Morgunblaðið - 08.06.2011, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 08.06.2011, Blaðsíða 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 2011 ✝ Sigrún HrefnaGuðmunds- dóttir fæddist í Reykjavík 29. apríl 1947. Hún varð bráðkvödd á heimili sínu í Reykjavík 25. maí 2011. Foreldrar Sigrúnar voru hjón- in Guðmundur Ingv- ar Ágústsson kaup- maður í Reykjavík, f. 13.3. 1917, d. 26.3. 1978, og Guðfinna Sigrún Ólafs- dóttir, kaupkona í Reykjavík, f. 2.7. 1918, d. 17.3. 2009. Sigrún var önnur í röð fjögurra systkina. Þau eru: 1) Maja Þur- ingameistara. Börn þeirra eru Kjartan Freyr, f. 9.10. 1992, og Arnþór Ingvi, f. 15.6. 1995. 2) Hrefna Sigríður Briem, viðskipta- fræðingur, f. 12.10. 1969, maki Bjarni Þór Þórólfsson, viðskipta- fræðingur. Börn þeirra eru Ásdís Karen, f. 1.9. 1990, Bjarney María, f. 4.12. 1996, og Þór Daníel, f. 25.11. 1996. 3) Guðbjörg Forberg, vaktstjóri, f. 15.9. 1977. Sigrún ólst upp í Vogahverfinu í Reykjavík og gekk í Langholts- skóla. Á unglingsárum vann hún í verslun foreldra sinna. Hún lærði hárgreiðslu í Iðnskólanum í Reykjavík og hlaut starfsréttindi á því sviði. Eftir að hún lauk námi setti hún upp eigin hárgreiðslu- stofu í Rauðagerði í Reykjavík. Hún rak hárgreiðslustofuna í skamman tíma, eða þar til hún veiktist um tvítugt. Útför Sigrúnar fór fram frá Fossvogskirkju í gær, 7. júní 2011. íður, f. 1.5. 1941, húsmóðir í Reykja- vík, gift Hafliða Erni Björnssyni. 2) Ólöf Hafdís, f. 17.10. 1949, d. 12.10. 2003, gift Sigurjóni Guð- mundsyni, d. 15.11. 2010. 3) Kristján Arnfjörð, kaup- maður og bifreiða- stjóri, f. 30.10. 1951. 4) I. Linda, hús- móðir, f. 1.4. 1956. Dætur Sigrúnar eru þrjár: 1) Guðfinna Sif Sveinbjörnsdóttir, ljósmóðir, f. 1.8. 1966, gift Kjart- ani Ó. Kjartanssyni, pípulagn- Elsku mamma var hæfileika- rík og ljúf manneskja og ætlaðist ekki til eins eða neins af öðru fólki. Hún var glæsileg á sínum yngri árum, mikil dama, smekk- leg og vildi alla tíð vera fín í tauinu enda hafði hún ánægju af því að kaupa sér föt. Hún var ljúf, velviljuð og vakandi fyrir fólki og umhverfi. Hún hafði falleg brún augu og fallegt bros. Hún var alltaf sönn í því sem hún tók sér fyrir hendur og gat verið föst fyr- ir ef því var að skipta. Hún var hannyrðakona og til marks um það eru fallegar útsaumsmyndir hennar. Hún var mikil húsmóðir í sér þegar hún hafði heilsu til og var þá dugleg að baka og elda mat. Veikindin tóku sinn toll en hún sýndi æðruleysi í lífi sínu þrátt fyrir allt andstreymið. Hún fékk því miður ekki að njóta sinna góðu hæfileka sem skyldi. Lífið hafði brosað við þessari fallegu og lífsglöðu stúlku þegar allt breyttist til hins verra í kjölfar veikinda hennar. Hún dvaldist lengi í Arnarholti og í Hæðargarði í Reykjavík, en hafði dvalið í nokkra mánuði á sambýli á Dalbraut 23 er hún lést. Elsku mamma er nú laus úr viðjum síns sjúkdóms, takk fyrir allt sem þú veittir okkur. Viljum við systur þakka því góða fólki sem kom að því að gera líf henn- ar léttbærara í gegnum tíðina. