Morgunblaðið - 08.06.2011, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 08.06.2011, Blaðsíða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 2011 Strandganga Langisandur á Akranesi er kjörinn staður fyrir athafnasöm börn, sem una sér við kastalagerð, og ekki síður fyrir sporlétta göngumenn og ferfætta vini þeirra. Eggert Sérkennileg þversögn blasir við í íslensku við- skiptalífi, tæpum þremur árum eftir hrun fjármála- kerfisins og lið- lega tveimur ár- um eftir að ríkisstjórn „nor- rænnar velferðar“ og jöfnuðar tók við völdum. Þau fyrirtæki sem stjórnað var af skynsemi og af hófsemd á þensluárunum fyrir hrun, standa í mörgu höllum fæti í samkeppni við fyrirtæki sem fóru geyst, söfnuðu skuldum og greiddu eigendum góðan arð. Eftir hrun hefur skuldsettum fyrirtækjum verið bjargað – þau verðlaunuð fyrir skuldsetningu – en sérstök sekt verið lögð á hóf- semd í fyrirtækjarekstri. Ég hef áður bent á þá stað- reynd að á undanförnum árum hafa orðið til viðskiptasam- steypur sem öðluðust ótrúleg ítök á markaði. Þessar viðskipta- samsteypur urðu fyrst og fremst til vegna þess að eigendur þeirra nutu óeðlilegrar fyrirgreiðslu eða misnotuðu aðstöðu sína, með einum eða öðrum hætti. Þeim tókst að kæfa keppinauta og náðu ráðandi stöðu á markaði. Afleiðingin er sú að neytendur hafa greitt reikninginn og marg- ir hæfileikaríkir stjórnendur fyrirtækja hafa lotið í lægra haldi fyrir ójafnri og óeðlilegri samkeppni. Skálkaskjól Staðreyndin er sú að mörg þeirra stórfyrirtækja sem sigldu í strand og tekin voru yfir af lánadrottnum, voru komin í miklar ógöngur löngu fyrir hrun- ið í október 2008. Hrunið varð eins konar skálkaskjól eða afsök- un fyrir óskynsamlegum ákvörðunum, útþenslu sem eng- ar skynsamlegar viðskiptalegar forsendur voru fyrir, aðrar en þær að leggja undir sig æ stærri hluta markaðarins. Ef lögmál hins frjálsa markaðar hefði fengið að ráða, hefðu mörg þessara stórfyrir- tækja verið úr- skurðuð gjald- þrota. Þess í stað var tekin ákvörðun um að koma fyrir- tækjunum í sam- band við sérstaka súrefnisvél undir verndarvæng ríkis- ins, en með aðstoð hinna endurreistu banka og með stuðningi lífeyrissjóðanna. Kippt úr sambandi Hver viðskiptasamsteypan á fætur annarri hefur fengið nýtt líf. Skuldir hafa verið afskrif- aðar, skuldum breytt í hlutafé og það sem stóð eftir verið skuld- breytt. Hinir hófsömu keppi- nautar standa eftir og skilja ekki af hverju þeim er refsað fyrir að hafa farið gætilega og gætt skynsemi í rekstri. En kannski er þetta allt í stíl við andann sem ríkir í ríkisstjórn sem hefur óbeit á íhaldssemi. Við getum rifist um gjaldeyr- ishöft, við getum tekist á um skattastefnuna og ofurskatta sem lagðir hafa verið á og við getum deilt um kosti og galla þess að Ísland gangi inn í Evr- ópusambandið. En slík átök skipta litlu ef ekki er ráðist gegn helstu meinsemd viðskiptalífs- ins. Það er búið að kippa úr sam- bandi mikilvægasta verkfæri frjálsrar og heilbrigðrar sam- keppni: Fyrirtæki sem standa sig ekki í sanngjarnri samkeppn- inni verða að „fá“ að fara í gjald- þrot. Líklega