Morgunblaðið - 08.06.2011, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 08.06.2011, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 2011 ✝ Sigríður Jóns-dóttir fæddist á Hvítárbakka í Borgarfirði 27. jan- úar 1933. Hún lést á sjúkrahúsi Heil- brigðisstofnunar Vesturlands á Akranesi 30. maí 2011. Foreldrar henn- ar voru Ingveldur Halldórsdóttir, f. 18.10. 1912, d. 5.6. 1970, og Jón Pétursson, f. 11.11. 1912, d. 24.9. 1975. Systkini Sigríðar eru: Sæ- unn, f. 1945, og Pétur Örn, f. 1952. Eftirlifandi eiginmaður Sig- ríðar er Lúðvík Þórarinsson, f. 6.4. 1930. Þau gengu í hjóna- band 1.3. 1952. Sigríður og Lúð- vík eignuðust fimm börn. Þau eru: 1) Hrefna, f. 4.8. 1952, eig- inmaður Gísli Páll Björnsson, f. 29.4. 1953. Börn: a) Íris, f. 1972, gift Nökkva Jóhannessyni, f. 1964. Börn: Yrsa Líf, Darri Snær og Fáfnir Freyr. b) Björn, f. 1976, kvæntur Hrafnhildi Halldórsdóttur, f. 1975. Börn: Gísli Tjörvi, Sunna Kristín og Unnar Tjörvi. c) Hafrún, f. 1985. Sambýlismaður var Björgvin Þór Heiðarsson, f. 1985. Þau slitu samvistir. Saman eiga þau steinsson, f. 1987. Dóttir þeirra er Birgitta Björt. 4) Hildur, f. 5.9. 1961, eiginmaður Gunnþór Ingvason, f. 22.4. 1962. Börn þeirra: a) Sigríður, f. 1990. b) Arnór Reginn, f. 1993. c) Irma, f. 1996. 5) Jón Þór, f. 11.6. 1963, eiginkona Bjarney Jörgensen, f. 1.3. 1966. Börn: a) Gígja, f. 1988, unnusti Jón Björn Vilhjálmsson, f. 1987. b) Janus, f. 1989. c) Hilma, f. 1993. Sigríður lauk barna- og gagn- fræðanámi í Borgarnesi. Með og að loknu námi vann hún við verslunar- og skrifstofustörf, þar til hún giftist lífsförunaut sínum og fluttist til Ólafsvíkur árið 1952. Eftir að börnin fædd- ust varð Sigríður heimavinn- andi, en hún vildi fylgja þeim til þroska og styðja við í námi. Síð- ar réðst hún til starfa hjá Lands- síma Íslands í Ólafsvík, af- greiddi og aðstoðaði í brauðgerð þeirra hjóna og sá um daglegt bókhald. Sigríður var tónelsk, söng sem unglingur í stúlknakvartett eftir að hún óx upp úr Barnakór Borgarness. Hún söng í áraraðir í kirkjukór Ólafsvíkurkirkju. Kvenfélag Ólafsvíkur var helsti vettvangur hennar í félagslífinu, var hún í stjórn þess og formaður um tíma. Sigríður verður jarðsungin frá Ólafsvíkurkirkju í dag, 8. júní 2011, og hefst athöfnin kl. 14. Karítas Diljá. Unn- usti Hafrúnar er Ingi Steinn Þor- steinsson, f. 1986. 2) Inga Birna, f. 31.5. 1955. Hennar maður var Rík- harður Hjörleifs- son, f. 5.3. 1950. Þau skildu. Börn: a) Steinar, f. 1973, kvæntur Guðrúnu Önnu Finn- bogadóttur, f. 1970. Börn: Finn- bogi, Ríkharður Ingi og Sólrún Elsa. b) Thelma, f. 1975. Sam- býlismaður var Heiðar Haugen, f. 1971. Þau slitu samvistir. Saman eiga þau Anitu. Síðari sambýlismaður Thelmu var Björn Kodvaag, f. 1975. Þau slitu samvistir. Þeirra börn: Alexandra og Hans Kristian. 3) Guðlaug, f. 27.11. 1959, eig- inmaður Kristjón V. Guðmunds- son, f. 6.4. 1958. Börn: a) Guð- mundur Kristján, f. 1978. b) Lúðvík, f. 1983. Barnsmóðir Fjóla K. Hafsteinsdóttir, f. 1988. Saman eiga þau Thelmu Karen. Sambýliskona Lúðvíks er El- ísabet Jóhanna Guðmunds- dóttir, f. 1987. Börn: Hrannar Engill, Elvar Alex og Jón Gunn- ar. c) Heba Rut, f. 1985. Sam- býlismaður Kjartan Haf- Nú er komið að leiðarlokum okkar saman, elsku mamma mín. Þú varst alltaf kletturinn í mínu lífi og minningin um þig verður stoð mín og stytta áfram. Þú varst alltaf til staðar ef á þurfti að halda, þegar