Morgunblaðið - 07.06.2011, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 07.06.2011, Blaðsíða 29
Morgunblaðið/Ernir Þverskurður „Sex pör er verulega gott framlag til íslenskrar danslistar sem og íslenskrar tónsköpunar. “ Sex pör eru sex íslensk dans-og tónverk sem samin voru ínánu samstarfi tónskálda ogdanshöfunda. Sex íslenskir danshöfundar og sex tónskáld unnu saman í pörum og hvert par flutti eitt nýtt verk. Voru þau frumflutt hinn 31. maí í Tjarnarbíói. Sex pör er sam- starfsverkefni Listahátíðar og RÚV. Verkin voru sýnd aðeins einu sinni á Listahátíð, en samstarfsferli lista- mannanna, ásamt verkunum sjálfum, voru fest á filmu fyrir sjónvarpsþætti í umsjón Jónasar Sen og Jóns Egils Bergþórssonar sem sýndir verða í sjónvarpinu á næsta ári. Hvert par flutti eitt verk. Í flestum verkunum var dansað við upptökur af tónlistinni. Erna Ómarsdóttir og Ólöf Arnalds gerðu þó tilraun til að brjóta upp formið með því að tvinna saman dansinn og tónlistina. Verk þeirra nefndist Íslenska tungan og var tunga Ernu notuð sem verkfæri til að skapa dansinn og tónlistina. Ólöf og Erna voru báðar inni á svið- inu og spilaði Ólöf einnig hljóð úr tölvu. Íslenska tungan var ólík hinum verkunum og skar sig úr, en það hefði verið hægt að taka hugmyndina lengra og vinna hana betur. Til að mynda hefði verið áhugavert að nýta betur viðveru Ólafar á sviðinu. Það sama má þó segja um flest verkanna, að þau minntu frekar á hugmynd en fullbúið verk. Í mörgum þeirra hefði verið hægt að ganga enn lengra varðandi úrvinnslu efnis og oft vantaði töluvert upp á heildar- mynd verkanna. Sex pör sýnir því vissulega fram á hversu vandasamt það er að semja svo stutt dansverk og voru því flest verkin svokölluð stemnings- eða þemaverk en ekki borin uppi af söguþræði. Í verki Daníels Bjarnasonar og Margrétar Bjarnadóttur, Smáljón í sjónmáli, tókst þó einkar vel að skapa hrífandi stemningu sem krafðist ekki fram- vindu. Í sýningunni Sex pör ægði saman ólíkum stefnum og straumum dans- listar. Tónlist verkanna var einnig af mjög ólíkum toga þrátt fyrir að það mætti finna tregablandinn undirtón í flestum verkunum. Tónlist Þórarins Guðnasonar sem hann samdi fyrir dansverk Sigríðar Soffíu Níels- dóttur; Bergmál, skar sig þó töluvert úr. Hraði og ákveðinn húmor ein- kenndi tónlistina, sem stóð vel undir hreyfiformum Sigríðar Soffíu. Þrátt fyrir hrynfestuna var einnig að finna alvarlegan undirtón sem og í öllum verkum kvöldsins. Mjög vel var staðið að vali paranna en Sex pör er góður þverskurður af því helsta sem á sér stað í íslenskum samtímadansi. Sex pör er verulega gott framlag til íslenskrar danslistar sem og ís- lenskrar tónsköpunar. Sem kynning á íslenskri dansflóru var sýningin vel heppnuð og hentug og hefði því verið gaman ef fleiri áhorfendur hefðu fengið tækifæri til að upplifa hana. Það verður spennandi að sjá hvernig Ríkissjónvarpinu tekst til við úr- vinnslu efnisins. Vonandi verða þætt- irnir skref í átt að því að gera ís- lenskri danslist hærra undir höfði og draga fram mikilvægi þess að lista- menn úr ólíkum greinum sameini krafta sína. Frekar hugmyndir en fullbúin verk Sex pör bbbnn Sex íslensk dans- og tónverk samin í samstarfi tónskálda og danshöfunda. Flutt í Tjarnarbíói 31. maí. Samstarfs- verkefni Listahátíðar og RÚV. MARGRÉT ÁSKELSDÓTTIR DANS MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 2011 Undanfarin fjögur ár hefur ljósmyndarinn Svavar Jón- atansson ferðast reglulega með vöruflutninga- og hóp- ferðarbifreiðum um landið og ljósmyndað landslagið út um hliðarrúðuna á nokkura sekúndna fresti. Myndirnar eru alls orðnar ríflega 200.000, en síðan hefur hann val- ið