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Guðfinna, Hrefna og Guðbjörg. Lýs, milda ljós, í gegnum þennan geim, mig glepur sýn, því nú er nótt, og harla langt er heim. Ó, hjálpin mín, styð þú minn fót; þótt fetin nái skammt, ég feginn verð, ef áfram miðar samt. (Matthías Jochumsson) Kæra frænka, nú ert þú farin af þessu jarðlífi. Við hittumst alltaf reglulega þegar við vorum börn heima hjá Maíendínu ömmu og Ágústi afa á Laugavegi 42. Föðursystkin okkar voru mjög samhent og í þá daga voru fjöl- skylduboð til skiptis heima hjá þeim. Þetta voru skemmtilegar stundir sem við búum að í dag. Fjölskyldumeðlimir sýndu hver öðrum virðingu og fjölskyldu- rækni og eru þetta í minningunni dýrmætar stundir. Kæra Sigrún, þú óxt úr grasi og lærðir hárgreiðslu, eignaðist þrjár yndislegar dætur. Þú varst falleg blómarós en örlögin hög- uðu því þannig að þú fékkst ekki að njóta lífs og blóma þinna. Foreldrar þínir voru vökul fyr- ir hagsmunum þínum alla tíð en því miður misstir þú föður þinn langt um aldur fram. Kæra Sigrún. Síðast þegar við hittumst, í janúar síðastliðnum, varst þú á leiðinni inn á Dalbraut sem var þinn hinsti staður. Dáð- ist ég að æðruleysi þínu þar sem við spjölluðum saman og þú spurðir mig um mína hagi og systkina minna. Elsku frænka okkar, þú varst alltaf ljúf og brosandi, megir þú eiga góðar móttökur hinum meg- in. Dætrum þínum, tengsdason- um og barnabörnum óskum við velfarnaðar. Megi líf ykkar verða umvafið ljósi. Þú ljós, sem ávallt lýsa vildir mér, þú logar enn, í gegnum bárur, brim og voðasker. nú birtir senn. Og ég finn aftur andans fögru dyr og engla þá, sem barn ég þekkti fyrr. (Matthías Jochumsson) Þínar frænkur, Sigríður Jóna og Erla Friðriksdætur. Sigrún Hrefna Guðmundsdóttir ✝ Barbara MaríaSuchanek fæddist í Póllandi 28. júlí 1945. Hún lést á Fossheimum, Selfossi 31. maí 2011. Foreldrar henn- ar voru Pawel Suchanek náma- verkamaður, f. 27.6. 1914, d. 1.1. 1986, og Helena Suchanek húsmóðir, f. 17.3. 1920, d. 28.7. 1980. Systkini Barböru eru: Ginter, f. 1.1. 1938, d. 2010, María, f. Eiríks eru: 1) Helena, f. 8.1. 1968, maki Sigmundur Brynj- ólfsson. Þau eiga þrjú börn. 2) Steindór, f. 28.8. 1970, maki Lilja Ásgeirsdóttir. Þau eiga tvö börn. 3) Guðrún, f. 7.11. 1974, maki Birkir Böðvarsson. Þau eiga þrjú börn. Barbara ólst upp í borginni Bytom í Póllandi. Hún kom til Íslands árið 1965 og hóf þá störf í eldhúsi St. Jósefsspítala í Hafnarfirði. Árið 1967 flutti hún að Ási í Hrunamanna- hreppi þar sem hún bjó eftir það. Hún starfaði við búskap við hlið manns síns og tók þátt í ýmsu félagsstarfi í hreppnum. Barbara verður jarðsungin frá Hrunakirkju í dag, 8. júní 2011, og hefst athöfnin kl. 14. Kaþólsk minningarmessa verður í Landakotskirkju föstu- daginn 10. júní kl. 18. 20.4. 1939, Werner, f. 18.6. 1941, d. 1997, Manfred, f. 1.10. 1942, og Piotr, f. 25.1. 1944, d. 2007. Hinn 27. mars 1967 gekk Barbara að eiga Eirík Steindórsson, bónda í Ási í Hrunamanna- hreppi. Foreldrar hans voru Steindór Eiríksson, f. 24.6. 