Morgunblaðið - 08.06.2011, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 08.06.2011, Blaðsíða 18
FRÉTTASKÝRING Baldur Arnarson baldura@mbl.is Þ að er dýrt að standa straum af íþróttaiðkun barna á Íslandi nú til dags. Félagsgjöld kosta sitt og ofan á þau leggjast útgjöld vegna kaupa á fatnaði og öðrum bún- aði. Knattspyrna er sem fyrr ein vinsæl- asta íþróttagrein landsins og því er ekki úr vegi að bera saman verð á fót- boltaskóm hér á landi og á vefsíðunni prodirectsoccer.com, vinsælli vefsíðu sem býður upp á heimsendingar á vör- unni til Íslands. Tökum dæmi. Vefsíðan selur Adidas World Cup fótboltaskó á 14.928 kr. og er heildarverð 23.390 kr. með sending- arkostnaði og álögðum tolli og virðis- aukaskatti. Samkvæmt rafrænni kvitt- un lesanda blaðsins sem blaðamaður fékk senda í pósti er sendingar- kostnaður 2.043 kr. á hvert skópar (miðað er við að pundið sé á genginu 186,62 kr. og bandaríkjadalur á 113,73 kr.). Munar 6.600 krónum Sé tekið tillit til sendingarkostnaðar er heildarverðið 6.600 kr. lægra en í verslun Útilífs, þar sem útsöluverð er 29.990 kr. og því 28% hærra en í gegn- um síðuna. Þá er munurinn í krónum talið á fótboltaskónum Adidas Preda- tor Absolion FG nú 5.884 kr. á milli sömu útsöluaðila en heildarverðið sé pantað á netinu, með tolli, vsk. og send- ingarkostnaði, er 19.106 kr. en 24.990 í Útilífi. Skal tekið fram að verð miðast við uppgefið verð á vefsíðu Útilífs og kunna afslættir og tilfallandi tilboð að lækka verðið. Verðmunur á Adidas Copa Mundial FG er einnig nokkur. Heildarverð í gegnum vefsíðuna er 23.147 kr. en 29.990 í verslun Útilífs. Munar því 6.843 kr. á skóparinu eða sem nemur 30% af verðinu í gegnum síðuna. Mun- urinn er enn meiri á skónum Nike Mercurial Victory FG en verðið á þeim á sömu síðu er 9.680 kr. en 17.990 kr. í Útilífi og því 86% hærra. Samkvæmt reiknivél á netinu Opinber gjöld voru reiknuð skv. fyrirmælum frá starfsmanni tollstjór- ans með reiknivél sem er aðgengileg á netinu. Leiddi samanburður á skópör- unum Adidas Supernova Sequence og Adidas Predator Absolato X TRX í ljós að verðið á því fyrrnefnda er 18% hærra á Íslandi (kostar 26.990 kr. í Útilífi) og 65% hærra á því síðarnefnda (kostar 15.990 kr. í Útilífi en 9.680 kr. í gegnum síðuna). Scarpa Ladakh Gore-Tex göngu- skór reyndust hins vegar ódýrari hjá Intersport en í gegnum vefsíðuna rab- anser.com en heildarverð í gegnum síðuna var 54.901 kr. og því um 16% hærra en hjá Intersport. Hins vegar var verð á gönguskónum Salomon Mission Gore-Tex 160% hærra í Inter- sport en í gegnum vefsíðuna ems.com og er þá ekki tekið tillit til sendingar- kostnaðar eða gjalda heldur miðað við að skórnir séu keyptir ytra. Kosta skórnir 11.544 í gegnum síðuna en 29.990 kr. í Intersport. Íslendinga skortir verðskyn Vilhjálmur Bjarnason viðskipta- fræðingur hefur ritað margar greinar um lífskjör á Íslandi. Hann segir al- menning skorta verðskyn. „Almenningur hefur ekkert verð- skyn. Hann lætur bjóða sér hvað sem er. Það er víðáttugalið að það skuli vera verulegur verðmunur á milli landa