Morgunblaðið - 07.06.2011, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 07.06.2011, Blaðsíða 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 2011 Forlagið hefur gefið þýðingu Karls Ísfelds á Ævintýrum Góða dátans Svejks í heims- styrjöldinni eftir tékkneska rit- höfundinn Jaroslav Hašek. Bókin kom fyrst út í Tékkó- slóvakíu á árunum 1920-23 en Hašek dó úr berklum áður en honum auðnaðist að ljúka verk- inu. Þýðing Karls Ísfeld kom út á árunum 1942-43. Góði dátinn Svejk hefst þar sem erkihertoginn Franz Ferdinand hefur verið myrtur í Sarajevo, en það morð hratt af stað heimsstyrjöldinni fyrri, og segir frá hermanninum Jósef Svejk sem ber enga virðingu fyrir valdi, ger- ir aldrei það sem honum er sagt. Bækur Góði dátinn Svejk kemur út í kilju Ævintýri góða dátans Svejks. Á miðvikudag hefst að nýju tónleikaröðin Sumartónar í Elliðaárdal í Fella- og Hóla- kirkju með tónleikum kórs kirkjunnar. Á efnisskrá er verkið Aesop’s Fables eftir Bob Chilcott, þekktar ítalskar aríur og íslensk einsöngslög. Jafnframt mun kórinn flytja íslenska kirkjutónlist við texta eftir Sigurbjörn Einarsson. Einsöngvarar á tónleikunum eru úr röðum kórfélaga; sópransöngkonurnar Ás- dís Arnalds og Una Dóra Þorbjörnsdóttir, Elfa Dröfn Stefánsdóttir mezzó-sópran og Reynir Þor- mar Þórisson tenór. Píanóleikari er Guðríður St. Sigurðardóttir og stjórnandi Guðný Einarsdóttir. Tónlist Sumartónar í Ell- iðaárdal að nýju Bob Chilcott Ellen Júlíusdóttir sýnir nú í Listhúsi Ófeigs á Skólavörðu- stíg myndir sem unnar eru með blandaðri tækni. Sýn- inguna nefnir hún Vatnaskil. Ellen hóf nám við Myndlista- skólann í Reykjavík 1994 og nam þar teiknun, olíumálun, módelteikningu og módel- málun. Hún lauk námi við Mynd- listaskólann 2002 og hóf síðan nám við Myndlistaskólann í Kópavogi 2005 og lagði þar áherslu á vatnslitun og módelmálun, en kynntist einnig olíupastellitum. Hún lauk námi þar 2010. Sýningin er opnin á verslunartíma og stendur til 22. júní. Myndlist Ellen Júlíusdóttir í Listhúsi Ófeigs Ein mynda Ellenar Júlíusdóttur. Árni Matthíasson arnim@mbl.is Fyrir stuttu gaf Crymogea út bókina Bílar í ám / Cars in rivers með verkinu Cars in rivers eft- ir Ólaf Elíasson. Verkið, sem er í eigu Listasafns Íslands, er byggt á myndum sem Ólafur fékk sendar og notaði í sýningunni Limbólandi sem var sett upp í i8 gallerí vorið 2009. Halldór Björn Runólfsson, safnstjóri Listasafns Íslands, ritar formála að bókinni. Hann segist hafa séð vísi að verkinu á Limbólandi og um líkt leyti hafi Ólafur nefnt það við sig að hann hygðist vinna hugmyndina frekar, bæta við fleiri myndum og gefa svo þjóðinni. „Hann hafði lengi langað til að gera verk um þennan fak- tor, þetta atriði í íslenskri menningu. Hann var alltaf hér á sumrin sem barn, var mikið í Holt- unum og varð snemma mikill áhugamaður um há- lendisferðir, fór í jeppaferðir og fer enn,“ segir Halldór og bætir við að þótt sú skýring hafi heyrst að verkið eigi að vera táknrænt fyrir efnahags- hrunið, að menn sitji fastir úti í á á jeppanum sín- um, hafi það verið unnið fyrir hrun og sé í raun og veru óður um Íslendinga. „Ólafur skynjar þá orku landsins sem er í fólki og ég held að upphaflega hugmyndin hjá honum hafi verið óður til þjóð- arinnar.