bjarnarmenn héldu á áhorfendum hita með því að raða mörkum á lánlaust lið Afríku – 8:0 urðu lyktir leiksins. Ekki verður leiksins þó minnst vegna markanna, heldur óvenjulegs atviks undir lokin. Leikmaður Bjarn- arins fékk þá boltann framarlega á vellinum og lék framhjá aftasta varn- armanni Afríkumanna sem greip til þess ráðs að bregða honum. Borð- leggjandi brot og rautt spjald á varn- armanninn enda var hann langaftast- ur í sínu liði. Hafi dómarinn ekki gert sér grein fyrir því strax fékk hann all- tént ótvíræða meldingu frá aðstoð- ardómara sínum á línunni sem flagg- aði eins og hann ætti lífið að leysa. Til öryggis ráðfærði dómarinn sig stutt- lega við hann áður en hann gekk að varnarmönnum Afríku sem voru að stilla upp í varnarvegg til að verjast yfirvofandi aukaspyrnu frá Birninum. x x x Hófst þá snarundarleg atburða-rás. Dómarinn byrjaði nefni- lega á því að sýna röngum leikmanni rauða spjaldið. Sætti það tíðindum í ljósi þess að maðurinn sem framdi brotið og sá er fékk að líta rauða spjaldið voru hvor af sínum litnum. Annar svartur en hinn hvítur. Fórn- aði hinn spjaldaði höndum og harm- aði örlög sín – skiljanlega. Reyndi að malda í móinn og tóku Bjarnarmenn upp hanskann fyrir hann. Dómarinn ráðfærði sig þá aftur við aðstoðar- dómarann og flutti í kjölfarið spjaldið yfir á réttan mann. Af einhverjum ástæðum var þeim manni ekki skemmt og harðneitaði að fara af velli. „Ég fer ekki fet,“ sagði hann ákveðinn og stóð sem fastast. Það gerði dómarinn líka, benti mann- inum áfram á að yfirgefa völlinn. Upp kom pattstaða í um fimm mínútur eða þar til sá brotlegi, sem beittur hafði verið blíðmælum, sætti sig loks með semingi við örlög sín og gekk af velli. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 háðsk, 8 þvingar, 9 atvinnugrein, 10 ambátt, 11 hluta, 13 framkvæmir, 15 viðlags, 18 hugaða, 21 sníkju- dýr, 22 á, 23 áform, 24 hrokafulla. Lóðrétt | 2 hryggð, 3 blunda, 4 þjálfun, 5 hús- freyjur, 6 farkostur, 7 inn- yfli, 12 viðdvöl, 14 málmur, 15 fiskur, 16 stendur við, 17 lemjum, 18 vansæll, 19 sak- aruppgjöf, 20 hafa undan. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 gáski, 4 fíkin, 7 fátæk, 8 lærum, 9 afl, 11 atar, 13 dimm, 14 yrkir, 15 kusk, 17 ólán, 20 err, 22 lítri, 23 ældir, 24 aumra, 25 tauta. Lóðrétt: 1 gifta, 2 sötra, 3 iðka, 4 féll, 5 kerfi, 6 nemum, 10 fákur, 12 ryk, 13 dró, 15 kelda, 16 sýtum, 18 lyddu, 19 norpa, 20 eira, 21 rækt. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Lánspunktar. Norður ♠953 ♥Á1084 ♦ÁG976 ♣8 Vestur Austur ♠ÁKD1042 ♠6 ♥95 ♥63 ♦– ♦K1085432 ♣KD753 ♣Á62 Suður ♠G87 ♥KDG72 ♦D ♣G1094 Suður spilar 5♥ redobluð. Horfum til suðurs: Vestur opnar á 1♠ og austur svarar á kröfugrandi. Er ástæða fyrir suður að skipta sér af mál- um? Enginn á hættu. Ætli meirihluti spilara myndi ekki passa með þeim rökum að suður „eigi bara alls ekki fyrir innákomu“. Sem er alveg rétt; suður á fulllítið. En þetta er eina tækifærið til að benda á útspil og suður vill umfram allt fá út hjarta gegn spaðasamningi. Stundum verður að melda út á krít. Spilið er frá úrslitaleik Diamonds og Bathursts í bandarísku landsliðskeppn- inni. Eric Greco var í suður á öðru borð- inu og lét eftir sér að segja 2♥. Vestur stökk í 4♠ og Geoff Hampson í norður sagði 5♥. Austur doblaði og Hampson redoblaði: þrír niður og 1000-kall í A-V. Svona gæjar geta valið útspilin sín sjálfir. 