Morgunblaðið - 07.06.2011, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 07.06.2011, Blaðsíða 36
FRUMKVÖÐLANÁMSKEIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 158. DAGUR ÁRSINS 2011 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 1. Giggs hélt við mágkonu sína 2. 16 ára afmælið varð að martröð 3. Minni snjór og meira steypiregn 4. Rhodri Giggs skilinn við konuna »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Listahátíð Reykjavíkur 2011 lauk á sunnudagskvöldið en hátíðin stóð yfir í sautján daga. Fjölbreytt dag- skrá með tugum viðburða vakti mikla lukku skv. tilkynningu frá há- tíðinni en yfir 500 listamenn tóku þátt í ár. Fjölsóttri listahátíð lauk á sunnudaginn  Vinsælt er að svipta upp sumar- mörkuðum um þessar mundir þar sem fólk losar sig við dót og drasl sem það hefur ekki not fyr- ir lengur. Einn slíkur var haldinn á Túngötunni á sunnudaginn og þar stóð Björk nokkur Guðmundsdóttir og seldi nokkrar flíkur og barnabæk- ur eins og ekkert væri sjálfsagðara. Björk selur notuð föt og barnabækur  Besta útihátíðin er enn að bæta við dagskrána en búast má við að henni verði endanlega lokað í næstu viku. Hljómsveitir sem hafa bæst í hópinn eru Valdimar, Agent Fresco, Legend, Berndsen og Vicky. Hljómsveitir sem þegar hafa staðfest komu sína eru meðal annars Quarashi, Gus- Gus og XXX Rottweiler. Fimm sveitir bætast við á Bestu hátíðina Á miðvikudag Norðaustan 3-10 m/s, hvassast austast. Víða skýjað með köflum og stöku skúrir en bjartara vestanlands. Hiti 4 til 10 stig. Á fimmtudag Ákveðin norðaustanátt með vætu víða um land, eink- um norðan- og austantil. Hiti 2 til 8 stig. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðlæg átt, 2-10 m/s, og stöku él austast. Hiti 2 til 7 stig norðantil á landinu en 5 til 12 stig syðra. VEÐUR Fylkir komst upp í þriðja sæti úrvalsdeildar karla í knattspyrnu, Pepsi- deildarinnar, með því að leggja Víking, 3:1, í Víkinni í gær þegar 7. umferð hófst með tveimur leikjum. Stjarnan lagði Grindavík á heimavelli, 2:1. Þá voru tveir leikir í 1. deild. Selfoss vann HK, 4:2, og Víkingur Ólafs- vík og Leiknir R. skildu jöfn í markalausum leik í Ólafsvík. »2,3,4 Fylkir kominn í þriðja sæti Geir Þorsteinsson, formaður Knatt- spyrnusambands Íslands, segir að Ólafur Jóhannesson muni stýra landsliðinu út undankeppni EM. Illa hefur gengið hjá landsliðinu undir stjórn Ólafs en Geir bindur miklar vonir við þá kynslóð sem er að koma upp. »1 Ólafur verður áfram með landsliðið Þorbjörg Ágústsdóttir náði öðru sæti á alþjóðlegu skylmingamóti sem fram fór í Kaplakrika. Hún stefnir á að vinna sér keppnisrétt á Ólympíu- leikunum í London á næsta ári en framundan er mikil vinna hjá henni til að sá draumur geti ræst. Hún mun keppa á mörgum mótum erlendis og þá verður hún í alþjóðlegum æfinga- búðum í Kanada. »2 Bjartsýn á að komast á Ólympíuleikana ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á María Elísabet Pallé mep@mbl.is Um 300 ungmenni á aldrinum 12-16 ára settust á skólabekk í Háskóla Íslands í gær en Háskóli unga fólksins (HUF) var settur í áttunda sinn. Nemendur eru meðal annars byrjaðir að læra stjörnufræði, jap- önsku, sálfræði, lögfræði og jarð- fræði. Katla Kristín Guðmunds- dóttir, fjórtán ára nemi í Hagaskóla sem er nú að byrja í fyrsta skipti í Háskóla unga fólksins, segist hafa heyrt um skólann í fyrra. Eftir að hafa setið námskeið í sjúkraþjálfun og taugasálfræði í gær sagði hún að sjúkraþjálfunin hefði ekki komið á óvart. Um taugasálfræðina sagði hún: „Það var mjög fínt, það var óvenju- lega mikið fjallað um heilann og hvaða staðir í heilanum hafa áhrif á okkur.“ Katla lærir ekki líffræði eða sálfræði í Hagaskóla í vetur. Nemendur gátu valið á milli 36 námskeiða og hafa þeir sjálfir raðað saman sinni eigin stundatöflu. Störfum Háskóla unga fólksins í Reykjavík lýkur svo föstudaginn 10. júní með veglegri lokahátíð á Háskólatorgi. Í tilefni aldar- afmælis HÍ verður starfsemi HUF með hátíðarsniði í ár og slæst skólinn í för með svokall- aðri Háskólalest sem ferðast um landið. Fræðimenn og fram- haldsnemar við Háskól- ann hafa umsjón með flestum námskeiðum. Kötlu finnst mjög skemmtilegt og áhugavert að koma í Háskólann og velja það sem hún vill fræðast um. „Já, það gæti kannski hjálpað mér við val á há- skólanámi í framtíð- inni,“ sagði Katla. Mikill áhugi á háskólanámi  Háskóli unga fólksins heimsæk- ir landsbyggðina Morgunblaðið/Kristinn Nám Um 300 ungmenni munu leggja stund á háskólagreinar í júní. Hér eru nemendur að kynnast fornleifafræði. „Það var bara geðveikt í frumkvöðlafræði. Við lærðum hvernig fyrirtæki verða til og hvað frumkvöðlar eru.“ Áður en Sig- urður Darri Rafnsson fór í frum- kvöðlafræðitíma taldi hann frum- kvöðlastarf fjalla aðeins um sjálfstæði. „Ég gæti hugsað mér að stofna veitingastað út af því að ég kann að búa til pitsur og ég á pitsu- ofn.“ Sigurður valdi einnig að sækja námskeið í sagnfræði, stjórn- málafræði, jarðvísindum, frönsku og valdi þemadag í heilsu og íþrótt- um. „Ég myndi mæla með Háskóla unga fólksins við vini mína því að maður fær að kynnast því skemmtilegasta við hvert fag.“ Sigurður valdi einnig menning- arfræði sem kom honum á óvart. „Ég hélt að menningarfræði fjallaði bara um siði þjóða en það er svo miklu meira en það,“ sagði Sigurður. „Menning kallast það til dæmis þegar þjóð byrjar að haga sér með ákveðnum hætti og það kemst í tísku. Þegar margir aðhyllast eitthvað þá kallast það menning.“ Sigurður stefnir á að læra arkitektúr. Hann hefur bæði áhuga á byggingu húsa sem og innan- hússhönnun. „Þegar ég ákveð í fram- tíðinni að fara í háskóla, þá hef ég meiri þekkingu á því hvaða greinar eru í boði.“ „Þetta var alveg geðveikt“ Katla Kristín Guðmunds- dóttir 14 ára Sigurður Darri Rafns- son 12 ára

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.