Morgunblaðið - 08.06.2011, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.06.2011, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRViðskipti | atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 2011 Morgunblaðið/Heiddi Íslandsbanki Telur fyrirhugaðar breytingar stuðla að óhagkvæmni. útveg,“ segir m.a. í skýrslunni. Að mati teymisins hafa flestar breytingar sem frumvörpin hafa í för með sér neikvæð áhrif á rekstrarumhverfi sjávar- útvegsfyrirtækja. Greinin verði óhagkvæmari, arðsemi fyrirtækja minnki, hvati og geta til fjárfest- inga dragist saman og samkeppn- isstaða íslensks sjávarútvegs á mörkuðum erlendis veikist þegar fram líði stundir. „Rekstur sjávarútvegsfyrirtækja gengur almennt vel og hefur af- koman batnað mikið síðastliðna þrjá áratugi. Verði fyrirhugaðar breytingar á núverandi stjórnkerfi að veruleika er hins vegar hætt við að framlag greinarinnar til þjóð- arbúsins minnki,“ segir í skýrsl- unni. Þá segir að sjávarútvegur leggi til stærstan hluta útflutnings- verðmætis Íslands, eða 40%. Verð- mæti útfluttra sjávarútvega árið 2010 hafi numið 220 milljörðum, sem sé það mesta hingað til. ivarpall@mbl.is Íslandsbanki varar við neikvæðum áhrifum þeirra frumvarpa sem nú eru til meðferðar hjá Alþingi um stjórnun fiskveiða. Þetta kemur fram í skýrslu sjávarútvegsteymis Íslandsbanka sem kom út í gær. „Sjávarútvegur er mikilvægasta atvinnugrein Íslendinga. Sú stað- reynd undirstrikar nauðsyn þess að verðmætin sem fiskstofnar við landið gefa af sér séu hámörkuð með sjálfbærum hætti. Ísland hefur í raun ekki efni á öðru en að reka öflugan og hagkvæman sjávar- Varar við neikvæðum áhrifum frumvarpa á sjávarútveg STUTTAR FRÉTTIR ● Vöruskiptajöfnuður var jákvæður um sex milljarða króna í aprílmánuði, borið saman við 6,9 milljarða króna afgang á sama gengi í apríl 2010. Á gengi ársins í fyrra nam afgangurinn 7,3 milljörðum króna. Þetta kemur fram á vef Hag- stofu Íslands. Vöruskiptajöfnuðurinn var jákvæður um 34,2 milljarða króna á fyrstu fjórum mánuðum ársins, en á gengi ársins í fyrra var afgangurinn 38,3 milljarðar króna á sama tímabili 2010. Útflutn- ingur jókst úr 176,7 milljörðum í 184,1 milljarð, eða um 7,4 milljarða króna. Innflutningur jókst meira, um 11,5 milljarða, á gengi hvors árs. Afgangur minnkar „Þetta er án efa einn stærsti samn- ingur sem félagið hefur gert frá upp- hafi,“ segir Þorsteinn Högni Gunn- arsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá CCP, um sam- starfssamning við Sony, sem var kynntur í Los Angeles í fyrrinótt. Um er að ræða samning um út- gáfu á tölvuleiknum DUST 514 fyrir Playstation 3-leikjatölvuna. Ráðgert er að leikurinn komi út næsta sumar og þá aðeins fyrir Playstation-tölvur. Þorsteinn segir í samtali við mbl.is að samningurinn marki tímamót fyr- ir fyrirtækið. „Við erum að fara inn á leikjatölvumarkaðinn með fulltingi eins stærsta risans á þeim markaði, þannig að þetta gefur okkur gríð- arleg sóknartækifæri hvað varðar markaðssetningu leiksins og tæki- færi til að aðgreina hann frá sam- keppninni.