Morgunblaðið - 08.06.2011, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 08.06.2011, Qupperneq 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 2011 STJÓRN ADHD-samtakanna (athyglisbrestur með ofvirkni) hefur sent út ályktun þar sem hörmuð er sú umræða sem átt hefur sér stað í fjölmiðlum um metýlfenídat og skyld lyf, s.s. rítalín sem læknadóp. „Umfjöllun síðustu vikna hefur stóraukið fórdóma og gert þeim sem nauðsynlega þurfa á lyfjunum að halda erfitt fyrir. Venjulega liggur langt ferli að baki áður en einstaklingum með ADHD er ávísað lyfjum. Gjarnan er þar um að ræða faglegar greiningar bæði sálfræðinga og lækna. Fjöldi félaga er því ósáttur við hvernig rítalíni og skyldum lyfjum hefur nánast eingöngu verið lýst sem dópi í fjölmiðlum. Að gefnu tilefni vill stjórn ADHD-samtakanna undirstrika að tilgangur lyfjanna er fyrst og fremst til lækninga, í flestum tilvikum er þeim ávísað og þau notuð í þeim tilgangi einum. Undantekningartilvikin er varða misnotkun eru hins vegar mjög áberandi og sorgleg,“ segir í ályktuninni. Stjórn ADHD ályktar um læknadóp STUTT Næstkomandi þriðjudag verður haldið upp á alþjóðablóðgjafardag- inn til heiðurs öllum þeim gjafmildu blóðgjöfum sem fórna tíma og nokkru af sjálfum sér í þágu ann- arra sem ekki eru jafnlánsamir með góða heilsu. Hátíðin verður í Blóð- bankanum við Snorrabraut 60 í Reykjavík og hann verður opinn frá kl. 8-17. Þar verður boðið upp á pylsur og tónlistaratriði. Þess má geta að ýmsir hafa styrkt Blóð- bankann og Blóðgjafarfélagið af þessu tilefni: Íslenskir blómabænd- ur, Síld og fiskur og Guðnabakarí á Selfossi. Þá gefur Hreyfing blóð- gjöfum kort í líkamsrækt. Lífgjöf Það er hollt að gefa blóð. Blóðgjafardagur Stjórn og trúnaðarráð Drífanda stéttarfélags í Vestmannaeyjum hefur sent frá sér ályktun þar sem lýst er yfir miklum áhyggjum af þeim hraða og þeirri pressu sem er sett á breytingar á lögum um fiskveiðistjórnun. Nauðsynlegt sé að meta afleiðingar þessara breyt- inga á einstök byggðarlög og íbúa þeirra áður en lengra sé haldið. „Ekki hefur verið á nokkurn hátt sýnt fram á samfélagslegan ávinning af þessum breytingum af hálfu ríkisstjórnarinnar. Aftur á móti hefur verið sýnt fram á að þessar breytingar muni geta gengið mjög nærri afkomu sjávar- útvegsfyrirtækja og starfsmanna þeirra og umturnað byggðar- lögum víða um land,“ segir í ályktuninni. Hafa áhyggjur af kvótafrumvarpinu Um 100 reiðhjól verða boðin upp hjá óskilamunadeild lögreglunnar á Reykjavíkursvæðinu á laugardag nk. kl. 11. Um er að ræða reiðhjól sem hafa fundist í óskilum víða í umdæminu og enginn hefur hirt um að sækja. Uppboðið verður haldið utandyra við Askalind 2a í Kópa- vogi, en að jafnaði kemur marg- menni á uppboð lögreglunnar. Morgunblaðið/Ernir Um 100 reiðhjól boðin upp Í umfjöllun um verðlag á ýmsum vörum í Morgunblaðinu kom fram að verðmunur á tölvuleiknum Lego Harry Potter - Episodes 1-4 hjá útibúi Amazon í Bretlandi og hjá hljómplötuversluninni Skífunni væri 5.207 krónur. Hið rétta er að miðað við uppgefnar forsendur var verð- munurinn 10.288 kr. Þá var gerð athugasemd við að verð- munur í prósentum skyldi taka til höfuðstólsins, þ.e. lægra verðsins í samanburðinum, en ekki aðeins til verðmunar í krónum. Jafnframt var ranglega sagt að verðmunur á minniskorti í Beco og hjá vefnum bhphotovideo.com væri 31%. Munurinn í krónum var 9.207 kr. og því 120%. Er beðist velvirð- ingar á mistökunum. LEIÐRÉTTING Verðlag - nýr auglýsingamiðill 569-1100 www.hjahrafnhildi.is • Sími 581 2141 20% afsláttur af öllum skóm Vertu vinur okkar á Einn heppinn vinur fær að velja sér skó að eigin vali! Óska aðstandendum Klúbbsins til hamingju með frábæra uppsetningu. Takk fyrir samstarfið. Lj ós m .: H ör ðu rS ve in ss on Mjódd, sími 557 5900 JENSENDAGAR Í FRÖKEN JÚLÍU 20% afsláttur af fatnaði frá Jensen dagana 7.-16. júní ásamt tilboðum í göngugötu Verið velkomnar Lín Design Laugavegi 176 Sími 533 2220 www.lindesign.is www.lindesign.is sendum frítt úr vefverslun Sumargleði 30-50% afsláttur Bonito ehf. | Friendtex | Faxafen 10 | 108 Reykjavík sími 568 2870 | www.friendtex.is Kíktu, það borgar sig Útsalan er hafin á vor og sumarlista Friendtex 2011 Opið: mánud. - föstud. kl. 11:00-18:00, laugard. 11:00-14:00 – FULLT HÚS ÆVINTÝRA ellingsen.isP IP A R\ TB W A • SÍ A 3 brennarar Ryðfrítt stál Í SUMAR GRILLUM

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.