Morgunblaðið - 08.06.2011, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 08.06.2011, Blaðsíða 15
15Hamskipti lífríkis og landslags MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 2011 Hiti og selta sjávar eru enn yfir meðaltali annars staðar en vestan við landið, þar sem hiti var um eða undir langtímameðaltali, samkvæmt mælingum í nýafstöðnum vorleiðangri Hafrannsóknastofnunar- innar nú í maí. Stofnunin hefur mælt hita og seltu sjávar á föst- um stöðum í kringum Ísland á hverju ári frá 1970. Hitastigið byrjaði að hækka ört eftir 1996 og frá því þessar mælingar hófust hefur sjórinn aldrei orðið hlýrri en í fyrrasumar. Seltan hefur sömuleiðis auk- ist; það þýðir að hingað berst heitari og saltari sjór sunnan úr höfum en áður. Héðinn Valdimarsson, haffræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun, stýrir verkefninu Ástand sjávar, en hita- og seltumæling- arnar eru hluti af því. Fyrst mældist hlýnun árin 1996-1998 en þá var litið á niðurstöðurnar sem frá- vik. Mátti eins gera ráð fyrir að hitastigið myndi lækka aftur. „Við vitum aldrei hvenær frávikið verður stöðugt. Það er ekki fyrr en komin eru fimm ár í röð sem maður þorir að tala um breytingu,“ segir hann. Á þessu tímabili hlýnaði sjórinn nokkuð hratt og um aldamótin var orðið óhætt að slá því föstu að frávikið væri orðið að breytingu. Gera ráð fyrir hlýnun á lengra tímabili Og breytingin er mikil. Hækkunin nemur 1-2°C gráðum í efri lögum sjávar sunnan og vestan við landið. Spár sem hafa komið fram um áhrif hlýn- unar jarðar á sjávarhita á norðurslóðum gera flest- ar ráð fyrir að slík hækkun verði á mun lengra tímabili. Í yfirborðslögum hlýsjávarins fyrir vestan landið náði hitinn hámarki í fyrrasumar, „á þessu mikla makrílsumri,“ bætir Héðinn við. Mest hefur hitastig sjávar hækkað við Suður- og Vesturland. Fyrir norðan land hlýnaði sjórinn seinna en hækkun á grunnsævi fyrir Norðurlandi nálgast það að vera svipuð og við Suður- og Vest- urland. Ef farið er lengra út frá Norðurlandi, þang- að sem kaldir hafstraumar frá Íshafinu og Græn- landi ráða ríkjum, hefur sjórinn hlýnað mun minna. Í fyrravetur hafði kólnað lítillega á Siglunessniði út af Siglufirði. Þessi eina mæling segir þó ekki mikið. „Og þótt það sé kaldara en síðustu 5-6 árin, þá er sjórinn samt mun hlýrri en árin þar á undan,“ áréttar Héðinn. Seltan í sjónum hefur aukist á sama tíma en seltan segir að nokkru til um hvaðan sjórinn kemur. „Við höfum verið að fá sterkari hlýsjó en áður. Tilgátan er að hann komi í meira magni úr hafinu sunnan- og austanverðu.“ Mest hefur seltan aukist við Suður- og Vesturland en hún hefur einnig aukist fyrir norðan land. Styrkir færibandið Hita-seltuhringrásin í Atlantshafi, oft nefnd hita- seltu-færibandið, togar hlýrri sjó sunnan úr höfum og veitir kaldari sjó til suðurs. Tiltölulega saltur hlýsjór að sunnan kólnar á leið sinni norður. Kóln- unin veldur því að hann sekkur til botns og við það togar hann meiri hlýjan sjó norður. Í sumum spám um áhrif loftslagsbreytinga er talin hætta á að þetta saltfæriband stöðvist. Héðinn segir að núver- andi ástand styrki færibandið. Hlýrri sjór veldur hærri lofthita. Héðinn minnir á menn hafi áhyggjur af því að Grænlandsjökull muni bráðna hratt. Við það geti yfirborðslag sjávar orðið ferskt og létt sem geti orðið til þess að hlý- sjórinn nái ekki sökkva niður