úr þeim myndum í myndbandsverk, eins og til að mynda í verkið Innland/Útland-Ísland, en í því eru 40.000 ljósmyndir í hreyfimyndarformi með frumsam- inni tónlist Daníels Ágústs Haraldssonar, en flytjendur með honum eru Davíð Þór Jónsson og Matta Kallio. Að sögn Svavars hefur verkið verið sýnt víða um land, en einnig sýndi hann það í Kanada á síðasta ári. Í júní sýnir hann svo sérunnin verk frá svæðum Vatnajökulsþjóðgarðs og Snæfellsjökulsþjóðgarðs í gestastofum þjóðgarðanna á hvorum stað. Sýningin í Skaftafelli, sem var opnuð 4. júní síðastliðinn og stend- ur fram á haust, er í samstarfi við Vatnajökulsþjóðgarð og styrkt af Vinum Vatnajökuls. Sýningin á Snæfellsnesi, í gestastofu Snæfellsjökuls- þjóðgarðs að Hellnum, sem er í samstarfi við Snæfells- jökulsþjóðgarð og styrkt af Menningarráði Vestur- lands, verður svo opnuð 22. júní næstkomandi í tilefni 10 ára afmælis þjóðgarðsins og stendur fram í sept- ember. Hægt er að skoða verk Svavars á vefsetrinu inlandoutland.com og þar er einnig hægt að sjá heim- ildarmynd um verkefnið. Hann lýsir verkinu svo: „Það felur í sér margar hliðar, bæði í framsetningu mynda, en einnig í framkvæmd; er ýtarleg myndræn framsetn- ingu á landslagi, ný sýn og samanburður sem undir- strikar fjölbreytni landslagsins.“ arnim@mbl.is Ljósmynd/Svavar Jónatansson Samanburður Myndir af Svínafellsjökli teknar út um bílglugga, en Svavar sýnir stækkaðar ljósmyndir í þessu formi, tvær ljósmyndir teknar frá sama stað, ávallt úr bíl á ferð. Landslagsmyndir út um hliðarrúðuna á ferð Fyrir stuttu var opnuð sýning á verkum Önnu Jóelsdóttur í Clock- tower Gallery í New York. Sýningin stendur til 1. október, en sýningar- stjóri er Alanna Heiss, fyrrverandi forstöðumaður PS1-deildar Nútíma- listasafnsins í New York, MOMA. Clocktower-galleríið bauð Önnu að vera með vorsýningu þess í ár í kjölfar sýningar hennar í Stux Gall- ery í New York veturinn 2009-2010. Þetta er þriðja einkasýning Önnu í New York. Hún hefur einnig haldið einkasýningu í Museum of Contem- poray Art í Chicago þar sem hún býr og tekið þátt í fjölda einka- og sam- sýninga þar og víðar. Anna málar og teiknar með akrýl og bleki báðum megin á stórar hálf- gegnsæjar mylar-arkir og mótar þær síðan í rýminu þar sem þær um- breytast í þrívíð skúlptúrmálverk. Þess má geta að í ár var Anna val- in úr hópi yfir 1.000 umsækjenda í bókina New American Painting og birtast verk hennar í bókinni í þriðja sinn. Í vor hlaut hún styrk úr Minn- ingarsjóði Barböru og Magnúsar Árnasonar. Hún tók þátt í samsýn- ingunni Kenjóttar hvatir í Listasafni Akureyrar og Tvívídd vídd í Nýlista- safninu 2005. Einnig hefur hún hefur haldið einkasýningar í Hafnarborg og í Listasafni ASÍ. Skúlptúrmálverk Frá sýningu á verkum Önnu Jóelsdóttur í Clocktower Gallery í New York. Sýningin stendur til 1. október næstkomandi. Anna Jóelsdóttir sýnir í New York 568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.is NEI, RÁÐHERRA! (Stóra sviðið) Fös 10/6 kl. 20:00 Lau 11/6 kl. 20:00 Tveggja tíma hláturskast...með hléi. Síðustu sýningar þessa leikárs Húsmóðirin (Nýja sviðið) Þri 7/6 kl. 20:00 Lau 11/6 kl. 20:00 Fim 23/6 kl. 20:00 aukasýn Mið 8/6 kl. 20:00 Mið 15/6 kl. 20:00 Fös 10/6 kl. 20:00 Mið 22/6 kl. 20:00 aukasýn Sýningum lýkur í júní. Ósóttar pantanir seldar daglega Faust (Stóra svið) Fim 9/6 kl. 20:00 lokasýn Allra síðustu sýningar Klúbburinn (Litla sviðið) Þri 7/6 kl. 20:00 4.k Mið 8/6 kl. 20:00 5.k Á Listahátíð - Leikhús, dans og tónlist renna saman í eina órjúfanlega heild Klúbburinn – dansleikhús um karlmenn - nýr auglýsingamiðill  569-1100finnur@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.