Morgunblaðið - 08.06.2011, Síða 20

Morgunblaðið - 08.06.2011, Síða 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 2011 Nú er liðið á þriðja mánuð frá því að Nató hóf að gera sprengju- árásir á Líbíu. Árás- irnar eru gerðar til að framfylgja samþykkt Sameinuðu þjóðanna númer 1973. En hún segir að allar aðgerðir eigi að miða að því að vernda almenna borg- ara. Það er greinilegt að ástandið í Líb- íu er ekki að þróast í samræmi við væntingar Natóríkjanna. Gaddafi sit- ur sem fastast og pattstaðan sem margir óttuðust í upphafi er orðin að raunveruleika. Í dag tala fyrirmenn Nató grímulaust um að aðgerðirnar snúist um að koma Gaddafi og hans mönnum frá völdum. Sem er ekki í neinu samræmi við samþykkt 1973. Hvað eftir annað hefur Nató reynt að ráða Gaddafi af dögum. Ástæðan er augljós. Hún er sú að Nató hefur enga útgönguleið. Sagan hefur hvað eftir annað sýnt og sannað að það er ekki létt að stöðva stríð sem einu sinni er hafið. Eina útgönguleiðin fyr- ir Nató virðist því vera sú að ráða Gaddafi af dögum og þannig réttlæta aðgerðirnar. Sem enn frekar undir- strikar þessa vonlausu stöðu sem Nató er komið í. Þessi staða sem upp er komin þarf ekki að koma neinum á óvart. Hern- aðarsérfræðingar vöruðu eindregið við að fara þessa leið. Það er einfald- lega ekki hægt að vinna stríð eða vernda almenna borgara með loft- árásum eingöngu. Það þarf innrás og landher til að vinna stríð. Fyrir nokkrum dögum las ég að fjöldi sprengjuárása á höfuðborg Líb- íu mældist núna í þúsundum. Síðast þegar ég vissi var allt krökkt af almennum borgurum í Trípólí. All- ir sjá að sú aðferð að varpa sprengjum á höf- uðborg lands er ekki til þess fallin að vernda al- menna borgara sem þar búa. Þá hefur einnig margsinnis verið bent á að átökin í Líbíu snúast um átök milli ættbálka. Sá ættbálkur sem nú ræður ríkjum komst til valda með valdaráni Gaddafis fyrir rúmum fjörutíu árum. Þeir sem þá urðu undir eru nú að reyna að ná yfirráðum aftur. Hafi það verið markmið að auka innri and- stöðu við Gaddafi og hans menn virka aðgerðir Nató augljóslega ekki. Þess- ar aðgerðir eru miklu líklegri til þess að þjappa saman stuðningsmönnum Gaddafis. Það sem á sér stað í Líbíu á vegum Nató er massíf eyðilegging á inn- viðum þjóðfélagsins. Samgöngu- mannvirki, samskiptastöðvar og op- inberar byggingar eru eyðilagðar í mæli sem er ekki í neinum takti við neitt sem samþykkt SÞ númer 1973 segir til um. Hér er beinlínis verið að búa til upplausn og stjórnleysi sem getur varað í mörg ár með ómældum hörmungum fyrir íbúa Líbíu. Sama hvaða ættbálki þeir tilheyra. Það þarf bara að minna á ástandið í Írak í því sambandi. Fyrir nokkru varpaði Nató sprengjum á ráðuneyti spilling- armála í Líbíu. Það er erfitt að sjá til- ganginn með þeirri árás. En álykt- unin sem maður hlýtur að draga er sú að eftir stöðugar árásir í margar vik- ur er Nató augljóslega að verða uppi- skroppa með hernaðarleg skotmörk. Undanfarið hefur líka verið rætt um hvernig hægt sé að gera upp- tækar innistæður Líbíu í bönkum víðsvegar um heiminn. Markmiðið er sagt vera að koma þeim í hendur upp- reisnarmanna svo þeir geti