og viðhalda færiband- inu. „Ef Grænlandsjökull fer á mjög stuttum tíma þá vitum við ekki hvað gerist og ég held að það viti enginn,“ segir Héðinn. Hlýrri og saltari sjór í Faxaflóa Methiti í yfirborðsjó á Látragrunni Meðalhiti á 0-200 metra dýpi, mælingar frá öllu árstímum 19 70 19 72 19 74 19 76 19 78 19 80 19 82 19 84 19 86 19 88 19 90 19 92 19 94 19 96 19 98 20 00 20 02 20 04 20 06 20 08 20 10 20 12 19 70 19 72 19 74 19 76 19 78 19 80 19 82 19 84 19 86 19 88 19 90 19 92 19 94 19 96 19 98 20 00 20 02 20 04 20 06 20 08 20 10 20 12 H it as ti g °C 9 8,5 8 7,5 7 6,5 6 5,5 Se lt a 35,3 35,2 35,1 35,0 34,9 Meðalhiti á 0-50 metra dýpi í ágúst 2010. Á sama tíma gekk mikið af makríl á þessar slóðir. Heimild: Hafrannsóknastofnunin 19 75 19 80 19 85 19 90 19 95 20 00 20 05 20 10 19 75 19 80 19 85 19 90 19 95 20 00 20 05 20 10 7 6 5 4 3 H it as ti g °C 11 10 9 8 7 6 H it as ti g °C Meðalhiti 100m lags yfir botni á norðanverðuLátragrunni (80-180m). Breið lína2ára keðjumeðaltal.Vetrargildi. Meðalhiti 50myfirborðslags ánorðanverðuLátragrunni (0-50m). Breið lína3ára keðjumeðaltal. ���� Straumar að sunnan og norðan Grænland Ísland Noregur BretlandÍrland Færeyjar Heitir straumar að sunnan Kaldir straumar að norðan Heimild: Hafrannsóknastofnunin Frávikið varð að stöðugri hlýnun  Sjávarhiti við Ísland náði hámarki í fyrrasumar, á því mikla makrílsumri  Hitinn hefur hækkað um 1-2°C í efstu lögum sjávar  Átti að gerast á 100 árum Morgunblaðið/Eggert Mælingar Héðinn Valdimarsson við mælitæki sem mælir eðlisþætti sjávar, svo sem hita, seltu, súrefni og ljómun auk þess að taka sjósýni. Héðinn segir að ýmislegt bendi til að þessi hlýnun sjávar sé að mestu hluti af náttúrulegri sveiflu. Vitað sé að á hlýinda- skeiðinu milli 1925 og 1964 hafi sjórinn verið hlýrri en hann var milli 1964 og 1996. Vandinn sé að ekki sé mikið til af gögnum sem dugi fyrir spár. Nú þegar sé sjórinn jafnvel orðinn hlýrri en hann var á þessu fyrra hlýskeiði á síðustu öld. Minna sé á hinn bóginn vitað með vissu um hve- nær sú sveifla náði hámarki og hvenær og hvernig hún gekk til baka. „Við vitum mun minna um þessa sveiflu en það sem nú gengur á, þannig lagað,“ segir Héðinn. Reyndar hafi sjávarhiti verið mældur að vorlagi undan Norðurlandi frá 1952, í tengslum við síldarrannsóknir eða vorleið- angur, en árstíðamælingar séu mun áreiðanlegri lýsing á ástandi sjávar en eingöngu vor/ sumar-mælingin. Að mestu náttúruleg SJÓRINN ÁÐUR HLÝNAÐ „Almennt má segja að samfara hlýn- un sjávar fylgi aukin framleiðni, þ.e. það verður meira framboð fæðu í heildarvistkerfinu. En það þarf þó ekki alltaf að þýða að öllum teg- undum vegni betur í hlýrri sjó,“ segir Ólafur S. Ástþórsson, sjávarlíffræð- ingur og aðstoðarforstjóri Hafrann- sóknastofnunarinnar. Útbreiðslu- svæði margra nytjastofna hefur breyst verulega frá því hlýna tók í sjónum, m.a. loðnu, ýsu, kolmunna, ufsa, síldar, úthafskarfa, skötusels, þykkvalúru og makríls. Loðnan er eina tegundin sem er norræn að upp- runa, hún hefur hörfað frá Íslands- miðum í átt til Grænlands. Ólafur segir að margir samverk- andi þættir hafi áhrif á útbreiðslu og göngur fiska. Þar skiptir mestu máli stofnstærð og umhverfisskilyrði, þ.e. hitastig og fæðuframboð en oft sé erf- itt að skýra orsakir breytinga. Ólafur bendir t.d. á að ýsustofninn hafi stækkað og útbreiðslan aukist samfara góðri nýliðun upp úr alda- mótum og þá sérstaklega vegna risa- árgangs frá árinu 2003. „En nú er stofninn aftur á niðurleið vegna þess að minni ár- gangar eru að taka við, þrátt fyr- ir að umhverfis- skilyrði séu áfram góð.