Morgunblaðið - 07.06.2011, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 07.06.2011, Blaðsíða 28
28 DAGBÓK MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 2011 Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand KATTASTÖÐIN KYNNIR... „HEIMS- MEISTARAMÓT KATTA Í RÆKJUÁTI” HVAÐ ERTU AÐ HORFA Á? EKKERT SEM ÉG GET EKKI TOPPAÐ FANNSTU BÓKINA ÞÍNA KALLI BJARNA? NEI HVAÐ HELD- URÐU AÐ GERIST? ÉG VEIT ÞAÐ EKKI... EN ÞEGAR EINSTAKLINGURINN TEKST Á VIÐ HEILA STOFNUN ÞÁ TAPAR HANN OFTAST HVAÐ ER AÐ? ÞETTA ER HRÆÐILEGT EN SATT GÆTI ÉG BEÐIÐ YKKUR UM AÐ VALDA SEM MINNSTUM SKEMMDUM Á SJÁLFUM KASTALANUM? AF HVERJU? ÉG ER EKKI TRYGGÐUR FYRIR RÁNI OG RUPPLI HVERNIG FÓRUM VIÐ AÐ ÞVÍ AÐ VERÐA OKKUR ÚT UM MAT ÁÐUR EN BIFREIÐIN VAR FUNDIN UPP? ÉG ER ÁNÆGÐ MEÐ AÐ VIÐ GÁTUM LAGAÐ HROTURNAR ÞÍNAR EF ÞÚ ERT ÁNÆGÐ ÞÁ ER ÉG ÁNÆGÐUR GÓÐA NÓTT! GÓÐA NÓTT! *ANDVARP* ÞAÐ ER SANDUR ALL- STAÐAR, ÉG GET EKKI ANDAÐ ÉR ER AÐ MISSA MEÐVITUND... ÉG GAT EKKI ANNAÐ GERT... ...DÓTTUR MINNAR VEGNA SNAV! Er stjórnlagaráð viljalaust verk- færi Samfylking- arinnar? – Full- veldisframsal Það virðist allt benda til að hið um- boðslausa stjórnlag- aráð sé ekkert annað en viljalaust verk- færi Samfylking- arinnar og þeirra sem keyra vilja Ís- land inn í Evrópu- sambandið. En nú er það einmitt komið á daginn sem margir óttuðust að væri aðaltilgangur Samfylkingarinnar með stjórn- lagaþingi. Að koma ótakmörkuðu fullveldisframsali inn í stjórn- arskrána svo Ísland geti gerst aðili að ESB. En svokölluð C- nefnd stjórnlagaráðs hefur nú ályktað í þá veru. Þvert á nið- urstöðu þjóðfundar um að stjórn- arskráin sé sáttmáli „sem tryggi fullveldi og sjálfstæði Íslendinga, og sé skrifuð fyrir fólkið í land- inu“. En einherra hluta vegna virðist stjórnlaganefnd, sem með- tók ályktun þjóðfundar til úr- vinnslu fyrir stjórnlagaþing, nú stjórnlagaráð, hafa að eigin geð- þótta hent þessari mikilvægu ályktun út. Sem er ótrúlegur skandall og hneyksli. En hvernig mátti þetta gerast? Hvað með alla þá sem kosnir voru á stjórn- lagaþing, og sem nú sitja í stjórnlag- aráði, og höfðu gef- ið út það loforð að standa vörð um fullveldi Íslands í stjórnarskrá? Hvar hefur andstaða þeirra við þessa vítaverðu fullveldis- framsalsályktun komið fram? Svo virðist sem þetta stjórnlagaráð sé í algjöru skötu- líki. Hvorki fugl né fiskur sem ekkert mark er takandi á. Eins og með að álykta að herskylda sé bönnuð í stjórnarskrá á Íslandi. En hvergi í veröldinni hefur fullvalda og sjálfstæð þjóð slíkt rugl í sinni stjórnarskrá, sem í raun bannar ríkinu að verja land sitt og þjóð í neyð. Skandall! Sem betur fer hafa Alþingi og þjóðin síðasta orðið um nið- urstöðu stjórnlagaráðs. Þessa umboðslausa stjórnlagaráðs sem enginn tekur mark á og því síður ber virðingu fyrir, eftir að full- veldisframsalshugmynd þess kom fram. Guðm. Jónas