keypt vopn. Það læðist óneitanlega að manni sá grunur að hér séu Natórík- in að finna leið til að láta Líbíu fjár- magna sína eigin eyðileggingu. Sem fullgildur meðlimur í Nató með neitunarvald er Ísland fullgildur aðili að þessum stríðsrekstri. Ekki saklaus áhorfandi heldur virkur þátt- takandi. Ísland getur ekki á neinn hátt varpað frá sér ábyrgð á þessari gífurlegu eyðileggingu sem á sér stað í Líbíu. Ísland er stofnaðili Nató og á að vera áfram í Nató. En við eigum ekki að sitja þegjandi hjá þegar vondar ákvarðanir eru teknar. Og ákvörð- unin um að gera loftárásir á Líbíu til að „vernda“ almenna borgara er sögulegt klúður. Sú staða sem upp er komin í Líbíu er augljóslega mjög alvarleg. Mér finnst þess vegna kominn tími til að utanríkisráðherra gefi þjóðinni skýrslu um árásirnar á Líbíu. Hann á að axla þá ábyrgð sem fylgir því að vera utanríkisráðherra í landi sem stendur í stríðsrekstri við annað land og upplýsa þjóð sína um gang mála. Ég vil til dæmis fá upplýsingar um þátt Íslands í aðgerðum Nató. Er rík- isstjórnin sammála um stríðsrekst- urinn? Er það stefna ríkisstjórnar Ís- lands að eyðileggja innviði og stjórnkerfið í Líbíu? Eftir Þorstein Bergmann Einarsson » Ákvörðunin um að gera loftárásir á Líbíu til að „vernda“ al- menna borgara er sögu- legt klúður. Þorsteinn Bergmann Einarsson Höfundur er verkfræðingur. Loftárásirnar á Líbíu Fram er komið frum- varp til laga nr. 824 á 139. löggjafarþingi um ráðstafanir í ríkisfjár- málum, sem koma okk- ur öllum við. Það á að setja eign- arskatt á hreina eign líf- eyrissjóðanna og skerða þá um leið bætur til þeirra sem fá sitt við- urværi borgað frá þeim. Og þetta á að gera til að geta borgað fólki vaxtabætur næstu tvö árin eða svo. Það er mikil örvænting á bak við þetta frumvarp. Og þeir sem leggja svona frumvarp fram ættu heldur að fara frá og leyfa öðrum að spreyta sig. Þetta er um skattlagningu lífeyr- issjóðanna okkar, því við erum nær öll í einhverjum lífeyrissjóði. Og það eru uppsafnaðir sjóðir, sem borgað er í af allri vinnu – til að eiga betri daga þegar þar að kemur. (Verið sæl í ykkar trú.) Í frumvarpinu er lagt til að leggja eign- arskatt á hreina eign lífeyrissjóðanna. Og að auki eru út- greiðslur lífeyrissjóð- anna skattlagðar með sama hætti og launa- tekjur. Þarna er kom- in tvísköttun á sömu peningaeign. Þetta er eign okkar allra, sama hver lífeyrissjóðurinn er. Það er samt einn líf- eyrissjóður sem slepp- ur alveg. Það er lífeyrissjóður 1 sem í eru ríkisstarfsmenn. Þetta eru þeir sem eru í eldri reglugerð starfsmanna ríkis og bæja. Hann á ekkert nema hlut í skattstofni okkar. Við borgum þeim sem voru t.d. kennarar, skóla- stjórar og aðrir sem fengu að borga í þennan heldri manna sjóð, þeirra líf- eyri með okkar sköttum í hverjum mánuði. Og það sem betra er fyrir þetta fólk er að það fær svo ríflegar bætur að það fær ekki einu sinni grunnlífeyri útborgaðan frá TR. Þessi lífeyrissjóður á enga hreina eign og ekki er hægt að skattleggja hann. Þarna er mönnum mismunað svo um munar. Ekki bara að vera undanþegin þessum skatti, sem aðr- ir virðast eiga að borga, heldur halda þau líka