Morgunblaðið - 08.06.2011, Síða 31

Morgunblaðið - 08.06.2011, Síða 31
MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 2011 Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Nokkrir aðalleikarar Reykjavík Whale Watching Massacre (RWWM) eru japanskir. Nae er þeirra frægust en hún nýtur mik- illa vinsælda í heimalandi sínu og frumsýning myndarinnar fékk mikla athygli í Tókýó um helgina vegna hennar. Eftir að hafa skoðað fjölda við- tala japanskra fjölmiðla við Nae þar sem fjallað er, að því er Google-translate segir mér, lofsam- lega um Ísland þá veltir maður fyr- ir sér hvort þeir sem starfa að landkynningu eigi ekki bara að setja allt sitt fé í íslenska kvik- myndagerð? Að sögn Ingvars Þórðarsonar og Júlíusar Kemp sem fylgja myndinni eftir úti í Japan hafa viðtökurnar verið mjög góðar. „Japanarnir skilja húmorinn í myndinni, hún steinliggur hérna,“ segir Ingvar í samtali við Morgunblaðið, en hann er einn framleiðenda myndarinnar. Myndin sem fékk misjafna dóma hér á Íslandi og litla aðsókn virðist eiga auðveldara með að eignast aðdáendur þegar út er komið. Gagnrýni í Japan Í Japan er sterkur kúltúr fyrir hryllingsmyndum og er gagnrýni þegar farin að birtast í blöðunum. Í Nifty Movie segir að RWWM sé besta hryllingsmyndin sem enn er komin á árinu. „Þessi mynd mun öðlast sess í kvikmyndasögunni, enda um ekta költ mynd að ræða.“ Í Enterjam segir að flestar hryll- ingsmyndir falla í tvo flokka, þær sem fá áhorfendur til að öskra af ótta og ógeði og svo þær sem fá áhorfendur til að hlæja. Þessi mynd falli í seinni flokkinn. Þar segir líka; „Leikstjórinn Júlíus Kemp er örlátur á fjöldamorðs- senur í teiknimyndastíl og erótísk- um senum.“ Gleði Júlíus, Nae og Ingvar í góðu glensi í heimalandi leikkonunnar. Japanir fíla hvala- morðin í ræmur  Reykjavík Whale Watching Massacre á flugi í Japan X-men er afskaplega velgerð Hollywood-mynd,með engar langanir til aðvera eitthvað annað en dýr ævintýramynd með fínu formúluhandriti og flottum og dýr- um brellum. Það er afbragð að vita hvað maður er að kaupa. Ég er eng- inn aðdáandi svona mynda, en þessi er bara fín og nákvæmlega eins og hún gefur sig út fyrir að vera. Formúlu-handritsgerðin er klassísk. Öllum reglum Campbells og Vog- lers er fylgt við framþróun atburða- rásar og undirbyggingu karaktera. Ekkert kemur á óvart, þetta er frumframleiðsla og sýning sem maður á að sjá á tjaldi, því í sjón- varpi gæti hún dottið óþægilega ná- lægt hverri annari fjöldaframleiðslu frá Hollywood. Miklir peningar eru settir í myndina og maður fær flug- eldasýningu. Þessi mynd byrjar í útrýmingarbúðum nasista og ég þurfti að taka miðann úr vasanum til að athuga hvort ég væri ekki í réttum bíósal en svo kom töfra- raunsæið inní útrýmingarbúðirnar og ég róaðist. Það er verið að fjalla um upphaf þeirra ofurmanna sem X-menn eru. X-menn-myndirnar eru byggðar á teiknimyndasögum og hafa þættir og bíómyndir verið gerðar um hetjurnar. X-menn eru manneskjur sem eru með stökk- breytta ofureiginleika og sumir þeirra flokka sig ekki lengur sem menn. Þessi mynd fjallar um upp- runa þeirra. En aðal-andstæður þessara sagna eru Prófessor X og Magneto en í þessari mynd eru þeir vinir og berjast gegn sameig- inlegum óvini, Sebastian Shaw, sem safnar til liðs við sig fjölda stökk- breyttra ofurhetja í heiminum og vill koma á stríði. Gegn honum berj- ast prófessor X og Magneto en hvor á sínum forsendum því Magneto er eiginlega sammála skoðunum Shaws en á óuppgerðar sakir við hann. Raunverulegir atburðir í mannkyns- sögunni, eins og fyrirlitlegar læknis- rannsóknir nasista og Kúbudeilan milli Sovétríkjanna og Bandaríkj- anna, eru notaðir sem bakgrunnur sögunnar. Það er lítið sem ekkert spilað á húmor í myndinni og ákveð- ið ástríðuleysi hrjáir hana, þannig að á stundum er hún við