Morgunblaðið - 08.06.2011, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.06.2011, Blaðsíða 4
hissa á því, þar sem við töldum að þessi sérstaka ráðstöfun ætti að byggjast á tímabundnu samkomulagi, sem ekki þyrfti að festa í lög. Þá var boðið upp á það að bara ann- að árið yrði sett í lög og gert sam- komulag um hitt árið. Við höfum allan tímann verið hörð á því að það komi ekki til greina að skattleggja lífeyris- sjóðina og við það stendur.“ Arnar segir að ef efna eigi vilja- yfirlýsinguna frá í desember verði að semja um skiptinguna á milli banka og lífeyrissjóða. „Við erum með rúma 170 milljarða króna í útlánum, en bankarnir rúma 500 milljarða króna. Þá erum við með um 25% en bank- arnir 75% og kostnaðarskipt- ingin hlýtur því að verða í þeim hlutföllum. Það er eðlilegra að nota útlánin sem grunn heldur en niðurstöður efnahags, en miðað við slíkan grunn væru hlutföllin eitthvað um 37% hjá lífeyrissjóð- um og 63% hjá bönk- unum.“ Arnar bendir á að lífeyrissjóð- irnir hafi boðist til þess að kaupa eignir af ríkinu, ef það mætti duga, en því hafi verið hafnað. Þá hafi lífeyrissjóð- irnir boðist til þess að endur- taka viðskiptin frá því í fyrra, með kaupum á svokölluðum Avens-skuldabréfum í Lúxem- borg, en því hafi ríkisstjórnin ekki enn svarað. Í þriðja lagi segir Arnar að sjóðirnir hafi boðist til þess að nota svo- kallaðan umframhagnað, ef það yrðu viðskipti með af- landskrónur, og lífeyrissjóð- irnir væru tilbúnir til þátttöku ef slík við- skipti væru hag- felld. Buðu upp á ólíkar leiðir LÍFEYRISSJÓÐIRNIR Steingrímur J. Sigfússon 4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 2011 Einbeitingin skín úr svip Álfrúnar Freyju Geir- dal sem mundar hér hamarinn af mikilli list og leggur grunn að kofa sem hún ætlar að smíða í sumar. Eflaust verður það glæsihýsi mikið sem mun gagnast vel í hinum ýmsu leikjum. Smíðavellir Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur hófu starfsemi sína á mánudaginn og starfa í þrjár til fimm vikur. Átta smíðavellir eru starfræktir í borginni en þeir eru fyrir börn á aldrinum 9 til 13 ára og verða við Ársel, Rima- skóla, Hólmasel, Miðberg, Breiðholtsskóla, Há- teigsskóla, Melaskóla og Álftamýrarskóla. Morgunblaðið/Eggert Neglt og sagað á smíðavelli „Það er mikill baráttuhugur í stéttinni og hún sættir sig ekki við það tilboð sem við fengum,“ segir Haraldur F. Gíslason, for- maður Félags leikskólakenn- ara. Atkvæða- greiðsla um boðun verkfalls fé- lagsmanna sem starfa hjá sveitarfélögum hefst í dag kl. 9. Greitt er atkvæði um að verkfall hefjist 22. ágúst, en Haraldur segist vona að samningar náist. „Það er erfitt að meta hvort þetta sé að þokast í samkomulagsátt. Við erum í sáttahug, en við sækjum hart þessa leiðréttingu.“ Á borðinu er samningur sem er sambærilegur því sem samið var um á almennum markaði. Félag leikskólakennara fer hins vegar fram á 10% leiðrétt- ingu til að jafna kjör við viðmið- unarstéttir. „Leikskólinn verður ekki sam- keppnishæfur á markaði ef fram heldur sem horfir. Kröfur okkar eru sanngjarnar og við erum tilbúin að fara alla leið ef því er að skipta.“ Atkvæðagreiðslu lýkur 14. júní. Leikskólakennarar greiða atkvæði um boðun verkfalls Haraldur Gíslason Hjörtur J. Guðmundsson hjorturjg@mbl.is „Við vorum beðin um umsögn um frumvarpið á föstudagskvöldið, þá kom póstur frá sjávarút- vegsnefnd. Umsögninni átti síðan að skila á mánudagkvöldið,“ segir Signý Jóhannesdóttir, varaforseti Alþýðusambands Íslands, sem er ósátt við þá hraðferð sem litla frumvarpið svo- nefnt um breytingar á fiskveiðistjórnunar- kerfinu hefur verið sett í. Signý mætti ásamt Ólafi Darra Andrasyni, hagfræðingi ASÍ, á fund sjávarútvegs- og land- búnaðarnefndar Alþingis í gærmorgun til þess að koma á framfæri sjónarmiðum sambandsins varðandi frumvarpið. Leggur ASÍ til að það verði lagt til hliðar og í framhaldinu verði stað- ið faglegar að málinu, meðal annars með því að hafa almennilegt samráð við hagsmunaaðila, einkum þá sem raunverulega starfa í greininni, þá ekki síst sjómenn og landverkafólk. Snöggsoðin kynning Signý segir að fulltrúar ASÍ hafi verið boð- aðir á fund með Jóni Bjarnasyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, fyrir um hálfum mánuði þar sem þeir hafi fengið mjög „snögg- soðna kynningu“ á frumvarpinu og síðan í framhaldinu takmörkuð svör þegar þeir reyndu að leggja fram spurningar. „Þetta eru auðvitað ekki vinnubrögð sem á að viðhafa í einhverju stærsta hagsmunamáli þjóðarinnar,“ segir Signý og bætir ennfremur við að umfjöllunin um málið hafi öll verið í skötulíki. „Maður skilur ekki þennan asa. Það er ekki eins og að fiskurinn sé eitthvað að hverfa.“ Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins fengu aðrir þeir sem óskað var eftir umsögn frá ekki meiri tíma en ASÍ til þess að skila henni inn. Sævar Gunnarsson, formaður Sjó- mannasamtaka Íslands, segir að samtökin hafi þurft að skila sinni umsögn inn fyrr eða á mánudagsmorgun. „Það er kannski ekki erfitt að semja slíka umsögn en það þarf auðvitað að bera málið undir stjórn,“ segir Sævar. Hann segir það hreinlega dónaskap að veita ekki meiri tíma til umsagnar um svo stórt mál. Í umsögn sinni gagnrýna Sjómannasamtök- in frumvarpið harðlega og leggja til að það verði ekki að lögum. „Maður skilur ekki þennan asa“  Alþýðusamband Íslands vill að litla frumvarpið um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu verði lagt til hliðar  Formaður Sjómannasamtakanna segir það dónaskap að veita ekki meiri tíma til umsagnar „Þetta eru auðvitað ekki vinnubrögð sem á að við- hafa í einhverju stærsta hagsmunamáli þjóð- arinnar.“ Signý Jóhannesdóttir Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Arnar Sigurmundsson, formaður Landssamtaka lífeyrissjóða, segir að skattlagning lífeyrissjóða komi aldrei til greina. Arnar sagði þetta í samtali við Morgunblaðið í gær, í tilefni af ummælum Steingríms J. Sigfússonar í Morgunblaðinu í gær um tíma- bundna ráðstöfun í bandorminum um að fjármálastofnanir og lífeyrissjóðir standi straum af kostnaði á vaxtaniðurgreiðslum sem ákveðnar voru í tengslum við ráðstafanir ríkis- stjórnarinnar vegna skuldastöðu heimila í desember í fyrra. „Það er greinilegt af orðum fjár- málaráðherra, að stjórnvöld eru að heykjast á skattlagningu á lífeyris- sjóði og ég lýsi ánægju með það. Nú vona ég að menn komi til baka og reyni að leita leiða fyrir 22. júní, hvort það sé hægt að ljúka þessu með sam- komulagi milli aðila. Það var snemma í desember í fyrra sem aðilar áttuðu sig á því, að það væri stór hópur skuldsetts fólks sem myndi einskis njóta í þeim aðgerðum sem ríkisstjórnin var með í undirbún- ingi. Þá var farið að leita leiða til þess að koma til móts við það fólk og þá varð til þessi hugmynd hjá stjórn- völdum að vera með tímabundna vaxtalækkun upp á 0,5%, sem myndi gilda í tvö ár. Af því tilefni ræddu stjórnvöld við okkur hjá lífeyrissjóð- unum og bönkunum,“ sagði Arnar. Hann sagði að strax hefði verið spurt um aðkomu Íbúðalánasjóðs, sem væri stærstur á lánamarkaðnum, en stjórnvöld hefðu strax sagt að ÍLS hefði enga möguleika á því. Sjóðurinn þyrfti á sérstökum stuðningi að halda. „Þá sátum við eftir, lífeyrissjóðirn- ir, bankar og fjármálafyrirtæki. Sam- ræður við stjórnvöld á þessum tíma snerust fyrst og fremst um að leita leiða til þess að fjármagna þessa tíma- bundnu vaxtalækkun. Orðið „fjár- magna“ merkir ekki skattur og við sögðum strax í þessum viðræðum að það þyrfti að semja um þessa skipt- ingu á milli okkar og bankanna,“ sagði Arnar. Viðskipti með aflandskrónur „Við sögðum strax að skattlagning kæmi aldrei til greina og ég hygg að bankarnir hafi sagt slíkt hið sama,“ sagði Arnar. Hann segir að í vetur hafi tveir sameiginlegir fundir verið haldnir með lífeyrissjóðunum, bönk- unum og fjármálaráðuneytinu. Líf- eyrissjóðirnir hafi beðið eftir því að viðskipti með aflandskrónur myndu eiga sér stað, en þau hafi dregist á langinn. Arnar heldur áfram: „Svo er okkur bara tilkynnt núna þegar kom- ið er fram í maí að það sé meiningin að þessi hluti verði í bandorminum, sem er hluti aðgerða til þess að efna kjara- samningana frá 5. maí. Við urðum Skattlagning kom aldrei til greina  Arnar Sigurmundsson, formaður Landssamtaka lífeyrissjóða, segir kostnaðarskiptingu eiga að vera 25% hjá lífeyrissjóðunum á móti 75% hjá bönkunum  Telur brýnt að ná samkomulagi fyrir 22. júní Morgunblaðið/Ernir Lífeyrissjóðir Arnar Sigurmunds- son eftir fund með stjórnvöldum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.