á einföldustu vörum. Af hverju er verð á hlaupaskóm á tvöföldu doll- aragengi á Íslandi? Ég kann ekki svar við því hvers vegna jafn lítið er rætt um verðlag hér og raun ber vitni. Hitt er annað mál að nú blasir þessi munur við. Ef okrið heldur áfram fara neyt- endur einfaldlega að sniðganga ís- lenskar verslanir,“ segir Vilhjálmur. Íþróttaskór kosta miklu meira á Íslandi Íþróttavörur – verðsamanburður Fótboltaskór: AdidasWorld Cup prodirectsoccer.com 14.928 kr. Tollur 2.172 kr. Vsk: 4.247kr. Sendingark. 2.043kr. Verðmeð gjöldum: 23.390 kr. Útilíf 29.990 kr. Verðmunur 6.600 kr. 28% Fótboltaskór: Adidas Predator Absolion XTRXTF prodirectsoccer.com 4.664 kr. Tollur 1.006kr. Vsk: 1.967kr. Sendingark. 2.043kr. Verðmeð gjöldum: 9.680 kr. intersport.is 15.990 kr. Verðmunur 5.884 kr. 65% Gönguskór: SalomonMissionGore-Tex ems.com 11.544 kr. Tollur 0 kr. Vsk: 0 kr. Sendingark. 0 kr.* Verðmeð gjöldum: 11.544 kr. intersport.is 29.990 kr. Verðmunur 18.446 kr. 160% Markmannshanskar: Nike GK Grip 3 just-keepers.com 3.266 kr. Tollur 653kr. Vsk: 1.277 kr. Sendingark. 1.088kr. Verðmeð gjöldum: 6.284 kr. Jói útherji 10.990 kr. Verðmunur 4.706kr. 75% *Ekki sent utan USA 18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 2011 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Matareitruner ekkineitt gam- anmál. Það þekkja allir sem fengið hafa að reyna slíkt á sínum skrokki. Og stundum er matareitrun dauðans alvara í bókstaflegri merkingu og getur að auki breiðst út ef ekki er gætt að. Vont afbrigði af E-coli- sýkingu kom nýlega upp í Þýskalandi og þegar hafa þús- undir manna veikst illa og sum- ir kunna að fá varanlegan skaða, þar sem mikilvæg líffæri geta skemmst. Á þriðja tug manna hefur látist. Öll Evrópa hefur þegar beðið mikið fjár- hagstjón, því álfan er undir ein- um hatti í þessum efnum eins og sífellt fleirum. Nú er því haldið fram að smithættan hafi eingöngu verið bundin við hluta Hamborgar- svæðisins en sú afmörkun hefur ekki dugað til að hlífa öðrum löndum Evrópu. Þjóðverjar, sem hafa orð á sér fyrir hrein- læti, skipulag og stjórnfestu, hafa því miður ekki haldið nægjanlega vel utan um þenn- an faraldur. Þýsk yfirvöld byrj- uðu á því að kenna spænskum gúrkum um ósköpin með afleit- um afleiðingum fyrir spænskan grænmetismarkað. Svo kom í ljós að fyrir þeim ásökunum höfðu yfirvöldin ekki nægjan- lega stoð. En skaðinn var þá skeður og getur orðið langvar- andi. Næst beindist sakbending að baunaspírum og tilteknum bóndabæ, þar sem stunduð var lífræn framleiðsla. Enn hefur þó ekki fengist staðfesting á því. En þrátt fyr- ir það situr öll Evr- ópa í súpunni. Þannig hefur Rúss- land sett innflutn- ingsbann á allt grænmeti frá löndum Evrópusambandsins, með þeim rökum m.a. að atvikið sýni að evrópskt heilbrigðiseft- irlit sé fjarri því að vera eins gott og ESB hafi gumað af. Bráðabirgðatölur frá Brussel sýna að tjón landbúnaðar í Evr- ópu er mikið. Beiðni úr mið- stýringarsetri ESB um aukin fjárframlög frá einstökum ríkj- um bandalagsins til að bæta landbúnaðinum tjónið nemur svimandi