Morgunblaðið - 08.06.2011, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.06.2011, Blaðsíða 10
Serbar Spila brjálæðislegt brass. Balkanskagapoppararnir íVarsjárbandalaginu gáfu útfyrstu plötu sína á dög- unum og ber gripurinn nafnið „The Russian Bride“. Þegar Morg- unblaðið náði tali af Steingrími Guðmundssyni, trommuleikara hljómsveitarinnar, var hann, ásamt öðrum hljómsveitarmeðlimum, önn- um kafinn við að undirbúa sig fyrir tökur á sjónvarpsþættinum Kast- ljósi. „Serbía er uppáhalds Austur- Evrópulandið mitt út af þeirri tón- listarhefð sem ríkir þar í landi og reyndar á öllu Balkanskagasvæð- inu. Serbar spila svona brjálæðis- legt brass, sem er oft með skringi- legum taktbreytingum, þ.e.a.s. þeir spila ekki í þessum hefðbundnu takttegundum. Tónlistin er svaka- lega villt og alþýðleg,“ segir Stein- grímur Guðmundsson trommuleik- ari. Janframt eigi þetta við um lúðrasveitir frá Serbíu, sem hann hefur dálæti á. Uppáhalds Austur-Evrópuland Steingríms Guðmundssonar Við Varsjárbandalagsmenn Steingrímur ásamt félögum sínum í hinu eina sanna Varsjárbandalagi. vera kominn til byggða. Hafi ferða- langurinn ekki skilað sér eða látið heyra í sér á tilteknum tíma, er það hlutverk öryggisaðilans að hafa sam- band við lögreglu sem í framhaldinu getur kallað út björgunarsveitir til að leita ferðalanganna. Með ferðaáætl- unina að vopni er einfalt að skipu- leggja markvissa leit og styttri tími líður þangað til ferðalangurinn finnst.“ „Næst væri kannski að fylgjast vel með veðurfréttum og taka mið af þeim við undirbúning ferðarinnar,“ segir Elín. „Það er lítið varið í að taka spurðar um þá fimm þætti sem nauð- synlegt er að hafa í huga segja þær ekki vafamál hvað sé í fyrsta sæti: „Sú litla fyrirhöfn sem fer í að gera vandaða ferðaáætlun og skilja hana eftir hjá traustum aðila í byggð, við getum kallað hann öryggisaðila, eyk- ur öryggi ferðamanna til muna,“ seg- ir Helen. Veðrabreytingar á fjöllum „Í ferðaáætlun kemur fram ná- kvæm leiðarlýsing og tímasetningar, til dæmis hvar náttstaðir eru og hve- nær viðkomandi gerir ráð fyrir að Árni Matthíasson arnim@mbl.is Sumarkuldi er einbeittu úti-vistarfólki engin hindrun,menn búa sig bara þessbetur, eru með þéttari svefnpoka, þykkari ullarpeysur og betri skó. Svo má líka glugga í hand- bækur til að átta sig á að hverju sé að hyggja til að geta notið útivist- arinnar sem best hvernig sem viðr- ar. Handbókin Góða ferð – handbók um útivist eftir þær Helen Garð- arsdóttur og Elínu Esther Magn- úsdóttur er dæmi um slíka bók þar sem farið er yfir það sem fólk ætti að kunna skil á áður en lagt er á fjöll: einangrun, fatnað, skó, bakpoka, svefnpoka, tjöld, dýnur, GPS-tæki, áttavita, kort, leiðarval, ferðaáætlun, næringu, vökvaþörf, ofkælingu, fyrstu hjálp, veður (þar með talið hektópasköl), tjaldlíf og svo má lengi telja. Báðar í björgunarsveit Hugmyndin að bókinni kviknaði í ferð þeirra Elínar og Helenar við tjörnina í Ásbyrgi, en þær höfðu lengi velt því fyrir sér að gefa út handbók með öllum helstu leiðbeiningum og upplýsingum sem útivistarfólk gæti þurft á að halda, bók sem þær segjast gjarnan vildu hafa haft við höndina þegar þær voru að byrja að stunda útivist á sínum tíma, en þær Helen og Elín hafa gengið á fjöll árum saman auk þess að vera báðar liðsmenn í björgunarsveit. Reynsla þeirra af björgunarsveitastarfi gerir að verk- um að bókin er mjög öryggismiðuð, enda segja þær að íslensk náttúra og veðurfar geri að verkum að nauðsyn- legt sé að vera við öllu búinn. Að- Búist við því versta, en vonið það besta Ítarleg Í bókinni er farið yfir allt sem viðkemur útivist á mjög skýran hátt. Útivist er ekki flókið fyrirbæri svo framarlega sem maður ætlar ekki út fyrir garð- hliðið heima. Ef halda á lengra er betra að búa sig vel og gæta að öryggisatriðum, eða svo segja þær Helen Garðarsdóttir og Elín Esther Magnúsdóttir í bókinni Góða ferð – handbók um útivist. Við fengum þær til að gefa fimm heilræði fyrir til- vonandi og núverandi útivistarfólk. 10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 2011 Vantar þig stundum ráðleggingar um hversdagslega eða jafnvel óhvers- dagslega hluti? Ertu að hugsa um að búa til þinn eigin bjór, léttast aðeins, losna við appelsínuhúð eða endur- fjármagna neysluláninn? Í hvað eru Maitake-sveppir notaðir, hvað er svona gott við að vera á lausu, hvernig vel ég kajak sem hentar mér? Svörin við öllum þessum spurningum og ótal mörgum öðrum er að finna á heimasíðunni soyouwanna.com. Þar er einnig að finna leiki á síðunni sem æfa minni, athygli og einbeitingu svo dæmi séu tekin. Heimasíðan er frábær uppspretta fróðleiks um allt milli himins og jarðar. Á soyouwanna verður þú þér úti um góð ráð og lærir um hluti sem þú finnur ekki í kennslu- bókum, eins og hvað þarf að hafa í huga þegar maður fer í starfsviðtal eða þegar maður kaupir sér dvd- spilara. Þeir sem hafa hug á því að fá svör við hugrenningum sínum ættu ekki að láta soyouwanna.com framhjá sér fara. AP Jörðin Á síðunni má finna fróðleik um allt milli himins og jarðar. Allt um það sem fólk lærir ekki í skólabókunum Vefsíðan www.soyouwanna.com Ungar raddir hafa einstaklega fagran hljóm og nú er gullið tækifæri til að njóta slíkra radda annað kvöld kl. 20, en þá verður Uppskeru- og kveðjuhátíð Kammerkórs stúlkna í Bústaðakirkju. Jóhanna V. Þórhallsdóttir er stjórnandi þessara 12-16 ára stúlkna, en hún lætur nú af störfum eftir 15 ára starf við kirkjuna. Stelpurnar ætla að leggja leið sína í tónleikaferð til Ítalíu, til Gardavatnsins, seinna í mánuðinum. Einsöngvarar eru Bergur Þór Ingólfsson og Signý Sæ- mundsdóttir. Allir eru velkomnir í kirkj- una að hlusta og fá sér kaffi og með- læti á eftir. Aðgangur er ókeypis. Endilega … … njótið stúlknaradda Góð Jóhanna, kórstjóri af Guðs náð. M or gu nb la ði ð/ E gg er t Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Serbía og villt tónlistin Golfkortið 2011 Spilað um Ísland - 23 golfvellir Upplýsingar á golfkortid.is Sumartilboð Einstaklingskort 9.000 kr. Fjölskyldukort 14.000 kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.