Morgunblaðið - 08.06.2011, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 08.06.2011, Qupperneq 11
Tjaldsvæði „Ég er að íhuga það að skella mér á serbneska lúðrasveita- mótið GÚGA, sem haldið verður í endaðan ágúst. Þetta er brjálæðisleg tónlistarhátíð, sem ég ætla að njóta sem gest- ur,“ segir Stein- grímur og bætir við að stefnan sé að spila á erlendri grundu á næstunni. Varsjárbandalagið spilar mest tónlist ættaða frá Austur-Evrópu, svokallaða balkantónlist. Enda er sannkallaður Balkanskagablær yfir tónlistinni og e.t.v. ekki síst yfir fatavali hljómsveitarmeðlima, sem eru klæddir í samræmi við tónlist- ina. Hljómsveitina skipa þeir Hallur Guðmundsson (bassi), Steingrímur Guðmundsson (trommur), Karl Testka (fiðla), Sigríður Ásta (harm- onikka), Jón Torfi (gítar) og Magn- ús Pálsson (klarínett). Færeyska plötufyrirtækið Tutl sér um útgáfu plötunnar og er áætlað að hún komi á Evrópu- markað innan skamms. Í tilefni útgáfunnar ætlar hljóm- sveitin að halda tónleika annað kvöld í Tjarnarbíói. Skemmtunin byrjar klukkan 20:00 og kostar 1.200 kr inn. Áhugi á hverskonar handverki fer sívaxandi og þeir sem mestan hafa áhugann flakka á milli landa sér- staklega til að kynna sér það sem aðrir eru að gera í þeim málum. Fyrir þá sem eru með brennandi áhuga á bútasaum ætti að vera fagnaðarefni að í haust ætla ÍT-ferðir að bjóða upp á bútasaumsferð til Bandaríkj- anna. Guðrún Erla Gísladóttir verður faglegur farar- stjóri, en hún er búsett í Minneapolis og hefur haldið nokkur vinsæl bútasaumsnámskeið hér á landi. Þetta verður 7 daga ferð til Minneapolis og Ne- braska og mun Guðrún halda námskeið í versluninni Quilted Treasures, þar sem kennsla, námsgögn og að- gangur að saumavélum verður innifalið. Einnig verða bútasaumshönnuðirnir Linda Hohag frá Brandywine og Heather Mulder frá Anka’s Treasures með sýni- kennslu, sýna teppin sín og árita bækur. Farið verður í skoðunarferðir og bútasaumsbúðir heimsóttar. Einn- ig verður stoppað í tilraunagörðunum í University of Iowa en þeir eru frægir fyrir blóm sín. Skoðað verður hið fræga International Quilt Study Center. Tekið skal fram að lágmarksþátttaka til að ferð verði farin er 20 manns. Guðrún Erla fer fyrir hópnum Morgunblaðið/Árni Sæberg Bútasaumur Er mjög vinsæll um heim allan. Bútasaumsferð til Bandaríkjanna reiknar með. Búast við því versta, en vona það besta.“ Skór nú eins og hestar hér áður Eftir nokkrar umræður ákveða þær að setja góða gönguskó í þriðja sæti. „Góðir gönguskór eru jafn mikilvægir og góður hestur var í gamla daga,“ segir Helen. „Ef við hugsum ekki vel um fæturna okkar getum sénsa þegar íslenska veðrið er annars vegar. Jafnvel þó maður þurfi auðvit- að ekki að lenda í lífsháska í hvert skipti sem maður lendir í skítaveðri, þá minnkar ánægjan af ferða- mennskunni töluvert við það að þurfa að húka rennblautur undir steini, klukkutímum saman. Það er meira að marka íslenskar veðurspár en margir halda, og ef maður stefnir í fjallgöngu ætti maður líka að hafa í huga að veðrabreytingar verða oft fyrr til fjalla og að öfgar í veðrinu verða meiri. Að þessu sögðu er rétt að taka fram að þú ættir alltaf að miða út- búnað við það að veðrið geti orðið verra en þú næsta nágrenni. Hvort sem þú hefur kallað á hjálp eða ekki, er alltaf auð- veldara að finna einhvern sem heldur kyrru fyrir en einhvern sem er á hreyfingu,“ segir Elín og leggur áherslu á að fólk reyni að láta sér líða sem best meðan það bíður eftir hjálp. „Þú átt að drekka, borða, reyna að halda á þér hita og stuðla að jákvæðu hugarfari í hópnum. Láttu sjást til þín, til dæmis með ljósi eða veifum. Það er líka gott að muna að bílar og skálar sjást mun fyrr úr lofti en gang- andi fólk.