Morgunblaðið - 08.06.2011, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 08.06.2011, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 2011 ✝ Kristján Krist-jánsson fædd- ist í Höfða í Njarð- vík 20. mars 1946. Hann lést af slys- förum á Spáni 21. maí 2011. Foreldrar hans voru hjónin Guð- mundína Ingv- arsdóttir, f. 21. ágúst 1909, d. 11. september 2005, og Kristján Árni Guðmundsson, f. 7. júlí 1906, d. 1. júlí 1977. Systkini Kristjáns voru: Krist- jana Sjöfn, f. 1932, d. 1933, Ólafur Ingvi, f. 1933, Sjöfn, f. 1934, Guðmundur Garðar, f. 1935, d. 1972, Sigurgeir Njarð- ar, f. 1937, Eygló, f. 1942, d. 1996, Edda, f. 1951, Viðar, f. 1956. Hinn 16. júní 1968 kvæntist Kristján Þóru Ágústu Harð- ardóttur f. 13. janúar 1949. Foreldrar hennar voru: Magnea Stefanía Guðlaugs- dóttir f. 1929, d. 1988 og Hörður Sigmundsson, f. 1928, d. 1974. Stjúpfaðir Þóru er Halldór Jónsson, f. 1931. Kristján og Þóra bjuggu alla tíð í Njarðvík og lengst af á Hæðargötu 11. Börn þeirra eru: 1) Stefán Reynir, f. 1966, börn hans eru Kári Már og Halla María. 2) Baldvin, f. 1970. Kona hans er Susanne Poulsen, sonur þeirra er Malik Þór. Baldvin átti áður Þóru Dröfn. 3) Hrafn- hildur, f. 1973. Sambýlismaður hennar er Christian Samuel, dóttir þeirra er Sara Björk. Hrafnhildur átti áður Sigurjón Rúnar og Atla Frey. Útför Kristjáns fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag, 8. júní 2011, og hefst athöfnin kl 13. Vaktinni er lokið alltof fljótt, kæri bróðir, við áttum ekki von á öðru en að seinni hálfleikurinn sem þú varst rétt að hefja yrði jafn glæsilegur og sá starfsferill sem þú hafðir nýlega lokið ber vitni um. Tilhlökkun þín var mikil að fá að slaka á í sólinni á Spáni og að gera allt það sem við höfum ekki mátt vera að í fyrri hálfleik. Þú sem varst búinn að undirbúa allt svo vel, heilsan og hugurinn í góðu jafnvægi og þú tilbúinn. Neyðar- kall hefur borist frá annarri starfsstöð, þau hefur vantað traustan og vandaðan mann. Hugurinn ber mig til baka, Kristján að ljúka hlaupi kemur heim með bikar, brúnn og sælleg- ur að koma heim úr málningunni á fögrum sumardegi, að koma heim úr róðri, flottir bílar, byrjaður að búa allt svo vandað og flott, snyrtilegur í lögreglubúningnum, fagmennskan í málningunni, græjukall með bestu tölvurnar og flottustu myndavélarnar, allt gert með vönduðu hugarfari og árang- urinn lætur ekki á sér standa. Þú uppskerð eins og þú sáir, stendur í góðri bók, já, Kristján, það er metuppskera eftir þig hvar sem við berum niður: starfsferillinn í lögreglunni, félagsmálin fyrir lög- regluna og Meistarafélag bygg- ingarmanna á Suðurnesjum, málningarferilinn, heimilið og fjölskyldan, allt gert eins og best er hægt. Það er ekki slæmur vitnisburður sem þú skilur eftir þig, kæri bróðir, ég kveð þig stolt- ur af þínum afrekum, þau eru glæsileg. Elsku Þóra, Reynir, Baldvin og Hrafnhildur og fjölskylda, megi góður guð styrkja ykkur og varð- veita, við skulum geyma í hjarta okkar allar þær fallegu minningar sem við eigum um Kristján. Þökkum samfylgdina, kæri bróðir, og sjáumst síðar. Viðar Kristjánsson og fjölskylda. Þegar ævin lengist, þá fækkar örar í hópi þeirra, sem maður ólst upp með, „æskuvinir fara fjöld“ kom í