“ Þá bendir Þorsteinn á að á hverju ári komi út hundruð tölvuleikja fyrir Playstation 3. Það séu hins vegar örfáir sem fái slíkan stuðning frá Sony. Samningurinn er gerður á heimsvísu og fær CCP stuðning frá öllum helstu deildum Sony. Dust 514 er sérstakur að því leyti að hann á margt sameiginlegt með svokölluðum MMO-fjölspilaratölvu- leikjum, sem er afar sjaldgæft fyrir skotleiki. Leikurinn verður svo bein- tengdur EVE Online-fjölspilunar- leiknum, sem hefur verið flaggskip CCP. CCP gerir risasamning við Sony Örn Arnarson ornarnar@mbl.is Evrópski seðlabankinn er með samtals um 440 milljarða evra stöðu í sínum bókum gagnvart verst stöddu evruríkjunum. Eignir bankans þurfa ekki að minnka nema um 4,25% til þess að þurrka út eigið fé hans að stærstum hluta. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu bresku hugveitunnar Open Europe. Evrópski seðlabankinn hefur á undanförnum árum gripið til óhefðbundinna aðgerða vegna fjár- málakreppunnar og skuldakreppu evrusvæðisins. Þær hafa meðal annars falist í að veita bönkum á evrusvæðinu nánast ótakmarkað aðgengi að lausafé í veðlánaviðskiptum og í beinum kaupum á ríkisskuldabréfum verst stöddu evruríkjanna. Þetta hefur gert að verkum að gírun eigin fjár Evrópska seðlabankans er nú 25-föld, að mati Open Europe og ekki má mikið út af bregða til að efnahagsreikningur bankans verði ekki fyrir meiriháttar áföllum. Áhættan vegna Grikklands nemur um 190 milljörðum evra Fram kemur í skýrslunni að verðmæti eigna Evrópska seðlabankans sem tengjast Grikklandi nemi nú um 190 milljörðum evra. Komi til þess að um helmingur skulda gríska ríkisins verði með einum eða öðrum hætti afskrifaður – en verðlagn- ing fjármálamarkaða á grískum skuldabréfum um þessar mundir endurspeglar væntingar um slíkt – myndi tap Evrópska seðlabankans nema á bilinu 45-66 milljörðum evra. Þetta eitt myndi þurka út eigið fé bankans að stærstum hluta og þá stæði hann frammi fyrir skuldsetningarhlutfalli á bilinu 53 til 120. Þar með stæði hann frammi fyrir gjald- þroti og tveimur valmöguleikum: Annars vegar peningaprentun með tilheyrandi verðbólguáhrif- um eða þá að aðildarríki evrusvæðisins endurfjár- mögnuðu bankann. Skýrsluhöfundar telja fyrri kostinn ólíklegan og seinni kostinn varasaman. Endurfjármögnun myndi kosta evrópska skattgreiðendur milljarða evra. Ólíkt þeim neyðarlánum sem hafa verið veitt til skuldsettra evruríkja að undanförnu myndi endurfjármögnuninni fylgja beinn kostnaður fyrir aðildarríki evrusvæðsins. Kostnaðurinn skiptist með ólíkum hætti milli landa, en þýskir skattgreið- endur bæru þyngstar byrðar í þessum efnum og er talið að kostnaður þeirra gæti numið ríflega 18 milljörðum evra. Skuldavandi Grikklands gæti gert Evrópska seðlabankann gjaldþrota  Bankinn með 440 milljarða evra stöðu í verst stöddu evruríkjunum Örn Arnarson ornarnar@mbl.is Már Guðmundsson, seðlabanka- stjóri, segist ánægður með niður- stöðuna í fyrsta gjaldeyrisútboðinu sem fór fram í tengslum við áætlun stjórnvalda um afnám gjaldeyris- hafta. Már segir að bæði magn til- boða og meðalgengi þeirra tilboða sem Seðlabankinn samþykkti í út- boðinu gefi tilefni til bjartsýni um framhaldið. Meðalgengið í útboðinu var umtalsvert lægra en aflands- gengið á krónunni, en Már segir að of snemmt sé að túlka þá niðurstöðu sem merki um vaxandi traust á krón- unni. Það eigi eftir að skýrast betur í næstu útboðum. Í útboðinu bauðst Seðlabankinn til þess að kaupa aflandskrónur fyrir gjaldeyri. Alls bárust tilboð fyrir ríf- lega 61 milljarð króna og var tilboð- um fyrir rúmlega 13 milljarða