“ Bannað að týna gleðinni Að endingu vilja þær stöllur brýna fyrir fólki að muna að brosa á fjöllum. „Þegar við komumst á flug með allt öryggistalið gæti einhver við ekki ætlast til þess að þeir komi okkur á leiðarenda. Góðir skór geta kostað töluvert, en þeir endast líka í mörg ár ef vel er farið með þá. Við er- um hrifnastar af leðurskóm sem eru með fáa sauma og gúmmirönd upp á skóinn sjálfan. Millistífir skór henta flestum í alhliða ferðamennsku og sólinn ætti að vera grófur og úr góðu gúmmíi.“ Best að halda kyrru fyrir „Og af því að við erum mjög lit- aðar af starfi okkar í björgunarsveit eru rétt viðbrögð þegar í óefni er komið í fjórða sæti,“ segir Elín. „Ef þú villist skaltu halda kyrru fyrir, svo framarlega sem þú sért ekki í bráðri hættu á þeim stað eða vitir um betra skjól í Úti í náttúrunni Elín og Helen veita í bók sinni mörg góð ráð fyrir ferðafólk og segja mesta misskilning að það þurfi að vera kalt að sofa í tjaldi. haldið að fjallgöngur og ferðalög væru stórhættuleg og ekki fyrir hvern sem er. Hið sanna er auðvitað að góður dagur á fjöllum er eins og fullur tankur af orku fyrir sálina og því er mikilvægt að muna að vera í já- kvæðu fötunum þegar maður fer úr bænum,“ segir Helen og brosir. „Það verður allt svo mikið auðveldara og skemmtilegra, og ef eitthvað kemur upp sem maður átti ekki von á, er glaður heili mikið fljótari að leysa það en fýldur heili. Þegar við vorum á fjallamennskunámskeiðum í björg- unarsveitinni okkar var okkur sagt að á fjöllum væru tvær reglur: bann- að að týna gleðinni og bannað að slasa sig. Þetta hljómar kannski undarlega, en þrælvirkar. Ef maður fer eftir þeim,“ bætir Helen við. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 2011 Góða ferð er yfirgripsmikil handbók fyrir alla útivistariðk- endur. Bókinni er skipt niður í 10 kafla og um 150 undirkafla, svo handhægt er að nota hana sem uppflettirit. Meðal þeirra sem lásu efnið yfir og gáfu góð ráð eru fjalla- björgunarfólk, fjallaleiðsögu- menn, leiðbeinendur í fyrstu hjálp, næringarfræðingur, land- fræðingur, ferðamálafræðingur, sérfræðingur í útieldun og þaul- vant ferða- og björgunarsveit- arfólk. Alfræðirit ferðafólks HANDBÓK UM ÚTIVIST Gríptu tækifærið og græjaðu þig upp fyrir bústaðinn. Magnaðir miðvikudagar! 4GB minnislykill fylgir öllum netlyklaáskriftum í dag Á m eð an bir gð ir en da st Næsta helgi er fyrsta útileguhelgi sumarsins (hvítasunnuhelgin). Er þá ekki tilvalið að skella sér út á land í tjaldferðalag? Ef maður er ekki viss hvert skal halda er alltaf gott að skoða camp- ing.is. Á síðunni er að finna sæg upplýsinga um staðsetningu og verð tjaldsvæða á landinu. Þar eru einnig upplýsingar um skemmtileg og áhuga- verð kennileiti í grennd við hvert tjaldsvæði. Önn- ur góð síða í tengslum við tjaldferðalög er tjalda- .is en sú síða er svipuðum eiginleikum gædd og sú fyrrnefnda Áður en haldið er í tjaldferðalög er betra að hafa á hreinu hvernig viðrar. Bæði á mbl.is og vedur.is er að finna gríðarlega góðar og yfirgrips- miklar upplýsingar um veður og veðurspár fram í tíman. Góða skemmtun í útilegunni! Útilegur Morgunblaðið/RAX Tjaldútilega Fátt er skemmtilegra á sumrin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.