verðtryggðum lífeyrisrétt- indum. Ekki er þetta hvatning til laun- þega til að vilja vera í lífeyrissjóði. Og þarna er ráðist að eignarrétt- inum, að ég held – lögvörðum eign- arrétti. Ríkisstjórnin hefur ekki viljað selja lífeyrissjóðunum eignir og grípur heldur til eignarskatts. Alþingi ætlar þarna að beita of- ríki, úr því að ekki var hægt að koma sínu fram með öðrum hætti Lífeyrissjóðir hafa ekki allir sömu lög um tryggingarvernd og misjafnt hve mörgum prósentum þeir verja til kaupa á þessari vernd, svo eign- arskattstofn þeirra er ekki sá sami. Þarna skapast mismunun. Réttlæti og sanngirni er ekki í heiðri höfð. Svo getur maður spurt sig: Hverj- ir eiga lífeyrissjóðina? Hvað finnst ykkur, lesendur góðir? Eigum við að marggreiða skatt af sömu upphæðinni? 1. Þegar hún bíður meðan maður hefur aldur og heilsu til að vinna. 2. Og svo þegar við þurfum á henni að halda. Annað er það sem mér finnst miklu alvarlegra: Þetta mun skerða útborgun lífeyrissjóðanna til ör- yrkja, eldri borgara, makalífeyri og barnalífeyri. En það er hlutverk þessara sjóða að borga eftir uppsöfnuðum rétt- indum sem hver og einn landsmaður hefur áunnið sér. Þetta er í launasamningum stétt- arfélaga og hluti af laununum. Launagreiðandi borgar svo umsam- ið mótframlag. (Sennilega það eina sem eftir er af því, sem aðrar Evrópuþjóðir litu upp til, við okkar efnahagsstjórnun.) Eru lífeyrissjóðirnir ekki lögvar- in eign þeirra sem í þá borguðu? Eftir Sigrúnu Jónu Sigurðardóttur » Tví- eða þrísköttun þessara sjóða ætti ekki að vera lögleg. Hvernig væri að selja lífeyrissjóðunum eitt- hvað af eignum ríkisins? Það væri ásættanlegra. Sigrún Jóna Sigurðardóttir Höfundur er öryrki eftir vinnuslys og kominn í hóp eldri borgara. Eyrnalokkagöt sími 551 2725 Vinningaskrá 6. FLOKKUR 2011 ÚTDRÁTTUR 7. JÚNÍ 2011 Kr. 3.000.000 Aukavinningar kr. 100.000 28321 28323 Kr. 100.000 3503 28572 29138 30972 32369 41031 45256 56387 56757 74579 Kr. 20.000.- 96 28322 Vöruúttekt í: BYKO, ELKO, Húsgagnahöllinni og Intersport á miða með endatöluna: 142 7241 14203 21118 27816 32977 38885 44259 50284 58362 64382 72534 242 7325 14207 21181 27892 33055 38929 44316 50504 58508 64507 72624 447 7334 14424 21396 27916 33095 39180 44494 50911 58820 64722 72770 480 7472 14658 21517 27999 33224 39352 45054 50925 58968 65008 72894 915 7615 14736 21543 28025 33703 39433 45122 51183 59000 65354 72931 1249 7652 14794 21655 28437 33841 39642 45220 51689 59057 65768 72940 1372 7809 14853 21658 28461 34098 39877 45229 51970 59064 65811 72957 1398 7836 15107 21688 29218 34346 39903 45345 52135 59228 66033 73154 1504 7911 15259 21917 29282 35006 40170 45366 52497 59257 66119 73344 1528 9100 15462 22141 29601 35368 40512 45462 52780 59406 66135 73362 1597 9145 15597 22266 29607 35390 40635 45895 53009 59647 66274 73397 1989 9233 15845 22313 29781 35600 40672 46461 53046 60250 66349 73476 2067 9534 15914 22676 29895 35663 40709 46475 53689 60326 66384 73477 2114 9887 16047 22922 29931 35775 40875 46477 53938 60721 66542 73539 2184 10048 16155 23229 30432 35894 40880 47127 53951 60814 66801 73631 2572 10203 16244 23462 30473 