1884, d. 5.9. 1967, og Guð- rún Stefánsdóttir, f. 11.6. 1885, d. 19.6. 1982. Börn Barböru og Mig langar í fáum orðum að minnast móður minnar sem féll frá hinn 31. maí síðastliðinn. Mamma, þú varst alltaf ákaflega lífsglöð manneskja, ætíð bros- mild og lítið þurfti til að koma þér til að hlæja. Það duldist ekki nokkrum ef þú varst nærri, þú talaðir hátt og skýrt, varst ákveð- in og lást ekki á skoðunum þín- um. Þú varst ástrík og vinmörg. Hjálpsemi og dugnaður var þér mjög í blóð borinn og stundum held ég að þú hafir gengið aðeins of langt í þeim efnum, a.m.k. fór ég varla að flysja kartöflur eða smyrja brauð fyrr en ég flutti að heiman. Þegar ég fór á fjall eða í hestaferðir varst þú ávallt búin að útbúa nesti og þvo fötin mín án þess að um það hefði verið beðið. Pabbi hefur margoft sagt að án þín hefði sennilega lítið verið byggt upp í Ási; jafnvel þó að pabbi hafi alltaf verið dugnaður- forkur varst það ávallt þú sem sannfærðir hann um í hvað skyldi ráðast og mikilvægi þess. Þegar ég eignaðist börnin mín var það sama upp á teningnum; alltaf varstu boðin og búin að hjálpa ef á þurfti að halda, þeir eru ófáir drekkhlöðnu pönnukökudiskarn- ir og kræsingarnar sem þú komst með til okkar í barnaafmælin. Það var líka alltaf mikið tilhlökk- unarefni hjá Helgu Maríu að komast í piparkökubaksturinn með þér fyrir jólin. Því miður fórst þú að veikjast fyrir nokkr- um árum, minnið fór æ oftar að bregðast þér og ýmis einkenni veikinda þinna fóru að koma í ljós, þótt við gerðum okkur ekki grein fyrir því þá. Í raun fórstu smátt og smátt að fjarlægjast þá persónu sem þú varst alla tíð. Þetta var erfiður tími bæði fyrir þig og okkur en ekkert í mann- legu valdi getur ráðið bót á slík- um sjúkdómi. Eftir að þú varst fyrst lögð inn á sjúkrahús vorum við dauðhrædd um að þú kæmist ekki heim aftur. Sem betur fer náðir þú að koma töluvert til baka og þú komst heim að Ási til pabba þar sem hann hugsaði um þig í tvö ár þar til þú þurftir aftur að fara inn á sjúkrahús. Það var ákaflega dýrmætur tími fyrir okkur öll. Nú hefur þú kvatt okk- ur, alltof fljótt, en ég er viss um að þú sért komin á góðan stað. Minningin um þig lifir, Guð geymi þig elsku mamma mín. Horfið er nú sumarið og sólin, í sálu minni hefur gríma völd. Í æsku léttu ís og myrkur jólin; nú einn ég sit um vetrarkvöld. Eitt sinn verða allir menn að deyja. Eftir bjartan daginn kemur nótt. Ég harma það en samt ég verð að segja, að sumarið líður allt of fljótt. (Vilhjálmur Vilhjálmsson) Þinn sonur, Steindór. Mamma fæddist í lok síðari heimsstyrjaldarinnar í borginni Bytom sem þá var komin undir pólskan fána. Fyrstu ár ævinnar mótuðust af fátækt og veikind- um. Lífsbaráttan var hörð þar sem styrjöldin hafði leikið þenn- an heimshluta afar illa. Afi og bræður mömmu unnu allir í kola- námum myrkranna á milli. Móðir hennar ræktaði grænmeti og hélt svín og hænsni á litlum landskika sem fjölskyldan átti. Mamma fór strax að grunnnámi loknu að vinna, m.a. á leikskóla. 