Morgunblaðið - 08.06.2011, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 08.06.2011, Blaðsíða 28
28 DAGBÓK MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 2011 Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand UH... NEIBB... EINHVERN DAGINN FER HANN Í GEGNUM ÞAKIÐ KÆRA BÓKASAFN, ÉG ER BÚINN AÐ TÝNA BÓKINNI YKKAR ÉG FINN HANA HVERGI ÉG ÆTLA AÐ KOMA TIL YKKAR Á NÆSTU DÖGUM OG GEFA MIG FRAM GERIÐ ÞAÐ FYRIR MIG AÐ MEIÐA EKKI PABBA OG MÖMMU MIKIÐ ER ORÐIÐ KALT ÚTI! ÆTLI ÞAÐ SÉ EKKI KOMINN TÍMI TIL AÐ BÚA SIG UNDIR VETURINN KALLI, ÞAÐ ER KOMINN TÍMI Á EITTHVAÐ MIKLU STERKARA EN ÞETTA ROM ÉG FANN ÞETTA UNDIR DÝNUNNI ÞINNI! NÁÐI ÞÉR! JÁ, ÞÚ NÁÐIR MÉR! EN BIGSHOT OG SANDMAN NÁÐU AÐ SLEPPA! UHHHH... KREDITKORTAREIKNINGURINN ER VIRKILEGA HÁR ÞENNAN MÁNUÐINN HVAÐ KEYPTIRÐU FYRIR 25.000 KR. Í BYKO? HVAÐ GET ÉG SAGT, ÞAÐ ER DÝRT AÐ HALDA HÚSINU VIÐ HVERNIG FÓRSTU AÐ ÞVÍ AÐ EYÐA 40.000 KR. Í SPA ÞAÐ ER LÍKA DÝRT AÐ HALDA MÉR VIÐ KISUKRÚTT Stjórnin og vogunarsjóðir Nú hefur verið upp- lýst samkvæmt skýrslu fjármálaráðu- neytis sem Ólafur Arnarson hagfræð- ingur hefur fjallað um í fjölmiðlum að ríkisstjórnin með hinn skarpa sveita- mann Steingrím Sig- fússon fjármálaráð- herra innanborðs ákvað að ráðstafa háum fjárupphæðum til vogunarsjóða í stað þess að verja þessum upphæðum til aðstoðar heimilum sem eru að kikna undan skuldum vegna stökkbreyttra lána sem þau hafa tekið. Þarna er ríkis- stjórninni og Vinstri-grænum rétt lýst, en eins og alkunna er gefa Vinstri-grænir sig út fyrir að vera sérstakir vinir alþýðunnar og smæl- ingjanna. Eitt af þeim gull- kornum sem hrotið hafa af vörum fjár- málaráðherra er að það hafi ekki orðið eignabruni hjá venju- legu fólki. Á hvaða plánetu er fjár- málaráðherra, er hann alveg veruleikafirrtur? Ég er ekki einn um þá skoðun að þessi ríkisstjórn sé andsnú- in þjóðinni í þessu landi, það kemur fram í öllum hennar gerð- um og ákvörðunum. Vilji hjá ríkisstjórn- inni til að vinna þjóð sinni gagn með góðri og skynsamlegri stefnumörk- un og ákvörðunum er nákvæmlega enginn. Sigurður Guðjón Haraldsson. Ást er… … að ýta honum mjúklega í rétta átt. Til hamingju með afmælið Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Árskógar 4 | Handavinna, smíði og út- skurður kl. 9, heilsugæsla kl. 10. Opinn púttvöllur. Bólstaðarhlíð 43 | Þingvallaferð á morgun kl. 13, veitingar í Básnum Ölf- usi. Heimkoma kl. 17.30. Uppl. í s. 535- 2760. Dalbraut 27 | Handavinna kl. 8-16. Eftirlaunadeild símamanna | Sum- arferð á Norðurland verður 13.