Morgunblaðið - 08.06.2011, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 08.06.2011, Blaðsíða 27
DAGBÓK 27 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 2011 Sudoku Frumstig 5 4 2 7 7 2 5 9 1 4 7 1 6 1 4 6 5 8 2 1 8 9 8 4 6 6 1 9 2 9 6 5 1 3 4 2 1 7 9 2 5 7 2 3 5 3 6 7 7 5 9 4 3 6 5 8 6 7 4 8 7 4 5 9 2 3 7 3 6 9 2 6 3 4 5 7 2 5 8 6 1 4 3 9 9 1 4 3 2 7 8 5 6 6 3 8 5 4 9 1 7 2 2 6 9 7 5 8 3 1 4 1 8 3 4 9 6 5 2 7 4 5 7 2 1 3 6 9 8 5 7 2 6 3 4 9 8 1 8 9 6 1 7 5 2 4 3 3 4 1 9 8 2 7 6 5 5 6 3 8 9 4 1 7 2 7 9 4 1 5 2 6 8 3 2 8 1 3 6 7 4 9 5 1 4 8 7 3 5 2 6 9 6 2 7 4 8 9 5 3 1 3 5 9 6 2 1 8 4 7 9 3 2 5 4 6 7 1 8 4 1 5 9 7 8 3 2 6 8 7 6 2 1 3 9 5 4 3 5 6 7 9 1 2 4 8 7 1 8 4 3 2 5 6 9 4 2 9 8 6 5 3 7 1 5 4 7 9 2 8 1 3 6 9 6 2 1 5 3 4 8 7 1 8 3 6 7 4 9 5 2 6 3 1 5 8 9 7 2 4 8 9 5 2 4 7 6 1 3 2 7 4 3 1 6 8 9 5 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig töl- urnar 1-9 og aldrei má tví- taka neina tölu í röðinni. Í dag er miðvikudagur 8. júní, 159. dag- ur ársins 2011 Orð dagsins: Vaknið því, þér vitið eigi, hvaða dag Drottinn yðar kemur. (Matth. 24, 42.) Á Truman-forsetasafninu í Missouri rakst skoskur náms- maður að nafni David Collier, sem er að vinna að doktorsritgerð, ný- lega á greinargerð frá fundi Harrys Trumans Bandaríkjaforseta, og Winstons Churchills, forsætisráð- herra Bretlands, snemma í janúar árið 1952 þar sem Norður- Atlantshafsráðið, æðsta valdastofn- un Atlantshafsbandalagsins, er til umræðu. Dean Acheson, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, hefur orð- ið: „Samkvæmt núverandi kerfi fer formennska í ráðinu á árs fresti frá einu landi til annars, jafnvel til Ís- lands. Það þýðir að forusta samtak- anna gæti um árabil fallið í hendur manna, sem eru ekki mjög hæfir.“ Í frásögninni af fundinum í skjölum forsetans er síðan tekið fram að „forsætisráðherrann virtist frekar sleginn við tilhugsunina um að Ís- land gæti gegnt formennsku í ráðinu“. x x x Þegar þessi fundur var haldinnvar ekki ár síðan varnarsamn- ingur Bandaríkjamanna og Íslend- inga var undirritaður. Orðaskiptin sýna að ekki ríkti mikil tiltrú á burði íslenska ríkisins til að leggja eitt- hvað af mörkum í varnarstarfi NATÓ. Orðalagið „um árabil“ sýnir þó að Acheson hafði ekki aðeins áhyggjur af lítt tækum Íslendingum, heldur fleiri aðildarríkjum, hvað sem líður viðbrögðum Churchills. x x x Víkverji átti í janúar samtal viðkunningja sinn í Stokkhólmi og barst talið að veðri. Í Reykjavík var átta stiga hiti, en í Stokkhólmi 25 stiga frost. Víkverji verður að viður- kenna að hann hafði ekki sérlega mikla samúð með vini sínum í Stokk- hólmi. Í fyrradag átti Víkverji sam- tal við þennan sama vin sinn. Aftur barst talið að veðri. Enn var átta stiga hiti í Reykjavík. Í Stokkhólmi var hins vegar 25 stiga hiti. Á einum staðnum virtist sem sé einu gilda um árstíðir, en á hinum var sveiflan heilar 50 gráður á kvarða sænska stjörnufræðingsins Andersar Celsi- usar. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 hreyfa við, 4 ánægð, 7 næturgagns, 8 drykkjuskapur, 9 for, 11 lengdareining, 13 æpti, 14 erting, 15 greinilegur, 17 klæðleysi, 20 sár, 22 höfðings- skapur, 23 íslag, 24 ákæra, 25 mjúkan. Lóðrétt | 1 væta við rót, 2 hvutti, 3 sleif, 4 líf, 5 efla, 6 synji, 10 eyddur, 12 ónotaður, 13 kynstur, 15 ósannindi, 16 fiskinn, 18 vafinn, 19 eðalborin, 20 elska, 21 blettur. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 kandhæðin, 8 kúgar, 9 iðnað, 10 man, 11 parta, 13 gerir, 15 stefs, 18 óraga, 21 lús, 22 Langá, 23 ætlun, 24 drambláta. Lóðrétt: 2 angur, 3 dorma, 4 æfing, 5 innur, 6 skip, 7 ið- ur, 12 töf, 14 eir, 15 síld, 16 efnir, 17 sláum, 18 ósæll, 19 aflát, 20 anna. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Ofurhönd úr netheimum. Norður ♠983 ♥74 ♦9832 ♣9854 Vestur Austur ♠54 ♠72 ♥KDG1052 ♥986 ♦D5 ♦G1064 ♣DG6 ♣10732 Suður ♠ÁKDG106 ♥Á3 ♦ÁK9 ♣ÁK Suður spilar 6♠. Eyþór Hauksson spilar stundum á Bridgebase. Hann var hér í vestur. Suður vakti á alkröfu, Eyþór skaut inn 2♥ og sú sögn gekk óhreyfð til opnara. Ekki þarf mikla hjálp í slemmu, en suður sýndi ótrúlegan aga (eða svartsýni) og stökk í 3G. All- ir pass og 11 slagir. Eyþór skoðaði spilið á öðrum borð- um og yfirleitt hafði suður farið einn niður í slemmu. Ekki þó alls staðar. Á einu borðinu vann sagnhafi 6♠, reyndar með góðri hjálp vesturs. Út- spilið var ♥K. Sagnhafi drap, tók ♣Á-K, fór inn í borð á ♠9 og tromp- aði lauf. Tók annað tromp og ♦Á-K. Nú var sviðið sett fyrir langsótt inn- kast. Suður spilaði hjarta og beið ör- laga sinna. Vestur var fullfljótur á lyklaborðinu, því hann rauk upp með ♥D … 8. júní 1783 Skaftáreldar hófust með eld- gosi úr Lakagígum á Síðu- afrétti. Þetta er talið eitt mesta eldgos á Íslandi. Aldrei mun jafnmikið hraun hafa runnið í einu gosi. Í kjölfar eldanna (sem einnig eru nefndir Síðueldar) fylgdi harðindakafli, Móðuharðindi. Mannfellir af skorti var mikill og fjárfellir geysilegur. 8. júní 1949 Hópur þýskra kvenna kom til landsins með Esju. Alls munu á fjórða hundrað konur hafa komið þetta vor til starfa á sveitabæjum um land allt. 8. júní 1951 Íslenska ríkið keypti „öll vatnsréttindi í Þjórsá og þver- ám hennar milli fjalls og fjöru“, eins og það var orðað í Tímanum. Seljandi var Titan- félagið sem hafði eignast rétt- indin á árunum frá 1914 til 1924. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist … „Á afmælisdeginum mun ég fara út að borða með eiginmanni mínum í hádeginu og systir mín mun halda fjölskyldumatarboð um kvöld- ið,“ segir Sigþrúður Gunnarsdóttir bókmennta- fræðingur sem er fertug í dag. „Mér líður óskaplega vel á afmælisdeginum og finnst þetta algjörlega tímabært.“ Sigþrúður er útgáfustjóri barnabóka hjá Forlaginu og hefur gegnt því starfi í ellefu ár, fyrst hjá Máli og menningu, síðan hjá Eddu útgáfu og nú Forlaginu. „Það sem stendur upp úr er frábært samstarf við fullt af skemmtilegu fólki, höfunda, þýð- endur og samstarfsfólkið á Forlaginu.“ Sigþrúður segir ekki margt hafa breyst á þessum tíma en þó verði útgáfuheimurinn æ skipulagðari. „Það er orðið flóknara að markaðssetja og selja bækur og ekki lengur hægt að taka ákvarðanir á síðustu stundu.“ Sigþrúður segir að mjög margir hafi áhuga á að gefa út barna- bækur og að við Íslendingar séum rík af góðum barnabókahöf- undum. „Málið er að njóta hvers tíma í lífinu og hver tími hefur sinn sjarma,“ segir móðir þriggja dætra, ellefu, þrettán og sautján ára. mep@mbl.is Sigþrúður Gunnarsdóttir 40 ára í dag „Að njóta hvers tíma“ Nýirborgarar Reykjavík Álfheiður Við- arsdóttir og Jón Hákonar- son eignuðust dreng 6. maí kl. 15.17. Hann vó 3.535 g og var 51,5 cm langur. Flóðogfjara 8. júní Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólaruppr. Sólsetur Reykjavík 4.58 0,8 11.11 3,2 17.17 0,9 23.34 3,4 3.07 23.47 Ísafjörður 0.28 2,0 7.04 0,4 13.08 1,7 