huga minn er ég frétti frá- fall Kristjáns, vinar míns og frænda. Við eyddum öllum æskuárun- um saman, í skóla og leik. Væru veður válynd vorum við oftast inni á heimili foreldra hans, þar var öllum gestum tekið opnum örm- um, hjartarými húsráðenda virt- ist takmarkalaust. Manni verða oft hugleikin æskuárin og þau tryggðabönd, sem þá voru bund- in. Æskuvináttan bjó í vitund okk- ar beggja, án þess að við værum oft samvistum. Við bjuggum lengst af hlið við hlið í sömu götu, konur okkar bundust tryggða- böndum, sem aldrei hefur borið skugga á. Við vorum sitt á hvorri brautinni, hvað varðar vinnu og félagslíf, en þá sjaldan, við náðum saman var ætíð eins og við hefð- um aðeins skotist frá, rétt si svona. Helsta einkenni Kristjáns var traust og heiðarleiki, en stífur og þver var hann þó stundum. Hann var smekkvís maður og vandvirk- ur í öllu sem hann tók sér fyrir hendur, hvort heldur var heimilið, sem ber vandvirkni hans hvað gleggst vitni sem og annað og þótti mér stundum nóg um allt nostrið. Ásamt starfi sínu í lög- reglunni var hann í forystu við uppbyggingu félagshúss fyrir lög- regluna og þar var sannarlega ekki í kot vísað, þessi aðstaða var rómuð víða, fyrir góðan aðbúnað. Eftir nokkurra ára hlé frá lög- gæslunni kom hann aftur til starfa þar og þá var ástand húss- ins að mati Þorgeirs lögreglu- stjóra, eins og segir í ljóði Jón- asar. „Nú er hún Snorrabúð stekkur, flest er þarna í niður- níðslu og aðstaðan tæplega not- hæf,“ sagði hann í minni áheyrn. Hann fól Kristjáni sem fyrsta verk að koma skikki á hlutina svo nýta mætti aðstöðuna að nýju. „Það veldur, hver á heldur.“ Fyrir nokkrum árum tók hann að sér umsýslu og skrifstofuhald fyrir Meistarafélag bygginga- manna á Suðurnesjum, sem þá þurfti skipulags og upplyftingar við. Ég var spurður af stjórnend- um þar um burði frænda til að takast á við þetta og svaraði ég því svona: „Þið munið eftir henni Soffíu frænku í Kardimommubæ, ræningjunum þótti stundum nóg um ráðdeild hennar, en vildu samt ekki missa hana, og ég þori að fullyrða, að hann mun skila ykkur góðu verki og fésýslunni getið þið treyst fullkomlega, svo mikið er víst.“ Þessir sömu menn hafa síð- an allir lokið miklu lofsorði á störf hans þar. Kristján var mikill sóldýrkandi og var sá fyrsti til að reisa sér sól- stofu af okkur nágrönnunum. Síð- ar eignuðust þau hjónin eigið hús- næði á Spáni, þar sem þau ætluðu að eyða ævikvöldinu við sólaryl, þegar kaldast væri hér á Fróni. En margt fer öðruvísi en ætlað er og enginn fær ráðið sínum næt- urstað, ef Guð ætlar annað. Það er bjargföst trú mín að við hittumst fyrir hinumegin og tök- um upp spjallið rétt eins og endranær. Ég þakka að lokum vináttuna, traustið og tryggðina á liðnum æviárum og bið Kristjáni Guðs blessunar. Far þú í friði, kæri frændi. Ég og fjölskylda mín vottum Þóru og börnum ykkar okkar dýpstu sam- úð, algóður Guð gefi þeim styrk og blessun á þessari raunastund. Hilmar Hafsteinsson. Kæri vinur, þá er komið að kveðjustund. Þegar mér barst til- kynning um að þú værir látinn hugsaði ég að það gæti ekki stað- ist. Þú sem varst búinn að und- irbúa þig svo vel að fara á eftir- laun strax og þú yrðir 65 ára. Það var gaman að vera með þér og vinnufélögum í kveðjuhófinu í mars, 33 ár að baki í lögreglu- starfi. 