tekið. Lágmarksverð samþykktra tilboða var 215 krónur fyrir evru en meðal- verð samþykktra tilboða var tæplega 219 krónur. Samkvæmt fjármála- vefnum Keldunni nam meðaltal milli kaup- og sölugengis aflandskrónu 230 gagnvart evru í gær. Hið opin- bera seðlabankagengi er hins vegar tæpar 167 krónur gagnvart evru. Fyrsti áfangi afnáms gjaldeyris- hafta, sem er ráðgert að standi fram til ársins 2015, snýst um að Seðla- bankinn kaupi þær aflandskrónur sem eru fastar í hagkerfinu fyrir gjaldeyri og selji svo áfram til þeirra sem eru reiðubúnir að kaupa þær gegn gjaldeyri til fjárfestingar í löngum ríkisskuldabréfum eða fjár- festingaverkefnum hér á landi. Sam- kvæmt mati Seðlabankans er staða erlendra aðila í krónustöðu í íslensk- um bönkum og skuldabréfum um 460 milljarðar, eða sem nemur tæp- lega þriðjungi landsframleiðslu 2010. Aðspurður hvers vegna Seðla- bankinn hafi hreinlega ekki tekið við öllum tilboðum í útboðinu sem voru ásættanleg segir Már að slíkt hefði sett of mikinn þrýsting á kerfið. Seðlabankinn greiði fyrir krónurnar með eigin gjaldeyrisforða og menn hafi ekki viljað taka of mikla áhættu í fyrstu skrefum þessa ferlis. Útboðsgengið lægra en aflandsgengið Morgunblaðið/Ómar Seðlabankinn Seðlabankastjóri er ánægður með viðbrögðin í fyrsta gjald- eyrisútboðinu sem fór fram í tengslum við afnám gjaldeyrishafta.  Meðalgengi í útboði Seðlabanka 219 krónur gagnvart evru Gjaldeyrisútboðið » Seðlabankinn keypti af- landskrónur fyrir tæpa 14 millj- arða og var meðalgengi við- skiptanna tæpar 219 krónur gagnvart evru. » Alls bárust tilboð fyrir ríf- lega 61 milljarð. » Aflandsgengi krónunnar gagnvart evru er um 230 krón- ur, á meðan hið opinbera seðlabankagengi er 167 krónur.                                           !"# $% " &'( )* '$* ++,-+. +/0-1 ++2-34 ..-.4 .+-+0/ +/-,10 +,0-02 +-4314 +/.-4, +20-/4 ++,-,1 +/2-,0 ++2-,/ ..-,30 .+-.. +/-441 +,0-14 +-4+,0 +/.-15 +22-, ..3-221 ++,-22 +/2-/ ++2-5. ..-,5 .+-./. +/-03, +,2-,. +-4+52 +/,-0+ +22-52 Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á Fram kemur í Lögbirtinga- blaðinu að 365 miðlar ehf., sem reka m.a. Frétta- blaðið og Stöð 2, hyggist taka yfir Pósthúsið, dreif- ingarfyrirtæki, sem er að fullu í eigu 365 miðla. Ari Edwald, forstjóri 365 miðla, seg- ir að einungis sé um að ræða endur- skipulagningu á tengslum félaganna, sem lúti að uppgjörs- og skatta- málum. „Ég get sagt það alveg eins og er að þetta er gert til þess að nýta uppsafnað tap Pósthússins innan 365-samsteypunnar,“ segir hann við Morgunblaðið. Að sögn Ara gengur rekstur Póst- hússins vel. Samkvæmt ársreikningi Pósthússins var 66 milljóna króna hagnaður af rekstrinum árið 2010. Eigið fé var 15,5 milljónir króna og skuldir 118 milljónir. Veltufjármunir voru 99 milljónir króna og fasta- fjármunir 34 milljónir. Aðspurður segir hann að engar þreifingar hafi að undanförnu verið á milli 365 og Árvakurs um samstarf í dreifingarmálum, en árið 2008 var búið að ákveða að sameina Póst- húsið, Árvakur og Fréttablaðið. Samkeppniseftirlitið taldi samrun- ann hafa raskandi áhrif á samkeppni og stöðvaði hann. Ari segir að ekki séu fyrirhugaðar breytingar á rekstri Pósthússins. ivarpall@mbl.is 365 miðlar taka yfir Pósthúsið Ari Edwald  Nýta tap í samstæðunni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.