Morgunblaðið - 08.06.2011, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 08.06.2011, Blaðsíða 14
14 Hamskipti lífríkis og landslags MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 2011 LÍFRÍKIÐ Rúnar Pálmason runarp@mbl.is „Ég er ekkert of bjartsýnn,“ segir Valur Bogason líffræðingur hjá Haf- rannsóknastofnun sem hefur ásamt starfsfélaga sínum Kristjáni Lillien- dahl líffræðingi rannsakað ástand sandsílastofnsins frá árinu 2006. Verði nýliðun ekki góð í ár muni stofninn áfram „hanga á horrim- inni“ en til þess að stofninn fari að rétta úr kútn- um þarf að koma til góð nýliðun, helst nokkur ár í röð. Sandsíli verða ekki gömul, vart eldri en 8 ára. Nýliðun sandsílis brást árin 2005 og 2006 og hefur nýliðun verið léleg síðan þá, nema árið 2007 sem var betra. Valur bendir á að uppistaðan í sandsílaaflanum síðastliðin þrjú ár hefur verið síli af 2007-árgangi sem hefur verið ríkjandi í stofninum. Ástand 2010 árgangs skýrist betur í leiðangri núna í sumar, en í leiðangri í fyrra fékkst talsvert af seiðum í Breiðafirði og Faxaflóa en lítið við suðurströndina. Eftir því sem lengra líður á milli góðra árganga verður erfiðara fyrir stofninn að rétta hratt úr kútnum. Valur og Kristján hafa bent á tvær ástæður sem draga úr líkum á því að stofninn braggist, annars vegar fækkar gömlu og stóru síli, sem lík- lega skiptir miklu máli því hrogna- framleiðsla vex með stærð. Hins vegar veldur fækkun sand- sílis undanfarið því að nýr árgangur, þótt stór sé, lendir strax í miklu af- ráni frá fiskum, hvölum og sjófugl- um. „Það þarf að koma til góð nýlið- un, helst tvö til þrjú ár í röð, til að menn sjái einhvern viðsnúning,“ segir Valur. Þá gæti sandsílastofn- inn hugsanlega braggast hratt því flest sandsíli verða kynþroska eins árs. Því miður gefi núverandi ástand enga sérstaka ástæðu til bjartsýni. Veiddu 20 sandsíli við Eyjar Við veiðarnar nota þeir sandsíla- plóg sem er hentugur þegar sílið er grafið í botninn og seiðaflotvörpu þegar sílið er uppi í sjó. Togað er bæði uppi í sjó og niður við botn. Einnig er botngreip notuð en hún veitir samanburð við plóginn vegna þéttleikamælinga á síli. Valur og Kristján hafa árlega frá árinu 2006 veitt sandsíli á fjórum svæðum við landið. Á öllum svæð- unum hefur sandsílastofninn verið að gefa eftir. Ástandið við Vest- mannaeyjar að Vík var einstaklega lélegt árin 2006 og 2007 og var aflinn aðeins um 20 síli, hvort ár. Þetta var sláandi niðurstaða því helstu sand- sílasvæði umhverfis Vestmanneyjar og allt austur að Vík voru þaulleituð. Haustið 2007 bárust síðan fréttir af umtalsverðu magni sandsílis víða á grunnslóð við landið sunnan- og vestanvert en svo virðist sem sand- sílaseiði hafi borist inn á svæðin eftir að rannsóknaleiðangri sumarsins lauk. Athuganir á sandsílum sem afl- að var í grennd við Vestmannaeyjar og einnig í Faxaflóa haustið 2007 sýndu að þetta voru seiði frá vorinu. Þetta er athyglisvert í ljósi þess að frekar lítið fannst af seiðum í rann- sóknaleiðangri 2007. Lundarnir í Vestmannaeyjum, sem reiða sig á sílið fyrir ungana, fundu þessi seiði ekki fyrr en í ágúst. Eitthvað sérstakt Valur og Kristján telja að „eitt- hvað sérstakt“ hafi gerst við Vest- manneyjar og Vík. Svo virðist sem stofn sandsílis í nágrenni við Vest- mannaeyjar hafi orðið fyrir áfalli sem hafi nánast þurrkað hann út. Ástandið lagaðist þó aðeins árið 2008 sérstaklega á Víkinni þar sem þétt- leiki sandsílis jókst talsvert en ein- ungis lítillega við Vestmannaeyjar en þessa breytingu má að mestu rekja til 2007 árgangsins. Ljósmynd/Valur Bogason Sandsílarannsóknir Við veiðarnar nota þeir Valur og Kristján sandsílaplóg, sem er hentugur þegar sílið er grafið í botninn, og seiðaflotvörpu þegar sílið er uppi í sjó. Hér eru þeir á veiðum á Gæfu VE. Árin 2006 og 2007 veiddust aðeins 20 síli við Vestmannaeyjar að Vík. Eitthvað sérstakt hafði gerst. Sandsíli hafa enga ástæðu til bjartsýni  Sandsílastofninn hangir á horriminni  Þarf góða nýliðun, helst nokkur ár í röð  Eitthvað sérstakt gerðist  Afræningjar myndu strax höggva stór skörð í stóran stofn Valur Bogason Ýmsar tilgátur eru á lofti um mögulegar ástæður hnignunar sandsílastofnsins en Valur og Kristján segja að erfitt sé að benda á eina afmarkaða orsök og telja frekar að þetta sé samspil margra þátta. Helst hefur verið horft til aukins afráns og umhverfisáhrifa. Sterkari ýsustofn? 