Kristjánsson. Ást er… … sagan sem býr að baki Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Árskógar 4 | Smíði og útskurður kl. 9, botsía kl. 9.45, handavinna kl. 13. Opinn púttvöllur. Dalbraut 18-20 | Handavinna kl. 9, félagsvist kl. 14. Dalbraut 27 | Handavinna kl. 8-16. Vöfflukaffi. Félagsheimilið Boðinn | Róleg ganga kl. 13, tai-chi-leikfimi kl. 13.30. Félagsheimilið Gjábakki | Handa- vinnustofan opin, jóga kl. 10.50 og hádegisverður. Félagsstarf eldri borgara, Garða- bæ | Qi-gong kl. 8.10, spila- og vinnustofur opnar, Bónusrúta kl. 14.45. Félagsstarf Gerðubergi | Opið kl. 9- 16.30, m.a. stafganga kl. 10.30. Uppl. á staðnum og síma 575-7720. Hraunbær 105 | Boccia kl. 10.30, Bónusbíll kl. 12.15, kaffi. Hraunsel | Leikfimi í Bjarkarhúsi kl. 11.30, brids kl. 12.30. Hvassaleiti 56-58 | Opið kl. 8-16. Matur og kaffi. Helgistund kl. 14, sr. Ólafur Jóhannsson. Hæðargarður 31 | Við hringborðið kl. 8.50, listasmiðja kl. 9, félagsvist á mánud., bíó á föstud. og bókabíllinn, Bónus á þriðjud.. Matur og kaffi virka daga. Hárgreiðslustofa og fótaað- gerðir. Uppl. í síma 411-2790. Korpúlfar Grafarvogi | Á morgun kl. 13 er opið hús á Korpúlfsstöðum. Ýmisleg vinna í gangi. Skemmtifélag eldriborgara | Ferð í Borgarfjörð á morgun, 8. júní. Farið frá Aflagranda kl. 8.30, Vesturgötu kl. 8.35, Lækjartorgi kl. 8.40, Mjódd kl. 8.50, Hraunbæ kl. 9. Uppl. í síma 775-1340. Vesturgata 7 | Aðstoð v/böðun, handavinna kl. 9.15. Spurt og spjall- að, leshópur og spil kl. 13. Vitatorg, félagsmiðstöð | Félagsvist kl. 14. Hárgreiðslu- og fótaaðgerð- arst. opnar. Þingvallaferð fimm. 9. júní, veitingar í Básnum Ölfusi. Lagt af stað kl. 13, heimkoma kl. 17.30. Uppl. í síma 535-2760. Bati“ er yfirskrift fallegsljóðs eftir Björn Ingólfsson: Heiðið blátt og bærist hvergi bára á sjó, ég bý mig út með broddstaf minn og bestu skó. Eftir kalt og illskeytt vor er ómæld fró að finna aftur angan lyngs og ilm úr mó. Pétur Pétursson frá Höllu- stöðum og Hálfdán sonur hans litu við í Kotabyggð hjá hjón- unum hagmæltu Árna Jónssyni og Petru. Voru þeir að æfa söngatriði fyrir komandi brúð- kaup sonar og bróður, Péturs Péturssonar yngri, sem búsett- ur er í Svíþjóð. Að æfingu lok- inni kvaddi Árni þann gamla: Á beggja raddir ber ég skyn þó betur þekki Pétur. Er nú reyndar ekki kyn þó afkvæmið syngi betur. Hjálmar Freysteinsson orti undir kvöldfréttunum: Allt er að fara til Helvítis hér, hrikaleg þjóðfélagsmeinin, kannski er þó verst hve orðið nú er erfitt að komast í steininn. Að lokum er rétt að geta þess, að Landsmót hagyrðinga, Bragaþing 2011, verður haldið á Hótel Stykkishólmi laug- ardaginn 3. september. Um taumana heldur Hermann Jó- hannesson og verður dagskráin auglýst síðar. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Af angan lyngs og brúðkaupi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.