eitt- hvað bjátaði á eða þegar eitt- hvað gekk vel. Þú varst ætíð nálæg þegar þurfti. Fyrstu minningarnar eru þegar þú huggaðir mig og þerraðir tárin, þegar þú þurrkaðir mjólkur- skeggið af munninum og lagað- ir hárið svo að það stæði ekki allt út í loftið. Mamma vildi að við litum sómasamlega út og værum ávallt til sóma hvar sem við vorum. Við krakkarnir átt- um að líta vel út og haga okkur vel. Mamma og pabbi kenndu okkur snemma að við skyldum koma fram við aðra eins og við vildum að komið væri fram við okkur, það hefur reynst mér vel alla tíð. Þú ólst mig vel upp, kenndir mér að ryksuga, skúra, þurrka af, hengja upp á snúru og vaska upp. Mikið er hún Bjarney mín ánægð með þig, að þú kenndir mér þetta allt. Við áttum góðar stundir við að hjálpa þér við uppvaskið, sem við systkinin skiptumst á við. Þú varst vön að raula eða jafnvel syngja einhvern sálm sem verið var að æfa í kirkju- kórnum, sem þú söngst með í mörg ár. Þetta síaðist inn í mitt litla hjarta og stundum tók ég jafnvel undir með þér. Þú varst ekki alltaf allra, átt- ir þínar slæmu og góðu stundir eins og við flest. Þú varst ekk- ert sérlega ánægð þegar litli drengurinn þinn var kominn með kærustu. Hún fékk að finna hvað þér þótti vænt um strákinn þinn og að hann fengi ekki hvaða stúlku sem væri. Þegar þú sást hvað við vorum ánægð saman og varðst fullviss um að drengurinn þinn hafði fengið góða stúlku faðmaðir þú mig og óskaðir mér til ham- ingju með það. Þið pabbi voruð mjög sam- rýnd og pabbi fylgdi þér síðasta spölinn. Hann sat hjá þér eins og kletturinn sem hann hefur alltaf verið. Þú varst ekki bara eiginkona hans heldur besti vinur og félagi og þið vikuð varla hvort frá öðru undir það síðasta. Ég veit að pabbi á góð- ar minningar, en missir hans er líka mikill. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja’ í friðarskaut. (V. Briem) Elsku pabbi, megi guð gefa þér styrk til að takast á við sorgina og vinamissinn. Þinn sonur og fjölskylda Jón Þór, Bjarney, Gígja, Janus og Hilma. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Elsku besta amma mín, mér þykir óendanlega vænt um þig og ég get ekki hugsað mér betri, fallegri og einlægari manneskju til að vera skírð eft- ir. Ég get huggað mig við minningarnar, allar stundirnar sem við áttum saman. Þegar ég hugsa um hvað við bardúsuðum saman kemur strax upp í hug- ann; ég og þú að spila á spil, þá helst kapal eða ólsen ólsen. Enn þann dag í dag skil ég ekki hvernig þér tókst að láta „fangakapalinn“ ganga upp, aftur og aftur eins og ekkert væri sjálfsagðara. Sjálf hef ég aðeins getað látið hann ganga upp einu sinni og það var algjör hundaheppni. Þín verður sárt saknað. Sigríður (Sirrý). Þitt starf var farsælt, hönd þín hlý og hógvær göfgi svipnum í. Þitt orð var heilt, þitt hjarta milt og hugardjúpið bjart og stillt. (Jóhannes úr Kötlum) Elsku mamma mín takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig í gegnum árin. Takk fyrir alla hjálpina með krakkana mína í gegnum tíðina. Góðar minning- ar á ég margar sem ég mun varðveita í hjarta mínu. Hið bjarta ljós sem berst til mín með blessun sendi heim til þín og með því kveðju kæra. Megi það líkna og lækna þá sem lífið kærleiksríka þrá, gleði og frið þeim færa. (Guðm. Ingi) Ástar- og saknaðarkveðjur, Hildur, Gunnþór og börn. Sissa amma mín kvaddi þennan heim þann 30. maí 2011. Einhvern veginn átti ég ekki von á þessu, hún amma