2003-árgangur ýsu var mjög stór og ýsustofninn í miklum vexti þegar nýlið- unarbrestur verður hjá sandsíli en ýsa er þekkt sílaæta og getur einnig étið egg sandsílis. Álit: Valur segir að ekki sé hægt að horfa fram hjá hugsanlegum áhrifum af þessum vexti ýsustofnsins á sandsíli. Hins vegar hafi talsverður hluti af vexti ýsustofnsins orðið fyrir norðan land sem dregur úr áhrifum ýsu á sandsíli fyrir sunnan land. Fæðugögn, þ.e. gögn um fæðu í ýsumögum, styðja ekki að hrunið megi eingöngu rekja til ýsunnar. Á þessum tíma voru einnig aðrar fisk- tegundir í vexti sem éta sandsíli. Makríllinn étur sílið Makríllinn, ný tegund á Íslands- miðum, étur sílið. Álit Valur segir að vissulega éti makrílstofninn mikið magn. Uppistaðan í fæðu hans sé hins vegar áta og frekar lítið hefur fundist af síli í mögum mak- ríls hér við land. Það getur þó að hluta skýrst af slæmu ástandi sandsíla- stofnsins því þekkt er að makríll éti sandsíli. Þar að auki varð hrunið í síla- stofninum áður en makríll fór að láta á sér kræla að verulegu marki á grunn- slóð. Líklega veldur koma makríls auknu afráni á sandsíli en einnig kemur til aukin samkeppni um fæðu við sílið. Súrefnisskortur á botni Sú tilgáta hefur komið fram á bryggj- unum í Vestmannaeyjum að hrun í stofni sandsílis við eyjarnar megi kenna miklum blóma þörunga í hafinu síð- sumars 2004. Mikill þéttleiki þörung- anna við botninn hafi komið í veg fyrir að sílin niðurgrafin í botninn fengju súr- efni. Álit: „Við fengum ekki upplýsingar um þetta fyrr en löngu seinna og feng- um aldrei sýni af þessum þörungum og vitum því ekki hvað þetta var,“ segir Valur. „Sú tilgáta að þörungar hafi kæft sandsílin er ekki verri en margar aðrar en við höfum ekkert í höndunum sem getur staðfest hana,“ segir Valur. Ef þörungar í miklum þéttleika leggjast á botninn er hins vegar voðinn vís fyrir sandsílin. „Þau verða að geta andað í sandinum og ef þau geta það ekki þurfa þau að leita upp í sjó þar sem afræn- ingjar bíða þeirra,“ segir hann. Ýmsar kenningar um ástæður Skannaðu kóðann til að lesa um fleiri kenningar um hrun sandsílisins og álit. Hrygning sandsílis hefst í október og lýkur í desember en eggin byrja að klekjast í byrjun apríl. Þetta telst langur tími og t.d. er algengt hjá fiskum að frá hrygn- ingu fram að klaki líði 10-20 dag- ar. Þetta þýðir að sandsíli geta verið viðkvæm fyrir umhverf- isbreytingum að vetrarlagi, að sögn Vals. Um veturinn eru hrognin í dvala en talið er að um vorið verði sam- spil hita, birtu og seltu til þess að koma af stað þroska í hrognunum. Breytingar á sjávarhita að vetrarlagi gætu því flýtt eða seinkað klaki og þar með haft áhrif á nýliðun sandsílis, t.d. ef seiðin hitta ekki á rétta fæðu eftir klak. Seiðin myndbreytast við 35- 55 mm lengd en fram að þeim tíma rekur þau um uppi í sjó með straumum. Um mitt sumar fá seiðin hreistur og geta þar með grafið sig ofan í sandinn. „Sandsílin eru mjög staðbundin eftir það og taka þau sér þá bólfestu í sínu póstnúmeri,“ segir Valur. Sílin eru því háð því að finna sandbotn. Þar grafa þau sig niður til að verjast afræningjum, fiskum, hvölum og fuglum. Fram að þeim tíma að seiðin geta grafið sig í sandinn eru þau háð straumum sem geta haft mikil áhrif á útbreiðslu og afdrif sílanna. Vilja komast í rétt póstnúmer SANDSÍLI VIÐKVÆM FYRIR BREYTINGUM Á UMHVERFINU Ungafæða Sandsíli eru afar heimakær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.