36037 41063 47149 54046 61020 66862 73938 3030 10380 16316 23683 30478 36312 41619 47271 54063 61057 67351 73939 3914 10667 16618 23703 30598 36470 41666 47518 54608 61423 67405 74129 3937 10983 17092 23757 30875 36500 41684 47643 55249 61512 67602 74192 4307 11008 17346 24087 30914 36745 41687 48009 55297 61997 68657 74281 4345 11030 17540 24930 30915 37122 41878 48011 55361 62327 68754 74332 4450 11402 17570 25491 31457 37387 41937 48050 55416 62328 68808 74532 4690 11528 17681 25927 31478 37454 41973 48120 55656 62342 68937 74578 4780 11588 18052 25946 31646 37458 42000 48249 55716 62433 69473 74702 4970 11831 18304 26124 31728 37471 42072 48302 55834 63137 69523 74769 5458 12099 18342 26313 31785 37553 42514 48658 55840 63161 69789 74996 5470 12106 18492 26353 31880 37629 42689 48682 55885 63251 70870 Kr. 25.000 6362 12258 18785 26368 32039 37835 42714 49125 55982 63434 71024 6416 12725 18910 26385 32436 38089 42813 49136 56440 63528 71400 6546 12955 19067 26387 32478 38090 43722 49345 56448 63570 71630 6572 13274 19230 26425 32519 38179 43772 49961 56885 63852 71669 6668 13501 20004 26726 32526 38221 43904 49982 57420 63863 71738 6803 13599 20973 27171 32674 38261 44067 50112 57620 64033 71874 7184 13754 21089 27500 32958 38467 44093 50173 58126 64048 72183 Kr. 15.000 128 6965 13500 20461 26495 32169 39456 44953 49979 56888 62919 68821 458 7094 13729 20486 26543 32417 39473 45082 50004 56961 63039 69111 613 7310 13979 20579 26608 32612 39578 45112 50092 57073 63146 69228 653 7373 14091 20714 26657 32666 39620 45171 50154 57164 63159 69393 770 7465 14160 20757 26844 32690 39785 45557 50175 57210 63322 69403 1097 7750 14295 20824 26898 32810 39789 45822 50594 57218 63324 69435 1133 7842 14347 20924 26923 32889 39950 45984 50636 57263 63352 69557 1263 7928 14679 20928 27190 32950 40147 46009 50790 57283 63404 69558 1268 7962 14885 21058 27368 33110 40429 46012 50811 57298 63417 69594 1310 8006 14996 21221 27381 33164 40483 46081 50974 57318 63460 69625 1374 8034 15046 21593 27466 33187 40492 46133 51038 57327 63518 69879 1649 8135 15052 21660 27572 33217 40679 46165 51169 57871 63542 69885 1792 8196 15268 21766 27796 33300 40703 46182 51275 57930 63588 70011 2199 8208 15434 21791 27848 33371 40715 46237 51312 58079 63691 70046 2291 8327 15439 21865 27875 33437 40727 46457 51336 58156 63712 70232 2338 8366 15491 21934 27940 33458 40772 46466 51432 58186 63779 70430 2367 8367 15522 22024 27977 33647 40778 46563 51573 58224 63876 70461 2415 8384 15535 22069 28082 33982 40999 46567 51738 58319 63979 70631 2462 8401 15593 22286 28111 33998 41097 46606 51807 58329 64226 70806 2593 8553 15799 22292 28168 34006 41159 46728 51817 58364 64231 71154 2616 8571 15865 22329 28189 34477 41188 46772 51863 58396 64279 71287 2682 8646 16201 22348 28267 34480 41272 47035 52043 58670 64334 71386 2809 8959 16300 22432 28360 34659 41386 47137 52277 58693 64458 71592 2826 8992 16523 22521 28386 34867 41519 47147 52369 58755 64637 71653 3091 9035 16580 22610 28422 34877 41623 47192 52808 58811 64679 71661 3284 9156 16617 22621 28547 35307 41930 47275 52921 