Morgunblaðið - 08.06.2011, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.06.2011, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 2011 Svo heppilega vill til fyrir íslensk-an almenning að á nokkurra ára tímabili, árin 2001-2008, rann meiri- hluti lögfræðikostnaðar Íbúðalána- sjóðs í vasa Árna Páls Árnasonar.  Árni Páll fékk til að myndagreiddar hátt í 40 milljónir króna á þriggja ára tímabili, eða um eina milljón króna á mánuði að meðaltali.  Aðspurður sagðiÁrni Páll að hann hefði ekki verið í fullu starfi við lögfræðiráð- gjöfina, aðeins verið lögmaður sjóðs- ins og sinnt ákveðnum verkefnum.  Ég vann alltaf á mjög lágumtaxta og fyrir þessu öllu eru ít- arlegar tímaskýrslur,“ sagði Árni Páll, svo að enginn þurfi að láta sér detta í hug að hann hafi verið að mjólka þessa opinberu stofnun.  Auðvitað verður það að teljastmikil gæfa fyrir þjóðina að Árni Páll skyldi vera tilbúinn að taka að sér þetta hlutastarf á „mjög lágum taxta“ og fá fyrir það aðeins eina milljón króna á mánuði.  Vissulega er það þakkarvert aðslíkur lögspekingur skuli hafa verið reiðubúinn til að fórna hluta af dýrmætum tíma sínum í almanna- þágu og hafi varla þegið fyrir það nokkra þóknun svo heitið geti.  Og það má ekki síður teljast mikilgæfa fyrir þjóðina að jafnaðar- maður sem er í svo nánum tengslum við veruleika almennra launataxta- manna skuli fallast á að gegna ráð- herraembætti.  Sannarlega einstök fórnfýsi. Árni Páll Árnason Lágmarkstaxti ráðherrans STAKSTEINAR Veður víða um heim 7.6., kl. 18.00 Reykjavík 8 skýjað Bolungarvík 8 skýjað Akureyri 6 léttskýjað Kirkjubæjarkl. 9 skúrir Vestmannaeyjar 7 skýjað Nuuk 7 skýjað Þórshöfn 6 alskýjað Ósló 17 skýjað Kaupmannahöfn 18 skýjað Stokkhólmur 23 heiðskírt Helsinki 22 heiðskírt Lúxemborg 22 léttskýjað Brussel 20 léttskýjað Dublin 12 skýjað Glasgow 15 þrumuveður London 17 heiðskírt París 16 skýjað Amsterdam 18 léttskýjað Hamborg 17 skýjað Berlín 25 léttskýjað Vín 27 skýjað Moskva 21 heiðskírt Algarve 22 léttskýjað Madríd 17 léttskýjað Barcelona 21 léttskýjað Mallorca 22 léttskýjað Róm 25 léttskýjað Aþena 26 skýjað Winnipeg 11 skúrir Montreal 22 skýjað New York 28 heiðskírt Chicago 31 heiðskírt Orlando 28 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 8. júní Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 3:07 23:47 ÍSAFJÖRÐUR 2:06 24:59 SIGLUFJÖRÐUR 1:43 24:47 DJÚPIVOGUR 2:25 23:29 Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Krabbameinsfélag Íslands fagnar 60 ára afmæli sínu um þessar mundir og í tilefni af því verður haldið Heilsuhlaup Krabbameinsfélagsins í tuttugasta sinn í dag. Hlaupið hefst við hús Krabbameinsfélagsins í Skógarhlíð 8 í Reykjavík og hefst það klukkan 19 í kvöld. Um klukku- stund fyrir sjálft Heilsuhlaupið verður skemmtun í boði fyrir alla fjölskylduna sem og afhending hlaupanúmera. Hlaupurum er frjálst að velja um tvær vegalengdir í ár. Annars vegar er um að ræða þriggja kílómetra skokk- eða gönguleið frá Skógarhlíð að Öskjuhlíð og til baka. Hins vegar er um að ræða lengri hring, 10 kílómetra hlaup frá Skógarhlíð og suður fyrir Reykja- víkurflugvöll og til baka. Mæld verð- ur tímataka hjá öllum þátttakendum og verða úrslit birt eftir aldurs- flokkum hlaupara. Hlauparar fæddir á stofnári Krabbameinsfélagsins, 1951, fá þátttökugjald fellt niður en það nemur krónum 1000. Vert er að geta þess að allir sem þátt taka í hlaupinu hljóta verðlaunapening og að sama skapi fá fyrstu ein- staklingar af hvoru kyni í báðum vegalengdum vegleg verðlaun. Að auki eru fjölmörg útdráttarverðlaun í boði. Styrktaraðilar í ár eru Arion banki og Asics. Hlaupið og gengið í nafni heilsu í dag Krabbameinsfélagið 60 ára og hvet- ur til Heilsuhlaups í kvöld í 20. sinn Morgunblaðið/Golli Heilsuhlaup Hefst kl. 19 í kvöld. Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Tíðarfar fyrstu fimm mánuði árs- ins hefur verið nokkuð frábrugðið því sem við eigum að venjast. Sé litið til hitafars og úrkomu má sjá að í báðum tilfellum mælist það yf- ir meðallagi og til marks um það hefur úrkoma t.a.m. mælst um átta prósentustigum umfram meðallag í Reykjavík og á Akureyri er um að ræða 45 prósentustiga aukningu. Sé litið til tíðarfars í maímánuði má segja að skipta megi veðráttunni í tvennt. Mánuðurinn hófst með fremur mildu veðri þegar horft er til landsins í heild en um miðbik hans breyttist veðrið til muna. Mikið norðanáhlaup gerði dagana 23. og 24. með talsverðri ofankomu í formi snjós, m.a. með þeim afleið- ingum að fjallvegir lokuðust og ófærð myndaðist í byggð, einkum Austanlands. Til marks um hversu mikil ofankoman var má nefna að mest mældist hún 25 cm á Gríms- stöðum á Fjöllum og 21 cm á Há- nefsstöðum í Seyðisfirði. Sólar- hringsúrkomumet í maímánuði í Reykjavík var slegið hinn 1. maí þegar 38,8 mm af regni féllu á höfuðborgarsvæðinu, eða rúmlega helmingur allrar úrkomu í Reykja- vík þann mánuð. Á Brúarjökli féll hitastig hvað mest á landinu í maí- mánuði og mældist -13,8 stig en sama dag, hinn 25., mældist jafn- framt lægsti hiti í byggð -8,2 gráð- ur á Grímsstöðum á Fjöllum. Hæsta hitastig var á Þingvöllum, 18,4 stig, áttunda dag mánaðarins. Í Reykjavík mældust sólskins- stundir 228,7 sem er 37 stundum yfir meðallagi en á Akureyri mæld- ust þær 120,7, 53 stundum undir meðallagi. Úrkomumet í Reykjavík slegið Biðin eftir sumarveðri reynist löng Snjór í spákortunum » Á fimmtudag: NA 8-15 m/s og víða rigning en snjór til fjalla. Hiti 2-8 stig. » Á föstudag: NA 5-10 m/s og hvasst norðvestantil. Vætu- samt í veðri, þó úrkomulítið suðvestantil. » Um helgina og mánudag: Austlæg átt með vætu um landið, hlýnandi veður. Jóhann Óli Hilmarsson Stokkseyri | Nú stendur yfir í Menningarverstöðinni Hólmaröst sýning þriggja listamanna, þriggja ættliða, og vinna þau öll í mismun- andi efni. Ættfaðirinn Elfar Guðni sýnir í vinnustofu sinni Svarta- kletti málverk, sem hann hefur unnið á síðasta ári, sem og eldri verk. Þetta er 49. einkasýning Elf- ars sem er borinn og barnfæddur Stokkseyringur. Dóttir hans, Val- gerður Þóra, er einnig með vinnu- stofu í Menningarverstöðinni og sýnir hún mósaíkverk, en hún not- ar mikið spegla í verkum sínum, svo og myndir unnar á rekavið. Sonur hennar og jafnframt yngsti meðlimur þessarar listfengu fjöl- skyldu, Ívar Kvaran, sýnir blýants- teikningar af lands- og heims- kunnu fólki. Sýningin er opin alla daga frá 14-18 og lýkur henni um hvíta- sunnuna, 13. júní. Morgunblaðið/Jóhann Óli Sýning Listfeng fjölskylda við sýnishorn verkanna, ættfaðirinn Elfar Guðni, Ívar, yngsti meðlimur fjölskyldunnar og Valgerður Þóra, móðir hans. Þrír ættliðir sýna Listfeng fjölskylda á Stokkseyri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.