-17. ágúst. Sprengisandur, Mývatnssveit, Stöng, Dettifoss, Hljóðaklettar, Ásbyrgi, Akureyri o.fl. Uppl. gefur Ragnhildur í síma 551-1137 eða 898-4437. Félagsheimilið Boðinn | Stólaleikfimi kl. 10.30. Félagsheimilið Gjábakki | Handa- vinnustofan opin, bossía kl. 10.30, vist kl. 13. Viðtalstími FEBK kl. 15-16. Félagsstarf Gerðubergi | Vinnustofur opnar, m.a. tréútskurður og handavinna. Spilasalur opinn e/hádegi. Miðvikud. 15. júní er ferðalag, „ævintýralandið“, lagt af stað frá Gerðubergi kl. 10, heimkoma um kl. 18. Umsj. Jóhann Davíðsson, skráning á staðnum og í síma 575-7720. Háteigskirkja | Rabb kl. 10, fyrirbæna- guðsþjónusta kl. 11, brids kl. 13, kaffi. Hraunbær 105 | Handavinna kl. 9. Fótafræðingur er á staðnum, sími 698- 4938, hárgreiðslust. er opin, sími 894- 6856. Hraunsel | Pútt kl. 10, boltaleikfimi í Haukahúsi Ásvöllum kl. 12, tréskurður í gamla Lækjarskóla kl. 13, bingó kl. 13.30, vatnsleikfimi í Ásvallal. kl. 14.40. Hæðargarður 31 | Við hringborðið kl. 8.50, listasmiðja kl. 9, félagsvist alla mánudaga, bíó alla föstudaga og bóka- bíllinn, Bónus á þriðjudögum. Matur og kaffi alla virka daga. Hárgreiðslustofa og fótaaðgerðir. Uppl. í síma 411-2790. Norðurbrún 1 | Félagsvist kl. 14. Sölu- og handverkssýning 9. og 10. júní kl. 14- 18. Veitingar og harmonikkuleikur. Skemmtifélag eldriborgara | Ferð í Borgarfjörð miðvikudaginn 8. júní nk. Farið verður frá Aflagranda kl. 8.30, Vesturgötu kl. 8.35, Lækjartorgi kl. 8.40, Mjódd kl. 8.50, Hraunbæ kl. 9.00. Nánari uppl. í síma 775-1340. Vesturgata 7 | Sund, spænska kl. 10, myndmennt og tréskurður kl. 13, versl- unarferð í Bónus kl. 12.10. Áafmælisdegi Sigrúnar Har-aldsdóttir kepptust hagyrð- ingar um að yrkja til hennar eins og nærri má geta. Fyrstur var Friðrik Steingrímsson: Af ellimerkjum undirlögð allskyns þreyta og lúi, nú er gömul Sigrún sögð, sem ég alveg trúi. Hallmundur Kristinsson bætti við: Við Ellina dugar illa að þrátta. Alltaf gefst henni byr. Finnst þér þú vera fimmtíu og átta? Fyrirgefðu að ég spyr. Sigrún var ekki sein til svars: Þótt gisni bein og guggni hné og gráni litur hára, þá finnst mér innra sem ég sé svona nítján ára. Jón Arnljótsson lagði orð í belg: Vel þú kannt á kveðskapinn, kætir víf og drengi. Nítján ára andi þinn endast megi lengi. Þá Gylfi Þorkelsson: Fimmta júní fagna skal, fær nú kveðjur mínar lítil stelpa, frá Litla-Dal, með ljóðaperlur sínar. Og Helgi Zimsen hitti naglann á höfuðið er hann orti til Sigrúnar: Alveg laus við sorg og sút Sigrún heldur velli. Eflaust mun hún kveða í kút kerlinguna Elli. Sigrún svaraði: Kerlingu, ég klumsa ei dyl kynnast ekki nenni, upp á gátt ég aldrei vil opna fyrir henni. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Af Sigrúnu og afmæli - nýr auglýsingamiðill  569-1100finnur@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.