58831 64831 71828 3295 9221 16836 22726 28556 35350 41954 47305 52950 58880 64889 71937 3392 9243 16845 22768 28560 35433 42011 47369 53053 59011 64969 71954 3406 9515 16905 22775 28595 35555 42097 47525 53245 59047 65036 72364 3445 9553 16954 22857 28617 35573 42123 47574 53346 59112 65241 72461 3470 9567 17117 23033 28706 35585 42141 47605 53475 59171 65488 72478 3497 9874 17161 23295 28775 35636 42215 47741 53477 59314 65680 72604 3519 9935 17286 23303 28808 35664 42317 47805 53583 59382 65759 72895 3826 10030 17293 23475 28870 35747 42335 47914 53677 59756 65778 72901 3877 10070 17330 23689 29064 35922 42353 47937 53687 59760 65809 72914 3990 10081 17511 23755 29096 35947 42381 47949 53901 59819 65875 73015 4016 10243 17552 23841 29194 36075 42409 48127 53972 59853 65993 73088 4095 10366 17962 23967 29198 36423 42430 48163 54034 59907 66062 73089 4106 10400 17979 23970 29200 36611 42522 48339 54084 59949 66140 73246 4225 10629 18138 24025 29288 36727 42561 48353 54122 59968 66344 73340 4256 10764 18165 24056 29290 36746 42562 48360 54166 60085 66352 73497 4378 10803 18264 24059 29337 36953 42596 48382 54172 60162 66514 73652 4463 11026 18318 24112 29416 36981 42669 48525 54246 60206 66620 73754 4491 11053 18426 24177 29474 37339 42890 48562 54826 60226 66637 73871 4595 11218 18660 24192 29816 37359 42992 48617 54834 60227 66704 73887 4666 11273 18813 24218 29822 37360 42996 48705 55001 60461 66773 73895 4761 11470 18885 24255 29862 37395 43030 48731 55126 60696 66949 73969 4840 11541 18895 24606 29896 37404 43041 48754 55158 60768 66979 74010 4910 11957 19040 24731 29898 37597 43169 48756 55360 60799 66997 74049 4949 12005 19152 24758 29992 37952 43363 48806 55405 60949 67054 74078 5058 12150 19263 24837 29995 38094 43404 48905 55653 61398 67164 74087 5064 12170 19502 24962 30069 38182 43415 48985 55690 61484 67196 74134 5520 12312 19577 25051 30110 38251 43490 49085 55703 61496 67221 74154 5676 12410 19630 25166 30259 38277 43697 49120 55884 61653 67348 74206 5708 12494 19643 25441 30369 38291 43738 49153 56028 61789 67636 74334 6036 12553 19650 25457 30508 38310 43771 49388 56060 61919 67664 74487 6113 12591 19666 25678 30518 38625 43918 49394 56239 62065 67851 74683 6177 12738 19678 25850 30654 38703 43924 49469 56415 62105 67985 74739 Afgreiðsla vinninga hefst þann 20. júní 2011 Birt án ábyrgðar um prentvillur 6247 12924 19817 25934 30796 38785 43941 49474 56547 62187 68044 74785 6288 13061 19892 25972 30841 38855 44041 49504 56666 62194 68184 74855 6327 13175 20109 26048 31204 38970 44133 49515 56699 62218 68237 74888 6400 13189 20158 26064 31258 39002 44197 49521 56770 62340 68315 74922 6479 13200 20199 26086 31340 39013 44357 49568 56779 62734 68333 74985 6708 13315 20213 26152 31470 39132 44398 49667 56787 62757 68407 6716 13384 20335 26268 31548 39301 44521 49684 56809 62829 68438 6729 13418 20354 26436 31643 39321 44843 49737 56832 62854 68507 6866 13459 20434 26491 31684 39346 44853 49889 56880 62905 68768 - nýr auglýsingamiðill  569-1100finnur@mbl.is ...þú leitar og finnur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.