upphæðum. Það sætir vaxandi undrun að atvik eins og þetta, þótt alvar- legt sé, en er þó mjög stað- bundið, skuli geta valdið slíku tjóni innan álfunnar. Meg- inskýringin er sú að sífellt sam- þjappaðra vald í Brussel og einsleitni í álfunni verða til þess að blettur sem fellur á einn úr hópnum slettist með undra- verðum hraða á hann allan. Mörg ríki Evrópusambandsins standa mjög illa um þessar mundir. Það á svo sannarlega við um Spán þar sem 45 prósent atvinnuleysi er hjá ungu fólki og atvinnuleysi almennt er komið vel yfir 20 prósent. Spánn mátti því illa við höggi af þessu tagi, og hlýtur að una því illa, enda enga sök að finna hjá spænskum landbúnaði í þessu máli. Fjárhagslegt tjón ESB-landa vegna matareitrunar í Þýskalandi er þegar orðið ótrúlega mikið} Matareitrun verður evrópsk AlþýðusambandÍslands er meðal hinna fjöl- mörgu sem gefið hafa álit á minna sjávarútvegs- frumvarpi ríkis- stjórnarinnar. Skemmst er frá því að segja að Alþýðu- sambandið er mjög gagnrýnið á frumvarpið og leggur til að það verði dregið til baka. ASÍ gagn- rýnir ennfremur vinnubrögðin við afgreiðslu málsins á þingi. Óskað hafi verið eftir umsögn á föstudegi sem hafi þurft að liggja fyrir í gær. Aðrir um- sagnaraðilar hafa sömu sögu að segja, en vinnubrögð af þessu tagi eru vitaskuld ekki boðleg þegar undirstöðuatvinnuvegur þjóðarinnar er í húfi. Í gær kom einnig fram gagn- rýni úr allt annarri átt. Íslands- banki sendi frá sér skýrslu um sjávarútvegsfrumvörp ríkis- stjórnarinnar og sagði þau „skref í ranga átt“. Í skýrslunni er far- ið yfir hversu mikið hagkvæmni í sjáv- arútvegi hafi aukist með innleiðingu nú- verandi fiskveiði- stjórnarkerfis á sínum tíma og varað eindregið við afleiðingum þess að kollvarpa kerfinu. Bent er á að yrðu frumvörpin að lög- um myndi það veikja fyrir- tækin, valda bönkum landsins tjóni og hafa neikvæð áhrif „langt út fyrir sjávarútveginn sjálfan“. Ríkisstjórnin hefur hingað til skellt skollaeyrum við aðvör- unum vegna stefnunnar í sjáv- arútvegsmálum. Getur verið að hún ætli að þvinga þessi ósköp í gegnum þingið þrátt fyrir að hvergi finnist stuðningur utan stjórnarráðsins? Getur verið að stjórnarþingmenn ætli að halda áfram að taka þátt í þessum hættulega leik? Ætla stjórnarþing- menn að taka áfram þátt í árásinni á sjávarútveginn?} Hættulegur leikur É g held við séum að fara eins og köttur í kringum heitan graut. Mér hefur verið sagt að það megi ekki segja þetta en samt sem áður ættu konur að forðast að klæða sig eins og druslur til þess að koma í veg fyrir að ráðist sé á þær.“ Þessi orð lét kan- adískur lögreglumaður falla í fyrirlestri um öryggismál á háskólalóð hinn 24. janúar. Um- mæli hans eru ekki einsdæmi heldur bergmál af þeim endalausu, misvísandi fyrirmælum sem alla tíð hefur verið beint til kvenna um hvernig þær eiga að haga sér, hvar þær eiga að vera og hvernig þær eiga að klæða sig, til að koma í veg fyrir nauðgun. Lögreglumaðurinn, eins og flestir þeir sem stigið hafa í sama predikunarstól, lét alveg hjá líða að nefna mjög einfalda aðferð sem