Morgunblaðið - 08.06.2011, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 08.06.2011, Blaðsíða 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 2011 Fersteinn heldur tónleika á Café Flóru í Grasa- garðinum í Laugardal í dag kl. 20:30. Aðgang- ur er ókeypis. Fersteinn er kvartett skipaður þeim Báru Sig- urjónsdóttur, Guðmundi Steini Gunnarssyni, Lárusi H. Grímssyni og Páli Ivan Pálssyni. Fersteinn leikur verk eftir Guðmund Stein Gunnarsson. Tilefni tónleikanna er útgáfa geislaplötunnar Horpma. Tónlist Fersteinn í Grasagarði Guðmundur Steinn Gunnarsson Í gær hófst í Vín- arborg alþjóðlegt tónskáldaþing, International Rostrum of Composers eða IRC. Á tónskálda- þinginu verða kynnt þrjú íslensk tónverk sem RÚV tilnefndi; Mardi- posa eftir Guð- mund Stein Gunnarsson, Bow to String eftir Daníel Bjarnason og Febrúardagur eftir Hafdísi Bjarna- dóttur. Tónskáldaþingið stendur til 10. júní. Tónlist Íslensk tón- verk í Vín Hafdís Bjarnadóttir Norski rithöfundurinn Beate Grimsrud verður gestur á höf- undakvöldi í Norræna húsinu ann- að kvöld kl. 20:00. Kynnir er Tiril Myklebost, sendikennari í norsku við Háskóla Íslands. Beate Grims- rud var tilnefnd til Bókmennta- verðlauna Norðurlandaráðs 2011 fyrir skáldsöguna En dåre fri. Beate fæddist 1963 í Bærum í Noregi en fluttist ung að aldri til Svíþjóðar og býr í Stokkhólmi. Hún var tilnefnd til Bókmenntaverð- launanna nú af Svíum og Norð- mönnum fyrir En dåre fri, en bókin er skrifuð á norsku og sænsku. Bókin er sjálfsævisöguleg og fjallar m.a. um geðhvarfasýki, lesblindu og eiturlyfjafíkn höfundar. Það hef- ur ekki gerst áður að tvær þjóðir tilnefni sama rithöfund. Beate kem- ur hingað í boði norska sendiráðs- ins og sænska sendiráðsins. Fyrsta skáldsaga hennar var Continental heaven en áður hafði hún gefið út smásagnasafn. Alls hefur hún gefið út níu bækur, þar af þrjár barnabækur, skrifað leikrit og kvikmyndahandrit. Hún var til- nefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs fyrir bókina Å smyge forbi árið 2000. Gestur Norsk-sænski rithöfund- urinn Beate Grimsrud. Höfunda- kvöld með Beate  Beate Grimsrud gest- ur í Norræna húsinu Ljósmyndasafn Reykjavíkur og Há- skóla Íslands bjóða upp á gönguferð um Grjótaþorpið og gamla Vest- urbæinn með Helga Þorlákssyni sagnfræðingi. Þar verður saga tón- listar, hljómlistarmanna, söngvara, kóra og tónskálda rakin. Gengið verður um Grjótaþorp og áfram um Vesturbæinn og stað- næmst við heimili frumkvöðla á um- ræddu sviði, skoðaðar ljósmyndir sem tengjast þessari sögu, hlýtt á tónlist og lagið tekið. Gangan tekur um hálfan annan tíma en lagt verður af stað klukkan 20:00 frá Ljós- myndasafni Reykjavíkur í Gróf- arhúsi, Tryggvagötu 15. Helgi Þorláksson kennir sagn- fræði við Háskóla Íslands og hefur fjallað töluvert um sögu Reykjavík- ur í kennslu sinni. Hann ólst upp vestast í Vesturbænum og hefur áð- ur veitt hópum leiðsögn um sögu hans, m.a. í samvinnu við Ljós- myndasafn Reykjavíkur og haft það- an myndir meðferðis. Ljósmyndasafn Reykjavíkur/Magnús Ólafsson Frumherjar Hljómsveit Oscars Johansens í Bárunni, sennilega 1912. Gengið um tónlistarslóðir  Tónlistarsagan rakin í Grjóta- þorpinu og gamla Vesturbænum Díana Rós A. Rivera diana@mbl.is Myndlistarhátíðin Æringur verður haldin í annað skiptið í sumar, að þessu sinni í Bolungarvík. Þátttak- endur eru átján, flestir íslenskir auk nokkurra erlendra listamanna. Skipuleggjendur hátíðarinnar eru myndlistakonurnar Kolbrún Ýr Einarsdóttir og Þorgerður Ólafs- dóttir. „Þorgerður hafði áhuga á að halda farandhátíð fyrir lista- menn, við bara fórum af stað og þetta er útkoman,“ segir Kolbrún Ýr. Listahátíðin fer fram á lands- byggðinni