hafði alltaf verið hraust og hress. Maður er aldrei tilbúinn þegar ástvinur kveður, þannig er það bara og mun sennilega alltaf verða. Sissa amma var ákaflega fal- leg kona. Hún var alltaf svo fín og vel til höfð, á mjög svo lát- lausan hátt, og kom ákaflega vel fyrir. Þegar ég var lítil fannst mér alltaf mjög merki- legt og gaman að fylgjast með henni leggja á sér hárið með krulluburstanum og setja á sig varalit, mér fannst hún alltaf svo fín og það var alltaf góð lykt af henni líka. Við hittumst ekki oft á ári þar sem hún og afi bjuggu í Ólafsvík en við á Höfn og kannski fannst mér hún amma ennþá merkilegri fyrir vikið. Í minningunni var alltaf mik- ið af kaffibrauði hjá ömmu og afa, enda er afi bakari. Það var gott að koma inn í eldhús hjá ömmu eftir að hafa verið úti að leika og fá súkkulaðisnúð og mjólk. Þá sátum við frænd- systkinin ég og Steinar oftar en ekki við útdraganlega skurðar- brettið í eldhúsinu og tókum vel til matar okkar. Ég man ennþá lyktina sem var í búrinu á Ennisbrautinni og mikið fannst mér hún góð og búrið ótrúlega merkilegur staður. Svo var líka alltaf kvöldkaffi hjá ömmu, það var eiginlega bara regla. Eftir að ég fullorðnaðist fækkaði því miður samveru- stundunum og ég hætti að koma til Ólafsvíkur á hverju sumri. Samt héldum við ágætis sambandi. Ég kom nokkrum sinnum til hennar og afa með mín börn, þau voru þá flutt í Vallholtið og ekki laust við að ég saknaði lyktarinnar úr búrinu á Ennisbrautinni. En snúðana mína fékk ég og ekki klikkaði kvöldkaffið, það var engin hætta á því að nokkur yrði svangur í hennar húsum. Það eru forréttindi að upplifa það að eiga afa og ömmu þegar maður hefur náð fullorðins- aldri. Það er nefnilega ákaflega gaman að kynnast ömmum og öfum upp á nýtt sem fullorðin manneskja, áherslurnar eru þá orðnar nokkuð aðrar. Við Sissa amma gátum spjallað margt og ég virkilega naut þess að eiga innihaldsríkar samræður við hana um allt og ekki neitt yfir kaffibolla og bakkelsi að sjálf- sögðu. Sissa amma var ekki mikið fyrir það að vera með tilfinn- ingarnar uppi á borðinu en hún má eiga það að hún hrósaði mér alltaf fyrir að drífa mig aftur í nám og hún sagði mér það oftar en einu sinni og oftar en tvisvar að hún væri svo stolt af mér, og það var mér mikils virði. Amma hafði dillandi hlátur og það hafa dætur hennar líka og þegar allur hópurinn var saman kominn þá var oft mikið hlegið og ekki á lágu nótunum. Ég hugsa að hláturinn hafi end- urómað um alla Ólafsvíkina þegar því var að skipta. Mér finnst eiginlega fátt yndislegra en þessi hláturkór þeirra mæðgna og ég vona að syst- urnar hlæi örlítið hærra hver og ein til þess að reyna að fylla upp í skarðið hennar, sem þó verður aldrei fyllt. Elsku amma, takk fyrir sam- fylgdina, ég var heppin að fá að kynnast þér. Íris. Hvernig skrifa ég um ást- kæra systur sem farin er frá mér langt fyrir aldur fram, að mér finnst? Systur sem var mér svo miklu meira en systir. Hún var stóra systir, jafnvel mamma, og á síðari árum mín albesta vinkona. Því mörg voru árin á milli okkar systkina, tólf ár okkar á milli og nítján ár milli hennar og litla bróður, sem fæddur var sama ár og hennar fyrsta barn. Móðir okk- ar féll frá á besta aldri og faðir okkar líka, þá voru það Sissý og Lúlli sem tóku málin í sínar hendur, og við þau yngri fáum aldrei fullþakkað. Þegar ég eignast mína yngri dóttur, þá var engin mamma, og vildi mín elskulega