Morgunblaðið - 08.06.2011, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.06.2011, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 2011 FRÉTTASKÝRING Önundur Páll Ragnarsson onundur@mbl.is „Virðulegu dómarar. Háttvirtur sak- sóknari. Mín afstaða til sakarefn- anna er skýr. Ég lýsi mig saklausan af öllum ákæruatriðum og mun leggja mig fram um að sanna sak- leysi mitt ef til efnislegrar meðferðar kemur á þessum vettvangi,“ sagði Geir H. Haarde, fyrrverandi for- sætisráðherra, fyrir framan lands- dóm eftir hádegið í gær, þegar dóms- forseti hafði boðið honum að tjá sig um sakarefnið. Fjölskylda Geirs og nokkrir fyrr- um samstarfsmenn voru viðstaddir, auk fjölmiðlamanna og lögfræðinga, en ekki var dómsalurinn í Þjóðmenn- ingarhúsinu fullsetinn. Ákæruvaldið skipaði dómendur Andri Árnason, verjandi Geirs, krafðist því næst frávísunar málsins, með vísan til þess að skipan átta dómara, sem kjörnir voru af Alþingi í maí árið 2005, færi í bága við ákvæði laga um meðferð sakamála, 70. grein stjórnarskrárinnar og sjöttu grein Mannréttindasáttmála Evrópu, um sjálfstæða og óvilhalla dómstóla. Með breytingu á lögum á landsdóm í síðasta mánuði, degi fyrir útgáfu ákæru í málinu, hefði ákæruvaldið, Alþingi, haft óeðlileg og óheimil af- skipti af skipun meirihluta dómsins, sem í sitja 15 dómarar. Bætt var inn í lögin ákvæði um að dómarar sem sæti eigi í landsdómi þegar Alþingi tekur ákvörðun um málshöfðun skuli klára málið, þótt það dragist fram yfir endalok kjör- tímabils þeirra. Andri vísaði til úrskurðar lands- dóms frá í mars, um að málið teljist fyrst höfðað þegar ákæruskjal sak- sóknara hafi verið gefið út. Þegar það var gefið út var kjörtímabil dóm- aranna átta á enda og því ljóst við lagasetninguna, að sögn Andra, að meðferð málsins yrði aldrei á kjör- tímabili þeirra. Þannig hafi Alþingi valið þessa átta dómara til að dæma í málinu, en ekki einhverja aðra, sem hefðu skv. gildandi lögum átt að taka sæti þar. Sagði hann ekki vitað hverjar ástæður þessa væru, en ekki væri hægt að útiloka að Alþingi hefði talið þetta heppilegra fyrirkomulag – að dómararnir hefðu verið valdir til að bjarga málatilbúnaði ákæruvalds- ins. „En ég vara við því að hinn ákærði eigi að sýna fram á það eða sanna hver var ástæða þessarar lagabreyt- ingar eða þá að hann verði fyrirfram fyrir réttarspjöllum af þessum ástæðum. Allan vafa að þessu leyti verður að túlka sakborningi í hag.“ Af dómi Mannréttindadómstóls Evrópu í máli Eriks Ninn-Hansen, fyrrverandi dómsmálaráðherra Danmerkur, sem ákærður var fyrir ríkisrétti í Danmörku, sagði Andri að mætti ráða að fyrirkomulagið í Danmörku, að þjóðþingið kysi dóm- endur til setu, gæti staðist kröfur mannréttindasáttmálans að tveimur skilyrðum uppfylltum: Að hinir ný- kjörnu dómendur mynduðu ekki meirihluta dómsins og hitt að kosn- ing dómara hefði átt sér stað algjör- lega óháð málinu. Sagði Andri að hvorugt skilyrðið væri uppfyllt í mál- inu gegn Geir. Röklaus og ótæk krafa Sigríður J. Friðjónsdóttir sak- sóknari krafðist þess að kröfunni yrði hafnað. Skipan dómsins væri óbreytt síðan í mars, en þá hefði ákærði enga kröfu gert um að dóm- arar vikju. Með lagabreytingunni hefði aðeins verið undirstrikuð sú meginregla íslensks réttarfars að dómari sem hæfi meðferð máls lyki því. Það væri skynsemisregla. „Það sem er hins vegar afar óskynsamlegt er kröfugerð ákærða. Hún snýst um að dómarar sem ekki voru kjörnir til að fara með þetta mál sem hér er til umfjöllunar og voru ekki vanhæfir við upphaf málsmeð- ferðar, að þeir víki sæti. Og þá til hvers? Jú, til þess að hægt sé að kjósa dómendur til að fara með mál- ið. Það myndi að sjálfsögðu tryggja vanhæfi þeirra og setja málið í upp- nám, sem hlýtur þá að vera tilgang- urinn með málatilbúnaði varnarinn- ar,“ sagði Sigríður. Staðan í máli Geirs væri nákvæmlega sú sama og Mannréttindadómstóll Evrópu hefði lýst í máli hins danska Hansens. Dómararnir hefðu verið skipaðir árið 2005, algjörlega óháð máli Geirs. Þá sagði hún röksemdir ákærða leiða til þeirrar undarlegu stöðu að ákærðir ráðherrar í málum fyrir landsdómi, ef til fleiri mála kemur, geti þvælt mál þar til þau falli niður. Dráttur útgáfu ákæru vegna gagna- öflunar sé meðal annars til kominn vegna andmæla hins ákærða. Hann geti þannig dregið rannsókn mála út fyrir kjörtímabil dómara. „Það sér það hver maður að þetta gengur ekki upp,“ sagði Sigríður. Krafan væri í raun rökleysa og ómögulegt að taka hana til greina. Krefst frávísunar málsins  Verjandi Geirs telur meirihluta dómenda í raun skipaða af ákæruvaldinu og krefst frávísunar málsins  Saksóknari segir málatilbúnað verjandans rökleysu, til þess gerða að setja málið í uppnám Morgunblaðið/Golli Landsdómur Fimmtán dómarar eiga sæti í landsdómi. Forseti Hæstaréttar Íslands hverju sinni er sjálfkjörinn forseti landsdóms. Ingibjörg Benediktsdóttir dómsforseti sést hér fá sér sæti. Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Samstarfsmenn og mótherjar Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, sátu hlið við hlið í Norðurljósasal Hörpu síðdegis í gær á fundi sem haldinn var af stuðnings- mönnum Geirs. Meðal þeirra sem tóku til máls var pólitískur andstæðingur Geirs, Kristrún Heimisdóttir, fyrrverandi aðstoðarmaður Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur og núver- andi aðstoðarmaður Árna Páls Árnasonar, efnahags- og viðskiptaráðherra. „Ég þakka ykkur fyrir að sýna mér stuðn- ing í því óheillamáli sem hófst í landsdómi í dag,“ sagði Geir við fundarmenn. Hann sagði margt benda til þess að málið yrði ekki tekið fyrir fyrr en í janúar 2012. „Ekki veit ég hvað lagaspekingar segja um þetta, en mér finnst þetta ótækt,“ sagði Geir um þessa frestun. Ekki refsivert að bjarga bankakerfinu Geir sagðist ánægður með fjölbreyttan hóp fundarmanna og þær viðtökur sem vefsíð- an malsvorn.is hefði fengið, en hún var stofnuð honum til stuðnings. Hann sagði að að undanförnu hefði komið í ljós að þær ákvarðanir sem teknar voru í að- draganda hrunsins hefðu verið réttar og komið í veg fyrir enn meiri skaða. „Ég tel það ekki vera refsivert athæfi að hafa bjargað innlenda bankakerfinu. Við ætlum að hafa sigur í þessu máli.“ Í Kastljósi RÚV í gærkvöldi sagði Geir að yrði hann fundinn sekur færi hann með málið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. Kristrún sagði að ein af ástæðum þess að hún legði Geir lið væri að íslenskt réttarkerfi stæði nú frammi fyrir stóru verkefni og hún sagðist leyfa sér að fullyrða að engin sið- menntuð mannseskja með lögfræðimenntun gæti horft á þetta mál án þess að blygðast sín. „Ég er viss um að dómararnir lesa hættu- merkin í málinu,“ sagði Kristrún. „Af óskiljan- legum ástæðum var margvíslegur áburður og uppspuni tekinn gildur af höfundum rannsókn- arskýrslu Alþingis.“ Mikill heigulsháttur „Reifun málsins er í skötulíki og alþingis- menn tóku að sér hlutverk ákæranda,“ sagði Kristrún. „Þetta er mesti heigulsháttur sem ég hef orðið vitni að. Ég held að Íslendingar séu almennt þeirrar skoðunar að Geir H. Haarde eigi sanngirni skilda.“ Kristrún sagði að enginn forystumaður í íslenskum stjórnmálum hefði þurft að standa í annarri eins orrahríð og Geir. Hún sagði að varla dytti nokkrum í hug að dæma hann til refsingar vegna setningar neyðarlaganna. Réttarhöldin myndu engu nýju ljósi varpa á hvaða aðra valkosti íslensk stjórnvöld höfðu. Í gærkvöldi höfðu um 2.200 skráð sig á Facebook-síðu til stuðnings Geir og að sögn Ólafs Inga Ólafssonar, eins forsvarsmanna Málsvarnar, höfðu þá um 3500 skráð sig á síð- una malsvorn.is, en þar gefst fólki einnig kost- ur á að styrkja málsvörn Geirs með fé. Mark- miðið er að safna 25-30 milljónum. Samherjar og andstæðingar sameinast  Víðtækur og breiður stuðningur við málstað Geirs H. Haarde í landsdómsmálinu  „Áburður og uppspuni tekinn gildur af höfundum rannsóknarskýrslu Alþingis“  „Við ætlum að hafa sigur“ Morgunblaðið/Kristinn Stuðningur Meðal þeirra, sem sýndu Geir H.Haarde og málstað hans stuðning í Hörpu í gær, var Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi pólitískur andstæðingur hans og samráðherra. „Ég tel þau fráleit,“ sagði Geir H. Haarde um sakarefnin gegn sér eftir þingfestinguna í gær. „Ég lýsi sakleysi mínu og ég mun vísa öllum þessum ákæru- liðum á bug ef þetta mál kem- ur til efnislegrar meðferðar.“ Kvaðst hann vona að úr- skurður kæmi fljótt um frávís- unarkröfuna. Málið væri sér þungbært, en þó vissi hann hvernig það væri til komið, pólitísk atlaga að sér og það gerði málið síður þungbært. „Það er ekkert við saksókn- arann að sakast í því efni og alls ekki við dómarana. Þetta er ekki þeim að kenna. Það standa allir hér í sporum sem enginn átti von á og enginn hafði óskað sér, nema nokkrir einstaklingar niðri í Alþingi sem stýrðu þessu.“ Segir sakar- efnin fráleit LÝSIR SIG SAKLAUSAN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.