Morgunblaðið - 08.06.2011, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.06.2011, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 2011 Hjörtur J. Guðmundsson Hödd Vilhjálmsdóttir „Ég var bara lögmaður sjóðsins og sinnti verkefnum fyrir sjóðinn,“ segir Árni Páll Árnason, efnahags- og við- skiptaráðherra, spurður um greiðslur til hans frá Íbúðalánasjóði á árunum 2004 til 2008 en þá greiddi stofnunin 39 milljónir króna fyrir ráðgjöf frá honum sem eru um 56% allrar að- keyptrar lögfræðiráðgjafar hennar á tímabilinu. „Það voru til dæmis öll þau mál sem lutu að starfsskilyrðum sjóðsins, ríkisstyrkjamálum, allt sem laut að kærum bankanna á hendur Íbúða- lánasjóði og svör um það til Eftirlits- stofnunar EFTA, málflutningur fyrir EFTA-dómstólnum og svo fram- vegis,“ segir Árni aðspurður í hverju ráðgjafastörf hans hafi falist. Hluti greiðslnanna barst Árna eftir að hann settist á þing árið 2007 og segir hann ekkert óeðlilegt við það. „Ég vann tiltekin verkefni sem ég var beðinn um að klára og gerði það og fékk náttúrlega greitt fyrir það. Ég vann alltaf á mjög lágum taxta og fyrir þessu öllu eru ítarlegar tímaskýrslur.“ Gunnhildur Gunnarsdóttir, sviðsstjóri lögfræðisviðs Íbúðalána- sjóðs, segir að greiðslur til Árna Páls megi rekja til þess að árið 2004 hafi Samtök fjármálafyrirtækja kært Íbúðalánasjóð til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA). Í kjölfarið hafi mikil vinna farið í rekstur þess máls sem enn sjái ekki fyrir endann á. Greiðslur fyrir vinnu vegna kæru bankanna Morgunblaðið/Frikki Greiðslur Árni Páll Árnason segist hafa verið lögfræðingur ÍLS.  Fékk 39 millj- ónir fyrir ráðgjöf gremjist að sjá þessa menn komna á fullt í strandveiðum. Það geri sér grein fyrir að ekki sé um lögbrot að ræða, en það sé einfaldlega vitlaust gefið. Viðkomandi sjómaður á Bakkafirði vildi ekki tjá sig um málið í gær þegar eftir því var leitað. Heimta meiri heimildir til strandveiðanna Bergsveinn Þorkelsson rær á trillu frá Arnarstapa í nokkrar vikur á ári, en er þess á milli skipverji á togar- anum Vigra frá Reykjavík, en hann hefur verið til sjós í 40 ár. Í fyrra tald- ist honum til að 14 af 18 strand- veiðisjómönnum á Arnarstapa hefðu áður selt frá sér heimildir. „Ég hef verið í kerfinu frá upphafi og er með heil 20 tonn í kvóta,“ segir Bergsveinn. „Ég ætlaði fyrir löngu að vera hættur á togaranum og vera sem gamlingi á trillunni minni í tvo til þrjá mánuði á ári, en ég þori ekki að hætta á Vigra. Þú veist aldrei hvenær þetta verður tekið af þér og fyrirhugaðar skerðingar núna samsvara því að eitt herbergi verði tekið af íbúðinni minni.“ Bergsveinn segir líf og fjör á Arnarstapa þessa dagana þegar strandveiðar eru í hámarki. Hins veg- ar sé einkennilegt að róa við hliðina á mönnum sem hafi selt frá sér heim- ildir og sumir oftar en einu sinni. „Svo eru þessir menn að tala um óréttlæti og heimta meiri heimildir til strandveiða. Þegar þeir seldu frá sér var það bísness, en ekki óréttlæti,“ segir Bergsveinn. Hann segir að í mörgum tilvikum hafi verið stofnuð skúffufyrirtæki á Ólafsvík til að geta róið frá Snæfellsnesi, en sáralítið verði eftir í samfélaginu. Strandveiðar skapa ekki störf Morgunblaðið/ Kristinn. Óvissa Landað á Húsavík. Hluti þeirra sem stunda strandveiðar þaðan hefur áður selt sig út úr kerfinu. Fram- kvæmdastjóri GPG segir að fólki gremjist að sjá þessa menn komna á fullt í strandveiðum og finnist vitlaust gefið.  Hlutur landverkafólks rýrnar þvert á það sem ætlunin var, segir framkvæmdastjóri GPG á Húsavík  Óttast að missa aflahlutdeild til strandveiðimanna, sem seldu þeim heimildirnar fyrir nokkrum árum Spjallað er um það á bryggjunni á Arnarstapa þessa dagana hvað það kosti að láta smíða bát sem mælist undir þremur brúttólestum. Á Húsavík hafa slíkar radd- ir líka heyrst og menn velta fyrir sér kaupum eða smíði á „sæmilega stórum báti, sem þó mælist undir þremur tonnum“. Ástæða þessa er sú að í minna frumvarpi sjávar- útvegsráðherra er ákvæði til bráðabirgða um að hluti strandveiðiaflans renni til flokks báta undir þremur brúttótonnum. Þessum skipum væri þó heimilt að til- heyra flokki stærri fiskiskipa með strandveiðileyfi væri þess óskað. Ástæða