er hér tekið of djúpt í árinni, því svo virðist sem verkfæri hins frjálsa markaðar sé beitt af fullri hörku gegn litlum fyrirtækjum, sem berjast í bökkum vegna ójafnrar sam- keppni við risavaxin skuldsett fyrirtæki. Atvinnulífið þegir Íslenskt viðskiptalíf er hel- sjúkt. En ekkert heyrist frá Samtökum atvinnulífsins [SA] eða Viðskiptaráði. Þar eru menn uppteknir af kjarasamningum, gjaldeyrishöftum og neikvæðu andrúmslofti gagnvart erlendri fjárfestingu. Áhyggjur af höft- um og fjárfestingum eru skiljan- legar og nauðsynlegar, en um leið eru samtök atvinnurekenda að forðast það sem mestu skipt- ir. Öflugt atvinnulíf getur aldrei orðið til, ef meginreglan er sú að fyrirtæki séu verðlaunuð fyrir vitlausar ákvarðanir. Útilokað er að búa til velferðarsamfélag, þar sem fyrirtæki greiða góð laun, ef þeim er refsað, sem reka fyrirtæki af skynsemi. Hinar stóru skuldsettu við- skiptasamsteypur eiga ekkert sameiginlegt með einkarekstri. Þvert á móti. Þeim er stefnt gegn einkarekstri. Hvaða sann- girni er fólgin í því að duglegur einstaklingur sem rekur dekkja- verkstæði skuli þurfa að glíma við N1, sem nú er í eigu banka og lífeyrissjóða? Hversu sann- gjarnt er það að blómasali, sem hefur rekið litla búð af hygg- indum, skuli þurfa að berjast við ofurafl Blómavals, sem sækir styrk sinn í Framkvæmdasjóð? Af hverju mótmæla SA eða Viðskiptaráð ekki? Hvaða sanngirni er fólgin í því að lítil bóka- og ritfanga- verslun á Seltjarnarnesi þurfi að keppa við Pennann-Eymunds- son, sem varð gjaldþrota en heldur áfram rekstri í skjóli banka? Þversagnir í íslensku við- skiptalífi eru margar. Í stað þess að tryggja heilbrigða sam- keppni leggur ríkisstjórnin til atlögu að sjávarútvegi. Á sama tíma og einkaframtakið á undir högg að sækja, þegja samtök at- vinnurekenda þunnu hljóði. Þá er komið að Sjálfstæðisflokkn- um. Eftir Óla Björn Kárason » Þversagnir í ís- lensku viðskipta- lífi eru margar. Óli Björn Kárason Höfundur er varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins. Helsjúkt viðskiptalíf í skjóli ríkisstjórnar Andrúms- loftið er al- heimsauðlind. Allt frá árinu 1972 hefur orð- ið þróun í þess- um málaflokki sem lauk með Kyoto-bókun- inni um vernd- un loftslags. Bókunin er af- gerandi og kveður á um að aðildarríki skuli draga úr út- streymi tiltekinna gróð- urhúsalofttegunda miðað við útstreymi eins og það var ár- ið 1990, á skilgreindum tíma- bilum. Fyrsta skuldbinding- artímabil bókunarinnar var til fimm ára, frá 1. janúar 2008 til 31. desember 2012. Nú rennur þetta skeið brátt á enda og ekkert sam- komulag er milli ríkja hvað taki við að því loknu. Kaup- mannahafnarráðstefnan sem haldin var í árslok 2009 rann út í sandinn og engar ákvarðanir voru teknar. Kyoto-bókunin er því í full- komnu uppnámi. Evrópu- sambandið lætur það ekki á sig fá og hefur tekið upp við- skiptakerfi með los- unarheimildir (ETS) óháð al- mennum alþjóðasamþykktum. Fjöldi tilskipana, reglugerða og ákvarðana er varða við- skiptakerfi Evrópusam- bandsins með losunarheim- ildir hefur nú þegar verið settur á vettvangi