1. febrúar 1997 vorum við ráðnir í Ríkislögregluna á Kefla- víkurflugvelli, báðir að koma aftur til starfa í lögreglu eftir nokkurra ára fjarveru. Í upphafi kynna fann ég að þú hafðir að geyma góðan mann og síðar góðan vin. Þú varst maður sem vildir allt fyrir alla gera og hafðir tíma til að hlusta og ráðleggja þeim sem til þín leituðu en þú áttir gott með að vinna með öllum. Þú taldir ekki eftir þér að vinna í sjálfboðavinnu að fé- lagsmálum en þú vannst mikið uppbyggingarstarf í félagsmálum lögreglu og varst fljótlega aftur kominn í stjórn LS þegar þú komst aftur til starfa. Kristján var fagmaður, traustur stjórnandi og vandaður lögreglumaður. Hann hafði allt til að bera sem hægt er að krefjast af lögreglu- manni, var góður foringi, bæði í félagsstarfi og í lögregluliðinu. Kristján, samverutíminn með þér í starfi er tími sem ég kem ekki til með að gleyma. Reynslan og vináttan sem ég fékk að njóta með þér er tími sem ekki er hægt að endurtaka. Þú varst maður efnda og vildir halda reglu um alla hluti. Nokkrum dögum áður en þið Þóra fóruð út til Spánar komst þú við hjá mér með möppu örygg- istrúnaðarmanns. Þú fórst yfir það sem brýnt væri að lagfæra á vinnustaðnum og baðst mig að fylgja eftir. Dæmigert fyrir þig, þú vildir alltaf hafa allt fast í hendi. Það var ánægjulegt hversu góðan tíma við gáfum okkur til að ræða málin áður en þú fórst út til Spánar. Að þetta skyldi vera í síð- asta sinn sem við hittumst á ég enn bágt með að skilja og trúa. Nú, við þessi tímamót og þá til- hugsun að fá ekki aftur að hitta þig og ræða málin, hefur hugur minn farið á flug og ég verið að skoða gamlar myndir, frá nýjum og gömlum tíma í lögreglu á Suð- urnesjum. Mikið er til af myndum sem er gaman að fara yfir og skoða farinn veg. Þú lést þig varða aðbúnaðarmálin á vinnu- staðnum og að lögreglumenn fengju aðeins það besta sem hægt var á hverjum tíma. Það var gam- an að fá að vinna við hlið þér, þú sem varst reyndur á sviði félags- mála og gegndir manna lengst formennsku í stjórn LS. Ekki má gleyma að nefna samverustundir á þingum LL í Munaðarnesi sem voru ógleymanlegar með þér og þeim sem þar voru. Það var gott að hafa mann eins og þig sem hafðir ákveðnar skoðanir um starfsemi lögreglu og kjör okkar og aðbúnað. Til að minna á söguna er gaman að nefna það að fé- lagsfáninn sem settur hefur verið upp við kistu þína er ein af mörg- um ákvörðunum sem þú tókst um að láta gera fyrir LS. Þær voru óteljandi ferðir okkar til systr- anna í Karmelklaustrinu í Hafn- arfirði, sem saumuðu þennan fal- lega fána. Ég bið góðan Guð að blessa Þóru og börnin ykkar og barnabörn. Guð geymi þig, góði vinur og félagi KK. Minning um þig mun lifa. Þinn vinur, Guðjón St. Garðarsson. Virðing og þakklæti eru orð sem komu upp í hugann þegar við fengum þær sorgarfréttir að Kristján formaður okkar hafði látist af slysförum á Spáni. Þar hafði hann eignast sælureit fyrir sig og Þóru eiginkonu sína. Við hjá Meistarafélagi bygginga- manna á Suðurnesjum fengum Kristján til að vera formaður MBS árið 2005. Kristján var menntaður málarameistari en starfaði þá hjá lögreglunni á Suð- urnesjum. Það var ekki að ástæðulausu