Morgunblaðið - 08.06.2011, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 08.06.2011, Blaðsíða 32
Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Danski fatahönnuðurinn Henrik Vibskov hlýtur stærstu hönnunarverðlaun í heimi, sænsku Torsten och Wanja Söderberg- verðlaunin, í ár. Verðlaunaupphæðin nem- ur 18,5 milljónum íslenskra króna, eða einni milljón sænskra króna. Þess má geta að Steinunn Sigurðardóttir hlaut þessi verðlaun árið 2008, fyrst fatahönnuða. Verk hans verða sýnd í Röhsska-safninu í Gautaborg frá 5. nóvember 2011 til febrúarloka 2012. Verðlaunin verða hins veg- ar formlega afhent 4. nóvember. „Fatahönnun hans virkar vel fyrir krefjandi hóp við- skiptavina úr hópi unga fólks- ins,“ sagði meðal annars í til- kynningu dómnefndarinnar, sem leggur líka áherslu á framúrstefnu og fjölhæfi hönnuðarins en tískusýningar hans eru mjög listrænar. Vibskov hefur ennfremur staðfest þátttöku sína í Nor- ræna tískutvíæringnum (Nordic Fashion Biennale), sem haldinn verður í Seattle í haust. Vibskov útskrifaðist úr hin- um virta listaháskóla Central Saint Martins í London árið 2001. „Hann er þekktur fyrir listræna framsetningu á hönn- un sinni og hefur tekið þátt í fjölbreyttum viðburðum s.s. hinni íslensku LungA-listahátíð á Seyð- isfirði. Vibskov hannar bæði fyrir kon- ur og menn og eru vörur hans seldar í völdum búðum víðsvegar um heiminn. Nýverið opnaði hann sína eigin verslun í hjarta Soho, New York, en hann rekur einnig eigin verslun í Kaupmannahöfn. Vibskov er einnig trommari hjá Trente- møller og hefur túrað um heiminn með honum,“ segir í tilkynningu frá Norræna húsinu um tískutvíæringinn. Hönnun Vibskov einkennist af hug- myndaflugi og litagleði eins og meðfylgj- andi myndir sanna, en þær eru frá síðustu þremur sýningum hans á tískuvikunni í Kaupmannahöfn. Peysa Vibskov er þekktur fyrir skraut- legar og síðar peysur. Leggings Þessar buxur eru frekar fyrir listaspírur en skrifstofumenn. Copenhagen Fashion Week® Hönnuður- inn sjálfur Vibskov hef- ur margoft heimsótt Ís- land. Samstætt Dásamlegt fyrir döm- urnar úr næstu vetrarlínu. Doppur Allt er vænt sem vel er doppótt. Skraut Þessar sokka- buxur setja skemmtilegan svip notaðar við svartan fatnað. Sumar Ekki dæmigerður en samt mjög skemmtilegur og eflaust þægilegur sumarfatnaður. Vetur Þægilegar prjónabuxur úr næstu vetrarlínu Vibskov. Fjölhæfur og framúrstefnulegur Óhefðbundið Engin venjuleg jakkaföt. 32 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 2011

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.