Evrópu- sambandsins og fleiri eru væntanlegar. Nú stendur til að lögleiða ETS-viðskiptakerfið hér á Íslandi með breytingu á lög- um nr. 65/2007 um losun gróðurhúsalofttegunda, en þau taka á ráðstöfun þeirra heimilda sem íslenska ríkið hefur til ráðstöfunar undir Kyoto-bókuninni. Er þessi ákvörðun afar undarleg því að lögin fjalla að mestu um hvernig fara eigi með los- unarheimildir sem Íslend- ingar eiga á al- þjóðavettvangi auk íslenska ákvæðisins (14/ CP.7) en með ETS-frumvarpi ríkisstjórn- arinnar eru þessar dýr- mætu los- unarheimildir gerðar verðlausar. Hlutur ís- lenska ríkisins í þeirri al- heimsauðlind sem áunnir losunarkvótar eru falla niður samtímis – árið 2007 voru losunarheimildir Íslendinga metnar á 15 milljarða. Stefna ríkisstjórnarinnar að ganga þessu kerfi á hönd án þess að berjast fyrir ís- lenska ákvæðinu og meng- unarreynslukvóta Íslands er afar ámælisverð og gengur þvert gegn þjóðarhags- munum. Svo virðist sem und- irgefni stjórnvalda gagnvart ESB hafi enn á ný opinberað sig vegna aðlögunarferlisins. Því hefur beinlínis verið haldið fram að umsókarferlið væri í hættu undirgengust Íslendingar ekki þetta við- skiptakerfi. En hvað þýðir þetta í raun fyrir Íslendinga? Jú – allar flugsamgöngur eiga að falla undir nýja kerf- ið 2012. Talið er að í upphafi leggist 6-30 evrur á hvert flugsæti vegna nýrra reglna. Við búum á eyju og höfum enga möguleika á að ferðast á annan hátt. Spár gera ráð fyrir að heimildirnar hækki mjög í framtíðinni. Það verð- ur því almenningur sem kemur til með að sitja uppi með þessar hækkanir því Evrópuelítan er undanþegin regluverkinu. Samkvæmt frumvarpinu eru flugferðir sem eingöngu eru til flutn- inga í opinberri sendiför ríkjandi þjóðhöfðingja kon- ungsríkis og nánustu vanda- manna hans, þjóðhöfðingja, ríkisstjórnarleiðtoga og ráð- herra landa, annarra en að- ildarríkja, herflug her- loftfara og toll- og lögregluflug undanþegið. Já – við könnumst við krata- væðingu Evrópusambands- ins. Á hitt ber þó að benda að bandarískir flugrekendur hafa þegar höfðað mál fyrir Evrópudómstólnum sem snýr að þeirri málsástæðu að ETS-viðskiptakerfið sé brot á Chicago-samningnum, sem er samþykkt um alþjóðaflug- mál. Vilja flugrekendurnir fá viðurkennt að um ólöglega skattlagningu sé að ræða samkvæmt samningnum. Ríkisstjórn Íslands gefur sér ekki tíma að bíða eftir dómi dómstólsins – svo mikið ligg- ur á að þóknast ESB. Já, og ekki skal gleyma því að rík- isstjórnin er hrædd við dóm- stóla og „her lögmanna“ og vill leysa málin sjálf. Stór- iðjan á að falla undir kerfið 2013. Vara ég við „stór- iðjuleka“ út úr Evrópu. Þeg- ar verð á losunarheimildum hækkar í komandi framtíð, sér iðnaðurinn sér engan hag í því að staðsetja fyrirtæki sín á þessum svæðum – auð- vitað staðsetur stóriðjan sig í þeim löndum sem ódýrast er að vera og þá verða þau lönd sem inni í kerfinu eru ekki fyrir valinu. Ríkisstjórnin er skaðleg þjóðarhagsmunum og skortir alla framsýn fyrir stundargleði með embætt- ismönnum í Brussel. Eftir Vigdísi Hauksdóttur » Svo virðist sem undirgefni stjórnvalda