Morgunblaðið - 08.06.2011, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 08.06.2011, Blaðsíða 36
MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 159. DAGUR ÁRSINS 2011 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 1. Súkkulaði frá Jóa Fel innkallað 2. Rhodri sendir son sinn í DNA 3. Vel smurt á tölvuleiki, myndavélar 4. Eldstöðin í Grímsvötnum eftir gos »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Hljómsveitin Útidúr leggur land undir fót núna í júní, en leiðin liggur til Þýskalands þar sem sveitin mun fara í lítið tónleikaferðalag um landið. Eru þetta samtals fernir tónleikar og hefst ferðalagið 22. júní í München. Útidúr í tónleikaferð til Þýskalands  Rapparinn Emmsjé Gauti fagnar sinni fyrstu plötu, BARA ÉG, með útgáfutónleikum í Þjóðleik- húskjallaranum á morgun. Með- al þeirra sem fram koma má nefna BlazRoca, Frið- rik Dór, Berndsen, Intr0beats og fleiri. Húsið verður opnað klukkan 21:30 og kostar 1.000 krónur inn. Drykkur fylgir fyrstu hundrað mið- unum. Emmsjé Gauti gefur út sína fyrstu plötu  Haukur Viðar Alfreðsson, söngvari og gítarleikari eðalsveitarinnar Morð- ingjarnir, hefur nýlokið við að skrifa sína fyrstu bók. Hann birtir tilkynn- ingu þessa efnis á Fésbókarsíðu sinni. Fer hún í prentun í dag og verður gefin út skömmu síðar. Efni bókarinnar er þó enn sem komið er á huldu. Haukur Morðingi gefur út bók! Á fimmtudag Norðaustan 8-15 m/s og víða rigning, einkum norðan- og austantil, en snjókoma til fjalla. Hiti 2 til 8 stig. Á föstudag Norðaustlæg átt 5-10 m/s. Rigning með köflum. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðaustan 5-13 m/s, en hvassara síð- degis. Skýjað með köflum og stöku skúrir eða él, einkum norð- austantil. Hiti 2-8 stig nyrðra og eystra, en 5-12 stig syðra. VEÐUR „Við erum í ákveðnum erf- iðleikum því að báðir miðju- mennirnir okkar eru meiddir. Snorri vaknaði mjög slæmur í bakinu og við vitum ekki hvort hann getur spilað, en Aron hefur ekkert getað tek- ið þátt í æfingum og er far- inn til Íslands. Þetta gerir okkur mjög erfitt fyrir,“ sagði Guðmundur Guð- mundsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, en Ísland mætir Lettlandi í kvöld. »1 Erum í ákveðnum erfiðleikum Þórir Ólafsson, landsliðsmaður í handknattleik, segist spenntur fyrir því að ganga til liðs við pólska liðið Kielce en hann skrifaði í gær undir tveggja ára samning við félagið. Þórir hefur spilað með Lübb- ecke í Þýska- landi síðustu sex árin við góðan orðstír. »1 Þórir spenntur fyrir því að spila með Kielce KR-ingar fögnuðu langþráðum sigri gegn FH-ingum á heimavelli þegar liðin áttust við í stórleik 7. umferðar Pepsi-deildar karla í knattspyrnu í gærkvöld. Þórsarar höfðu betur gegn Eyjamönnum fyrir norðan og á Kópavogsvelli skildu Breiðablik og Fram jöfn og Framarar hafa því enn ekki unnið leik í deildinni í sumar. »2-4 Langþráður sigur KR- inga gegn FH-ingum ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Þeir taka á því kastararnir á æf- ingavellinum í Laugardal enda mik- ið í húfi, sjálft Norðurlandameist- aramótið í frjálsíþróttum 35 ára og eldri, sem verður í Finnlandi að þessu sinni og hefst í lok mánaðar- ins. Gert er ráð fyrir að 10-12 kepp- endur fari héðan á NM. Kastararnir taka keppnina alvarlega, æfðu inni í vetur en mæta nú með áhöld sín í Laugardalinn klukkan eitt að minnsta kosti alla virka daga. Þar æfa þeir sleggjukast, kúluvarp, kringlukast, lóðakast og spjótkast. Þeir lærðu handtökin á unga aldri, sneru sér síðan að öðru eins og fjöl- skyldu og vinnu og tóku svo upp þráðinn á ný áratugum síðar. Á sex gull að verja „Ég var hættur að vinna og hafði ekkert betra að gera,“ segir aldurs- forsetinn Sigurður Haraldsson, sem er 82 ára og var einn af stofn- endum Leiknis á Fáskrúðsfirði fyrir um 70 árum, en æfingar hans lágu niðri í um 40 ár. „Þetta er mitt félag og ég hef keppt fyrir það alla tíð,“ heldur þessi elsti keppandi Leiknis áfram. „Ég á líka nóg af gulli,“ bætir hann við, en fyrir tveimur árum varð hann heimsmeistari í lóðakasti auk þess sem hann á sex gull að verja frá síðasta Norðurlandameist- aramóti. Á mótinu þar á undan vann hann til fernra gull- verðlauna. ÍR-ingurinn Jón Magnússon er reyndastur kastaranna, hefur keppt á þessum vett- vangi í 45 ár og fagnað sigri á mörgum Íslandsmótum, tekið þátt í 13 Evrópu- meistaramótum, 13 Norðurlandameist- aramótum og þremur heimsmeistaramótum. „Bestu grein- ar mínar eru sleggjukast og lóða- kast,“ segir hann en Jón keppir í 75- 79 ára flokki. Sigurður Jónsson, fótboltakappi úr Val, keppir í 60-64 ára flokki fyrir HSH og var yngstur á æfingunni í gær. Hann keppti fyrst í spjótkasti 13 ára og 17 ára setti hann héraðs- met. Hann er að fara á alþjóðlegt mót í fyrsta sinn og keppir í spjót- kasti og kúluvarpi í Finnlandi. „Að- alatriðið er að vera með,“ segir Sig- urður og minnir á boðskap og hugsjón Ólympíuleikanna. Árni Einarsson tekur í sama streng. „Ég er ekki afreksmaður í neinni grein en þátttakan gefur mér allt og það er aldrei of seint að byrja að æfa og keppa.“ Hraðar, hærra, lengra …  Búa sig undir NM öldunga í frjálsíþróttum Morgunblaðið/Sigurgeir S. Kastarar á æfingu Árni Einarsson, Jón Magnússon, Sigurður Jónsson og Sigurður Haraldsson. HSK útnefndi Árna Ein- arsson úr Umf. Selfoss sem öðling ársins 2010. „Ég er mjög stoltur af þessari viðurkenn- ingu,“ segir Árni sem verður áttræður í haust. Hann ólst upp í Kaldárholti í Holtum, kynntist frjálsíþróttum á Selfossi um 1950 en lagði köstin til hliðar þegar hann flutti til Reykjavíkur 1957. Þeg- ar kona hans féll frá byrjaði hann aftur að æfa eftir 51 árs hlé og hef- ur tekið þátt í öllum helstu öld- ungamótum síðan, meðal annars Norðurlandameistaramóti öldunga í Svíþjóð 2009 og heimsmeistara- mótinu í Ungverjalandi í fyrra. „Þetta er gaman og það er mikil næring að fara á svona mót,“ segir Árni, sem tekur þátt í öllum kast- greinunum en heldur mest upp á kringluna. Mikil næring í keppninni ÁRNI EINARSSON ÖÐLINGUR ÁRSINS HJÁ HSK 2010 Árni Einarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.