það að verða að leiðindum fyrir mann sem hefur séð margar formúlumyndir, en milljón dollara brellur og litasýn- ingin heldur henni innan réttra marka. Michael Fassbinder sem hefur átt misheppnaða aðkomu að verkum einsog Centurion en einnig sýnt glæsilega frammistöðu í mynd- um eins og Fish Tank og Inglorious Basterds, kemst vel frá hlutverki sínu sem Magneto, rétt eins og James McAvoy sem kemst skamm- arlaust frá sínu hlutverki án þess að gera neinar rósir, en hann hefur svosem aldrei gert þær. Kevin Ba- con leikur illmennið og þótt fram- burður hans á þýsku sé ekki sann- færandi er annað í leik hans fínt. Vinavígi Charles Xavier (James McAvoy) og Magneto (Fassbinder). Flottir X-gaurar X-Men: First Class Leikstjóri: Matthew Vaughn. Leikarar: James McAvoy, Michael Fassbinder, Rose Byrne og Kevin Bacon. BÖRKUR GUNNARSSON KVIKMYNDIR Kvikmyndin Human Centipede sem kom út í fyrra var svakaleg hrollvekja. Framhald myndarinnar, Human Centipede II, hefur verið hafnað af the British Board of Film Classification, sem sér um að ákveða aldurs- takmörk fyrir bíómyndir. Félagið hefur ákveðið að hafna alveg umræddri mynd þar sem hún er talin vera of ofbeldisfull, klámfengin og ruddaleg. Þetta þýðir að ekki verði einu sinni hægt að nálgast myndina á DVD. Tom Six leikstjóri myndanna er ekki par sáttur við þessa ákvörðun BBFC og svaraði henni með harðorðu bréfi. Í bréfinu notar hann F-orðið og talar um að myndin sé ekki raunveruleg heldur sé hún list. Myndin fjallar í stuttu máli um mann sem örvast kynferðislega við að horfa á fyrri myndina, Human Centipede. Hryllingi í Human Centipede II hafnað Geðveikur Læknirinn óhugnanlegi sem vildi búa til mennska margfætlu í fyrri myndinni. Skannaðu kóðann til að sjá brot úr myndinni FRÁBÆR ÞRÍVÍDD MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ BORGARBÍÓ 5% NÁNAR Á MIÐI.IS NÁNAR Á MIÐI.IS NÁNAR Á MIÐI.IS GLERAUGU SELD SÉR “BESTA ‘PIRATES’ MYNDIN” - M.P FOX TV P.H. BOXOFFICE MAGAZINE NÁNARI UPPLÝSINGAR OG MIÐASALA Á BRIDESMAIDS KL. 5.40 - 8 - 10.20 12 X-MEN: FIRST CLASS KL. 5.40 - 8 - 10.30 12 LOKAÐ STÓRKOSTLEG ÞRÍVÍDDARÆVINTÝRAMYND UPPLIFÐU STUNDINA SEM Á EFTIR AÐ BREYTA HEIMINUM! BRIDESMAIDS KL. 5.20 - 8 - 10.40 12 BRIDESMAIDS Í LÚXUS KL. 5.20 - 8 - 10.40 12 X-MEN: FIRST CLASS KL. 5.15 - 8 - 10.45 12 KUNG FU PANDA 2 ÍSLENSKT TAL 3D KL. 3.40 - 5.50 L KUNG FU PANDA 2 ENSKT TAL 3D KL. 8 L PIRATES 4 3D KL. 5 - 8 - 10 10 FRÁ HÖFUNDUNUM SEM FÆRÐU OKKUR BOX OFFICE MAGAZINE 90/100 VARIETY 90/100 THE HOLLYWOOD REPORTER JACK BLACK, ANGELINA JOLIE, DUSTIN HOFFMAN, JACKIE CHAN, SETH ROGEN, LUCY LIU, JEAN-CLAUDE VAN DAMME OG GARY OLDMAN 6. - 8. JÚNÍ EIN SKEMMTILEGASTA OG FLOTTASTA GAMANMYND SUMARSINS! LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar Þú færð 5% endurgreitt í Laugarásbíó ef þú greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónum BRIDESMAIDS Sýnd kl. 4, 6:30 og 9 X-MEN: FIRST CLASS Sýnd kl. 7 og 10:10 KUNG FU PANDA 2 3D ÍSL TAL Sýnd kl. 4 og 6 KUNG FU P 2 3D ENSK TAL (ÓTEXTUÐ) Sýnd kl. 4 PAUL Sýnd kl. 8 FAST & FURIOUS 5 Sýnd kl. 10 FRÁ ÞEIM SÖMU OG FÆRÐU OKKUR „Djarfasta og best skrifaða X-Men-myndin til þessa.” -T.V., Kvikmyndir.is/Séð & Heyrt „Þetta er sannarlega fyrsta flokks ofurhetjumynd!“ -Þ.Þ., Fréttatíminn ÞRÍVÍDD EINS OG HÚN GERIST BEST - BOX OFFICE MAGAZINE SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI  “Besta gamanmyndin sem ég hef hingað til séð á árinu... Fyndin, trúverðug og vandræðaleg á besta hátt. Strákar munu fíla hana, konur munu elska hana!” T.V. - Kvikmyndir.is/Séð & Heyrt „BETRI EN THE HANGOVER” cosmopolitan FRÁ ÞEIM SÖMU OG FÆRÐU OKKUR SUPERBAD, KNOCKED UP, OG THE 40-YEAR-OLD VIRGIN -bara lúxus sími 553 2075 Miðasala og nánari upplýsingar www.laugarasbio.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.