7. júní 1951 Afhjúpað var minnismerki í Fossvogskirkjugarði í Reykja- vík um 212 breska hermenn sem féllu hér í síðari heims- styrjöldinni. 7. júní 1998 Stór skriða féll úr austan- verðum Lómagnúp og yfir vegarslóða. Aflið var svo mik- ið að atburðurinn kom fram á jarðskjálftamælum í 150 kíló- metra fjarlægð. 7. júní 2005 Þungarokkssveitin Iron Maid- en hélt tónleika í Egilshöll. „Fín stemning,“ sagði Morg- unblaðið. 7. júní 2008 Keppt var í fyrsta sinn í 100 kílómetra hlaupi hér á landi. Þátttakendur voru sextán. Sá sem kom fyrstur í mark, Neil Kapoor, hljóp á tæpum átta klukkustundum. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist … „Ætli ég fari ekki út að borða með frúnni, en ann- ars er búið að vera svo brjálað að gera að maður hefur varla tíma til að hugsa um þetta,“ segir Grétar Örn Jóhannsson, iðntæknifræðingur, sem er þrítugur í dag. Afmælið er þó ekki það sem er Grétari efst í huga um þessar mundir, heldur önn- ur tímamót sem verða í sumarlok, því þá mun hann flytja af landi brott ásamt konu sinni og tveimur börnum. Fjölskyldan stefnir til Esbjerg í Danmörku, þar sem Grétar ætlar að setjast aftur á skólabekk í Syddansk Universitet til meistara- náms í stjórnun náttúruauðlinda. Hann útilokar ekki að efnt verði til kveðjuhófs, í stað afmælisveislu, fyrir brottför ef tími gefst til. „Nú er maður aðallega að reyna að losa sig við eitthvað af öllu þessu drasli sem maður er búinn að safna að sér, það er merki- lega mikið miðað við að maður er ekki eldri en þetta,“ segir Grétar. Hann kippir sér þó ekki mikið upp við það þótt árunum fari smám saman fjölgandi, enda er margt framundan. „Maður á svo sem þessar samræður við jafnaldrana sem eru líka að detta inn á fertugsaldurinn. Það fer ekkert fram hjá okkur að við erum ekki tvítugir lengur, en maður verður að halda sér við efnið.“ una@mbl.is Grétar Örn Jóhannsson 30 ára Flytur af landi brott í haust Flóðogfjara 7. júní Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólaruppr. Sólsetur Reykjavík 4.04 0,7 10.13 3,3 16.17 0,8 22.35 3,5 3.09 23.45 Ísafjörður 6.13 0,3 12.10 1,7 18.21 0,5 2.12 24.52 Siglufjörður 1.58 1,2 8.23 0,1 14.52 1,1 20.34 0,3 1.50 24.40 Djúpivogur 1.13 0,6 7.09 1,9 13.23 0,5 19.43 2,0 2.27 23.26 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Ekki láta það á þig fá þótt yfirmenn og foreldrar séu að gera út af við þig um þessar mundir. (20. apríl - 20. maí)  Naut Þú mátt ekki láta dagdrauma spilla fyr- ir þér vinnunni. Menn verða að taka hlut- unum á léttu nótunum og gefa barninu í sér tækifæri. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Þú ert óvenju viðkvæm/ur og þarft því á einveru að halda í dag. Forvitni þín um umheiminn er vakin og nú gæti komið tæki- færi til að leggja land undir fót. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Þótt fortíðin sé fyrir bí er það nú oft svo að þangað má sækja margvíslegan lær- dóm fyrir framtíðina. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Þú heldur inni í þér tilfinningunni sem þarf að komast út. Ef þú færð tækifæri til að taka stjórnina í einhverju máli, gríptu þá tækifærið. Nýttu þetta sem mest þú mátt. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Þú skuldar góðum vini sendibréf og ættir að inna þá skuld af hendi fyrr en síðar. Mundu að það eru til fleiri en ein leið að hverju marki og vandinn er að velja þar í milli. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Það er oft þægilegra að ræða málin við skoðanabræður sína en hina sem ekki eru á sama máli. Settu saman lista í huganum yfir þá sem þig langar til að kynnast. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Gerðu ráð fyrir að í brýnu slái milli þín og einhvers annars í dag. Einfaldaðu hlutina með því að sleppa óþarfa athöfnum úr tímatöflunni. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Ýmsir munu veita þér sérstaka eftirtekt næstu fjórar vikurnar. Hugsaðu tvisvar áður en þú kaupir nokkuð. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Dagurinn er ekki heppilegur fyrir hluti er tengjast lagalegum málum, útgáfu eða menntun. Sýndu samt hógværð. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Af hverju ættirðu að gera lítið úr draumum þínum? Leyfðu sjálfum þér að vaxa, sama hvað aðrir eru að bardúsa. Ekki spá í takmarkanir þínar, enginn tekur eftir þeim nema þú. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Dugnaður þinn verður til umræðu, en kannski ekki endilega meðal þeirra sem þú vilt að hæli þér. Stjörnuspá Nanna Lára Pedersen er átt- ræð í dag, 7. júní. Hún tekur á móti fjölskyldu og vin- um á afmælis- daginn á Stór- höfða 31 frá kl. 17 til 20. Nanna afþakkar allar gjafir en þeim sem vilja gleðja hana er bent á Neist- ann, styrktarfélag hjartveikra barna, reikningsnúmer 101-26- 4995, kt.: 490696-2309, einnig er hægt að hringja í Neistann í síma 552-5744. 80 ára 1. e4 e5 2. Rf3 Rf6 3. Rxe5 d6 4. Rf3 Rxe4 5. d4 d5 6. Bd3 Be7 7. 0-0 Rc6 8. c4 Rb4 9. Be2 0-0 10. Rc3 Bf5 11. a3 Rxc3 12. bxc3 Rc6 13. He1 He8 14. cxd5 Dxd5 15. Bf4 Hac8 16. g3 Bf6 17. Hc1 h6 18. c4 Da5 19. d5 Re5 20. Bxe5 Bxe5 21. Bd3 Bg4 22. He4 Bxf3 23. Dxf3 Bb2 24. Hb1 Dxa3 25. c5 Kf8 26. d6 cxd6 27. cxd6 Hxe4 28. Dxe4 Bf6 29. Dh7 g6 Staðan kom upp í atskákhluta Amber-mótsins sem lauk fyrir nokkru í Mónakó. Vassily Ivansjúk (2.779) frá Úkraínu hafði hvítt gegn Boris Gelfand (2.733) frá Ísrael. 30. Bxg6! fxg6 31. Hxb7 Da1+ 32. Kg2 Bg7 33. Dxg6 Df6 34. Hxg7! og svartur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is Hvítur á leik. Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af barninu til birtingar í Morgunblaðinu Frá forsíðu mbl.is er einfalt að senda mynd af barninu með upplýsingum um fæðingarstað, stund, þyngd, lengd, ásamt nöfnum foreldra. Einnig má senda tölvupóst á barn@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.