gagn- vart ESB hafi enn á ný opinberað sig vegna aðlög- unarferlisins. Vigdís Hauksdóttir Höfundur er lögfræðingur og þingmaður Framsókn- arflokksins í Reykjavík. Evrópuvæðing Samfylkingarinnar Málaferlin gegn Geir H. Haarde fyrrver- andi forsætisráð- herra eru fyrstu pólitísku rétt- arhöldin á Íslandi og vonandi þau síðustu. Hann hafði verið farsæll stjórnmálamaður, áður en hrunið varð, vel mennt- aður og vinsæll og naut trausts hvarvetna. Meirihluti alþing- ismanna samþykkti í sérstakri atkvæðagreiðslu, að honum skyldi einum refsað. Þá brá skugga yfir andlit hvers ærlegs manns á Íslandi, en pólitísku sið- gæði valdstjórnarinnar hefur hnignað dag frá degi síðan. Al- þingismenn úr öllum stjórn- málaflokkum öðrum en Sjálf- stæðisflokknum greiddu atkvæði með ákærunni. Að ákæra Geir einan er sið- leysi til að sýnast. Vinnubrögð saksóknara Alþingis hafa verið ámælisverð á margan hátt eins og rakið hefur verið í fjölmiðlum. Þó tók steininn úr, þegar sak- sóknarinn opnaði sérstaka vef- síðu til að byggja upp málflutn- ing sinn, enda blöskraði fleiri en sjálfstæðismönnum. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir varpar því fram á vefsíðu sinni, að saksóknarinn sé búinn að tapa átt- um í öllu moldviðr- inu, sem þyrlaðist upp eftir hrunið, og spyr í eðlilegu framhaldi af því, hvernig saksókn- ara detti í hug, að ákæruvaldið sé rétti aðilinn til að halda úti trúverðugri vefsíðu um landsdómsmálið. Steinunn Val- dís Óskarsdóttir bætir síðan við í athugasemd: „dómstóll göt- unnar í boði ríkisins“. Hér kveða þessar sómakonur fast að orði eins og réttmætt er. Bjarni Benediktsson tók þetta mál upp á Alþingi en Jó- hanna Sigurðardóttir gat litlu svarað. Þó sagði hún samkvæmt blaðafréttum, að saksókn- arnefnd Alþingis hefði tekið ákvörðun um að opna vefsíðuna, sem er rangt samkvæmt mínum upplýsingum, þótt málið hafi verið rætt þar að beiðni sak- sóknara Alþingis. Forsætisráð- herra sagðist ekki geta séð „að óathuguðu máli“ að eitthvað væri athugavert við að opnuð væri vefsíða af þessu tagi. Með því gefur hún til kynna, að hvorki saksóknari Alþingis né forseti Alþingis hafi rætt málið við sig fyrirfram og vefsíðan því komið henni í opna skjöldu. Slík vinnubrögð koma mér mjög á óvart og tíðkuðust ekki meðan ég sat í ríkisstjórn eða gegndi embætti forseta Alþingis. Það að saksóknari Alþingis skuli á kostnað ríkisins halda úti vef- síðu um málaferlin gegn Geir H. Haarde er andstætt góðu sið- gæði og réttarvenjum. Og minn- ir auðvitað á hið sovéska réttar- far, að það skuli gerast í sömu svifum og við Íslendingar eign- uðumst mannréttindaráðherra í fyrsta skipti. Auðvitað er það ranghverfa á hlutunum, – eins og þegar sá ráðherra, sem kenn- ir sig við velferð, er nú kominn í hernað gegn öldruðum og sjúk- um. Siðleysi til að sýnast Eftir Halldór Blöndal » Þá brá skugga yfir andlit hvers ærlegs manns á Íslandi, en pólitísku siðgæði valdstjórn- arinnar hefur hnignað dag frá degi síðan. Halldór Blöndal Höfundur er fyrrverandi forseti Alþingis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.