ár hvert í óháðum rým- um á nýjum stað hverju sinni. Að sögn Kolbrúnar Ýrar koma allir listamennirnir á staðinn og vinna í viku til tíu daga fyrir opnun svo verkin á sýningunni tengist öll bænum á einhvern hátt. Að vinnu- tímanum loknum er sett upp sýn- ing í bænum sem stendur í mánuð. Kolbrún Ýr segir hátíðinni hafa verið vel tekið í fyrrasumar og hún sé meiri um sig í ár. „Í fyrra var þetta hrárra, ungir listamenn sem sáu um allt sjálfir. Núna stofn- uðum við félag um hátíðina og fólk sótti um. Við höfum mjög góðan grunn til að halda hátíðina í ár.“ Sýningin Æringur verður opnuð laugardaginn 2. júlí. Heimasíða há- tíðarinnar er www. aeringur.word- press.com. Umhverfið nýtt til listsköpunar á Æringi Morgunblaðið/Eggert Æringjar Listakonurnar Kolbrún Ýr Einarsdóttir og Þorgerður Ólafsdóttir  Farandhátíð fyrir listamenn haldin í Bolungarvík ...örlátur á fjölda- morðssenur í teikni- myndastíl og erótískum sen- um31 » 568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.is NEI RÁÐHERRA! – HHHH IB, Mbl NEI, RÁÐHERRA! (Stóra sviðið) Fös 10/6 kl. 20:00 Lau 11/6 kl. 20:00 Tveggja tíma hláturskast...með hléi. Síðustu sýningar þessa leikárs Húsmóðirin (Nýja sviðið) Mið 8/6 kl. 20:00 Lau 11/6 kl. 20:00 Mið 22/6 kl. 20:00 aukasýn Fös 10/6 kl. 20:00 Mið 15/6 kl. 20:00 Fim 23/6 kl. 20:00 aukasýn Sýningum lýkur í júní. Ósóttar pantanir seldar daglega Faust (Stóra svið) Fim 9/6 kl. 20:00 lokasýn Allra síðustu sýningar Klúbburinn (Litla sviðið) Mið 8/6 kl. 20:00 5.k Á Listahátíð - Leikhús, dans og tónlist renna saman í eina órjúfanlega heild Helstu bókmenntaverðlaun Ástralíu eru kennd við rithöfundinn Miles Franklin, sem var kona, Stella Maria Sarah Miles Franklin, og skrifaði sínar helstu bækur í upp- hafi tuttugustu aldarinnar. Hún veitti mikið fé til stuðnings ástr- ölskum rithöfundum og lagði svo fyrir í erfðaskrá sinni að árlega yrðu veitt áströlsk bókmenntaverð- laun sem bera myndu nafn hennar. Hún lést 1954 og fyrstu Miles Franklin-verðlaunin hlaut Patrick White fyrir bókina Voss 1957. Þó verðlaunin séu þannig sprottin af dánargjöf kvenrithöfundar hafa konur hreppt fæst Miles Franklin- verðlaunanna; í þau fimmtíu skipti sem verðlaunin hafa verið veitt hafa konur aðeins hlotið þau þrettán sinnum og síðasta áratuginn hafa bækur kvenna aðeins verið verð- launaðar tvívegis og eftir því var tekið að á stuttlista undanfarinna þriggja ára hefur engin bók verið eftir konu. Við svo búið má ekki standa að mati margra ástralskra kvenrithöf- unda og þær hafa bundist samtök- um um að koma á fót kvennabók- menntaverðlaunum áþekkum þeim sem kallast Orange-verðlaunin í Bretlandi, en sambærileg verðlaun kallast Fjöruverðlaunin hér á landi. Í undirbúningsnefnd verðlaunanna eru meðal annarra rithöfundurinn og útgefandinn Sophie Cunning- ham, gagnrýnandinn Kerryn Golds- worthy, sem setið hefur í dómnefnd Miles Franklin-verðlaunanna, og rithöfundurinn Kirsten Tranter, sem komist hefur á langlista verð- launanna. Ekki er ljóst hvenær fyrstu kvennaverðlaunin verða veitt, en stefnt að því að það verði 2012, ef allt gengur eftir. Yfirlýst markmið verðlaunanna er að auka lestur bóka eftir konur og einnig umfjöllun um þær bækur. Þess má geta að niðurstaða dóm- nefndar Miles Franklin-verðlaun- anna 2011 verður kynnt 22. júní næstkomandi og þá kemur í ljós hver karlanna Chris Womersley (Bereft), Kims Scott (That Dead- mace Dance) eða Rogers McDonald (When Colts Ran) fær verðlaunin. arnim@mbl.is Ný bókmennta- verðlaun kvenna Hugsjónakonur Rithöfundurinn Stella Maria Sarah Miles Franklin og fem- ínistinn og súffragettan Vida Jane Mary Goldstein.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.