systir endilega taka þá eldri til sín á meðan, það munaði ekkert um eitt barn í viðbót við hennar fimm. En eins og gefur að skilja var aldursmunur mikill, en með árunum minnkaði hann og við Bjössi áttum margar góðar og glaðar stundir með elskulegum hjónum og vinum, bæði hér heima og utanlands. Elsku mín! Parísarferðin á sjö- tugsafmæli Lúlla ógleymanleg, Kanarí þegar þú varðst sjötug, Costa del Sol þegar Bjössi átti afmæli, og síðast þegar við komum ykkur á óvart á Te- nerife. Æ elsku mín, ég vonaði að við ættum fleiri ferðir eftir saman. Það er svo ótal margs að minnast, elsku systir, sem verður geymt í hjörtum okkar. Elsku Lúlli minn, börnin ykkar og barnabörn, engin orð fá lýst mínum söknuði og sam- úð til ykkar allra.Ég kveð þig, elsku systir, með þessum ljóð- línum. Samveruna þér við þökkum þýðlega af huga klökkum, af augum svífa saknaðs tár. Farðu sæl til sólarheima, samhuga vér munum geyma minning þín um æviár. (Ragnh. G. Kristjánsd.) Sæunn (Sæa). Minning um ástkæra systur: Nú hafa englar himins þig sótt, en þurftu þeir á þér að halda svo fljótt? Þegar þú veiktist, allir þorðu að vona, því elsku vina, þetta átti ekki að fara svona. Þegar ég sit og hugsa til baka, þá minnist ég margs, því af nógu er að taka. Í hjarta mínu þú átt nú líf, þar til að dag einn ég til þín svíf. Og þótt þú sért farin á allt annan stað, líttu samt til mín, ef mátt vera að. Þinn Pétur bróðir og fjölsk. Sigríður Jónsdóttir ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR, Lerkigrund 7, Akranesi, lést á Sjúkrahúsi Akraness föstudaginn 3. júní. Jarðarför hennar fer fram frá Akraneskirkju föstudaginn 10. júní kl. 14.00. Blóm og kransar eru afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á krabbameinsfélagið á Akranesi (í Módel). Fyrir hönd aðstandenda, Birgir Engilbertsson. ✝ Móðir okkar og tengdamóðir, GUÐRÍÐUR HELGADÓTTIR, Snorrabraut 56, áður Þórólfsgötu 8, Borgarnesi, sem lést á Droplaugarstöðum miðvikudaginn 1. júní, verður jarðsungin frá Grensáskirkju fimmtudaginn 9. júní kl. 13.00. Guðrún Gestsdóttir, Viðar Þorsteinsson, Sigurlaug Gestsdóttir, Fanney Gestsdóttir, Páll Pálmason, Kristján Gestsson, Heiða Gestsdóttir, Jón Kári Jónsson. ✝ Innilegar þakkir fyrir allar þær fallegu og hlýlegu kveðjur sem okkur bárust vegna andláts JÓNS KR. SÓLNES hæstaréttarlögmanns, Aðalstræti 72, Akureyri. Halla Elín Baldursdóttir, Lilja Björk Sólnes, Rawn Salenger, Baldur Már Helgason, Svanhildur Sigurðardóttir, Jón Ragnar Sólnes, Valgerður Sólnes, Kristín Sólnes og barnabörn. ✝ Ástkær systir mín, mágkona og frænka, ÓLÍNA JÓNSDÓTTIR FORMAN, Long Island, New York, lést sunnudaginn 29. maí. Bálför hennar hefur farið fram. Minningarathöfn fer fram í Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 9. júní kl. 17.00. Jófríður Jóna Jónsdóttir og aðrir aðstandendur. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, LOFTUR MAGNÚSSON, síðast til heimilis að Kópavogsbraut 1a, Kópavogi, lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópa- vogi mánudaginn 6. júní. Útför hans verður gerð frá Kópavogskirkju þriðjudaginn 14. júní kl. 15.00. Aðalheiður Steina Scheving, Guðjón Scheving Tryggvason, Sigrún Stefánsdóttir, Jón Loftsson, Jóhanna Björgvinsdóttir, Hreinn Loftsson, Ingibjörg Kjartansdóttir, Magnús Loftsson, Gunnar Ásgeirsson, Ásdís Loftsdóttir, Guðmundur Sigurbjörnsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.