1965 bauðst henni vinna í eld- húsi St. Jósefsspítala í Hafnar- firði. Þrátt fyrir andmæli föður síns hélt hún á vit örlaganna. Í Hafnarfirði kynntist hún mörg- um stúlkum á svipuðu reki sem síðar áttu eftir að verða hennar bestu og traustustu vinkonur, þótt flestar þeirra flyttu aftur til sinna heimalanda. Eftir að hún flutti að Ási starf- aði hún alla tíð við hlið pabba í búskapnum. Af mikilli röggsemi byggðu þau upp jörðina. Fyrst var byggt yfir kýrnar, svo kind- urnar og að lokum rættist draumur hennar 1978 en þá flutti fjölskyldan í nýtt íbúðarhús. Mamma var mikil húsmóðir, alltaf var heimilið tandurhreint og oft mátti finna ilminn af ný- bökuðum kökum út á hlað. Í hvert sinn sem gesti bar að garði var pönnukökupannan dregin fram og á örskotsstund var hún búin að töfra fram heilt fjall af dýrindis pönnsum. Mamma hafði alltaf mjög gam- an af því að ferðast og naut þess einkar vel að heimsækja ættingja sína í Póllandi og ekki síður naut hún þess að heimsækja vinkon- urnar í Þýskalandi. Eftir að við börnin stækkuðum gat pabbi að- eins farið með henni í þessar ferðir. Hún var einnig virk í fé- lagsstarfi í Hrunamannahreppi. Til margra ára starfaði hún í kvenfélaginu og á seinni árum tók hún ásamt pabba virkan þátt í félagsstarfi aldraðra í hreppn- um. Síðustu árin voru mömmu erf- ið. Fyrir rúmum þremur árum greindist hún með heilabilun sem nú hefur lagt hana að velli. Við systkinin þökkum mömmu fyrir allt það sem hún gerði fyrir okkur og kveðjum hana með söknuð í hjarta. Helena, Guðrún og fjölskyldur. Er ég sá þig í síðasta sinn vissi ég að þú ættir ekki langt eftir hér hjá okkur. Það fyrsta sem ég fann fyrir var þegar tárin byrj- uðu að brjóta sér leið og mikill kökkur myndaðist í hálsinum á mér. Sú amma sem ég þekkti var farin og ég vissi að hún myndi aldrei koma aftur. Nú þegar þú hefur kvatt okkur hugsa ég um þær góðu stundir sem við áttum saman og það eru margar góðar minningarnar sem koma upp í hugann í hvert sinn sem ég hugsa til þín. Þegar ég fékk þær fréttir að þú værir farin var eins og ein- hverju beittu hefði verið stungið í gegnum hjarta mitt. Ég fann fyr- ir svo mikilli sorg, hafði ekki upp- lifað neitt slíkt áður. Þó fann ég fyrir vissum létti, ég vissi að þú varst farin á betri staðinn eftir að hafa barist í þrjú ár við þennan hrottalega sjúkdóm sem hafði tekið allt frá þér. En ég vil ekki muna þig eins og þú varst rétt áð- ur en þú fórst, ég vil muna þig eins og þú varst áður en þú veikt- ist þegar við vorum vanar að baka og elda saman. Í þá daga var það fyrsta sem ég gerði þegar ég kom upp í sveit til þín og afa að setja upp svuntuna og við skellt- um í pönnsur eða eitthvað annað ljúffengt. Ég man að þegar þú stóðst inni í eldhúsi að baka eða elda var ég alltaf á vappi í kring- um þig, var alltaf sama ráðskon- an sem þú hafðir svo gaman af. Þetta er nokkuð sem ég vil alltaf muna og ég veit að þú ert núna líklega byrjuð að baka brauð guðs og núna ertu ekki veik leng- ur. En það sem við áttum var sér- stakt og því mun ég aldrei gleyma og ég