“ Þá sé það at- hyglisvert að þrátt fyrir hlýindi undanfarin ár hafi nýliðun hjá þorski almennt verið undir langtímatíma- meðaltali og engir mjög stórir ár- gangar litið dagsins ljós. Hugsanlega hafi það áhrif að ýsan er suðræn teg- und á norðurmörkum útbreiðslu sinn- ar en þorskurinn á sitt kjörlendi við sjávarhita líkan þeim sem hefur verið við Ísland. Hlýindin kunni því að gagnast ýsunni betur. Einnig þurfi að hafa í huga almennt ástand stofn- anna, aldursamsetningu og fæðu- framboð, t.d. við klak. Breytingar á útbreiðslu og stærð makrílstofnsins hafa komið hvað mest á óvart. Ólafur bendir á að mak- ríllinn sæki hingað vegna hærri sjávarhita og aukins fæðuframboðs. Hitaaukning undanfarinna ára við Ís- land virðist að mestu tengjast nátt- úrulegri sveiflu sem kunni að ganga til baka, a.m.k. tímabundið, og þá gæti makríllinn, ef fæðuskilyrði versna einnig, aftur leitað á hefð- bundnari slóðir. „Haldi hins vegar áfram að hlýna í þeim mæli sem verið hefur undanfarin ár gætu komið til verulegar breytingar á vistkerfinu eftir nokkra áratugi“. Ekki margir nýir stofnar Ólafur segir erfitt að spá um mögu- lega nýja nytjastofna. „Mér vitanlega eru ekki neinir hefðbundnir stórir og vannýttir fiskistofnar á hafsvæðunum sunnan við landið en þó má nefna gulldeplu og skyldar tegundir,“ segir hann. Jafnframt kynni vægi ýmissa smærri botnfiskstofna sem hér er þegar að finna að aukast. En hvað um þorskinn, haldi hlýn- unin áfram eða gangi hún ekki til baka? Ólafur segir að með auknum hita gæti vægi hrygningar þorsks fyrir norðan land aukist og göngu- mynstur breyst. Þannig kynnu líka þorskseiði frá Íslandi að reka í aukn- um mæli til Grænlands og alast þar upp við bætt umhverfisskilyrði. Ef fiskur sem alist hefur upp við Græn- land gengur síðan til baka til hrygn- ingar hér við land gæti það stuðlað að auknum veiðum á Íslandsmiðum. „En þetta er flókið samspil og mér finnst ekki rétt að vera með miklar vanga- veltur langt fram í tímann. Fyrir Ís- lendinga er mikilvægast að nýta auð- lindir sjávar hófsamlega og í sam- ræmi við þau skilyrði sem umhverfið setur á hverjum tíma.“ Ýsa tók við sér en er aftur á niðurleið en þorskur lét sér fátt um finnast  Meiri kraftur í lífríkinu  Nýtist fisktegundum misjafnlega  Óvíst um nýja nytjastofna Ólafur S. Ástþórsson Breytingarnar hafa ekki bara áhrif í sjónum heldur einnig í ferskvatni. Í ársskýrslu Veiði- málastofnunar árið 2010 kem- ur fram að flatfiskurinn flundra, sem fannst hér fyrst á tíunda áratug síðustu aldar, er nú útbreiddur um allt Suður- og Vesturland og á Vest- fjörðum og hefur fundist á Norðurlandi. Hún keppir við silung um fæðu, bæði neðst í ánum og í sjó. Þá hefur tals- vert orðið vart við för eftir steinsugu á sjóbirtingi á Suðurlandi og á einstaka laxi. Steinsuga er sníkjufiskur sem festir sig á aðra fiska og sýgur úr þeim næringu. Keppir við silunga FLUNDRA DREIFIR SÉR Talningar fuglafræðinga sýna að fuglum hefur fækkað mikið í stóru fuglabjörgunum. Margir stofnar sjófugla reiða sig á sandsíli. Á morgunSkannaðu kóðann til að sjá og lesa um kjána o.fl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.