þessa ákvæðis í frumvarpinu mun vera sú að ef ekki hefur viðrað vel til strandveiða hafa minni bátar gjarnan setið eftir og stærri bátarnir farið langt með eða klárað kvóta mánaðarins. Gunnlaugur Hreinsson segist ekki sjá mikla hag- kvæmni í að hvetja til endurnýjunar í flotanum á þenn- an hátt. Það sé tæpast hagkvæmt og geti aukið slysa- tíðni, en menn telji sig geta látið smíða sæmilega stóran bát þó hann mælist undir þremur tonnum. „Ein- hverjir sjá kannski tækifæri í þessu því það eru trúlega færri bátar undir þremur tonnum heldur en í stærri flokknum,“ segir Gunnlaugur. „Smábátunum hefur ver- ið að fjölga og þeim á eflaust eftir að fjölga enn þar sem stöðugt er verið að auka afla til strandveiðanna.“ Bergsveinn Þorkelsson segir sjómenn sem róa frá Arnarstapa hafa velt þessu fyrir sér og rætt sín á milli um möguleika á að láta smíða „helst ofurbát undir þremur tonnum,“ segir Bergsveinn. „Mér líst þó ekki á að fara að fjölga þessum hornum, sem mega varla við því að fá á sig sæmilega gusu. Annars hafa menn alltaf verið duglegir að finna út hvernig kerfið virkar. Fyrir um 20 árum létu menn smíða báta undir ákveðinni tonna- tölu og fengu hátt í hundrað tonnum úthlutað í kaup- bæti.“ „Helst ofurbát undir þremur tonnum“ VELTA FYRIR SÉR SMÍÐI Á LITLUM BÁTUM Verð á trillum hefur hækkað mjög síðan strandveiðarnar hófust fyrir rúmum tveimur árum. Bergsveinn Þorkelsson nefnir sem dæmi að tæp- lega sex tonna bátur hans, Lea RE 171, var verðlagður á 3-4 milljónir króna áður en strandveiðar voru leyfðar. Nú telur hann sig geta fengið hátt í níu milljónir fyrir bát- inn. Gunnlaugur Hreinsson segir sömu sögu og segir enga nýliðun verða í strandveiðikerfinu. „Nýlið- inn eða ungliðinn kemst ekki af stað því það er svo dýrt. Bátar hafa þre- faldast í verði því það er komin strandveiði og nýliðinn þarf að borga miklu meira en áður og á ekki möguleika,“ segir Gunnlaugur. Nýliðinn á ekki möguleika BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is „Störf í landi verða ekki til með strandveiðum því fiskurinn fer að stórum hluta með flugi til útlanda. Aukning á slíkum pottum verður að- eins til að minnka aflaheimildir okkar sem keyptum þær dýrum dómum til að verja störf í landi,“ segir Gunn- laugur K. Hreinsson, framkvæmda- stjóri GPG fiskverkunar, sem rekur fiskvinnslu og útgerð á Húsavík og Raufarhöfn og á fyrirtækið Þórsnes í Stykkishólmi. Hann segir að með frumvarpi sjávarútvegsráðherra sé vegið að störfum í landi á landsbyggð- inni. Gunnlaugur segir að engin vinnslu- skylda sé á strandveiðum og fiskur- inn fari að miklu leyti óunninn í gáma og til útlanda. Hann segir að hlutur landverkafólks rýrni stöðugt þvert á það sem stefnt hafi verið að með strandveiðunum sem áttu að auka at- vinnu á landsbyggðinni. Bátum GPG sé frekar beint í stærri fisk en þann sem yfirleitt fæst í strandveiðunum og auk þess sé erfitt að keppa við verð á mörkuðum. „Við hér á norðausturhorninu höf- um reynt að verja störfin í fisk- vinnsluhúsunum. Þegar bankarnir ýttu kvótaverðinu upp eins og svo mörgu öðru féllu margir fyrir pening- unum og vildu selja,“ segir Gunnlaug- ur. Farnir að veiða aftur og veiða frítt „Bátar margra þessara manna höfðu lagt upp hjá okkur og fiskurinn var allur unninn hér á horninu. Hér er fullt af fólki sem á allt sitt undir þessari atvinnu og þegar hætta var á að kvótinn færi úr byggðarlaginu var reynt að kaupa heimildirnar og það höfum við gert. Nú eru þessir sömu aðilar farnir að veiða aftur og veiða frítt. Megnið af strandveiðimönnum hér eru menn sem seldu frá sér fyrir fullt af peningum. Nú eiga þeir að fá aflaheimildir á silfurfati og taka þennan sama kvóta af okkur án endurgjalds. Það er maður á Bakkafirði sem tal- aði um það í sjónvarpinu nýlega að það yrði að auka strandveiðikvóta og byggðakvóta og Bakkafjörður snerist um þetta. Hann sagði hins vegar ekki frá því að ég keypti af honum kvóta fyrir hundruð milljóna árið 2004. Hann fór með peningana til Akur- eyrar, en nú er hann kominn aftur til Bakkafjarðar og er á strandveiðum. Hann og fleiri vilja fá kvótann aftur sem ég keypti á sínum tíma.“ Gunnlaugur segir að fólki almennt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.