“ Óþekkti ævintýramaðurinn Í formálanum nefnir Halldór óþekkta ævintýra- manninn í nafnlausu ökutæki í ókunnu fallvatni, en verkið hefur væntanlega allt aðra skírskotun til út- lendinga en okkar sem höfum mörg orðið vitni að því þegar menn festu bíl í á eða höfum jafnvel setið föst í bíl í á. Halldór tekur undir það og beðinn um að rekja eigin reynslu af því að fara á bíl út í á nefnir hann að hann hafi átt tvo eldri bræður og þeir gamlan Dodge Weapon frá Kóreustríðinu, árgerð 1952 eða 53. „Við vorum alltaf að flandra á hálendinu og svo er ég líka útlærð- ur leiðsögumaður og fór í hálend- isferðir með útlendinga fyrir svona 15 árum eða svo. Erlendir ferða- menn eru líka farnir að haga sér eins og Íslendingar. Ég var oft með Frakka og Spánverja og Ítali og maður þurfti stundum að passa upp á þá, þeir höguðu sér eins og kýrnar á vorin og gerðu sér enga grein fyrir hættunum. Landið er svo ólíkt Evrópu þar sem allt er vegalagt og hver fersentimetri skipulagður.“ Orka Ein myndanna úr verki Ólafs Elíassonar Cars in Rivers. Nafnlaust ökutæki í ókunnu fallvatni  Crymogea hefur gefið út á bók verkið Cars in rivers eftir Ólaf Elíasson Halldór Björn Runólfsson Trínidadísk-breski rithöfundurinn Vidiadhar Surajprasad Naipaul, sem er af indversku bergi brotinn, fékk bókmenntaverðlaun Nóbels fyrir tíu árum og var þá lofaður um heim all- an fyrir bækur sínar og innsýn í mannlega tilveru. Upp frá því má segja að molnað hafi úr glansmynd- inni og ýmsir hafa farið hörðum orð- um um skáldið fyrir síngirni, sjálfs- elsku, ofbeldishneigð og kynþátta- fordóma og Naipaul sjálfur verið iðinn við glannalegar yfirlýsingar og hann hefur þannig meðal annars gert lítið úr blökkumönnum, mús- limum, hindúum, Indverjum og íbú- um Afríku eins og þeir leggja sig. Í viðtali um verk hans sem tekið var við hann á fimmtudag notaði hann svo tækifærið og fór háðulegum orð- um um konur og rithæfni þeirra, sagði meðal annars að engin kona væri jafnoki hans að ritsnilld og gagnrýndi Jane Austen sérstaklega. „Ég get lesið texta og eftir eina eða tvær setningar veit ég hvort höfund- urinn er kona eða karl,“ sagði hann og bætti við að tilfinningasemi kvenna gegnsýrði verk þeirra og þær hefðu þröngt sjónarhorn á heiminn. „Konur ráða ekki á heim- ilinu og það skilar sér í skrif þeirra … Útgefandi minn, sem reyndist mér svo vel sem ritstjóri og ráðgjafi, fór að skrifa bækur sjálf og þær voru eintómt kvenlegt blaður, en það má ekki skilja þetta svo að ég sé að gera lítið úr henni.“ Konur geta ekki skrifað V.S. Naipaul yfirlýs- ingaglaður að vanda Fordómar Rithöfundurinn Vidiadh- ar Surajprasad Naipaul. Já hann, hann er einn af bestu sellóspil- urum landsins, hann er örugglega góður í rúminu 32 » Út er komin hljóðbókin Bakkabræður og kímnisögur þar sem þeir Ársæll Níelsson og Elfar Logi Hannesson lesa sögur úr þjóðsagnasafni Jóns Árnasonar. Kómedíuleik- húsið gefur hljóð- bókina út. Alls eru í bókinni, sem gefin er út á geisladisk, fjórtán sögur af bræðr- unum á Bakka og tuttugu og fjórar kímnisögur úr þjóðsagnasafni Jóns Árnasonar. Bakkabræður og kímnisögur á hljóðbók Bakkabræður og kímnisögur Á sýningunni Limbólandi notaði Ólaf- ur myndir af bílum í ám sem hann hafði fengið sendar. Á meðan á sýn- ingunni stóð fékk hann fleiri myndir sendar og notaði svo í verkið Cars in rivers sem hann gaf Listasafni Ís- lands og sýnt var þar 16. september til 7. nóvember 2010. Í bókinni Bílar í ám / Cars in riv- ers er verkið birt á bók í svokölluðu svissnesku broti. Bókin er gefin út hjá Crymogeu í samstarfi við Listasafn Íslands og dreift í Evr- ópu, Asíu og Norður- og Suður- Ameríku. Eins og getið er ritar Halldór Björn Runólfsson formála að bókinni og Hjálmar Sveinsson inngang. Útlit bókarinnar var í höndum Vinnustofu Atla Hilmarssonar. Verkið í eigu Listasafns Íslands MYNDIR ÚR LIMBÓLANDI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.