sem við leituðum til hans, orðspor hans og fagleg vinnubrögð sem formaður Lög- reglufélagsins var þannig að við sóttumst eftir kröftum hans. Það kom fljótt í ljós að við veðjuðum á réttan mann svo um munaði. Kikki eins og við og vinir hans kölluðum hann lét strax til sín taka. Hann var ekki búinn að vera lengi hjá okkur þegar hann var búinn að fá nunnurnar í Hafnar- firði til að sauma nýjan fána fyrir félagið. Fáninn átti að vera stolt félagsins og geta sýnt fé- lagsmönnum virðingu við jarðar- farir. Kikki talaði af mikilli alúð um nunnurnar í Hafnarfirði og þeirra handverk. Heimasíða fé- lagsins var mikið kappsmál hjá honum. Hann var meðvitaður um mikilvægi þess að nýta tæknina og sýnileika. Í þá vinnu fór hann af miklum eldmóði og lagði mikið í hana enda ber hún fagmennsku hans gott vitni. Kikki tók strax í byrjun af mikilli festu á innan- hússmálum sem og málefnum varðandi hagsmuni iðnstéttanna. Hann var fulltrúi Meistarafélags byggingamanna á Suðurnesjum í Meistarasambandi bygginga- manna, sem eru samtök fag- félaga. Margar ferðir hefur hann skipulagt fyrir okkur, þar á meðal tvær ferðir á Kárahnjúka, stærstu framkvæmd Íslandssög- unnar. Þær ferðir gengu snurðu- laust fyrir sig og báru vott um gott skipulag. Virðing, traust og þakklæti eru orð sem passa vel við vin okkar Kristján. Að eiga góðar minningar um hann hjálpar okkur að komast yfir söknuðinn sem því fylgir að hafa misst hann alltof fljótt. Kristján Kristjánsson, við þökkum þér fyrir samveruna og frábær störf í okkar þágu, megir þú hvíla í friði. Hugur okkar er hjá aðstand- endum Kristjáns og vottum við þeim okkar dýpstu samúð. F. h. stjórnar Meistarafélags byggingamanna á Suðurnesjum, Lúðvík Gunnarsson. Kristján Kristjánsson eða KK eins og hann var ávallt kallaður af vinnufélögum sínum í lögreglunni er farinn yfir móðuna miklu. Góð- ur drengur með stórt hjarta er fallinn frá langt um aldur fram. Það er sorglegt að maður við hestaheilsu skuli falla svo svip- lega frá, en það ræður engin sín- um næturstað. Kristján hafði undirbúið eftir- launaárin svo vel, bæði andlega, líkamlega og fjárhagslega. Hann hafði komið sér og fjölskyldunni upp sólskinsreit á La Marina á Spáni, en þar ætlaði hann að njóta eftirlaunaáranna. Kristján var mikill félagsmála- maður og má segja að hann hafi verið félagsmálatröll. Aðbúnaður og réttindi lögreglumanna voru honum mikið hjartans mál. Hann var alla tíð í fylkingarbrjósti þeg- ar kom að félagsmálum og var formaður lögreglufélags Suður- nesja til margra ára. Ég vil þakka Kristjáni öll þau ár sem við störfuðum saman í lög- reglunni. Guð gefi að honum farn- ist vel á þeirri leið sem hann hefur nú lagt út á. Þóru, börnum, ætt- ingjum og vinum hans votta ég innilega samúð mína. Óskar Þórmundsson, yfirlögregluþjónn. Fyrir aðeins fáum vikum þökk- uðum við Kristjáni fyrir samstarf- ið til margra ára í lögreglunni. Hann stóð á þeim tímamótum að vera kominn á eftirlaun. Hann hafði hlakkað til þessara tíma- móta og hugðist dvelja mikið á Spáni þar sem hann átti hús ásamt Þóru eiginkonu sinni. Svo bárust okkur fréttirnar af svip- legu fráfalli Kristjáns. Það er okk- ur mikið reiðarslag. Það ræður víst enginn sínum næturstað. Við minnumst