karlar geta beitt til að koma í veg fyrir nauðgun: Að nauðga ekki. Í kjölfar ummælanna var efnt til fjölmennrar mótmælagöngu undir heitinu SlutWalk sem hefur verið endurtekin um allan heim. Og nú virðist slík ganga í bígerð í Reykjavík. Það er frábært að barátta gegn kynferðisofbeldi verði sí- fellt öflugri, en ég verð að viðurkenna að ég er hugsi yfir þessari útfærslu. Meðal yfirlýstra markmiða mótmæl- anna er að „endurheimta“ orðið „slut“. Í íslensku hefur orðið drusla verið notað með sambærilegum hætti, um konur sem þykja hafa sofið hjá „of mörgum“ eða gefið til kynna með klæðaburði að þær séu viljugar til að sofa hjá „of mörgum“. Ekki get ég séð að í orðinu drusla séu fólg- in mikil verðmæti til að endurheimta, enda hefur það alla tíð haft neikvæða vísan, líka áð- ur en byrjað var að tengja það kynhegðun kvenna. Ef eitthvert orð er til sem konur þyrftu að „endurheimta“ þá er það orðið „femínisti“, sem virðist í hugum margra vera eitt það mesta skammaryrði sem hugsast get- ur og má vart á milli sjá hvort þykir verra, að vera drusla eða að vera femínisti. Skilaboð þessara mótmæla virðast vera margslungin og ég er ekki viss um að ég geti kvittað undir þau öll en þannig er reyndar femínisminn. Femínismi er ekki miðstýrð hreyfing og því tekur hann á sig ýmsar myndir. En helsta hreyfiafl hans er þörfin fyrir að brjóta stöð- ugt upp þá flokka sem samfélagið setur kon- ur í. Fyrst var það hið niðurnjörfaða hlutverk húsmóðurinnar sem þurfti að brjótast undan og sýna að konur geta verið eins og karlar (tekið þátt í stjórn- málum, klæðst buxum). Í næstu sveiflu femínismans var kvenleikinn endurheimtur og sýnt fram á að kona þarf ekki að vera eins og karl til að njóta virðingar. Fyrst þurftu konur að berjast fyrir því að fá að vera kynverur. Nú þurfa konur að berjast fyrir því að ekki sé litið á þær sem eintómar kynlífsdúkkur. Druslugangan er enn eitt dæmið um að femínismi er í stöðugri gerjun. Sama hver útfærslan er virðist þó vera einhugur um að uppræta þá menningu sem gerir þolandann ábyrgan fyrir kynferðis- ofbeldi. Skilaboð samfélagsins hafa verið: „Ekki láta nauðga þér“ en ættu að vera: „Ekki nauðga.“ una@mbl.is Una Sighvatsdóttir Pistill Þú skalt ekki nauðga STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon „Við hjá verkalýðshreyfingunni höfum löngum gagnrýnt að gengið skuli svo langt í álagn- ingu. Þetta er ekki í samræmi við tilkostnað og má rekja til fá- keppni á markaðnum,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, spurður út í afstöðu sambands- ins til ofurálagningar verslana. Spurður hvers vegna sam- bandið haldi ekki uppi öflugra verðlagseftirliti, til dæmis til að sannreyna afsláttarboð stórra verslanakeðja, svarar Gylfi því til að það hafi strandað á kostn- aði. „Við hljótum hins vegar að skoða ítrekuð dæmi um ofur- álagningu. Það hlýtur að enda með því að við og aðrir fari að horfa til fleiri þátta í verðlagseftir- liti,“ segir Gylfi. Fylgist betur með verðlagi ASÍ ÍHUGAR AÐGERÐIR Gylfi Arnbjörnsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.