19.20 0,6 2.06 24.59 Siglufjörður 2.50 1,2 9.13 0,2 15.46 1,1 21.27 0,3 1.43 24.47 Djúpivogur 2.04 0,7 8.06 1,9 14.21 0,6 20.39 2,0 2.25 23.29 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Þú þarft að sýna mikla þolinmæði í samskiptum þínum við vini og kunningja í dag. Notaðu tækifærið til þess að sannfæra þá um ágæti þitt og skoðana þinna. (20. apríl - 20. maí)  Naut Nú verður ekki undan því vikist að ganga í málin þótt þau séu þér óljúf. Léttu á huga þínum og þá öðlastu þá ró sem þú þarfnast svo mjög. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Það getur verið notalegt að láta hugann reika og skapandi líka, ef þú hefur skriffæri við höndina. Eru ekki vikulokin ein- mitt rétti tíminn til þess? (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Það skiptir sköpum að þú getir séð menn og málefni í réttu ljósi en ekki eins og þú vildir að þau væru. Starf í klúbbi eða fé- lagasamtökum krefst athygli þinnar. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Stundum er eins og tækifærin bíði, en stundum er eins og fólk þurfi að hafa mikið fyrir hlutunum. Tímasetning skiptir sköpum. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Sóaðu ekki tíma þínum og þá ekki annarra. Taktu þó ekki allt sem sjálfsagðan hlut. Ykkur líkar hvoru við annað og það er bara upphafið. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Samskipti þín við einhvern náinn verða þér uppspretta gleði og nýrra upplýsinga. Skoðaðu hlutina en farðu ákaflega varlega í að velja þér eitthvað eitt. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Þér er óhætt að setja markið hátt ef þú gætir þess að ganga ekki fram af þér. Hvað sem þú gerir, ekki vera reiður. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Þú kemst ekki lengur hjá því að gera áætlanir fyrir framtíðina. Hver þarf á samræðum að halda ef hægt er að tjá sig með meira afgerandi hætti – gerðum sín- um? (22. des. - 19. janúar) Steingeit Það tekur tíma að breyta venju- legu verkefni í eitthvað einstakt. Temdu þér þá tillitssemi sem þú vilt að aðrir sýni þér. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Þú ert að velta því fyrir þér hvort þú eigir að sýna meiri hörku í viðkvæmu máli. Allt sem þú stingur upp á er gagnrýnt. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Vertu viðbúinn að þurfa að verja deg- inum til annars en þú ætlaðir. Ekki reyna að þröngva skoðunum þínum upp á aðra. Stjörnuspá 1. c4 e5 2. Rc3 Rf6 3. Rf3 Rc6 4. g3 d5 5. cxd5 Rxd5 6. Bg2 Rb6 7. 0-0 Be7 8. a3 0-0 9. b4 Be6 10. d3 a5 11. b5 Rd4 12. Bb2 f6 13. Rxd4 exd4 14. Rb1 Bd5 15. Rd2 c5 16. bxc6 Bxg2 17. Kxg2 bxc6 18. Db3+ Kh8 19. Hab1 He8 20. Hfc1 a4 21. Da2 c5 22. Ba1 Bf8 23. Rf3 Rd5 24. Hb7 Dd6 25. Hc2 g5 26. e4 dxe3 27. Rxg5 Kg8 28. Re4 De6 Staðan kom upp í atskákhluta Am- ber-mótsins sem lauk fyrir nokkru í Mónakó. Hollendingurinn Anish Giri (2.690) hafði hvítt gegn Sergey Kar- jakin (2.776) sem teflir nú undir fána Rússlands. 29. Hd7! Had8 30. Hxd5! Dxd5 31. Dxd5+ Hxd5 32. Rxf6+ Kf7 33. Rxd5 e2 34. Bc3 e1=D 35. Bxe1 Hxe1 36. Rc3 og svartur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is Hvítur á leik. Sigríður Ketilsdóttir og Helgi Sigurjónsson, Lindasíðu 45, Akur- eyri, eiga 65 ára brúðkaupsafmæli í dag, miðvikudaginn 8. júní. Þau giftu sig í Akureyrarkirkju og það var Friðrik Rafnar sem gaf þau saman. Brúðkaupsafmæli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.