Kristjáns með miklum hlýhug og söknuði. Kristján var mjög ötull í fé- lagsstörfum lögreglumanna og naut virðingar fyrir. Hann var margsinnis í stjórn Lögreglu- félags Suðurnesja og oft kosinn formaður. Honum var annt um lögreglufélagið og hélt vel utan um sögu þess. Hann var einnig öflugur í störfum Landssambands lögreglumanna. Hann bar hag al- mennra lögreglumanna ætíð fyrir brjósti. Kristján lyfti grettistaki í að- búnaðarmálum lögreglumanna við þáverandi embætti sýslu- mannsins á Keflavíkurflugvelli og nú embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum. Hann átti m.a. stóran þátt í að koma upp fé- lagsskála lögreglumanna í Lög- reglufélagi Suðurnesja. Er hann kom til starfa í flugstöðvardeild nutum við umhyggju hans fyrir aðbúnaði starfsmannanna og ein- stakrar snyrtimennsku. Kaffistof- an er nú vistlegri en áður og starfsstöðvar í flugstöðinni jafn- framt betrumbættar, þökk sé Kristjáni. Kristján var litríkur og fróður. Hann kunni margar góðar sögur og fór vel með þær. Hann var glettinn oft og hafði yndi af því sem skemmtilegra er. Í rökræð- um fylgdi hann sannfæringu sinni fast eftir en hlustaði jafnframt eftir rökum annarra. Hann var heiðarlegur og grandvar, lagði mikið upp úr kurteisi og var mikill reglumaður. Við hugsum afar hlýtt til Krist- jáns. Blessuð sé minning hans. Hugur okkar er einnig með Þóru og börnum þeirra, barna- börnum og ættingjum. Við vott- um þeim okkar dýpstu samúð. F.h. vaktfélaganna í flugstöðvardeild lögreglunnar á Suðurnesjum, Eiríkur Hafberg Sigurjónsson Kristján Kristjánsson  Fleiri minningargreinar um Kristján Kristjáns- son bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SVERRIR RAGNAR BJARNASON, lést á hjúkrunarheimilinu Mörk laugardaginn 28. maí. Útförin verður gerð frá Háteigskirkju fimmtu- daginn 9. júní kl. 13.00. Steinunn Árnadóttir, Guðrún Sverrisdóttir, Bjarni Sverrisson, Hanna María Oddsteinsdóttir, Árni Sverrisson, Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir, Hrólfur Jónsson, Gunnar Sverrisson, Karen Bergsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ANNA LÁRA GÍSLADÓTTIR, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði mánudaginn 6. júní. Útförin fer fram frá Hólskirkju í Bolungarvík laugardaginn 11. júní kl. 14.00. Guðrún María Ármannsdóttir, Hjalti Þór Þorkelsson, Kolbrún Ármannsdóttir, Þrándur Jóhannes Þorkelsson, barnabörn og barnabarnabarn. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, HALLDÓRA ANNA TRAUSTADÓTTIR frá Grímsey, Mýravegi, Akureyri, lést á heimili sínu sunnudaginn 5. júní. Jarðsungið verður frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 14. júní kl. 10.30. Óli Hjálmar Ólason og fjölskylda. ✝ Ástkær eiginmaður minn, TRAUSTI JAKOBSSON, Hólagötu 25, Vestmannaeyjum, sem lést föstudaginn 3. júní, verður jarðsung- inn frá Landakirkju laugardaginn 11. júní kl. 14.00. Jessý Friðriksdóttir og börn. ✝ Ástkær faðir okkar, afi og langafi, EYSTEINN GUÐMUNDSSON, lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni fimmtu- daginn 2. júní, uppstigningardag. Jarðarförin fer fram frá Háteigskirkju föstu- daginn 10. júní kl. 15.00. Erlendur Eysteinsson, Ívar Eysteinsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.