vil að þú vitir að ég elskaði þig afar mikið. Þín Helga María. Barbara María Suchanek Sigurður Sigurðsson, fyrrver- andi lögregluvarðstjóri, eða Siggi Sig., eins og flestir kölluðu hann sem til hans þekktu, er fallinn frá, eftir erfið veikindi. Mín fyrstu kynni af Sigga voru þegar ég sótti um héraðslögreglustarf hjá lögreglunni á Blönduósi árið 1982. Ég fór heim til Sigga og spurði hann hvort það kæmi til greina að ég fengi vinnu. Siggi hvatti mig til að sækja um, sem og ég gerði og hef starfað sem lögreglumaður hjá lögreglunni á Blönduósi síðan, fyrst sem hér- aðslögreglumaður en síðar sem fastur starfsmaður. Við Siggi urðum því vinnufélagar hátt í 20 ár og stóðum marga vaktina sam- an. Mér varð strax ljóst hversu mikið snyrtimenni Siggi var og bar heimili þeirra Sigga og Ásu þess vott, bæði á Garðveginum og svo á Hjallaveginum þar sem þau hafa átt heimili síðustu ár. Siggi var mikið ljúfmenni og nákvæmur í sínum störfum. Hann bað oft um álit samstarfs- manna sinna á ákvörðunum, sem hann þurfti að taka, og spurði þá gjarnan: „Hvað finnst þér?“ Þetta gerði hann, held ég, til að geta verið sáttur við sína ákvörð- un. Siggi gegndi trúnaðarstörf- Sigurður Sigurðsson ✝ Sigurður Sig-urðsson fædd- ist 1. ágúst 1932 í Reykjavík. Hann andaðist á Heil- brigðisstofnuninni á Hvammstanga 20. maí 2011. Útför Sigurðar fór fram frá Hvammstanga- kirkju 3. júní 2011. um fyrir lögregluna og var m.a. einn af stofnendum Lög- reglufélags Norður- lands vestra og gegndi trúnaðar- störfum fyrir það fé- lag. Þar kom ná- kvæmnin berlega í ljós hjá Sigga, allt vel fram sett og frá- gangur allur til fyr- irmyndar. Því mátti treysta, að það sem Sigga var fal- ið að gera gerði hann af mikilli nákvæmni og trúmennsku. Siggi og Ása voru dugleg að taka þátt í skemmtiferðum, sem farnar voru á vegum lögreglunn- ar á Blönduósi, bæði innanlands og erlendis, og eigum við hjónin góðar minningar frá þessum ferðum. Laxveiði var Sigga ofar- lega í huga. Gjarnan þegar við vorum á ferð um umdæmið okkar og nálguðumst einhverja ána að sumri til, t.d. Laxá á Ásum, Víði- dalsá eða Miðfjarðará, lifnaði hann allur við og brosið færðist um allt andlitið er hann tjáði mér að hann ætti veiðidaga í einhverri ánni tiltekinn dag. Honum þótti betra að það rigndi, er nær dró þeim degi er veiða skyldi í ánni, því þá væri meiri veiðivon. Ef lít- ið hafði rignt um sumarið og stutt var í veiðidag hjá honum var hann ekki ánægður og hafði oft á orði „hún rennur varla“, átti hann þá við að það væri mjög lítið vatnsrennsli í ánni. Um leið og ég kveð góðan dreng og fyrrverandi samstarfs- félaga votta ég Ásu, Gúnda, Halli og fjölskyldum þeirra innilega samúð. Hermann Ívarsson. Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dög- um fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar Legsteinar og fylgihlutir MOSAIK Hamarshöfða 4 110 Rvk sími 587 1960 www.mosaik.is • Mikið úrval • Yfir 40 ára reynsla • Sendum myndalista             

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.